22. ágú. 2017 - 09:00Sverrir Björn Þráinsson

Sólveig náði stórkostlegum árangri í heilsuuppbyggingu „Vildi ekki eyða bestu árum ævinnar heilsulaus vegna ofþyngdar“

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára leikskólastjóri ákvað að snúa heilsunni til betri vegar og skráði sig í dagbókarráðgjöf hjá grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni. Á hálfu ári losaði hún sig við 25 kíló, fór úr 86,7 kg (BMI 31,6 sem er offita, flokkur 1) niður í 61,7 kg (BMI 22,4 sem er kjörþyngd) og græddi auk þess bætta heilsu, andlega sem og líkamlega.

Sólveig fyrir.

Pressan tók Sólveigu tali þar sem hún sagði okkur sína sögu og samþykkti að birta opinberlega til hvatningar öðrum í sömu stöðu.

1. Nafn, aldur, starf

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára, Leikskólastjóri

2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar?

Ég var komin yfir fertugt, alltaf þreytt og langaði ekki að eyða bestu árum lífsins heilsulaus vegna ofþyngdar.

3. Hvert var allra fyrsta skrefið?

Fann að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum áður en í óefni var komið og rakst á auglýsingu frá Grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni og ákvað að slá til. http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn

4. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

Já, bara fyrst en fann að nóg var komið og var tilbúin að taka á mínum málum og hætti að afsaka það að vera alltaf að stelast í nammi og fleira sem er ekki gott fyrir mig.

Sólveig eftir.

5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Byrjaði að borða reglulega, með meðvitað minnkuðum skömmtum, ég ákvað að hætta öllu sælgætisáti sem var ótrúlega auðvelt af því ég ákvað og vildi það sjálf.

Fjórar máltíðir á dag, morgunmatur, hádegismatur, síðdegishressing, kvöldmatur, og ekkert þar á milli. Ég fylgdist með skrefatalningu og skammtastjórnun, hafði viðmið og markmið varðandi skrefafjölda, og ég setti hreyfingu í daglegan forgang.

Svo sendi ég einfalda dagbók til ráðgjafans á hverju kvöldi ásamt skrefatalningu og útskýringu á líðan og gengi hvers dags (tilfinningadagbók).

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum?

Þetta var einfalt og hentaði minni rútínu í mínu daglega lífi. Ekkert sem ekki mátti borða en fylgdist með skammtastærðum og ekkert nart. Fyrir mig var mjög auðvelt að fylgja þessu og árangurinn kom fljótlega í ljós og það hvatti mig áfram.

Þessi nálgun grenningarráðgjafans Sverris var auðveld og mun árangursríkari en aðrar sem ég hef reynt í baráttunni við aukakílóin.

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja? Hvernig gekk þá að snúa huganum til baka á rétt ról? Einhver töfraráð fyrir hugann sem þú lærðir?

Nei mér datt aldrei í hug að hætta. Fann svo mikinn mun á líkamlegri og andlegri líðan að mig langaði það ekki. Get aldrei hugsað mér að fara í gamla farið að vera verkjuð, með bjúg og alltaf þreitt.

8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Þetta var í raun allt saman eitthvað sem maður vissi, það var það besta en samt eitthvað sem maður hefur ekki kunnað að fara rétt eftir. Eftirfylgnin var mjög gagnleg og árangurinn kom mér á óvart, hvað þetta var í raun auðvelt þegar ég var tilbúin og búin að einsetja mér að ná árangri.

 9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Ekki spurning, þetta gerist allt uppi í hausnum fyrst, og það er ótrúlega mikilvægt að setja sér markmið og ná að fara eftir þeim til að ná árangri, það að líða vel andlega er mjög mikilvægt og þegar maður finnur hvað manni líður mikið betur, léttist lundin og lífið verður mikið skemmtilegra.

10. Viskuráð til almennings?

Það getur engin náð árangri fyrir þig. Allur árangur kemur frá þinni vinnu og hvað þú ert tilbúin/n að leggja á þig til þess að ná þeim árangri sem þú ert að leita að!
03.jan. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.
21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.des. 2017 - 08:51 Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.
30.apr. 2017 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ingólfur náði stórkostlegum árangri í þyngdarlosun! „Allt eða ekkert hugsunin er kolröng, það bjargaði mér!“

Ingólfur Ágústsson, 27 ára vélfræðingur frá Grindavík ákvað ásamt konu sinni, Sigríði Etnu að snúa heilsu sinni til betri vegar og hófu samstarf með grenningarráðgjafanum Sverri Þrainssyni í upphafi árs.

08.des. 2016 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ragnheiður fór úr offitumörkum í kjörþyngd á 5 mánuðum - Hún segir hér magnaða sögu sína! - Myndir

Ragnheiður Hannesdóttir er 52 ára gömul. Síðasta sumar áttaði hún sig á því að hún vildi öðlast bætta andlega- og líkamlega heilsu og lífsgæði. Með öfgalausum hætti er skemst frá því að segja að hún hafi náð mögnuðum árangri á stuttum tíma. Þegar hún hóf vegferð sína var hún á offitumörkum, 85 kg en á 5 mánuðum losaði hún sig við 16 kg og vegur í dag 69 kg og komin í kjörþyngd eins og sjá má á myndunum.

27.nóv. 2016 - 21:00 Sverrir Björn Þráinsson

Líf þitt hefst þegar þú losar þig við meðvirkni og sjálfsvorkunn: FYRSTA ÆFINGIN!

Kannast þú við það að verða óstjórnlega pirruð/aður og ert með röð ástæðna sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast öðrum einstaklingum eða aðstæðum? Að þú staðfast telur að þú hafir ekki haft hlut að máli?

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 19.12.2017
Rómantísk og áfengislaus jól og áramót
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Fleiri pressupennar