19. júl. 2011 - 10:00Sverrir Björn Þráinsson

Fæðubótahornið- Prótein, næringarstangir, próteinsúkkulaði, vítamíndrykkir

Góðan dag kæri heilsuþyrsti lesandi,

Eftir gríðarlega margar bragðprófanir er komin niðurstaða sem kemur ekki mikið á óvart ef marka má síðasta fæðubótapistil.

Ég tók mig til og smakkaði alla tilbúna próteindrykki, næringarstangir, próteinsúkkulaði, vítamínbætta vatnsdrykki ofl.

Vörur Arnars Grant og Ívars Guðmundssonar: Kraftur, Styrkur og Hreysti eru gríðarlega vandaðar og bragðið svo sannarlega ekki sparað. Einnig eru vörurnar þeirra þær ódýrustu á markaðum. Ekkert sem ég get sett út á þeirra vörur.

Sama gildir um danska fæðubótaframleiðandann Nutramino en þeirra gríðarstóra lína er frábærlega velheppnuð í alla staði og verðið nær að haldast þokkalega niðri miðað við gæði og bragð.

Próteinsúkkulaðistangirnar frá þeim eru ótrúlega bragðgóðar og mettandi, sérstaklega kókosstykkið, sem smakkast eins og Bounty. XL próteinstykkin eru einnig gífurlega bragðgóð, sérstaklega hnetubragðið.
Héðan í frá versla ég mína aukanæringu frá þessum tveim framleiðendum, enda að mínu mati langtum bestir í sínu fagi.

Nutramino og Arnar&Ívar fá fullt hús stiga fyrir þeirra vörur.

Ég ætla ekkert að fjalla nánar um þær vörur sem ég sættist ekki við, enda ekki mitt hlutverk að tala niður til framleiðenda, því allir hafa jú, sinn smekk.

Left Right23.júl. 2011 - 13:00 Sverrir Björn Þráinsson

LETI er óaðlaðandi, niðurdrepandi og sálarkveljandi, ein af dauðasyndunum sjö!

Það er tiltölulega algengt í nútímasamfélagi að teljast latur. Allt í kringum okkur ýtir undir letina og nútímamaðurinn virðist ekki þurfa að gera neitt lengur. Það sem verra er að þetta smitast yfir í börnin okkar sem eru að springa úr spiki vegna þess að við erum ekki að hvetja þau til þess að hreyfa sig og hafa fyrir hlutunum.
21.júl. 2011 - 18:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sá eini sem getur toppað Björgvin Halldórsson í dag er Björgvin sjálfur

Kæri lesandi,

Hvern dreymir ekki um að vera bestur í sínu fagi og eiga aðdáendur sem telja meirihluta íbúa landsins? Því miður fyrir alla þá sem starfa við tónlist hér á landi er fyrsta sætið frátekið, hefur verið í áratugi og mun verða svo lengi sem Björgvin Helgi Halldórsson, Bó, heldur áfram að framleiða hágæðaeyrnakonfekt.

02.júl. 2011 - 12:00 Sverrir Björn Þráinsson

Hitaeiningar í áfengi – þetta verða allir að vera meðvitaðir um

Það er gaman að gera sér dagamun og hitta góða vini, skella sér út á lífið og mála bæinn rauðan. En eitt skulum við hafa bak við eyrað, ekki að ég sé að mæla gegn því að fólk fái sér stöku sinnum í glas (einu sinni í mánuði, hámark), heldur að fólk, sem er að temja sér nýjan lífsstíl og læra á hitaeiningar, geti haft þessar staðreyndir á hreinu þegar skrá skal hitaeiningafjöldann niður. 
27.jún. 2011 - 17:00 Sverrir Björn Þráinsson

Prótein/næringardrykkir: Hámark og Nutramino hafa vinninginn –Mín skoðun

Kæri lesandi,

Eftir ítarlega úttekt á prótein/og næringardrykkjum íslenska markaðsins hef ég komst að niðurstöðu. 

21.jún. 2011 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Viltu brenna fitu hratt og örugglega á aðeins 12-20 mínútum?

Kæri lesandi,

Að blanda saman hnitmiðaðri styrktarþjálfun og hiit brennslu er komin ágætis uppskrift af fitubrennslu og vöðvastækkun.  

12.jún. 2011 - 12:00 Sverrir Björn Þráinsson

„OUT OF SIGHT, OUT OF MIND“ –Nauðsynleg lesning-

Kæri heilsuþyrsti lesandi,

Öllum þykir gott að borða góðan mat og er hefð fyrir því að bera fram ríkulega af mat við sérstök tilefni, þ.e.a.s meira en nokkur nær að torga. 
01.jún. 2011 - 17:00 Sverrir Björn Þráinsson

Hitaeiningar og snakkerí – án samviskubits ?

Fallegi lesandi,

Eftir velheppnaða tilraun til að upplýsa landann um óæskilegar hitaeiningar í skyndibita ákvað ég að koma með smáframhald. Á eflaust eftir að valda minna fjaðrafoki, enda var greyið hænan orðin allsber eftir flatbökusærindi síðasta pistils, sem þrátt fyrir allt trónir á topp vinsældarlista Pressunnar ☺
26.maí 2011 - 14:30 Sverrir Björn Þráinsson

Hitaeiningar í skyndibita og ís...þetta verður þú að lesa!

Kæri lesandi,

skyndibiti er upp til hópa óhollur, en það er ekki þar með sagt að blátt bann eigi að setja við alla staði. Subway t.d. gefur mjög góða möguleika á að hægt sé að kaupa heilsusamlega máltíð eins og litla hitaeiningaskráin segir hér fyrir neðan. Þú átt eflaust eftir að reka upp stór augu þegar litið er á hitaeiningar í pizzum, svo einni ferð út í ísbúð. Eins og í þeim pistlum sem ég hef sent frá mér þá mæli ég með að manneskja sem er í fegrun og lífsstílsbreytingu setji sér ca 1200-1400 hitaeininga kvóta yfir daginn ásamt heilsusamlegri hreyfingu. Ein máltíð hjá eftirfarandi stöðum getur fyllt TVEGGJA DAGA kvóta. Athugið að þessar tölur telja aðeins hitaeiningar í matnum, drykkir eru ekki meðtaldir , ½ lítri af kóki inniheldur t.a.m 220 kcal sem bætist ofan á.
24.maí 2011 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Reykingar eru fitandi

Algeng mýta hefur lengi lifað um að reykingar stuðli að þyngdartapi og sé góð leið til að halda þyngd í skefjum. Vitanlega er þetta alrangt ef hugsað er út frá skynsamlegu sjónarmiði.

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Ólafur Arnarson
Ólafur Arnarson - 13.7.2011
Besta fiskisúpa í heimi
Svava Rán Karlsdóttir
Svava Rán Karlsdóttir - 14.7.2011
Sinnepsgljáðar smjörbaunir
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.7.2011
Varðmenn réttlætisins
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 20.7.2011
Rökin fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála
Ólafur Arnarson
Ólafur Arnarson - 21.7.2011
Ekki nógu flott fyrir fjölmiðla?
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson - 12.7.2011
Amma Dreki
Lára Björg Björnsdóttir
Lára Björg Björnsdóttir - 15.7.2011
Ég hata gæludýr Júlía
Olga Björt Þórðardóttir
Olga Björt Þórðardóttir - 11.7.2011
12 ástæður fyrir því...
Kolbrún Baldursdóttir
Kolbrún Baldursdóttir - 14.7.2011
Vitundarvakning á vinnustöðum
Olga Björt Þórðardóttir
Olga Björt Þórðardóttir - 18.7.2011
Svona slærðu í gegn…
Fleiri pressupennar