04. des. 2017 - 08:51Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Kæri heilsuþyrsti lesandi.

Hefurðu einhverntíma hugsað:

Af hverju hefur Jón það svona gott?

Af hverju á hann þetta fyrirtæki sem gengur svona vel, svona vel heppnað hjónaband og flott hús á meðan ég hef það ekki?

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.

Hvað veldur?

Vissulega hafa aðstæður mótað okkur, í grunninn er það væntanlega æskan, ef þú bjóst við meðvirkt heimilishald, einelti ofl sem rýrir þína skoðun á þínu sjálfi þá muntu taka það með þér inn í fullorðinsárin og með óbreyttum hætti mun ævin líða án þess að nokkrir draumar eða væntingar sem þú hafðir áður en þeir voru "teknir frá þér" rætast..... eða er það svo?

Við fáum alltaf allar okkar óskir uppfylltar á hverjum degi, hvort sem það er ósk sem þú sendir frá þér fyrr um daginn, fyrir viku eða fyrir 10 árum þá er það svo að það sem kemur fyrir þig, aðstæður sem myndast eða atvik sem gerast þá bjóstu það til sjálf/ur... hvernig má það vera?

Jú, þegar þú hugsar með tilfinningu (það er þegar þú hreinlega upplifir tilbúnar aðstæður með tilfinningu og myndrænt í huganum) þá sendirður frá þér þessa hugsun með tíðni sem ÓSK út í alheiminn. Þessi ósk gerjast smátt og smátt uns alheimurinn hefur hliðrað því til sem þarf til að veita þér það sem þú óskaðir þér.

Gallinn á gjöf Njarðar er sú að flestar óskir sem við sendum frá okkur eru neikvæðar, við erum að hugsa um eitthvað sem við viljum EKKI, eitthvað sem við viljum forðast.

Alheimurinn getur ekki skilið orðin "EKKI, EF, KANNSKI, NEI"

Dæmi:

Þú situr og hugsar:

A) "Ég vil ekki þessar skuldir, ég vil komast frá þeim!"

ALHEIMURINN les: "Ég vil þessar skuldir, ég vil þær."

Þín hugsun:

B) "Ég vil ekki að fólk komi illa fram við mig, ég vil ekki þessa óvirðingu"

ALHEIMURINN les: ÉG VIL AÐ FÓLK KOMI ILLA FRAM VIÐ MIG, ÉG VIL ÞESSA ÓVIRÐINGU

Þú hugsar þessar hugsanir með áherslu á a) skuldir og b) óvirðingu og þessar áherslur eru sterkari í þínum huga en orðið "EKKI" og því hverfur þetta litla forskeyti og eftir stendur neikvæða hugsunin hrein og bein.

Ef þú venur þig á að hugsa eingöngu um það sem þú vilt (já, það tekur tíma og þrotlausar æfingar og sjálfsskoðun) þá muntu sjá hvernig hlutir og aðstæður breytast í kringum þig.

Kjörhugsun út frá pælingunum að ofan:

A) Ég vil fjárhagslegt frelsi og vellíðan, ég upplifi það myndrænt í huganum.

B) Ég ber virðingu fyrir sjálfum/ri mér og ég upplifi það myndrænt í huganum.

Nú fer alheimurinn á ofurhraða að breyta öllu frá grunni og með síendurtekningum á þessum hugsunum muntu uppskera á hárréttum tíma allt sem þú sáir, án undantekninga, án vafa, ALLTAF.

Það sem þú þarft að gera er að passa að hafa alltaf trú á þessum hugsunum, þó þær fastsetjist ekki í raunveruleikann strax því alheimurinn veit hvernig, veit hvenær, þú þarft bara að treysta.

Ef þú frávíkur þessari hugsjón og hugsar: "Pfff... heilhveitis rugl er þetta, virkar ekki" þá er það líka hugsun með sterkri tilfinningu og eins og áður tjáð, þá veitir alheimurinn þér allt sem þú óskar og þarna óskarðu þér þess að ekkert virki, en það er bara út frá því sem þú vildir. Aðstæður og atvik breytast ekki fyrir tilstilli annarra, heldur í grunninn er það allt sem þú hefur búið til í huganum í gegnum tíðina.

Haltu þínum hugsunum hreinum og einföldum, einblíndu huga þínum á allt sem þú vilt að gerist, allt sem þú vilt gera, alfarið án nokkurra truflana utanaðkomandi, án efa eða vafa og neikvæðra forskeyta.

Þú munt uppskera RÍKULEGA, þú býrð til þína drauma, vonir og væntingar með huganum og veitir því raunveruleikavist með því að stíga fyrsta skrefið í átt að þeim, alheimurinn sér svo um að fleyta þér áfram.

Þú þarft að treysta eigin huga.

Hugurinn er eldhús raunveruleikans.

Góðar stundir

Sverrir Björn Þráinsson

Grenningar-og lífsráðgjafi

http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn05.apr. 2018 - 17:00 Sverrir Björn Þráinsson

Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum

Hjónin Laufey Sigurðardóttir og BjarkiSigurðsson ákváðu í sameiningu í desembermánuði síðastliðnum að gera sérkærkomna ferð til heilsulandsins.


28.mar. 2018 - 23:00 Sverrir Björn Þráinsson

Inga Dís losaði sig við 23 kg á jafnmörgum vikum „Engin boð eða bönn og rútínan er varanleg, ég er þakklát!“

Inga Dís Sigurðardóttir, 34 ára gamall grunnskólakennari ákvað á einum sérstökum tímapunkti að nú væri nóg komið, hún vildi endurheimta andlega og líkamlega heilsu sína og lagði upp í ferðalag til heilsulandsins undir handleiðslu Sverris, Grenningar-og lífsráðgjafa og árangurinn á rétttæpu hálfu ári sannarlega glæsilegur. Hún fór úr 92,5 kg niður í 69,5 kg og hafði loks endurheimt heilsu sína og lífsgleði, sagt skilið við gamla vágesti (vana) og byggt upp rútínuna alveg frá grunni. Inga samþykkti að veita okkur viðtal og innsýn inn í ferðalagið sitt og hún lumar á mörgum góðum ráðum.
16.mar. 2018 - 21:48 Sverrir Björn Þráinsson

Dagný losaði sig við 20 kg á hálfu ári þrátt fyrir bæklun og vefjagigt: „Ég kaus að sjá marklínuna í stað hraðahindrana“

Dagný Leifsdóttir (63) gerði sér kærkomna ferð inn í heilsulandið og hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri. Uppskriftin er að hafa markmið og hafa rútínu, vinna með hugann samhliða nýjum venjum sem hún lýsir hér í þessu magnaða viðtali sem Pressan tók við hreint magnaða konu sem sá markmiðin sín, setti öll höft til hliðar en hún á við bæklun í fæti að etja sem hún lifir með ásamt vefjagigt og margskonar áföll fortíðar sem hún ber á bakinu. Hún kaus að horfa á marklínuna í stað þess að horfa á næstu hraðahindrun og má segja að hún Dagný undirstriki sannleika þessa máltækis „hugur ofar raun“ eða „mind over matter“.
08.mar. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Erlingur losaði sig við 20 kg á jafnmörgum vikum með öfgalausu rútínunni: „Allur pakkinn í einfaldri dagbók daglega, svínvirkar“

Erlingur H. Guðjónsson, 35 ára , mælaumsjón hjá Rarik Austurlandi.

03.jan. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.
21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar