08. des. 2010 - 13:00Þórdís V. Þórhallsdóttir

Kunna jólasveinar að spara?

Þegar jólaveinarnir gáfu mér í skóinn, þá var ævintýri að kíkja í skóinn dag hvern. Spenningurinn yfir að sjá eina mandarínu og kannski 2 tíkalla var gríðarlegur, jafnvel þótt að það væru til tuttugu mandarínur í eldhúsinu. Þetta var MÍN mandarína sem jólasveinnninn gaf MÉR. Þó var ég einbirni og hafði enga sérstaka þörf til að skilgreina mitt dót eða nesti, enda ein um þetta allt.

Svo kom aðfangadagur og ávallt var Kertasníkir sá sem gaf mér stærstu gjafirnar. Ég man nú samt ekki hvað það var endilega, en hans gjafir voru innpakkaðar og yfirleitt eitthvað sem ég gat dundað mér við á aðfangadag á meðan beðið var eftir jólunum.  Mér þótti þó aldrei minna vænt um hina jólasveinana eða það sem þeir færðu mér.
En þetta átti svosem ekki að verða nein jólahugvekja um æskuárin mín.

Ég var þó að pæla að eftir að ég varð fullorðinn og jólasveinarnir hættu að gefa mér persónulega í skóinn, finnst mér eins og þeir hafi eitthvað ruglast í ríminu. Það er kannski alveg skiljanlegt þar sem íslenskt þjóðfélag breyttist hratt og þeir hafa verið með í uppsveiflunni. Börn voru farin að fá risagjafir frá öllum jólasveinunum á borð við DVD myndir eða boli.

 Mér finnst full ástæða til að beina þessum pistli til íslensku jólasveinanna. Það er sniðugt að byrja að byrgja sig upp snemma og kaupa með góðum fyrirvara það sem á að gefa börnum í skóinn. Ef eitthvað stærra er keypt, má alveg gefa það í pörtum, eins og kassa af Playmo, Strumpum eða öðru áhugaverðu. Ávextir eru góðir í skóinn og börnum finnast þeir ávextir sem koma í skóinn mun betri en þeir sem fást í búðum. Hrós er líka alveg hrikalega góð gjöf í skóinn það má skrifa á miða og lauma með.

Ég er ekki að segja að jólasveinum sé bannað að kaupa eitthvað krúttulegt í skóinn fyrir börnin. Ég er bara að minna jólavseina á að það má alveg gæta hófs og þótt þeir séu 13 bræðurnir þá er enginn samanburður í gangi hjá börnunum. Jólin og aðventan eru stór hluti af íslensku samfélagi, en hún snýst jú ekki bara um gjafir, heldur aðallega um samveru og minningar. Ég hef frétt af heimilum þar sem búið er að spora út í gluggakistunni þegar snjóar úti, pottarnir allir komnir fram á gólf eftir Pottaskefil, búið að borða smá af skyrinu í ísskápnum morgunin sem Skyrgámur kom við og fleiri svona ummerki. Þetta getur skapað miklar umræður og skemmtilegar minningar hjá börnum.

Jólasveinarnir hafa ekki vanið komur sínar hingað á þetta heimili fyrr en börnin hafa vit á, en skilst að það sé æði misjafnt eftir fjölskyldum. Jólasveinar mega auðvitað gefa þeim börnum sem þeir vilja gjafir í skóinn, en út frá sjónarmiði sparnaðar og hófsemi, höfum við á þessu heimili gefið jólasveinunum leyfi til að sniðganga börn eftir aldri.

Sá elsti, sem hafði enga fyrirmynd í þessu, fékk í fyrsta sinn í skóinn árið sem hann varð þriggja ára. Miðbarnið fékk í skóinn árið sem hann varð tveggja ára, enda með fyrirmynd á heimilinu sem var búinn að leiða hann í allan sannleika um þetta. Yngsta barnið sem verður ekki orðið eins árs á þessari aðventu fær ekki í skóinn, en um það höfum við foreldrarnir samið við jólasveinana. Eldri bræðurnir gera heldur enga kröfu á það, enda höfum við foreldrarnir sagt þeim að hún viti ekkert hvað jólasveinar eru og getið því ekki trúað á þá og þar af leiðandi ekki fengið í skóinn.

Svo má gera annarskonar samning við eldri börn, man að ég sjálf gerði þannig samning þegar ég var orðin 9 eða 10 ára, þá setti ég bauk út í glugga (sem mamma gat opnað, þurfti ekki að fara út í banka til þess) og fékk pening í skóinn. Þetta voru ekki háar upphæðir í hvert sinn en safnaðist saman. Á þorláksmessu mátti ég svo fá allan peningin og fór með hann stolt í búð í bænum og keypti jólagjafir handa foreldrum mínum. Man enn eftir hjartalaga penna sem ég valdi handa mömmu minni og mikið þótt mér vænt um að hún notaði hann oft.

Ekki man ég hve há heildarupphæðin var, en hún rétt dugði fyrir tveimur litlum gjöfum handa foreldrum mínum.
Eigið gleðilegar heimsóknir frá jólasveinunum, en sá fyrsti leggur af stað til byggða 11. desember og ætti því gjöf að bíða í skóm barna að morgni sunnudagsins 12. desember.
31.jan. 2011 - 12:00 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Hvað er milljarður á milli vina?

Daglega sjáum við í fjölmiðlum orðið „milljarður“ og erum orðin samdauna því. Líklega stoppa fæstir við orðið og finnst ekkert tiltökumál að hitt og þetta kosti milljarða eða að einhverjar framkvæmdir kosti nokkra milljarða.

 

22.des. 2010 - 20:00 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Jólagjafir sem hitta í mark

Jólin eru dýr, jafnvel þótt maður reyni að gera þetta ódýrt. 

14.des. 2010 - 16:00 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Eru jólin skemmtileg?

Það ótrúlega hefur gerst, aðfangadag þessa árs ber upp á 24. desember. Kemur þetta ykkur á óvart? Varla. 

03.des. 2010 - 13:30 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Má bjóða þér 36.000 kr?

Mörg ykkar nota eflaust bensínlykla frá bensínstöðvunum. Þar fáið þið -2 krónur á hvern lítra sem þið kaupið. Þetta er ekki há prósenta þegar litið er til bensínverðs eða ca. 1% afsláttur þegar þetta er ritað. Ég ætla hins vegar ekkert að ráða ykkur frá því að nýta ykkur þessa lykla.
30.nóv. 2010 - 10:00 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Jóladagatöl

Nú er desember á næsta leiti. Mörg börn fá jóladagatal, þar sem einn gluggi er opnaður á hverjum degi. 

27.nóv. 2010 - 14:00 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Skipulögð innkaup

Ég talaði um í síðasta pistli að til þess að geta leyft sér það að fara í búð einu sinni í mánuði að gera stórinnkaup, sem bæði sparar tíma og peninga, þurfa innkaupin að vera skipulögð.
23.nóv. 2010 - 11:10 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Að láta tekjurnar duga

Síðustu þrjú ár hef ég verið ólétt tvisvar sinnum og eitt skólaár verið í háskólanámi. Þegar kom að því að ná endum saman var ekki margt í boði. Ekki langaði mig að fara fram á við eiginmanninn að vinna meira, enda vann hann alveg nóg og ekki sanngjarnt að taka allt fjölskyldulíf af honum. 

17.nóv. 2010 - 21:30 Þórdís V. Þórhallsdóttir

Hvað er sparnaður?

Ég hef sérstakan áhuga á að spá í sparnaði og spyr fólk oft út í hvernig það sparar. Langoftast fæ ég skemmtileg svör sem ég hef nýtt mér en stundum fæ ég svör sem gera lítið gagn og því meira sem ég hugsa um þau síðarnefndu, því betur átta ég mig á hversu auðvelt er að stinga höfðinu í sandinn.

Þórdís V. Þórhallsdóttir

Ung kona af gamla skólanum, hef gaman að því að pæla í sparnaði, bæði hvernig má spara peninga en einnig tíma, enda aldrei nóg af honum í hraða nútíma samfélags.

Þriggja barna móðir og gift menntaskólaástinni minni. Brátt með tvær háskólagráður í vasanum, slatta af lífsreynslu, í fullu starfi og að fikta við að hanna, prjóna og föndra.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar