05. apr. 2018 - 17:00Sverrir Björn Þráinsson

Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum

Hjónin Laufey Sigurðardóttir og Bjarki Sigurðsson ákváðu í sameiningu í desembermánuði síðastliðnum að gera sérkærkomna ferð til heilsulandsins.

Það er ekki skemmst frá því að segja að þegarsamheldin hjón taka sig saman í sameiningu getur árangurinn orðið hreintmagnaður og sú var raunin hjá Laufeyju og Bjarka. Saman losuðu þau sig við 33kg á 12 vikum undir handleiðslu Sverris, Grenningar-og lífsráðgjafa http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn  án nokkurra öfga og einfaldlega með því aðbyggja rútínuna sína frá nýjum grunni og vinna stíft með og við útrýmingugamalla skaðlegra venja og skiptu þeim út fyrir nýjar hugmyndir í takt viðþeirra markmið.

Þau samþykktu að segja okkur sína sögu, öðrumtil hvatningar og uppörvunnar enda er gaman að sjá hvers allir geta veriðmegnugir sé nægur tilgangur og skýr markmið ásamt stuðningi fyrir hendi.

1. Nafn, aldur, starf

Jón Bjarki Sigurðsson, 53 ára, lagerstjóri

Laufey Sigurðardóttir, 51 árs, rekstrarstjóri fasteigna.

 

2. Hvað varð til þess aðákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju

núna?

Við vorum bæði of þung og löngu kominn tími á að taka á yfirvigtinni.

Ég (Laufey) hef reglulega reynt að fá Bjarka með mér í lið til að koma okkur saman í form en alltaf fann hann eitthvað að því, hvort sem það vartímasetningin eða eitthvað annað. Fyrir rúmu ári fór ég að nefna að fara til Sverris grenningaráðgjafa en honum fanst þetta allt of mikiðvesen að þurfa að skrifa dagbók en ég vissi að það þýddi ekkert fyrir mig aðfara eina í þetta.

Síðar fór vinkona okkar til Sverris og náðimjög flottum árangri sem hjálpaði til að ýta við Bjarka. Í desember byrjun fór ég að nefna þetta aftur og þá var hann tilbúinn.

 

3. Hvert var allra fyrstaskrefið?

Fyrsta skrefið var að senda póst á Sverri ogfá upplýsingar um ferlið og festa dag til að byrja.

 

4. Var ákvörðunin ogbyrjunin erfitt skref?

Í raun og veru var þetta merkilega létt. Viðbyrjuðum á að losa okkur við ýmislegt sem gæti freistað okkar og sett okkur út af sporinu áður en við byrjuðum.

 

5. Hvað gerðuð þið í þessuferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttuð þið að skila frá ykkur?

Daglega rútínan okkar hjóna var aðeins misjöfnþar sem ég vinn skrifstofustarf og sit því mun meira á daginn en Bjarki sem vinnur á lager ogþví meira á ferðinni. Ég fór í gönguferðir í hádeginu í nágreni vinnunnar á meðan Bjarkifór að ganga meira í vinnunnu, minnka setu á lyftaranum auk þess sem við fórum alltaf samanút að ganga á kvöldin. Um helgar fórum við síðan í lengri göngutúra óháð veðri, klæddumokkur bara miðað við veðrið hverju sinni. Einn af kostunum við rútínu Sverris er að við máttum borða og drekka allt sem við vildum á meðan næringin fór ekki yfir ákveðnar kaloríur,sumsé alltaf að taka meðvitaðar ákvarðanir og á meðan við gengjum 12.000+ skref á dag

EÐA haga skrefum í takt við neyslu.

Við gátum haldið okkar hátíðir og boð eins ogáður en lærðum að nota þá vikuneyslu á móti vikubrennslu, þ.e að jafna útstóran dag með léttum innan sömu viku og þá gekk allt upp, s.s öfgalaust frá A-Ö.

Okkur fannst frábært að gera okkur Boost meðHerbalife 1x eða 2x á dag en alltaf eina góða máltið.

Ef við vildum leyfa okkur eitthvað meira í mateða drykk þá var gönguferðin bara aðeins lengri og máltíðirnar í kring léttari, ef viðfórum vel í aukapakkann þá tókum við daginn á eftir í svokallaðri léttrútínu,þ.e góð hreyfing og engin ríkjandi máltíð, bara fjórar í millimálsstærð. Viðsáum nefnilega með útreikningum dagbókanna hversu mikið líkaminn var í umframinntökuog það auðveldaði okkur að sjá að við þyrftum minna daginn eftir til að jafnaút.

Í lok hver dags skiluðum við síðan upplýsingumum næringu og hreyfingu dagsins án vigtunnar matvæla, bara með lýsingum ámáltíð og skammtastærð auk tilfinningardagbókar sem er lýsing á líðan og gengi hvers dags, okkar tenging tilfinninga við neysluvenjur.

 

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þið notuðuð ogöðrum fyrri tilraunum?

Við höfum kannski ekki reynt margar leiðir íþessum málum en fyrir þó nokkrum árum fórum við til einkaþjáfara í líkamsræktarstöð semskilaði okkur í raun engu nema þá að læra æfingar sem maður gat gert en þar vantaði alfarið aðsýna okkur hvert væri næringargildi matarins sem við vorum að neita. Í þessari vegferðmætti alveg segja að við komumst að því að við erum sósufíklar, við borðuðum t.d. sósu meðkjöti en ekki öfugt, 2-3 ausur af sósu yfir matinn var ekki óalgengt en í dag fær maður sé kanski 1 msk afsósunni, jafn vel bara 1-2 teskeiðar.

 

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúatil gamalla venja?

Það er svo merkilegt að hugsunin um að hættaog fara aftur í gamla farið kom aldrei, auðvitað komu studir þar sem freistingarnar voru áhverju strái en kannski erum við svona þrjósk að við létum fátt trufla okkur. Hugsanir eins ogþessar komu líka reglulega, „Ég ætla ekki að fara að klúðra þessu“, „Ný vika ný tækifæri“ og þegarmaður sá strax eftir fyrstu vikuna að kílóin voru farin að hrynja af manni þá var bara ekkiaftur snúið. Eitt gott ráð sem ég hef alltaf haft í huga er „GÆS“, get, ætla, skal og svo er mjög gottað hafa stuðning hvors annars, við ræddum málin á göngu og þegar einhver efi kom upp hjáöðrum þá komu ábendingar frá hinu sem hjálpuðu við áframhaldið.

 

8. Hvað hafið þið lært semþið vissuð ekki áður?

Það er margt sem við höfum lært á þessum 12vikum varðandi næringarinnihald á hinum ýmsu matvælum auk þess sem maður þarf að vinnafyrir því sem maður setur ofan í sig. Jú jú maður vissi ýmislegt af þessu áður en kanskikunni maður bara ekki að setja þetta allt saman.

Hér áður fyrr sátum við fyrir framansjónvarpið á kvöldin, með tölvuna í fanginu en við komumst að því að við misstum ekki af neinu þóvið færum út að ganga á kvöldin heldur fengum gæðastund með hvort öðru og höfðumengan tíma í nartið á meðan.

 

9. Er mikilvægt að takaandlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Andlegi hlutinn skiptir miklu máli upp á aðfara ekki aftur til baka í gamla farið. Það er gott að geta sent tilfinningar sínar til Sverris í lokdags og fá svar til baka sem hjálpa manni að halda áfram og bæta sig.

 

10. Viskuráð til almennings?

Það er allt hægt ef viljinni er fyrir hendi,taktu fyrsta skrefið og byrjaðu, það kemur þér á óvart hvað þetta er auðvelt.
28.mar. 2018 - 23:00 Sverrir Björn Þráinsson

Inga Dís losaði sig við 23 kg á jafnmörgum vikum „Engin boð eða bönn og rútínan er varanleg, ég er þakklát!“

Inga Dís Sigurðardóttir, 34 ára gamall grunnskólakennari ákvað á einum sérstökum tímapunkti að nú væri nóg komið, hún vildi endurheimta andlega og líkamlega heilsu sína og lagði upp í ferðalag til heilsulandsins undir handleiðslu Sverris, Grenningar-og lífsráðgjafa og árangurinn á rétttæpu hálfu ári sannarlega glæsilegur. Hún fór úr 92,5 kg niður í 69,5 kg og hafði loks endurheimt heilsu sína og lífsgleði, sagt skilið við gamla vágesti (vana) og byggt upp rútínuna alveg frá grunni. Inga samþykkti að veita okkur viðtal og innsýn inn í ferðalagið sitt og hún lumar á mörgum góðum ráðum.
16.mar. 2018 - 21:48 Sverrir Björn Þráinsson

Dagný losaði sig við 20 kg á hálfu ári þrátt fyrir bæklun og vefjagigt: „Ég kaus að sjá marklínuna í stað hraðahindrana“

Dagný Leifsdóttir (63) gerði sér kærkomna ferð inn í heilsulandið og hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri. Uppskriftin er að hafa markmið og hafa rútínu, vinna með hugann samhliða nýjum venjum sem hún lýsir hér í þessu magnaða viðtali sem Pressan tók við hreint magnaða konu sem sá markmiðin sín, setti öll höft til hliðar en hún á við bæklun í fæti að etja sem hún lifir með ásamt vefjagigt og margskonar áföll fortíðar sem hún ber á bakinu. Hún kaus að horfa á marklínuna í stað þess að horfa á næstu hraðahindrun og má segja að hún Dagný undirstriki sannleika þessa máltækis „hugur ofar raun“ eða „mind over matter“.
08.mar. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Erlingur losaði sig við 20 kg á jafnmörgum vikum með öfgalausu rútínunni: „Allur pakkinn í einfaldri dagbók daglega, svínvirkar“

Erlingur H. Guðjónsson, 35 ára , mælaumsjón hjá Rarik Austurlandi.

03.jan. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.
21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.des. 2017 - 08:51 Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar