15. des. 2017 - 11:00Sverrir Björn Þráinsson
Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega og líkamlega.
Kristín samþykkti að segja sína mögnuðu sögu, öðrum í sömu sporum til hvatningar og aðstoðar.
1. Nafn, aldur, starf
Kristín Frímannsdóttir, 48 ára, grunnskólakennari
2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?
Ég var búin að eiga erfiða tíma undanfarna mánuði.
Þyngdin hafði farið smám saman upp á sama tíma og andleg líðan fór niður. Var farin að glíma við þunglyndi og átti orðið erfitt með að komast í gegnum daginn.
Ég gerði mér grein fyrir að ég þyrfti að gara eitthvað róttækt ef ég ætlaði að snúa þessari þróun við og farið að geta notið lífsins að nýju.
Ég var samsagt að spá í öllum mögulegum lausnum þegar ég rakst á auglýsingu frá Sverri Þráinssyni, Grenningar-og lífsráðgjafa á facebook . Ég ákvað að athuga nánar hvað hann hefði upp á að bjóða. Ég gerði mér ekki miklar vonir um að þyngdin gæti breyst mikið en ég hafði ég raun öllu að vinna og litlu að tapa.
3. Hvert var allra fyrsta skrefið?
Fyrsta skrefið var að taka ákvörðun um að ætlaði að gera þetta og leggja mig fram við það. Síðan var að koma fastri hreyfingu inn í daginn samkvæmt markmiðum og fara að borða reglulega og eftir réttri rútínu.
4. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?
Í rauninni ekki.
Ég held ég hafi verið vel tilbúin í þessar breytingar og fannst ég fara þægilega hægt af stað. Kílóin fóru strax að hverfa og það var mjög gaman.
Þegar fólkið í kringum mig byrjaði að taka eftir breytingum var það ánægjulegt og viss viðbótarhvatning. Eins fann ég fljótt mun á því hvernig mér leið og það var mikill hvatning til þess að halda áfram.
5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?
1. Ég borða reglulega samkvæmt rútínu og drekk meira af vatni.
2. Fyrri hluta tímans bætti ég í góðan göngutúr á hverjum degi til að ná alltaf skrefamarkmiðum mínum.
3. Svo fór ég að bæta við meiri og annarri hreyfingu, en það var vega þess að mér fannst það gott og mér leið betur ef ég hreyfði mig mikið.
4. Ég fer í ræktina eða skokka á morgnana, áður en ég fer í vinnuna og svo göngutúr eftir vinnu.
5. Ég borða reglulega og skipulegg það sem ég er að borða í samræmi við það sem ég er að gera yfir daginn.
6. Í daglegu rútínunni er ein stór máltíð, önnur léttari aðalmáltíð, morgunmatur og millimál. Það er ekkert nart og ekkert borðað á kvöldin eftir kvöldmat. Ég set mér skrefamarkmið fyrir daginn og vikuna sem er svo í samræmi við neysluna og smám saman læri ég að sjá tenginguna þarna á milli.
Ég var svo í daglegum tölvupóstsamskiptum við ráðgjafann í gegnum dagbókina sem veitir aðhald og hjálpar til við að sjá hvort það sem maður er að gera virkar eða ekki.
Að skrá niður hreyfingu og mataræði á hverjum degi veitir gott aðhald og ég hætti að nenna að „sukka“ í mat, því ég tímdi ekki þessum óþarflega mörgu aukahitaeiningum sem ég hefði svo þurft að jafna út eftirá.
Ég skrái líka hvernig mér líður á hverjum degi.
Tilfinningadagbókin hjálpar til við að sjá hvað er að gera mér gott og hvað ekki.
Þannig fór ég að velja meðvitað það sem ég vissi að gerði mér gott og alfarið án þess að spá í fráhvörf eða söknuð í sukkið.
6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum eða nálgunum?
Ég hef ekki gert margar tilraunir áður, en það sem ég hef prufað hefur verið planað fyrir mig.
Ég hef fengið tilbúin matseðil í hendurnar og fyrirmæli um hve mikið og hvernig ég á að hreyfa mig. Það virkar til skamms tíma en alls ekki til lengdar svo ég vildi fá meira út úr þessum tíma og þannig virkar samstarfið við Sverri.
Í þessari nálgun fæ ég leiðbeiningar á mannamáli, en finn sjálf út hvað hentar mér út frá mínu lífi og rútínu.
Ég má borða hvað sem ég vil og velja hvernig hreyfingu ég stunda, að vísu með áherslu á göngutúra því skrefasöfnun er hvetjandi til að festa hreyfihvötina í rútínuna.
Enda er ganga frábær líkamsrækt, ódýr, hægt að framkvæma hvar sem er og svo er útiloftið svo gott.
Við bætist svo að nota tækifærið til að njóta náttúrunnar og umhverfisins, slíkt er frábær hugleiðsla.
Mér finnst þessi nálgun svo einföld og í raun þægilegt að fylgja henni eftir.
Einnig sú hugsun að ef kemur dagur með lítilli hreyfingu, eða veisla með miklum mat þá er svo auðvelt að leiðrétta á eftir með meiri hreyfingu og/eða léttari mat. Þetta er eitthvað svo einfalt, en virkar svo vel.
7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja?
Ég minnist þess ekki að hafa verið að hugsa um að hætta að fylgja bættum lífstil. En stundum langaði mér samt að narta á milli mála, eða var aðeins löt að fara af stað. En fann fljótt að mér þótti svo vænt um árangurinn að ég tímdi ekki að skemma hann.
Ég ákvað sjálf að hætta að borða nammi og drekka gos, því það þurfti að hreyfa sig svo mikið á móti því að ég sá að það var ekki þess virði.
Við það minnkaði sykur- og nartlöngun.
Ef ég lærði eitthvert töfraráð er það að hafa í huga og markmið við allar ákvarðanir, sjálfsspurningar á borð við: er þetta gott fyrir mig?, er þetta þess virði?
Ef þetta er haft að leiðarljósi fækkar verulega slæmu ákvörðunum.
8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?
Að njóta góðs matar er ekki að belgja sig út og borða hratt og mikið, heldur að borða rólega og njóta hvers bita. Þá losnar maður við að verða bumbult. Það er sem sagt hægt að njóta matar án þess að það hafi neikvæð áhrif á líðan.
Það að færa daglegt mataræði í æskilegan farveg getur líka sparað peninga.
Þá þarf að hugsa máltíðir fram í tímann og við það verða matarinnkaup markvissari og hagkvæmari í leiðinni.
Góður / heilbrigður lífstil er einfaldur, skemmtilegur og gerir lífið mun betra.
Ég hef breytt í huga mér hvað felst í að gera vel við sig í mat og drykk. Það er sem sagt ekki að „leyfa sér“ matarsukk, heldur að borða það sem gerir manni gott því það sem gerir manni gott verður GOTT á bragðið líka.
9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?
Í raun er erfitt að halda andlegri og líkamlegri heilsu aðskildri því þetta er svo samtvinnað. Ég tel að ef ná á varanlegum árangri verði að vinna með báða þætti samtímis. Andleg heilsa batnar og versnar með þessari líkamlegu og öfugt. Þess vegna held ég að þegar á að einbeita sér að öðru en ekki hinu náist aldrei eins góður árangur.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
10. Viskuráð til almennings?
Hafðu það einfalt og það er aldrei of seint að byrja.
Ég er ekki í vafa um að allir geta það sem ég gerði.
Það þarf bara að hafa fókusinn réttan og hugann á réttum stað.
Þegar maður hefur lítinn tíma fyrir hreyfingu er mesta þörfin fyrir hana. Ef þú ert að kafna í verkefnum: farðu í göngutúr, þó ekki sé nema í 10-15 mínútur. Allt gengur betur á eftir. Það krefst ekki mikils tíma að breyta um lífstíl, heldur vinnur maður viðbótartíma við það.
Í dag er ég ótrúlega glöð og þakklát fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir 24. vikum og 21 kg. síðan.
Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra við það.