29. mar. 2018 - 08:00Sverrir Björn Þráinsson

Inga Dís losaði sig við 23 kg á jafnmörgum vikum: „Engin boð eða bönn og rútínan er varanleg, ég er þakklát!“

Inga Dís Sigurðardóttir, 34 ára gamall grunnskólakennari ákvað á einum sérstökum tímapunkti að nú væri nóg komið, hún vildi endurheimta andlega og líkamlega heilsu sína og lagði upp í ferðalag til heilsulandsins undir handleiðslu Sverris, Grenningar-og lífsráðgjafa og árangurinn á rétttæpu hálfu ári sannarlega glæsilegur. Hún fór úr 92,5 kg niður í 69,5 kg og hafði loks endurheimt heilsu sína og lífsgleði, sagt skilið við gamla vágesti (vana) og byggt upp rútínuna alveg frá grunni. Inga samþykkti að veita okkur viðtal og innsýn inn í ferðalagið sitt og hún lumar á mörgum góðum ráðum.

1. Nafn, aldur, starf

Inga Dís Sigurðardóttir, bráðum 35, grunnskólakennari

2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?

Ég fann að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum, hafði ætlað mér það lengi en aldrei gert neitt í því. Ég eignaðist syni mína með stuttu millibili og eftir erfiðar meðgöngur þá kom ég mér aldrei á fyrri stað.

Ég hafði aldrei þurft að hugsa um mataræði og hreyfði mig reglulega.

 

Ég hafði nokkrum sinnum séð reynslusögur á Facebooksíðu Grenningarráðgjafans og ætlað að stökkva af stað en eitthvað stoppaði mig en svo kom þetta upp í hugann allt í einu og ég ákvað að finna þessar reynslusögur og tíminn var greinilega réttur því ég lét verða að því í þetta skiptið að stökkva um borð.

Það hafði líka áhrif að ég er að fara gifta mig í haust og mig langaði að líða vel í eigin skinni, það var minn hvati til byrjunar.

3. Hvert var allra fyrsta skrefið?

Ég sá reynslusögur annarra á Facebook síðu Sverris Grenningarráðgjafa og ákvað að láta slag standa og sé svo sannarlega ekki eftir því. Ég setti mig í samband við Sverri og fékk upplýsingar og tók ákvörðun strax eftir lesturinn og skráði mig.

4. Var ákvörðunin erfitt skref?

Nei alls ekki, ég var ótrúlega spennt að byrja og gat hreinlega ekki beðið. Það var reyndar ekki í fyrsta skipti, hef oft verið spennt fyrir því að taka mataræðið í gegn en enst svona að meðaltali ½ dag.

Ég viðurkenni að eftir fyrsta daginn sem ég fékk sendan tilbaka frá Sverri þá hugsaði ég með mér: „þetta get ég aldrei“ og átti alls ekki von á þessum árangri. Ég hélt ég hefði tekið fyrsta daginn með trompi, smoothie í hádeginu, léttur og hitaeiningasnauður að ég hélt en annað kom á daginn og ég fór því langt framyfir hitaeiningafjölda þann daginn og það var mín blauta tuska og opnaði augu mín, við lærum af mistökum og verðum að fá að gera mistök því öðruvísi lærum við ekki og ég er því þakklát líka fyrir öll mistökin sem ég gerði á leiðinni.

 

Það sem ég er líka þakklát fyrir og ánægð með er að ég fékk aldrei neikvæð ummæli eða dóma frá Sverri heldur uppbyggjandi ráð frá einhverjum sem hafði gengið veginn oftar en einu sinni og greinilega unnið með mjög mörgum aðilum í ofþyngd. Í upphafi átti ég að setja mér 12. vikna markmið sem og lokamarkmið.

Mér fannst erfitt að setja mér þessi markmið og í einhverjum draumaheimi hugsaði ég með mér að kannski væri bara gerlegt að ná þessum markmiðum.

Í ágúst á síðasta ári var ég 92,5 kg. 12. vikna markmiðið mitt voru 10 kg sem mér fannst mjög mikið en það gekk eftir og langt á undan áætlun. Það hvetur mann áfram. Ég ákvað því að flýta lokamarkmiðinu mínu sem var að vera 70 kg mánuði fyrir brúðkaup. Í dag er ég á þeim stað, 69,5 kg og 23 kg léttari á líkama og sál. Það tók mig 23 vikur að komast á þann stað og nú er markmiðið mitt að halda mig á þessum slóðum með sömu rútínu og áður nema með örlítið hækkaðri neyslu.

5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Ég hélt utan um mat, hreyfingu og tilfinningar í þar til gerða dagbók sem unnið er með og passaði mig á að halda máltíðunum 4 yfir daginn, eitthvað sem ég hafði aldrei gert. Ég þurfti ekki að vigta matinn minn, sem mér fannst mikill kostur og ég gat alltaf borðað það sama og hinir í fjölskyldunni, þetta var því ekkert auka “vesen” eða sérfæði. Svo var ég með skrefamæli og reyndi eftir fremsta megni að ná 12.000 skrefunum sem Sverrir leggur upp með, það gekk ekki alltaf en ég var ótrúlega meðvituð um þessi skref og þau voru ótrúlega hvetjandi.

Sverrir sendi mér síðan tilbaka dagana með upplýsingum, útreikningum og ráðleggingum. Fyrstu vikurnar fóru í það að læra á rútínuna og meðtaka upplýsingar og svo fór þetta að komast upp í vana hjá mér (rútínu) og ég fór að taka betri og betri ákvarðanir með slæmum ákvörðunum inn á milli, stundum of mörgum og þá fékk ég það spark í rassinn sem ég þurfti. Sverrir hefur líklega fengið hiksta í nokkur skipti en þakklát er ég í dag. Í lok hverrar viku var samantekt úr öllum þeim dögum sem Sverrir hafði sent og þar sá maður allt á svörtu og hvítu og þessi samantekt hjálpaði mér mikið. Þarna sá ég árangurinn fyrir framan mig og ég fann að vildi meira, vildi að talan á vigtinni færi niður og heilsan upp á við og ég kepptist því við það.

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum?

Hafði svo sem ekki prufað margar aðrar nálganir og fyrri tilraunir til að taka til hjá mér urðu alltof fljótt að engu. Þessi aðferð er bara svo frábær því það eru engin boð eða bönn og það líkar mér einstaklega vel. Að geta unnið upp stærri dag með léttum í stað þess að hugsa „æi fokk þetta er hvort sem er allt í rugli, held bara áfram í ruglinu“.

Þú vilt heldur ekki senda marga daga í röð sem þú ert ekki stoltur af og það hjálpar líka. Ég var oft mjög ánægð með dagana mína en líka alveg hrikalega óánægð með aðra en þá má maður ekki berja sig niður fyrir það, Sverrir hamrar gegn sjálfsniðurrifi heldur rífa sig aftur í gang, standa upp og halda áfram.

Það má heldur ekki hugsa of oft þannig, „ég vinn þennan dag bara upp“ því sú stærðfræði gengur ekki upp til lengdar nema með öfgum, ég datt í það en þá pikkaði Sverrir í mig eða mögulega „hristi mig“ (svona í gegnum netheimana) og ég skyldi vel hvað hann átti við og tók mig á.

Ég hef yfirleitt verið dugleg að hreyfa mig og var mikil íþróttastelpa. Ég æfi í dag blak tvisvar í viku en átti í erfiðleikum með að fóta mig í annarri líkamsrækt enda komin úr hópíþróttum og það átti ekki við mig að vera ein einhversstaðar.

Í dag elska ég að fara út að ganga, það bætir og kætir líkama og sál. Í stað þess að koma dauðþreytt heim úr ræktinni, og ég meina það ekki illa, þá kom ég endurnærð úr göngunni og átti miklu meira að gefa fjölskyldunni minni. Ekki skemmir fyrir að það er hægt að hafa kerru með tveimur gaurum í, eða hlaupandi á eftir manni úti í göngu en það virkar ekki þannig þegar fara á í ræktina. Ég er ekki að setja út á það að fara í ræktina en ég kýs hitt frekar í bili en stefni á að styrkja mig í framtíðinni og þá liggur leiðin þangað.

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja?

Eina hugsunin sem kom upp hjá mér svona fyrirfram var sú að ég gæti þetta aldrei, en Sverrir hvatti mig áfram og ég varð á einhvern hátt ótrúlega staðráðin í að láta þetta ganga. Ég hugsaði aldrei um það að hætta en stundum kom sú hugsun, þegar ég missteig mig að þetta væri nú fallið um sjálft sig (vanahugsun og vörn) en það var bara ekki málið og Sverrir sér í gegnum þessar hugsanir enda þekkti hann þær sjálfur af eigin raun.

Ég vann daginn upp „slæman dag“ annað hvort með fleiri skrefum daginn eftir eða með léttari degi nema hvorttveggja var og málið var “dautt“ en ég fór svo að sjá að mjög margt var bara ekki þess virði að þurfa að borga til baka.

Sverrir notar viðlíkinguna við kreditkortið, að eyða um efni fram og setti hitaeiningarnar og hreyfinguna inn sem gjaldmiðilstengingu svo þetta varð mjög skiljanlegt, raunar fáránlega skiljanlegt þegar maður tengir eitt við annað sem maður þekkir betur. Það hjálpar líka ótrúlega mikið að skrifa um tilfinningar sínar í lok dags. Tilfinningadagbókin sem er partur af dagbókinni var uppgjör líðan og gengis liðins dags auk vangaveltna og gríðarlega mikilvægur hlekkur sem kannski ekki allir vita. Engin boð og bönn er klárlega það sem hefur komið mér á þann stað sem ég er núna, sem og rútínan sem er frábær.

8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Miði er möguleiki. Það gerist ekkert sjálfkrafa og það þarf að vinna fyrir hlutunum en ótrúlega sem það getur verið skemmtileg og frábær vinna.

Hvað skammtastærðir og rútína skipta miklu máli. Ég var að borða meira en ég þurfti og það er miklu minna mál en ég hélt að hafa rútínu á máltíðum.

Eins að það er yfirdrifið nóg af hafa eina ríkjandi máltíð yfir daginn. Hér áður fyrr var alltaf ríkjandi máltíð í hádegi og á kvöldin en nú reyni ég að hafa bara eina en stundum kemur fyrir að þær verða 2 og þá vinn ég það upp á einhvern hátt, því það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara í þeim málum. Ég er líka farin að velja matinn minn með hitaeiningar í huga og sleppi því sem mér finnst “óþarfa” hitaeiningar, s.s ég er farin að tengja hugann við efnið í hverri ákvörðun í stað þess að láta „autopilotinn“ eða „sjálfsstýringuna“ rúlla.

9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Já svo sannarlega, mér fannst pínu kjánalegt þegar ég las um að ég ætti að hugleiða og hugsaði með mér „nei hættu nú alveg hvað rugl er ég nú búin að koma mér í?“. En þegar upp er staðið er andlegi hlutinn það sem hefur drifið mig áfram og ég komst að ýmsu sem ég hafði hreinlega falið mig á bakvið og ekki vilja opna augu mín gagnvart. Ég vissi t.d alveg að ég var á slæmum stað en lokaði augunum gagnvart því og það var síðan ekki fyrr en á ákveðnum tímapunkti sem ég sá og skildi hvar ég hafði verið stödd og hvar ég væri stödd í dag að ég sagði við sjálfa mig og manninn minn: „þangað ætla ég aldrei aftur og ég skal standa við það“. Andlegi hlutinn, líðanin í dag og mögulega smá dass af keppnisskapi mun koma í veg fyrir að ég snúi tilbaka á fyrri stað .

10. Viskuráð til almennings?

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ef ég gat þetta þá trúið mér það geta þetta allir. Það sem er mikilvægast af öllu er að þetta er allt í okkar eigin höndum.

Við stjórnum því sem við gerum, við höfum val og það er okkar að læra að stjórna okkur og velja það sem lætur okkur líða vel með okkur sjálf.

Við höfum valið, lærum að fara vel með það. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup og eitthvað sem við þurfum að huga að út lífið. Vellíðan og heilsa skipta öllu máli og auðveldar okkur allt annað. Við gerum mistök á leiðinni, auðvitað en ef við kjósum að læra af þeim þá eru mistök í lagi svo lengi sem við gerum ekki sömu mistökin ítrekað.

Það gerist ekkert sjálfkrafa, gat þetta ekki sjálf og þurfti aðstoð. Hef aldrei farið leynt með að ég sé í grenningarrráðgjöf og talaði opinskátt um það frá fyrsta degi enda ekkert til að skammast sín fyrir. Við þurfum öll að byrja einhversstaðar til að læra, við vöknuðum ekki einn daginn um kunnum að lesa eða hjóla, við fengum aðstoð frá einhverjum sem kunni og gat leiðbeint. Ég vona að þetta reynist mér eins og með lesturinn og að hjóla, verði alltaf til staðar á meðan ég held mér við efnið og þó komi pásur inn á milli þá er þetta lærð hegðun.
05.apr. 2018 - 17:00 Sverrir Björn Þráinsson

Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum

Hjónin Laufey Sigurðardóttir og BjarkiSigurðsson ákváðu í sameiningu í desembermánuði síðastliðnum að gera sérkærkomna ferð til heilsulandsins.


28.mar. 2018 - 23:00 Sverrir Björn Þráinsson

Inga Dís losaði sig við 23 kg á jafnmörgum vikum „Engin boð eða bönn og rútínan er varanleg, ég er þakklát!“

Inga Dís Sigurðardóttir, 34 ára gamall grunnskólakennari ákvað á einum sérstökum tímapunkti að nú væri nóg komið, hún vildi endurheimta andlega og líkamlega heilsu sína og lagði upp í ferðalag til heilsulandsins undir handleiðslu Sverris, Grenningar-og lífsráðgjafa og árangurinn á rétttæpu hálfu ári sannarlega glæsilegur. Hún fór úr 92,5 kg niður í 69,5 kg og hafði loks endurheimt heilsu sína og lífsgleði, sagt skilið við gamla vágesti (vana) og byggt upp rútínuna alveg frá grunni. Inga samþykkti að veita okkur viðtal og innsýn inn í ferðalagið sitt og hún lumar á mörgum góðum ráðum.
16.mar. 2018 - 21:48 Sverrir Björn Þráinsson

Dagný losaði sig við 20 kg á hálfu ári þrátt fyrir bæklun og vefjagigt: „Ég kaus að sjá marklínuna í stað hraðahindrana“

Dagný Leifsdóttir (63) gerði sér kærkomna ferð inn í heilsulandið og hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri. Uppskriftin er að hafa markmið og hafa rútínu, vinna með hugann samhliða nýjum venjum sem hún lýsir hér í þessu magnaða viðtali sem Pressan tók við hreint magnaða konu sem sá markmiðin sín, setti öll höft til hliðar en hún á við bæklun í fæti að etja sem hún lifir með ásamt vefjagigt og margskonar áföll fortíðar sem hún ber á bakinu. Hún kaus að horfa á marklínuna í stað þess að horfa á næstu hraðahindrun og má segja að hún Dagný undirstriki sannleika þessa máltækis „hugur ofar raun“ eða „mind over matter“.
08.mar. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Erlingur losaði sig við 20 kg á jafnmörgum vikum með öfgalausu rútínunni: „Allur pakkinn í einfaldri dagbók daglega, svínvirkar“

Erlingur H. Guðjónsson, 35 ára , mælaumsjón hjá Rarik Austurlandi.

03.jan. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.
21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.des. 2017 - 08:51 Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar