02. júl. 2012 - 20:14Þórhallur Heimisson

Er Jesús mýta?

Frá Listvinafélagi Hallgrímskirkju

Mýta er annað orð yfir helgisögu. En helgisaga er gömul flökkusaga, munnmælasaga eða þjóðsaga sem getur flutt ákveðinn boðskap og sannindi, en hefur ekki gerst í raunveruleikanum. Og þeir eru til sem halda því fram að Jesús sé einmitt ekkert annað en helgisaga, að hann hafi í raun og veru aldrei verið til sem raunveruleg persóna.

Var hann söguleg persóna, eða var hann kannski aðeins helgisaga? Hvernig getum við vitað hvort heldur er? Við höfum auðvitað heimildirnar í Nýja testamentinu. Utan þess eru fáeinar óháðar heimildir til sem sumar nefna Jesú eða persónu sem gæti verið hann. Rómverski sagnfræðingurinn Tacitus (56 -117) er einn þeirra. Annar er líklega Flavius Josefus, herforingi Gyðinga sem gerðist sagnaritari eftir fall Jerúsalem árið 70. Rómverski rithöfundurinn Suetonius ( 69 -130) vissi líka af tilvist hins kristna safnaðar í Róm um það leiti sem guðspjöllin voru rituð.

En við verðum að átta okkur á því að skorturinn á heimildum á ekki aðeins við Jesú, heldur allar frægar sögulegar persónur fornaldarinnar. Að Jesús var nefndur yfirleitt í heimildum utan hinna kristnu frá þessum tíma, sýnir að hann var það miklivægur að rithöfundar töldu það þess virði að nefna hann.
Svo hafa líka ýmsir bent á að áhrif Jesú voru slík að ef hann hefði ekki verið til, þá yrðum við að finna einhvern eins og hann til að gegna því hlutverki sem hann gengdi.

Auðvitað er margt óljóst kringum textana og söguna frá tíma Jesú. Eins og til dæmis spurningin um það hvaða ár Jesús fæddist, hvar hann fæddist, og svo framvegis. Það sem við vitum fyrir víst er að Jesús stígur fram úr myrkri sögunnar kringum fimmtánda stjórnrár Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu, Heródes Antipater fjórðungsstjóri í Galíleu, Filipus bróðir hans fjórðungsstjóri í Ítúreu, í æðstapreststíð Annasar og Kaífasar. Þetta var rúmlega 30 árum eftir upphaf tímatals okkar. Við vitum að hann starfaði opinberlega í eitt til þrjú ár og var síðan krossfestur – en krossfestingin var aftaka sem Rómverjar önnuðust.

Lærisveinar hans sögðust síðan hafa séð hann upprisinn og það að þeir vitnuðu um upprisuna með líf sitt að veði, að þeir fórnuðu því fyrir þessa trú sína, það vitum við líka. Hvort Jesús fæddist ári 5 f.Kr, árið 0 eða árið 6, um vetur, vor, sumar eða haust – það er síðan algert aukaatriði.

Ég er sannfærður um að Jesús var söguleg persóna og tel okkur hafa meir en nægar sannanir fyrir því í heimildum fornaldarinnar.20.apr. 2014 - 11:18 Þórhallur Heimisson

María Magdalena og páskaeggin

Margskonar kenningar eru til um uppruna páskaeggjanna. En vissir þú lesandi góður að ein þeirra rekur páskaeggjahefðina allt aftur til Maríu Magdalenu?
13.apr. 2014 - 17:10 Þórhallur Heimisson

Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti

Í lok fjórða hluta þessarar pistlaraðar um Hallgrím Pétursson stóð skáldið yfir moldum Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.
07.apr. 2014 - 17:03 Þórhallur Heimisson

Hallgrímur Pétursson - fjórði hluti

Við skildum við Hallgrím Pétursson í síðasta pistli þar sem hann hafði sent Ragnheiði Brynjólfsdóttur, dóttir Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, handritið að sínum dýrasta kveðskap. Var það í maí árið 1661. Hafði handritið að geyma meðal annars Passíusálmana, Sálminn um blómið og sálminn Um fallvaltleika heimsins.
03.apr. 2014 - 18:42 Þórhallur Heimisson

Hallgrímur Pétursson - Þriðji hluti

Við sáum í síðasta pistli að lífsbaráttan hafði verið hörð hjá þeim Guðríði og Hallgrími á Suðurnesjum. 
30.mar. 2014 - 17:56 Þórhallur Heimisson

Hallgrímur Pétursson - Annar hluti

Eins og fram kom í síðasta pistli var Hallgrímur fæddur árið 1614. Þannig eru nú liðin 400 ár frá fæðingu hans. Það er áhugavert að skoða líf hans í ljósi samtímaatburða í Evrópu, en oft vilja þeir gleymast þegar við Íslendingar erum að fjalla um sögu okkar.
28.mar. 2014 - 11:22 Þórhallur Heimisson

Hallgrímur Pétursson - fyrsti hluti

Þá er liðið á seinni hluta föstu og brátt nálgast páskar.  Um þessar mundir stendur lestur Passíusálma sem hæst og nær hámarki á föstudaginn langa þegar sálmarnir eru lesnir í heild sinni í kirkjum víða um land.

25.mar. 2014 - 08:00 Þórhallur Heimisson

Boðunardagur Maríu

Um fáar kenningar kirkjunnar hefur verið meira deilt í gegnum tíðina en þá́ að María móðir Jesú hafi orðið þunguð fyrir heilagan anda, en ekki eftir ná́ttúrulegum leiðum, og hafi síðan fætt son sinn í heiminn, sem er einnig sonur Guðs, þótt hún væri enn þá meyja.
15.mar. 2014 - 16:21 Þórhallur Heimisson

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsóknina

Eins og einhverjir lesendur kannski vita hef ég lengi verið efins um að við Íslendingar ættum að ganga í Evrópusambandið - ESB. 
13.mar. 2014 - 08:00 Þórhallur Heimisson

Hlið eldsins- fjórði og síðasti hluti

Grikkir héldi nú stuttann herráðsfund. Leonidas sagði að það væri vissulega enginn skömm að hörfa frá orustu sem ekki væri hægt að sigra. Hvatti hann bandamenn Spartverja til að forða sér meðan enn væri tími. En sjálfur sagðist han myndu verjast áfram með Spartverjum sínum til síðasta manns.
12.mar. 2014 - 11:22 Þórhallur Heimisson

Hlið eldsins - Þriðji hluti

Á tímum þegar vofur hægri og vinstri öfga ganga aftur ljósum logum og sótt er að lýðræði og mannréttindum víða um heim, er holt fyrir sálina að rifja upp þá atburði sem urðu um 400 fyrir Krist á Grikklandi, í vöggu lýðræðisins.
07.mar. 2014 - 19:49 Þórhallur Heimisson

Hlið eldsins - annar hluti

Þá höldum við áfram að velta fyrir okkur nauðvörn hinna fyrstu lýðræðisríkja fyrir 2500 árum.
02.mar. 2014 - 08:00 Þórhallur Heimisson

Hlið eldsins - Fyrsti hluti


20.feb. 2014 - 15:44 Þórhallur Heimisson

Með hníf kirkjunnar í bakinu

Ég var að ljúka við að lesa bókina "The tragedy of the Templars" eða "Hörmuleg örlög Musterisriddaranna"  eftir Michael Haag. Bókin rekur sögu Musterisriddarareglunnar og endaloka hennar, hvernig kirkjan sveik þessa dyggustu þjóna sína, bar á þá ljúgvitni, píndi þá til að ljúga upp á sig hverskyns óhæfu og lét að lokum brenna þá á báli þúsundum saman.
04.feb. 2014 - 20:36 Þórhallur Heimisson

Hundrað ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar

Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ógrynnin öll af bókum hafa komið út um þann mikla hildarleik sem breytti mannkynssögunni og enn fleiri eru á leiðinni. Og mikið verður um að vera í þeim löndum sem háðu hildarleikinn.
30.jan. 2014 - 18:45 Þórhallur Heimisson

Agrippa I. - Síðasti konungur Ísraels og samtímamaður Jesú

Síðasti furstinn sem með réttu getur kallast konungur Ísraels var Agrippa I. Hann komst til valda og var skipaður konungur í Júdeu, eða Ísrael getum við kallað landið, árið 41, örfáum árum eftir krossfestingu Jesú.
26.jan. 2014 - 12:15 Þórhallur Heimisson

Guðspjall Maríu Magdalenu

Þá held ég áfram að segja frá persónum og heimildum sem tengjast sögu Jesú frá Nasaret. Nú er komið að Maríu Magdalenu og sérstaklega guðspjalli sem við hana er kennt, - Guðspjalli Maríu Magdalenu.
18.jan. 2014 - 19:00 Þórhallur Heimisson

Hjónanámskeið í átján ár

Á þessum vetri eru liðin 18 ár frá því að èg stóð fyrst fyrir hjónanàmskeiðum á vegum Hafnarfjarðarkirkju, en fyrsta námskeiðið var haldið haustið 1996. Þá var ætlunin að bjóða upp á eitt eða tvö námskeið, en vegna mikillrar og stöðugrar aðsóknar eru námskeiðin enn í gangi. Námskeiðin hafa reyndar í gegnum àrin ekki aðeins verið haldin í Hafnarfjarðarkirkju heldur einnig víða um land og erlendis. Þau hafa þannig verið haldin oft í Reykjavík en einnig í Keflavík, Grindavík, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Hveragerði, þrisvar á Selfossi, í  Árnesi, á Höfn í Hornafirði, á Eskifirði, þrisvar á Egilsstöðum, fjórum sinnum á Akureyri, á Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri, í Borgarnesi, á Akranesi, Seltjarnarnesi og í Noregi og Svíþjóð.
14.jan. 2014 - 16:01 Þórhallur Heimisson

Ágústus keisari

Þá er best að halda áfram að segja frá spennandi persónum sem tengjast sögu Jesú, þó lauslega sé. Hér verður sagt frá einum sem allir þekkja úr jólaguðspjallinu – Ágústusi keisari – sem Ágústmánuður heitir eftir. Hver var eiginlega þessi Ágústus sem er fyrstur allra nefndur til sögu í jólaguðspjallinu?
05.jan. 2014 - 10:45 Þórhallur Heimisson

Hinn mikli Heródes

Það er gaman að sjá hversu mikill áhuginn er á sögulegu gildi Biblíunnar, alla vega ef marka má umræðuna í fjölmiðlum þessi misserin.
30.des. 2013 - 13:54 Þórhallur Heimisson

Gleðilegt nýtt ár!

Merkilegt hvað tíminn hleypur hratt. Mér finnst svo stutt síðan við stóðum í þessum sömu sporum síðast, að kveðja liðið ár og horfa til þess sem í vændum er.

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Hann starfar sem kirkjuhirðir hjà sænsku kirkjunni í Falun. Hann var um àrabil prestur og sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju en hefur auk þess annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti, kennt í KHÍ og HÍ og verið leiðsögumaður í Rómarferðum.
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2014
Nýjar upplýsingar um gamalt trúnaðarbrot
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 23.4.2014
Lágt lagst
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 21.4.2014
Hvers konar fréttamennska er þetta?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 21.4.2014
Þarf sérstakan til að rannsaka Sérstakan?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 22.4.2014
Vá-tilfinningin
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 20.4.2014
María Magdalena og páskaeggin
Fleiri pressupennar