11. feb. 2017 - 17:26Þórhallur Heimisson

Jóga - Annar hluti

Þá held ég áfram að velta fyrir mér inntaki og uppruna jóga í þessum öðrum pistli af fimm sem ég mun birta hér á Pressunni um efnið.

Stóri / litli (mikro/makro)

Í austrænum trúarbrögðum er mikið gert af því að notast við "analogiur" eða heimfærslur. Það er að telja hluti sem líkjast hvor öðrum á einhvern hátt tengda eða skylda. Svo dæmi sé tekið af upplifun og skynjun hjá börnum, þá líkist leikfangabíll raunverulegum bíl og barnið telur að um bíl sé að ræða. Barnið býr til analogiu eða heimfærslu. Í raun er leikur barna ekkert annað en röð af slíkum analogium eða heimfærslum.

Ef við beinum skilningarvitunum að hinum innra heimi okkar og berum hann saman við umhverfið, líkist maðurinn á margan hátt alheiminum. Í heimi analogiunnar erum við mennirnir gerð úr sama efni og alheimurinn, söm alheiminum, af því að margt í okkur líkist honum. Þetta er tjáð innan jóga og hinduisma/búddisma, með því að kalla heiminn "hina stóru raunveru" (makro-cosmos) en manninn "hina litlu raunveru" (mikro-cosmos). Maður og heimur eru þannig spegilmynd hvors annars. Hægt er að setja þessa hugsun upp í smá jöfnu til skýringar og lítur hún þá þannig út.

EF:

Makrocosmos       =   Mikrocosmos

OG:

Heimur                 =  Maður

ÞÁ ER:

jörð                      =    Kjöt, bein

vatn            =    blóð, slím, sæði

eldur   =    hiti líkamans, ást/hatur

loft   =    andardrátturinn

rýmið   =    samband okkar og tengsl við umhverfið

Þannig samsvarar ytri raunveran innri líkama mannsins. Súlan góða sem myndar frumefnin fimm, stúpan,  táknar þá ekki aðeins heiminn, heldur líka og ekki síst, manninn sjálfan, frumefni mannsins. Tilgangur súlunnar er þannig að sýna okkur samhengi og markmið frumefnanna. Hún er vegferð um alheiminn (makrokosmos) eins og fyrr segir, en hún er sömuleiðis landabréfi yfir manninn (mikrokosmos).

 Hjól heimsins -  helgimynd frá Bútan

 Þegar frumefnin losna úr samhengi hvert við annað, gerast hörmungar og ógnir. Þau losna úr samhengi ef eitthvað verður til þess að trufla orkustreymið - (prana á sanskrít, fornmáli Indverja ) er tengir þau saman. Margt getur valdið slíkri trufkun og má þar nefna sjúkdóma, slys, mengun og aðra óáran. Þegar maðurinn ræðst að samhenginu í heiminum með rányrkju, órétti og græðgi, truflast orkustreymið.  Það eru hin raunverulegu Ragnarök. Hlutverk trúarbragðanna er að koma frumefnunum aftur í réttar skorður, að láta "harmoniu", "ying og yang", "tao" , eða með öðrum orðum samhengi ríkja í heiminum.

Hlutverk jóga samkvæmt hindúisma og búddisma er að kenna okkur leiðina að samhenginu, simfóníu alheimsins. Hlutverk "jógans", kennarans, er að kenna okkur að rata leiðina.

 

 Hvaða þýðingu hafa frumefnin þá í jóga?

Í hinum indversku Taittirya Upanishadaritum frá því um 600 f.kr. má lesa eftirfarandi um tilurð heimsins:

"Frá Atman - Brahman kom rýmið. Frá rýminu kom loftið. Frá loftinu kom eldurinn, frá eldinum kom vatnið, úr vatninu reis jörðin".

Eða með öðrum orðum. Vegna flæðis hins guðlega Atman-Brahman niður og inn í heiminn verða frumefnin til. Atman er hin ópersónlulega alheimssál sem býr í algyðinu Brahman. Atman fellur inn í heiminn og við fallið skapast veröldin. Flæðið á upphaf sitt á hinu andlega sviði og endar í því jarðneska. Frumefnin 5 eru þannig mistengd hinu andlega, misfyllt, hinu guðlega. Því nær sem þau standa Atman, því fyrr sem Atman fyllti þau á leið sinni niður í efnið, því guðlegri eru þau.

Úr því að manneskjan er gerð úr sömu efnum og alheimurinn, hefur hún einnig myndast á sama sama hátt, við fall eða niðurstreymi Atmans.

Tökum eftir því hér, að um flæði niður á við er að ræða. Sköpun heimsins er neikvætt fyrirbrigði, fall frá hinu guðlega til hins jarðneska. Jörðin og allt sem henni tilheyrir, þar á meðal líkami mannsins, er því botninn, það sem lengst stendur frá hinu guðlega. En maðurinn sem slíkur er myndaður úr frumefnunum 5, eins og alheimurinn. Munurinn á manni og steini er þá sá, að steinninn er aðeins gerður úr frumefninu jörð, en tilvist mannsins grundvallast  á mörgum stigum, sviðum, eða frumefnum. Maðurinn er því nær hinu guðlega en steinninn. Steinninn er á leiðinni að verða mannlegur. Maðurinn er á leiðinni að verða guðlegur. Það er takmark mannsins, að verða guð.

Maðurinn er því frumefnasúlan holdi klædd. Og jógað kennir manninum að ferðst gegnum frumefnasúluna, orkustöðvarnar, og til guðs.
01.maí 2017 - 16:04 Þórhallur Heimisson

Burt með þetta Gamla testament!

Ég var að horfa á ónefndan viðtalsþátt á Rúv fyrir skömmu, sem ekki er í frásögur færandi. Ágætur þáttur og oft áhugaverður. Nema hvað, í þessum þætti var gerð hörð hríð að Gamla testamenti Biblíunnar, sem viðmælendur stjórnenda fundu allt til foráttu. Þar væri ekkert að finna nema morð og stríð og reiðan Guð. Best væri að hafa sem minnst með þetta rit að gera.
07.apr. 2017 - 16:31 Þórhallur Heimisson

Vilt þú styrkja fátækar fjölskyldur á Íslandi um páskana?

Það eru margir sem eiga erfitt að venju nú fyrir páska og fjölskyldur sem eiga ekki fyrir mat. Það er því miður staðreynd á landinu okkar kæra. Svo eru aðrir sem eru vel aflögufærir - Guði sé lof. Það eru margir sem hafa samband við mig sem prests vegna þessa ástands, eru að leita að hjálp en eiga ekki í mörg hús að venda. En ég get lítið gert einn.
21.mar. 2017 - 09:17 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fimmti hluti

Jóga-Sutra er helgirit sem skráð var á 2. öld f.kr. á Indlandi og hefur löngum verið talin ein helsta kennslubók hindúismans í  jóga. Jóga-Sutra greinir á milli tvennskonar notkunar á jóga. Annarsvegar er jóga ætlað til þess að drepa niður alla andlega starfsemi og alla skynjun. Aðeins þannig getur maðurinn hreinsað sig af samsara og losnað undan karma og hjóli endurfæðingarinnar.

17.mar. 2017 - 11:06 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fjórði hluti

Hér er haldið áfram að skoða trúarlegan bakgrunn jóga í þessum fjórða pistli mínum um efnið. Þeim sem vilja setja sig inn í efni pistilsins er benta á hina pistlana þrjá sem hafa komið á undan hér á Pressunni. Alls verða þeir 5.
09.mar. 2017 - 19:57 Þórhallur Heimisson

Jóga - Þriðji hluti

Þá er komið að þriðja pistlinum mínum hér á Pressunni um jóga, uppruna þess og kenningar.
08.feb. 2017 - 08:06 Þórhallur Heimisson

Jóga - Fyrsti hluti

Í þessum pistlum mínum hér á Pressunni hef ég af og til tekið fyrir hin ýmsu trúarbragðafræðilegu fyrirbæri allífsins - stundum í nokkrum pistlaröðum - til að geta sökkt mér betur niður í efnið með áhugasömum lesendum.
02.feb. 2017 - 09:00 Þórhallur Heimisson

Að leita hamingjunnar

Ég hef um margra ára leið haldið úti námskeiðum sem miða að því að auka hamingju þeirra sem taka þátt. Og það eru sannarlega margir sem hafa tekið þátt – allskonar fólk með allskonar skoðanir og reynslu – sem hefur það eitt sameiginlegt að vilja leita hamingjunnar.
29.jan. 2017 - 07:00 Þórhallur Heimisson

Íslam í sögu og samtíð

Reglulega  skekja fréttir af hryðjuverkaárásum sem gerðar eru í nafni íslam heiminn. Og sá hluti veraldarinnar sem telst til hins íslamsk heims virðist loga í styrjöldum og átökum. Alla vega ef marka má fréttir. Um fátt er reyndar meira deilt á Vesturlöndum í dag en íslam. Stjórnmaálhreyfingar yst á kanti hins pólitíska litrófs hafa elfst með hatursáróðri gegn íslam. Og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagst vill meina múslímum inngöngu í landið.

19.jan. 2017 - 11:30 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið á Akureyri

28. janúar næstkomandi verður boðið upp á heils dags námskeið undir heitinu "Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð" í Safnaðarheimili Glerárkirkju á Akureyri. Um er að ræða hjóna og sambúðarnámskeið eins og nafnið bendir til.
24.des. 2016 - 12:55 Þórhallur Heimisson

BERFÆTTUR OG VARNARLAUS GUÐ

Jesús er söguhetja jólanna. Einnig er nafn hans hið stærsta á vegferð mannkynsins endilangri. Alla vega hið þekktasta, hverju svo sem menn trúa um hann. Hann, sem fæddist á jörðu og var lagður í jötu fyrir rúmlega tvö þúsund árum, hefur beint og óbeint mótað veraldarsöguna æ síðan.

07.nóv. 2016 - 07:00 Þórhallur Heimisson

Örlagaríkustu orustur sögunnar

Í nóvember býð ég upp á 3 kvölda námskeið um 5 áhrifamestu orustur sögunnar - það er að segja orustur sem breyttu gangi sögunnar. Farið verður í gegnum aðdraganda átakanna, kynntir þeir sem þar tókust á, vopnabúnaður kannaður, orustan rekin og að lokum velt upp vöngum um hvað ef allt hefði farið á annan veg.
03.nóv. 2016 - 22:18 Þórhallur Heimisson

Fátækt

Þegar flett er upp í orðabók þá er fátækt meðal annars skilgreint sem örbirgð og skortur. Það má því með sanni segja að það ríki örbirgð og skortur hjá mörgum á Íslandi í dag. Og ef að líkum lætur munu enn fleiri verða bjargarleysinu að bráð ef marka má nýja skýrslu um fátækt sem Rauði krossinn sendi frá sér nýverið.
12.sep. 2016 - 16:54 Þórhallur Heimisson

Kóraninn og Biblían

Ekki margir vita að íslamska ákallið Allahu Akbar (á arabísku: الله أكبر ) er líka að finna í Nýja testamentinu, 1. Jóh.3:20, “Því að GUÐ ER MEIRI en hjarta vort og þekkir alla hluti. – En Allahu Akbar þýðir einmitt “Guð er meiri”.
05.sep. 2016 - 09:37 Þórhallur Heimisson

Bankaútibúið á botni Vítis

Ég hef um margra ára skeið haldið úti námskeiðum um trúarbragðasögu og klassísk forn fræði. Á liðnu vori var meðal annars saman kominn góður hópur fólks sem ég leiddi í gegnum Divina Comedia, Hinn guðdómlega gamanleik, eftir Dante.


15.ágú. 2016 - 10:25 Þórhallur Heimisson

Samfélagsleg áhrif kristninnar


26.júl. 2016 - 10:24 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið Fjölskylduráðgjafar Þórhalls Heimissonar


06.júl. 2016 - 12:00 Þórhallur Heimisson

Ný hjónaráðgjöf í Reykjavík og á Akureyri


28.jún. 2016 - 16:30 Þórhallur Heimisson

Rofin kirkjugrið


20.jún. 2016 - 20:24 Þórhallur Heimisson

Jónsmessa

24. júní, eða Jónsmessa, er ein ljúfasta hátíð kirkjuársins. Kirkjan skiptir árinu niður í daga og stundir- kirkjuárið svokallaða- sem hver og ein minna okkur á Jesú Krist og hina kristnu trú. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan boðar einmitt komu Jesú. Jónsmessan lætur reyndar lítið yfir sér formlega. Henni fylgir ekkert tilstand í kirkjunni eins og mörgum öðrum hátíðum. Við erum t.d.ný búin að halda upp á 17. júní með ræðuhöldum lúðraþyt og gríni og glensi. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er reyndar ekki hluti af kirkjuárinu, en kirkjan kemur að honum og hátíðahöldum hans með pompi og prakt. Jól, páskar og hvítasunna eru hinar þrjár stóru hátíðir kirkjuársins og þær eiga sér líka sín föstu og formlegu hátíðarhöld. Og það á auðvitað við um fleiri hátíðir árið um kring.

Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Hann starfar sem settur sóknarprestur í Breiðholtskirkju. Hann hefur auk prestsstarfa annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti og kennt trúarbragðasögu í KHÍ og HÍ. Hann hefur einnig um árabil verið leiðsögumaður í Rómarferðum og ferðalögum um austanvert Miðjarðarhaf, til Króatíu, Montenegró, Grikklands og Tyrklands - auk Búlgaríu, Rúmeníu og fleiri landa.

Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.5.2017
Í landi morgunkyrrðarinnar
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.5.2017
Sumarið er tíminn
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 15.5.2017
Stofnanaofbeldi
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 14.5.2017
Umskiptingarnir
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar