10. jún. 2012 - 13:31Þórarinn Jón Magnússon

Varð mál í miðju málþófi

Í miðri maraþonræðu um vatnalögin varð Samfylkingarþingmaðurinn að kasta vatni. Tveir flokksbræður hans lásu klukkutímunum saman ljóð og skáldsögur. Jóhanna Sigurðardóttir toppaði þó alla kollega sína á þingi – og sömuleiðis tvær heimsfrægar maraþonræður kommúnistaleiðtogans Fidels Castro, sem getið er um í Heimsmetabók Guinness. Sjáðu listann yfir tólf lengstu ræðurnar sem fluttar hafa verið á þingi síðan tímamælingar hófust. 

Hversu málefnalegt var það í miðri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið forðum daga að hefja heillangan upplestur úr bókum í ræðusatól Alþingis. Á þeim tíma var ræðutími ótakmarkaður og umræddan dag stigu aðeins tveir ræðumenn í pontu frá klukkan hálfellefu til fjögur um daginn. Báðir vinstri menn.

Þetta rifjaðist upp fyrir undirrituðum þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, agnúaðist fyrir nokkrum dögum út í mælska stjórnarandstæðinga á Alþingi og líkti því við gíslatöku. Vildi hann meina að málþóf vinstri manna hér áður hafi verið málefnalegt. Það var og.

Þrumuræða Steingríms GEGN stórhættulegu veiðigjaldi

Steingrímur var málglaður í pontu á meðan hann var í stjórnarandstöðu engu síður en nú sem ráðherra. Mikil ósköp. En margt af því sem hann hefur þar mælt virðist vera honum horfið úr minni í dag. Þar á meðal harðorð ummæli hans um veiðigjaldið þegar það var tekið upp í stjórnartíð Sjálfstæðismanna 1997. Í þrumuræðu á þingi sagði hann meðal annars: „Hugmyndir um að taka marga milljarða eða milljarðatugi út úr sjávarútveginum í formi veiðigjalds eru í besta falli mjög varhugaverðar og í versta falli stórhættulegar.“

,,Veiðigjald myndi leiða til verri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fjárfestar myndu hætta að fjárfesta í sjávarútvegi,” sagði Steingrímur þann daginn. Þá benti hann á að stjórnvöld hefðu tilhneigingu til að hækka skattstofna sem einu sinni væru komnir á og að sú hætta yrði fyrir hendi með veiðileyfagjaldið. Steingrímur taldi, sem vonlegt er, margt annað athugavert við veiðileyfagjald og sagðist þeirrar skoðunar að öflug sjávarútvegsfyrirtæki væru „eina von landsbyggðarinnar“.

Aftur að málþófi vinstri manna

Fleira en bókalestur vinstri manna lifir í minningunni frá þeim tímum þegar þeir kepptust við að toppa hvern annan í maraþonræðum á þingi. Þannig er ógleymanlegt þegar einn þingmanna Samfylkingarinnar flutti eina lengstu þingræðuna frá því tímamælingar hófust haustið 1991. Ræðan snérist um Vatnalögin og stóð í 4 klukkustundir og þremur korterum betur. Umræðuefnið var greinilega óþægileg og í miðri ræðu fékk þingmaðurinn leyfi forseta til að gera hlé á ræðu sinni til að kasta vatni.

Þetta var Valdimar L. Friðriksson. Umrædd ræða var ekki hans lengsta á þingi. Hans lengsta ræða stóð í ríflega 5 klukkutíma. Þar var hann þó ekki hálfdrættingur í samanburði við Jóhönnu Sigurðardóttur, sem stýrði einmitt þingfundinum þegar Valdimar þurfti að bregða sér á klóið.

Jóhanna toppaði sögufrægar ræður Castro

Rétt er að halda því til haga að Sjálfstæðisflokkurinn setti lög um þingsköp sem koma í veg fyrir að þingmenn geti talað jafn lengi og áður. Ræðutími þingmanna er nú takmarkaður við 15 mínútur, tvöfalt það í sérstökum tilvikum. Það er því ljóst að Topp 12 listinn yfir lengstu ræður á þingi á ekki eftir að breytast.

Á Topp 12 listanum sitja aðeins þingmenn núverandi ríkisstjórnarflokka, fimm þingmenn Samfylkingarinnar og fjórir þingmenn Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardsóttir situr í fyrsta og níunda sæti og samflokksmaður hennar, áðurnefndur Valdimar, situr í fjórða og áttunda sæti. Hjörleifur Guttormsson (VG) situr í sjötta og sjöunda sæti.

Í heimsmetabók Guinness er skráð tímalengd lengstu ræðunnar sem flutt hefur verið í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna. Ræðuna flutti Fidel Castro þáverandi leiðtogi Kommúnistaflokks Kúbu. Hann talaði í samfellt fjórar og hálfa klukkustund. Þetta heimsmet skreið sem sé aðeins 8 mínútur fram yfir lengd styttri ræðu Jóhönnu á Topplista Alþingis.

Lengstu ræðu sína flutti hinn málglaði Castro heima á Kúbu á flokksþingi kommúnista 1986. Sú ræða var aðeins 7 klukkustundir og 10 mínútur. Lengsta ræða Jóhönnu á Alþingi okkar Íslendinga var næstum þremur klukkustundum lengri. Hún stóð í nákvæmlega 10:08:33. Ræðuna flutti hún af litlu tilefni árið 1998 þegar svo lítið mál sem breyting á einni stofnun í aðra var til umræðu. Samtals gat Jóhanna talað um málið í næstum 15 tíma. Castro hvað?

Þegar Jóhanna varði málþóf á Alþingi

Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn á löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka eða fallast á málamiðlun.

„Þetta er raunverulega eina tækið sem þingmenn hafa, það er að standa í ræðustól og mótmæla ef á rétt þeirra er gengið, sem oft og iðulega er hér í þinginu. Þetta er eina tækið sem þingmenn hafa,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir þegar hún ræddi um fundarstjórn forseta Alþingis 17. janúar 2007.

 

Rétt eins og formaður Vinstri grænna skiptir Jóhanna um skoðun eftir hentugleikum. Steytti hún hnefa framan í minnihlutann fyrir nokkrum vikum þegar henni fannst óhæfa að þingmennirnir væru að nýta sér þetta eina tæki, sem hún sjálf hafði slegið Íslandsmet í að nýta.

Meðfylgjandi myndir sýna þingmennina tólf sem hafa flutt lengstu ræður á þingi frá því tímamælingar hófust.


Í Heimsmetabók Guinness kemur fram að Fidel Castro hafi flutt lengstu ræðuna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Þar var hann þó ekki hálfdrættingur í samanburði við úthald Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi okkar Íslendinga eins og fram kemur í meðfylgjandi pistli.

 

 

Þrír málglöðustu þingmennirnir: 1. Jóhanna Sigurðardóttir (S) talaði 1998 í ríflega 10 klukkustundir eða í nákvæmlega 10:8:33 um léttvægar breytingar varðandi húsnæðismál. 2. Ögmundur Jónasson (VG) talaði 2006 í 6:2 um Ríkisútvarpið hf. 3. Svanfríður Jónasdóttir (S) talaði 1998 um sveitarstjórnarlög í ríflega 5:39.

 

 

4. Valdimar L. Friðriksson (S) talaði í 5:13. árið 2007 um Ríkisútvarpið ohf. 5. Jón Bjarnason (VG) talaði 2006 í 4:52 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. 6. Hjörleifur Guttormsson (VG) talaði 1998 í 4:49 um gagnagrunn á heilbrigðissviði.

 

7. Hjörleifur Guttormsson (VG) talaði 1995 í ríflega 4:47 um náttúruvernd. 8. Valdimar L. Friðriksson (S) talaði um vatnalög árið 2006 í rúmar 4:44 (með frægri salernispásu). 9. Jóhanna Sigurðardóttir (S) talaði 1998 um sveitarstjórnarlög í rúmar 4:21.

 

 

10. Rannveig Guðmundsdóttir (S) talaði árið 1998 í tæpar 3:52 um sveitarstjórnalög. 11. Kolbrún Halldórsdóttir (VG)  talaði árið 2002 í ríflega 3:48 um virkjun Jöklsár á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. 12. Mörður Árnason (S) talaði árið 2006 um vatnalög í ríflega 3:46. Las Mörður meðal annars úr skáldsögu og ljóðabók Sr. Jóns Þorlákssonar frá Bægis.
22.sep. 2015 - 16:56 Þórarinn Jón Magnússon

Dagur bjargar Gunnari Braga

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur kastað björgunarhring til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Björgunarafrek Dags hefur farið framhjá landsmönnum sökum þess hvað þeir hafa verið uppteknir við að skammast í honum.
29.mar. 2014 - 21:00 Þórarinn Jón Magnússon

ESB-kosningar um miðjan júní

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Hvað svo sem segja má Efnahagsbandalaginu til hnjóðs þá hefði aðild að sambandinu einn augljósan kost í för með sér. Kost, sem ég hef ekki séð aðildarsinna nota málstað sínum til framdráttar.
24.jan. 2014 - 10:18 Þórarinn Jón Magnússon

Ekki „strákarnir okkar"

Með tilliti til þeirrar umræðu sem fram hefur farið að undanförnu þykir mér ekki við hæfi, að við séum að tala lengur um strákana okkar.
27.jún. 2013 - 20:25 Þórarinn Jón Magnússon

Hemmi Gunn: Um leið er ég bara hættur og farinn

Gripið niður í viðtöl sem Samúel og Lífsstíll áttu við Hemma Gunn 1980 til 2006. Þar tjáði hann sig um gleði og sorg, hláturinn, Taíland, Vestfirði, fyrsta sjússinn, góða skapið, íþróttaferilinn, starfið við fjölmiðla og síðast en ekki síst dauða sinn og upprisu.
21.jún. 2013 - 11:15 Þórarinn Jón Magnússon

Flokkurinn, fegurð og fjöldamorð

Hví er efnt til mótmæla þegar heilbrigð sál í fögrum og hraustum líkama er lofsungin, en ekki amast við ofbeldismyndum í sjónvarpi og sölu tölvuleikja þar sem manndráp gefa stig. Vinir mínir hrukku við í síðustu viku þegar ég tilkynnti þeim að eftir áratuga stuðning við Sjálfstæðisflokkinn hygðist ég skrá mig í Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Hugmyndina fékk ég hjá femínustum.
03.jún. 2013 - 22:30 Þórarinn Jón Magnússon

Hvers vegna berbrjósta?

Mótmælt í London. Á sjöunda áratugnum hikuðu stelpurnar ekki við að sóla sig topplausar í almenningsgörðum og á rokkhljómleikum. Nú er það að mestu liðin tíð og einu konurnar sem sýna sig topplausar á almannafæri eru aðgerðarsinnar sem eru að mótmæla hlutgervingu kvenna.
28.maí 2013 - 18:00 Þórarinn Jón Magnússon

Dylgjur eða fréttaskýring?

Sigrún Davíðsdóttir virðist vera að að tileinka sér í síauknum mæli efnismeðferð Útvarps Sögu í umfjöllunum sínum um málefni líðandi stundar í Speglinum á RUV. Það er ekki Ríkisútvarpinu samboðið að fréttaskýrandi beri á borð fyrir hlustendur dylgjur að hætti Gróu á Leiti. Nema ráðamönnum þar sé sama þó að Gróa verði endanlega kennd við Efstaleiti.
23.apr. 2013 - 22:20 Þórarinn Jón Magnússon

Ítrekað ráðist með fólskulegum hætti á öldruð hjón við Vesturgötu

Sömu aðilar hafa ekki aðeins ráðist ítrekað á gömlu hjónin sem búa við Vesturgötu. Öldruð hjón sem búa við Vesturgötu í Reykjavík hafa orðið fyrir síendurteknum árásum sömu aðila um langt skeið og engum vörnum getað við komið. Heimili gömlu hjónanna hefur ekki reynst þeim sá griðarstaður í ellinni sem þau höfðu vonast til. Vitað er að þessir sömu aðilar hafa lengi stundað árásir á öldruð hjón um land allt og sömuleiðis varnarlausa öryrkja. Þrátt fyrir að vitað hefur verið í nokkur ár hverjir árásaraðilarnir eru verður það ekki fyrr en nú í lok þessarar viku, sem þeir verða leiddir fyrir dómara.
18.apr. 2013 - 18:00 Þórarinn Jón Magnússon

Þann vafasama heiður eiga þau ...

Stefnt skal að, kannað verði, leitað verði leiða. Þetta eru orðaleppar sem sómakærir framboðsflokkar nota ekki. Enn lakara er þegar frambjóðendur mæta í sjónvarps- eða útvarpssal og opinbera stefnuleysi flokka sinna. Hafa auðheyrilega ekki nokkra skoðun á veigamiklum málaflokkum og reyna að skýla sér á bak við botnlaust blaður frösum hlaðið. Þar er kvenmaður verstur, en ómerkilegustu kosningabrellunni beitir karlmaður.
18.apr. 2013 - 08:00 Þórarinn Jón Magnússon

Virði rétt þeirra til að hafa á röngu að standa

Aðeins einn flokkur vill lækka skatta. Aðrir flokkar tala gegn því eða hafa uppi efasemdir. Þórarinn Jón segist virða rétt þeirra til að hafa á röngu að standa, en vill minna á að Sjálfstæðisflokkurinn lækkaði skatta verulega hér um árið. Við það tvöfölduðust tekjur ríkisins að raunvirði á sex árum.
28.feb. 2013 - 20:00 Þórarinn Jón Magnússon

Fötlun að vera kona?

Staðan ellefta september síðastliðinn. Á meðan einn einasta kvenmann var að finna í hópi þeirra sem voru aðstoðarmenn formanns eða gengdu embættum varaformanns, framkvæmdastjóra eða formanns þingflokks voru þær þrjár talsins í Sjálfstæðisflokknum einum. Er það fötlun að vera kona? Ætla mætti að svo sé þegar konur tala um bætt aðgengi að athafnalífi og félagsstörfum. Þórarinn Jón kannaði til gamans hvers kyns embættismenn flokkanna á Alþingi væru og kom niðurstaðan honum þægilega á óvart.
16.feb. 2013 - 15:00 Þórarinn Jón Magnússon

Ef laun Jóhönnu hefðu verið árangurstengd

Ef til vill má segja að Jóhönnu hafi ekki lánast að standa við þau fyrirheit sem hún gaf 2009. Það er ekki hægt að ætlast til þess að húsmóðir á svo stóru heimili sem stjórnarheimilinu fullu af villiköttum geti vasast í öllu í senn, en hún reddar þessu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að húsmóðir á svo stóru heimili sem stjórnarheimilinu fullu af villiköttum geti vasast í öllu í senn, allra síst heimilishjálp út um allar trissur. Sýnum skilning og virðum viljan fyrir verkið þegar Jóhanna Sigurðardóttir stígur af stalli þó að henni hafi ekki tekist að standa við þau fyrirheit sem hún gaf fyrir fjórum árum um skjaldborg, nýja stjórnarskrá, atlögu að kynbundnum launamun, inngöngu í ESB, fjölgun starfa og ótalmargt fleira. En mikið hljóta topparnir í embættismannakerfinu að vera fegnir að laun forsætisráðherra voru ekki árangurstengd.
16.jan. 2013 - 22:30 Þórarinn Jón Magnússon

Nostradamus spáði árás múslíma á Frakkland

„Frakkland hefur ráðist á íslam. Við munum ráðast á hjarta Frakklands,“ sagði leiðtogi uppreisnarmanna í Malí. Hryðjuverkavarnir í Frakklandi eru nú á viðbúnaðarstig rautt, sem er næsthæsta viðbúnaðarstigið í Frakklandi. Verður París lögð í rúst? Í mest lesna pistli Pressunnar frá áramótum er fjallað um hve margir spádómar Nostradamusar virðast vera að rætast. Pistillinn varð enn aktúelli um helgina þegar íslamistar hótuðu að gera árás á hjarta Frakklands. Rétt eins og segir í spádómunum og sagt var frá í Pressupistlinum. Hryðjuverkavarnir í Frakklandi eru nú komnar á viðbúnaðarstig rautt, sem er næsthæsta viðbúnaðarstigið í Frakklandi.
04.jan. 2013 - 20:00 Þórarinn Jón Magnússon

Spádómar Nostradamusar rætast einn af öðrum um þessar mundir

Spádómar Nostradamusar frá 1555 eru svo sannarlega að koma fram þessa dagana, en  talið er að um tveir þriðju spádámanna hafi komið fram til þessa. Meðal annars hefur vakið athygli hve hótun Assad Sýrlandsforseta um efnavopnaárásir og viðbrögð NATO við hótuninni eru eins og eftir bókinni. Spámaðurinn varaði Vesturlandabúa við vaxandi hernaðarmætti Kínverja í byrjun þessarar aldar og sagði líka nákvæmlega fyrir um yfirstandandi heimskreppu sem og arabíska vorið, sem hann sagði verða skammvinnt. Hann hafði mörg orð um Ísland og kvað alheimsleiðtoga eiga eftir að koma héðan.

16.jún. 2012 - 11:54 Þórarinn Jón Magnússon

Svaraðu nú: Já eða nei?

Til hvers væri það að ráða mann í að sinna bókhaldinu ef hann svo í árslok ýtir bókhaldsgögnunum að mér og ætlast til að ég vinni sjálfur skattframtalið? Léleg viðskipti það. Álíka lélegt þætti mér að fá í fangið til afgreiðslu þær hundruðir síðna sem fjalla um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin ásamt þeim tugum breytinga sem gerðar hafa verið á lögum um stjórn fiskveiða á liðlega tveimur áratugum auk alls annars þar að lútandi.
02.feb. 2012 - 19:00 Þórarinn Jón Magnússon

Eftirlitsstofnanir í eina sæng

Hugmynd að útihurð stofnunarinnar. Fjölmörg og ólík dæmi sanna að opinberar eftirlitsstofnanir hafa alls ekki verið að sinna eftirlitshlutverki sínu sem skildi. Þetta eru margar stofnanir með vaxandi fjölda starfsmanna í sístækkandi húsakynnum. Væri ekki ráð að steypa þessum gagnslitlu stofnunum í eina, fækka starfsmönnum verulega og koma þeim fyrir undir einu þaki?
29.des. 2011 - 20:00 Þórarinn Jón Magnússon

Hafnarfjörður skálkaskjól?

Sú ákvörðun véhjólasamtakanna, Hell Angels, Black Pistons og Outlaws, að velja höfuðstöðvum sínum stað í Hafnarfirði hefur valdið höfundi þessa pistils nokkrum heilabrotum, sem telur tvær skýringar líklegastar.
23.des. 2011 - 18:00 Þórarinn Jón Magnússon

Viðvarandi ástand?

Hvað átti forsætisráðherra við þegar deilt var um meintan landflótta landsmanna? Var hún að horfa fram á veginn þegar prófessor Ágúst Einarsson á Bifröst var að horfa til síðustu 100 ára? Ef svo er vaknar sú spurning hvenær tímabært verði að lagfæra skjaldarmerkið okkar.
16.des. 2011 - 19:00 Þórarinn Jón Magnússon

Skítt með staffið

Stjórnendur HB Granda hafa lag á að sannfæra sjálfa sig um réttmæti vænna arðgreiðslna sér til handa á sama tíma og starfsmennirnir skulu jafnvel hlunnfarnir um umsamdar launahækkanir - hvað þá auka jólabónusa.

Þórarinn Jón Magnússon
Gaflari og Flensborgari. Hóf blaðamennsku 1968. Var blaðamaður á Vísi í sjö ár og startaði útgáfu tímarita í frístundum. Meðal ritanna sem hann gaf út og ritsýrði voru Vikan, B&B, Samúel og Hús & Híbýli. Flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hefur unnið tilfallandi störf fyrir flokkinn eins og að gegna formennsku hans í Hafnarfirði, vera fyrsti varamaður í bæjarstjórn, gefa út málgagnið Hamar, gegna varaformennsku í kjördæmisráði og sitja í miðstjórn!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar