22. ágú. 2017 - 09:00Sverrir Björn Þráinsson

Sólveig náði stórkostlegum árangri í heilsuuppbyggingu „Vildi ekki eyða bestu árum ævinnar heilsulaus vegna ofþyngdar“

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára leikskólastjóri ákvað að snúa heilsunni til betri vegar og skráði sig í dagbókarráðgjöf hjá grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni. Á hálfu ári losaði hún sig við 25 kíló, fór úr 86,7 kg (BMI 31,6 sem er offita, flokkur 1) niður í 61,7 kg (BMI 22,4 sem er kjörþyngd) og græddi auk þess bætta heilsu, andlega sem og líkamlega.

Sólveig fyrir.

Pressan tók Sólveigu tali þar sem hún sagði okkur sína sögu og samþykkti að birta opinberlega til hvatningar öðrum í sömu stöðu.

1. Nafn, aldur, starf

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára, Leikskólastjóri

2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar?

Ég var komin yfir fertugt, alltaf þreytt og langaði ekki að eyða bestu árum lífsins heilsulaus vegna ofþyngdar.

3. Hvert var allra fyrsta skrefið?

Fann að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum áður en í óefni var komið og rakst á auglýsingu frá Grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni og ákvað að slá til. http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn

4. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

Já, bara fyrst en fann að nóg var komið og var tilbúin að taka á mínum málum og hætti að afsaka það að vera alltaf að stelast í nammi og fleira sem er ekki gott fyrir mig.

Sólveig eftir.

5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Byrjaði að borða reglulega, með meðvitað minnkuðum skömmtum, ég ákvað að hætta öllu sælgætisáti sem var ótrúlega auðvelt af því ég ákvað og vildi það sjálf.

Fjórar máltíðir á dag, morgunmatur, hádegismatur, síðdegishressing, kvöldmatur, og ekkert þar á milli. Ég fylgdist með skrefatalningu og skammtastjórnun, hafði viðmið og markmið varðandi skrefafjölda, og ég setti hreyfingu í daglegan forgang.

Svo sendi ég einfalda dagbók til ráðgjafans á hverju kvöldi ásamt skrefatalningu og útskýringu á líðan og gengi hvers dags (tilfinningadagbók).

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum?

Þetta var einfalt og hentaði minni rútínu í mínu daglega lífi. Ekkert sem ekki mátti borða en fylgdist með skammtastærðum og ekkert nart. Fyrir mig var mjög auðvelt að fylgja þessu og árangurinn kom fljótlega í ljós og það hvatti mig áfram.

Þessi nálgun grenningarráðgjafans Sverris var auðveld og mun árangursríkari en aðrar sem ég hef reynt í baráttunni við aukakílóin.

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja? Hvernig gekk þá að snúa huganum til baka á rétt ról? Einhver töfraráð fyrir hugann sem þú lærðir?

Nei mér datt aldrei í hug að hætta. Fann svo mikinn mun á líkamlegri og andlegri líðan að mig langaði það ekki. Get aldrei hugsað mér að fara í gamla farið að vera verkjuð, með bjúg og alltaf þreitt.

8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Þetta var í raun allt saman eitthvað sem maður vissi, það var það besta en samt eitthvað sem maður hefur ekki kunnað að fara rétt eftir. Eftirfylgnin var mjög gagnleg og árangurinn kom mér á óvart, hvað þetta var í raun auðvelt þegar ég var tilbúin og búin að einsetja mér að ná árangri.

 9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Ekki spurning, þetta gerist allt uppi í hausnum fyrst, og það er ótrúlega mikilvægt að setja sér markmið og ná að fara eftir þeim til að ná árangri, það að líða vel andlega er mjög mikilvægt og þegar maður finnur hvað manni líður mikið betur, léttist lundin og lífið verður mikið skemmtilegra.

10. Viskuráð til almennings?

Það getur engin náð árangri fyrir þig. Allur árangur kemur frá þinni vinnu og hvað þú ert tilbúin/n að leggja á þig til þess að ná þeim árangri sem þú ert að leita að!
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.
30.apr. 2017 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ingólfur náði stórkostlegum árangri í þyngdarlosun! „Allt eða ekkert hugsunin er kolröng, það bjargaði mér!“

Ingólfur Ágústsson, 27 ára vélfræðingur frá Grindavík ákvað ásamt konu sinni, Sigríði Etnu að snúa heilsu sinni til betri vegar og hófu samstarf með grenningarráðgjafanum Sverri Þrainssyni í upphafi árs.

08.des. 2016 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ragnheiður fór úr offitumörkum í kjörþyngd á 5 mánuðum - Hún segir hér magnaða sögu sína! - Myndir

Ragnheiður Hannesdóttir er 52 ára gömul. Síðasta sumar áttaði hún sig á því að hún vildi öðlast bætta andlega- og líkamlega heilsu og lífsgæði. Með öfgalausum hætti er skemst frá því að segja að hún hafi náð mögnuðum árangri á stuttum tíma. Þegar hún hóf vegferð sína var hún á offitumörkum, 85 kg en á 5 mánuðum losaði hún sig við 16 kg og vegur í dag 69 kg og komin í kjörþyngd eins og sjá má á myndunum.

27.nóv. 2016 - 21:00 Sverrir Björn Þráinsson

Líf þitt hefst þegar þú losar þig við meðvirkni og sjálfsvorkunn: FYRSTA ÆFINGIN!

Kannast þú við það að verða óstjórnlega pirruð/aður og ert með röð ástæðna sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast öðrum einstaklingum eða aðstæðum? Að þú staðfast telur að þú hafir ekki haft hlut að máli?
10.nóv. 2016 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Jól ÁN þyngdaraukningar - 27 einföld ráð!

Kæri heilsuþyrsti lesandi. Frá því byrjað var að bera mat á borð á stystu dögum ársins hefur þekkst óhóf og þessi vanatengda hugarstilling er enn við lýði árið 2016. Þó vissulega sé sjálfsagt að gera vel við sig í mat og drykk á þessum jólahátíðardögum og á aðfaranum þá er það nær algilt að fólk vill halda réttri fatastærð yfir þessa daga og þeir er þyngjast hve mest eru þeir sem eru ólíklegastir til þess að ranka við sér eftir jól því hugurinn reynir að segja að það sé of mikið verk.


01.nóv. 2016 - 20:25 Sverrir Björn Þráinsson

Ofþyngdarvandinn - vani, flótti og blekking eigin sjálfs - lausnir!

Kæri heilsuþyrsti lesandi.

Hver er þín flóttafæða- og aðstæður?

Vissirðu að til að hefja þyngdarlosunarferli í átt að markmiðum og betri lífsgæðum þarf enga áætlun, bara markmið.

Þú þarft að treysta því að næsta skref taki þig á hið næsta og svo koll af kolli. Það eina sem þú þarft að gera er að taka fyrsta skrefið og þessi pistill fjallar um einmitt það, fyrsta skrefið í rétta átt.

Hið daglega líf okkar virkar kannski hversdagslegt og laust við umkomumiklar uppákomur eða aðstæður en það er samt ekki raunin.

01.okt. 2016 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

JÁ, ÉG BENDI Á ÞIG!

Kæri heilsuþyrsti lesandi,
Já, ég bendi á ÞIG.

Hvenær ætlar þú að ranka við þér og framkvæma?

Þegar fengist hefur við ofþyngd í lengri tíma hefur varnarveggurinn með framlínu afsakanna tekið rótgróna festu og stýrir deginum og lífinu með furðuleika sínum þar sem engar eiginlegar ákvarðanir eru teknar, engin eiginleg markmið eru til staðar og iðulega er alheiminum um að kenna allt það sem fyrir okkur hefur komið, tilfinningum okkar þrýst niður og púðrað yfir með mat og sætindum en allt án þess að nokkurntíma upplifist hamingja eða stolt .. við erum í þessu ástandi, eitt stórt óútkljáð mál í ringulreið fortíðar okkar þar sem ekkert snýr upp og fátt fleira snýr niður.
01.jún. 2016 - 13:20 Sverrir Björn Þráinsson

VIÐTAL við snilling – Steinunn hefur misst 45 kg – Allir geta sem vilja

Steinunn Helga Ómarsdóttir, 25 ára gömul Siglufjarðarmær hefur jafnt og þétt frá árinu 2011 losað sig úr andlegum-og líkamlegum viðjum ofþyngdar og segir hér sögu sína af árangri, til hvatningar öðrum í sömu stöðu.


Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 10.10.2017
Þessu er ég ekki búinn að gleyma!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.10.2017
Blekkingin er algjör
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson - 16.10.2017
Við hvaða tölu innflytjenda verður þú rasisti?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.10.2017
Bagalegt að Samfylkingin sé enn í henglum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.10.2017
Þriðja stærsta gjaldþrotið?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 18.10.2017
Einfaldur sannleikur setur allt á annan endann
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.10.2017
Samfélagsbanki fyrir íslenskan almenning
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 17.10.2017
Missti af þessum látum á Stundinni
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 21.10.2017
Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.10.2017
Ísland og Púertó Ríkó
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.10.2017
Response to frequent questions by foreign journalists
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 22.10.2017
#églíka
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 23.10.2017
Ást í verki
Fleiri pressupennar