04. sep. 2017 - 19:00Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.

• Nafn, aldur, starf

Sindri Vilmar Þórisson, 25 ára sérhæfður fiskvinnslumaður

• Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?

Það var í maí sl. sem ég fór í heilsufarsskoðun sem vinnan stóð fyrir og þar kom í ljós að ég var bæði í mikilli yfirþyngd (40BMI+) og með stórhættulega háan blóðþrýsting.

Sú sem var að skoða mig krafðist þess að ég myndi hiklaust fara á heilsugæsluna í skoðun og beint á lyf, sem ég og gerði. En það bætir ekki úr neinu að bryðja bara lyf endalaust, maður verður að eyða meininu sem veldur því að þú ert að taka lyfin til að byrja með þannig ég einsetti mér það að koma mér í betra form og missa þessi aukakíló sem voru að plaga mig. • Hvert var allra fyrsta skrefið?

Allra fyrsta skrefið var að taka ákvörðun. Þetta var eitthvað sem ég vildi gera af heilum hug fyrir sjálfan mig. Ekki fyrir vini eða fjölskyldu, MIG.

Ég horfði bara blákalt á staðreyndirnar; vil ég vera í yfirþyngd, takandi hjartalyf það sem eftir er og horfa í spegilinn og finna ekki fyrir neinu nema ógeðstilfinningu og sjálfshatri? Eða vil ég gera eitthvað í því?

Það var bara mjög einfalt val. Ég var búin að sjá og lesa nokkrar greinar hjá honum Sverri grenningarráðgjafa þegar ég fletti í gegnum Facebook þannnig ég ákvað að slá til, senti honum línu og ég sé ekki eftir því.

• Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

Í minu tilfelli var það ekki erfitt, ég hef bara sett hlutina upp í hausnum á mér sem svart og hvítt. Vil ég vera feitur, þungur, þunglyndur og yfirhöfuð ómögulegur EÐA vil ég vera í formi, léttari og líða almennt betur með sjálfan mig? Ég held að allir velji þann kost sem lætur þeim líða betur þannig að þegar ég þarf að taka ákörðun þá hugsa ég bara hvaða afleiðingar sú ákvörðun hefur.

Eftir vinnu þá get ég hent mér uppí sófa og farið að horfa á sjónvarpið, en það er ekki það sem þarf að gerast til þess að ná markmiðum, breytingar á rútínu leiða til árangurs, svo ég fer út að labba í staðinn, synda eða hlaupa vegna þess að sú ákvörðun leiðir til þess að mér mun líða betur með sjálfan mig.

En það þarf vissulega mikinn viljastyrk til þess að geta farið út að hreyfa sig eftir langan vinnudag þegar líkaminn er þreyttur og hugurinn þreyttari.

Þá er bara mikilvægt að vera með þessa ímynd af sínum betri manni í huganum og hugsa með sér "Ef ég vil léttast og verða betri þá verð ég að fara út og hreyfa mig!" Svo komst ég að því að hreyfing gefur mér orku en tekur hana ekki frá mér.

• Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Ég byrjaði á því að tala við Sverri grenningarráðgjafa og við komum okkur saman um hver mín daglegu markmið voru og hvernig neyslurútína væri best, þessi svokallaða rútínubiblía. Matarplanið var sáraeinfalt: 4 máltíðir á dag í gegnum daginn, 2 ríkjandi, 2 léttar og skrefin yfir 12.000. Séu skrefin færri þá skiptist ein ríkjandi máltíð yfir í léttmáltíð (millimál).

En það eru svo miklu fleiri leiðir til að komast í gegnum daginn og ef einhverjir eru að lesa þetta og hugsa með sér: "Vá ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að vera að borða!" Ekkert mál, Sverrir reddar ykkur. Þegar þið byrjið hjá honum þá sendir hann ykkur heljarinnar lista yfir mismunandi uppástungum fyrir góðan 4 máltíða dag þannig þið þurfið ekki að örvænta! Þetta er enginn kúr, engin megrun heldur það að vinna með hugann, vita hvað maður vill og taka ákvarðanir sem veita vellíðan. Þú mátt borða allt sem þú vilt, enginn bannlisti en þú lærir að setja meðvitund í ákvarðanir og bera ábyrgð á því sem þú velur óháð aðstæðum, vana eða hverju sem er.

Að deginum loknum þá sendi ég Sverri tölvupóst um hvað ég borðaði yfir daginn, hvað ég tók mörg skref yfir daginn og hvort ég gerði einhverjar æfingar ásamt því að lýsa líðan og gengi dagsins auk hugrenninga. Hann sendir síðan til baka tölur dagsins þar sem kemur fram hvað þú innbyrðir margar kaloríur, hvað þú brenndir miklu og hvað það eru mörg grömm (circa) í þyngdarlosun ásamt svörum við tilfinningadagbókinni.

Þú tekur þær tölur saman og í lok vikunnar þá sendir þú honum heildarneyslu og brennslu vikunnar, heildarskref, gamla þyngd og nýja þyngd. Allt alveg óskaplega einfalt og þægilegt.

• Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum eða nálgunum?

Hef í rauninni ekki einsett mér það að léttast eða taka svona prógram fyrr en nú þannig ég get ekki sagt til um það.

• Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja? Hvernig gekk þá að snúa huganum til baka á rétt ról? Einhver töfraráð fyrir hugann sem þú lærðir?

Mig langaði aldrei að hætta en það var í nokkur skipti sem mig langaði bara ekki fyrir mitt litla líf að fara út og hreyfa mig vegan þreytu eftir vinnu og ég átti eftir að elda, þrífa og hreyfa mig.

Það hefði verið svo sáraeinfalt að bara hætta og setjast uppí sófan. Gefast upp.

En þá er mikilvægast að vera með rétta hugarfarið og viljann til þess að geta í svona tilfellum neytt sig í að gera það sem er RÉTT fyrir þig.

Ég setti mér langtímamarkmið sem ég vildi ná á einhverjum vissum tíma. T.d. missa 30kg á 6 mánuðum eða eitthvað í þá áttina. En það sem var mikilvægara fyrir mig voru skammtímamarkmiðin, losa 3kg, 5kg og svo framvegis.

Margt smátt gerir eitt stórt og þegar þú tekur á við stór verkefni þá hjálpar það sálartetrinu í okkur að gera það í mörgum litlum skrefum.

• Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Aldrei að vanmeta sjálfan þig.

Það er svo hættulegt þegar maður er kominn á þann stað í lífinu að maður nokkurnveginn gefst upp á sjálfum sér og er bara sama um hvað kemur fyrir mann að maður sannfærir sjálfan sig að maður getir þetta ekki.

Þetta verður bara peningaeyðsla, þú reynir og hættir eins og þú gerir í öllu öðru því það er vaninn og ef þú vinnur ekki með vanann þá mætir hann alltaf á svæðið þegar þarf að taka ákvörðun. Ég trúi því að ef þig langar í eitthvað, VIRKILEGA langar í eitthvað þá er ekkert sem getur stöðvað þig.

• Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Að mínu mati er andlegi hlutinn mun mikilvægari en sá líkamlegi.

Það þarf andlegan styrkleika til þess að rífa sig upp af rassgatinu og fara út að hreyfa sig. Það þarf andlegan styrkleika til að halda sér á brautinni og ná markmiðum.

Svo með tímanum þá eykst líkamleg vellíðan sem á sama tíma eykur andlega vellíðan þannig að þetta verða svona ”Domino áhrif.” Galdurinn er bara AÐ BYRJA. Taka fyrsta skrefið útum dyrnar og sjá hvar þú endar.

• Viskuráð til almennings?

Svona lífsstílsbreytingar taka langan tíma. Þetta er ekki bara kúr sem að þú hættir á og svo geturðu farið aftur að drolla og kílóin bara safnast aftur upp. Þetta eru varanlegar breytingar og þær munu kosta tíma, blóð, svita og tár. Það þarf oft stálvilja til þess að takast á við þessar breytingar og því þarf maður að vera algjörlega 100% skuldbundinn sjálfum sér.
22.ágú. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sólveig náði stórkostlegum árangri í heilsuuppbyggingu „Vildi ekki eyða bestu árum ævinnar heilsulaus vegna ofþyngdar“

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára leikskólastjóri ákvað að snúa heilsunni til betri vegar og skráði sig í dagbókarráðgjöf hjá grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni. Á hálfu ári losaði hún sig við 25 kíló, fór úr 86,7 kg (BMI 31,6 sem er offita, flokkur 1) niður í 61,7 kg (BMI 22,4 sem er kjörþyngd) og græddi auk þess bætta heilsu, andlega sem og líkamlega.

30.apr. 2017 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ingólfur náði stórkostlegum árangri í þyngdarlosun! „Allt eða ekkert hugsunin er kolröng, það bjargaði mér!“

Ingólfur Ágústsson, 27 ára vélfræðingur frá Grindavík ákvað ásamt konu sinni, Sigríði Etnu að snúa heilsu sinni til betri vegar og hófu samstarf með grenningarráðgjafanum Sverri Þrainssyni í upphafi árs.

08.des. 2016 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ragnheiður fór úr offitumörkum í kjörþyngd á 5 mánuðum - Hún segir hér magnaða sögu sína! - Myndir

Ragnheiður Hannesdóttir er 52 ára gömul. Síðasta sumar áttaði hún sig á því að hún vildi öðlast bætta andlega- og líkamlega heilsu og lífsgæði. Með öfgalausum hætti er skemst frá því að segja að hún hafi náð mögnuðum árangri á stuttum tíma. Þegar hún hóf vegferð sína var hún á offitumörkum, 85 kg en á 5 mánuðum losaði hún sig við 16 kg og vegur í dag 69 kg og komin í kjörþyngd eins og sjá má á myndunum.

27.nóv. 2016 - 21:00 Sverrir Björn Þráinsson

Líf þitt hefst þegar þú losar þig við meðvirkni og sjálfsvorkunn: FYRSTA ÆFINGIN!

Kannast þú við það að verða óstjórnlega pirruð/aður og ert með röð ástæðna sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast öðrum einstaklingum eða aðstæðum? Að þú staðfast telur að þú hafir ekki haft hlut að máli?
10.nóv. 2016 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Jól ÁN þyngdaraukningar - 27 einföld ráð!

Kæri heilsuþyrsti lesandi. Frá því byrjað var að bera mat á borð á stystu dögum ársins hefur þekkst óhóf og þessi vanatengda hugarstilling er enn við lýði árið 2016. Þó vissulega sé sjálfsagt að gera vel við sig í mat og drykk á þessum jólahátíðardögum og á aðfaranum þá er það nær algilt að fólk vill halda réttri fatastærð yfir þessa daga og þeir er þyngjast hve mest eru þeir sem eru ólíklegastir til þess að ranka við sér eftir jól því hugurinn reynir að segja að það sé of mikið verk.


01.nóv. 2016 - 20:25 Sverrir Björn Þráinsson

Ofþyngdarvandinn - vani, flótti og blekking eigin sjálfs - lausnir!

Kæri heilsuþyrsti lesandi.

Hver er þín flóttafæða- og aðstæður?

Vissirðu að til að hefja þyngdarlosunarferli í átt að markmiðum og betri lífsgæðum þarf enga áætlun, bara markmið.

Þú þarft að treysta því að næsta skref taki þig á hið næsta og svo koll af kolli. Það eina sem þú þarft að gera er að taka fyrsta skrefið og þessi pistill fjallar um einmitt það, fyrsta skrefið í rétta átt.

Hið daglega líf okkar virkar kannski hversdagslegt og laust við umkomumiklar uppákomur eða aðstæður en það er samt ekki raunin.

01.okt. 2016 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

JÁ, ÉG BENDI Á ÞIG!

Kæri heilsuþyrsti lesandi,
Já, ég bendi á ÞIG.

Hvenær ætlar þú að ranka við þér og framkvæma?

Þegar fengist hefur við ofþyngd í lengri tíma hefur varnarveggurinn með framlínu afsakanna tekið rótgróna festu og stýrir deginum og lífinu með furðuleika sínum þar sem engar eiginlegar ákvarðanir eru teknar, engin eiginleg markmið eru til staðar og iðulega er alheiminum um að kenna allt það sem fyrir okkur hefur komið, tilfinningum okkar þrýst niður og púðrað yfir með mat og sætindum en allt án þess að nokkurntíma upplifist hamingja eða stolt .. við erum í þessu ástandi, eitt stórt óútkljáð mál í ringulreið fortíðar okkar þar sem ekkert snýr upp og fátt fleira snýr niður.
01.jún. 2016 - 13:20 Sverrir Björn Þráinsson

VIÐTAL við snilling – Steinunn hefur misst 45 kg – Allir geta sem vilja

Steinunn Helga Ómarsdóttir, 25 ára gömul Siglufjarðarmær hefur jafnt og þétt frá árinu 2011 losað sig úr andlegum-og líkamlegum viðjum ofþyngdar og segir hér sögu sína af árangri, til hvatningar öðrum í sömu stöðu.


Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
(22+23) Tölvutek: Black Friday - nóv
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2017
Banki í glerhúsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Fleiri pressupennar