08. mar. 2018 - 10:00Sverrir Björn Þráinsson

Erlingur losaði sig við 20 kg á jafnmörgum vikum með öfgalausu rútínunni: „Allur pakkinn í einfaldri dagbók daglega, svínvirkar“

1. Nafn, aldur, starf?

Erlingur H. Guðjónsson, 35 ára , mælaumsjón hjá Rarik Austurlandi.

2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?

Mér fannst ég vera of þungur miðað við hæð og þetta hafði fylgt manni lengi að vera of þungur, bæði andlegir og líkamlegir kvillar sem fylgdu því voru einhvernveginn orðnir eðlilegir og það er fyrsta vísbending um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þegar ég sá vigtina vera komin nálægt 109 kg þá þurfti að staldra við og fara að gera eitthvað í málinu enda þróunin bara á einn veg ef ekki hefði verið gripið í taumana.

3. Hvert var allra fyrsta skrefið?

Ég hafði séð síðu Grenningarráðgjafans á Facebook (http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn) og lesið um flottan árangur hjá fólki sem gengið hafði veginn. Svo ég sendi fyrirspurn á hann varðandi ráðgjöf. Ég þurfti ekki að spyrja mig tvisvar um og hóf strax ferðalagið inn í bætta heilsu.

4. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

Nei alls ekki. Þetta var búið að brjótast í mér lengi og ég var að verða tilbúinn andlega til að byrja, ég sá lokamarkmiðið, vissi hvað ég vildi svo það var aldrei aftur snúið. Þegar maður er tilbúinn og veit hvað maður vill þá er allt einfaldara og auðveldara.

 

5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Rútínan var sú í grunninn að koma á jafnvægi í neyslunni og miða við fjögurra máltíða rútinu þar sem ein máltíð er ríkjandi og hinar léttari,að ég fengi mér skrefamæli og næði tólf þúsund skrefa viðmiði á degi hverjum að meðaltali (en samt að hreyfing sé bara í takt við neyslu, það segja útreikningar Sverris úr dagbókunum allt um og mjög hvetjandi.

Ég fór í hádegistíma með tabatasniði tvisvar í viku hjá góðum vini mínum sem sér um tímana, ásamt því að æfa bandý tvisvar í viku á kvöldin og fór svo meðfram þessu aðra daga annaðhvort í ræktina eða fótboltaæfingu að kvöldi. En einnig er á heimilinu gömul skíðavél sem maður dustaði rykið af og notaði á milli til að ná skrefamarkmiðum dagsins auk hefðbundinna göngutúra.

Ég átti að skrá niður matardagbók með samantekt yfir neyslu hvers dags og einnig yfir líðan og gengi hvers dags auk hreyfingar og senda til Sverris sem reiknaði svo út útkomuna og skilaði til baka með ráðgefandi ummælum til að leiðbeina við ferlið. Svo einu sinni í viku tók ég saman liðna 7 daga ásamt vigtun og Sverrir las úr því og kom með áætlun fyrir framhaldið.

Það góða við matardagbókina í þessari rútínu er að ekkert þarf að vigta mat eða drykk, bara gera góða lýsingu á máltíðinni og það kann Sverrir að reikna út, einfalt og tekur stuttan tíma að fylla út. Einnig er svo hvetjandi að allt sem manni liggur á hjarta á heima í tilfinningadagbókinni og því getur maður tæklað allt það andlega til uppbyggingar.

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum

Ég hef áður farið ýmsar leiðir til að reyna að létta mig sem mætti kalla megrun eða eitthvað slíkt. Það endaði allt með því að fá þetta á sig aftur til baka og jafnvel meira til. Það sem var umfram allt öðruvísi hjá Sverri en það sem maður hafði gert áður var að það voru engin boð og bönn, meira að segja fékk maður að heyra það ef maður var á leið í einhverjar öfgar. Þú þurftir bara að aðlaga þig að því að neyta matar í réttum stærðum og gera það eftir rútínunni svokölluðu, ef stefnan var stór um kvöldið að þá var dagurinn léttur og skrefin fleiri og svo framvegis, mjög heilbrigð nálgun. Ef allur dagurinn „slysaðist“ til að vera of stór í inntöku, þá tekur þú léttari dag á eftir til að jafna út fyrir það og færð að vita hjá Sverrri hversu léttur dagurinn þarf að vera til að vikan haldist í jafnvægi óháð dögunum. Þetta finnst mér virka á mann sem mjög þægilegt kerfi og manni líður vel í ferlinu sem er mikilvægt og ekki einusinni heyrði maður neikvæða dóma frá ráðgjafanum þrátt fyrir að sumir dagar voru svona og „svona“, við bara redduðum þessu og löguðum. Búið mál. 

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja?

Nei ég get ekki sagt það. Þegar maður er kominn af stað í þessu og sér að það virkar sem maður hefur gert í byrjun að þá er það hvatning til að halda áfram á réttri braut. Góðir hlutir gerast hægt er oft sagt.

 

8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Betri neysluvenjur og kunna að taka góðar ákvarðanir óháð vana. Ég lærði að skammta mér rétt og taka meðvitaðri ákvarðanir í inntöku, s.s ekki að skammta samkvæmt vana heldur markmiðum og rútínu. Ég lærði að velja betur úr fæðunni það sem er með lægri hitaeiningum eins og óþarfa meðlæti og þess háttar sem er mjög góð breyting. Ná stjórn á sér í kringum sætindi og mat. En sú stjórn var ekki til staðar áður en er nú föst í undirmeðvitundinni.

9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Já klárlega, Sverrir mælir með hugleiðslu í byrjun dags þegar ferðalagið hefst og ég notaði það til að efla hugan í byrjun á ferlinu og mér fannst það virka fínt og ef fólki líður andlega ekki vel í byrjun er þetta ágæt leið til að núlstilla sig fá jákvæðni í hugarfarið. Eftir höfðinu dansa limirnir, ekki satt?

10. Viskuráð til almennings?

Ef þig virkilega langar til að breyta þínu lífi til betri vegar þá er boltinn hjá manni sjálfum og eingöngu manni sjálfum. Maður þarf að taka samtalið alvarlega við sjálfan sig. Það gengur ekki að sitja heima í sófanum með nammi í skál og horfa á Biggest Loser og gera ekkert í sínum málum. Ég hvet fólk til að hlúa að sínum lífstíl sér til heilsueflingar og betri líðans það margborgar sig.
16.mar. 2018 - 21:48 Sverrir Björn Þráinsson

Dagný losaði sig við 20 kg á hálfu ári þrátt fyrir bæklun og vefjagigt: „Ég kaus að sjá marklínuna í stað hraðahindrana“

Dagný Leifsdóttir (63) gerði sér kærkomna ferð inn í heilsulandið og hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri. Uppskriftin er að hafa markmið og hafa rútínu, vinna með hugann samhliða nýjum venjum sem hún lýsir hér í þessu magnaða viðtali sem Pressan tók við hreint magnaða konu sem sá markmiðin sín, setti öll höft til hliðar en hún á við bæklun í fæti að etja sem hún lifir með ásamt vefjagigt og margskonar áföll fortíðar sem hún ber á bakinu. Hún kaus að horfa á marklínuna í stað þess að horfa á næstu hraðahindrun og má segja að hún Dagný undirstriki sannleika þessa máltækis „hugur ofar raun“ eða „mind over matter“.
03.jan. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.
21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.des. 2017 - 08:51 Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.
22.ágú. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sólveig náði stórkostlegum árangri í heilsuuppbyggingu „Vildi ekki eyða bestu árum ævinnar heilsulaus vegna ofþyngdar“

Sólveig Þórarinsdóttir, 43 ára leikskólastjóri ákvað að snúa heilsunni til betri vegar og skráði sig í dagbókarráðgjöf hjá grenningarráðgjafanum Sverri Þráinssyni. Á hálfu ári losaði hún sig við 25 kíló, fór úr 86,7 kg (BMI 31,6 sem er offita, flokkur 1) niður í 61,7 kg (BMI 22,4 sem er kjörþyngd) og græddi auk þess bætta heilsu, andlega sem og líkamlega.

30.apr. 2017 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Ingólfur náði stórkostlegum árangri í þyngdarlosun! „Allt eða ekkert hugsunin er kolröng, það bjargaði mér!“

Ingólfur Ágústsson, 27 ára vélfræðingur frá Grindavík ákvað ásamt konu sinni, Sigríði Etnu að snúa heilsu sinni til betri vegar og hófu samstarf með grenningarráðgjafanum Sverri Þrainssyni í upphafi árs.


Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Rafland: LG dagar mars 2018
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar