16. mar. 2018 - 21:48Sverrir Björn Þráinsson

Dagný losaði sig við 20 kg á hálfu ári þrátt fyrir bæklun og vefjagigt: „Ég kaus að sjá marklínuna í stað hraðahindrana“

Dagný Leifsdóttir (63) gerði sér kærkomna ferð inn í heilsulandið og hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri.

Uppskriftin er að hafa markmið og hafa rútínu, vinna með hugann samhliða nýjum venjum sem hún lýsir hér í þessu magnaða viðtali sem Pressan tók við hreint magnaða konu sem sá markmiðin sín, setti öll höft til hliðar en hún á við bæklun í fæti að etja sem hún lifir með ásamt vefjagigt og margskonar áföll fortíðar sem hún ber á bakinu. Hún kaus að horfa á marklínuna í stað þess að horfa á næstu hraðahindrun og má segja að hún Dagný undirstriki sannleika þessa máltækis „hugur ofar raun“ eða „mind over matter“.

Dagný leitaði aðstoðar Sverris Þráinssonar, Grenningar-og lífsráðgjafa sem fylgdi henni í gegnum ferlið en hún á allan árangurinn sannarlega sjálf og skuldlaust.

Hún hefur losað sig við 20 kg með einfaldri rútínubreytingu og hefur samþykkt að segja okkur sögu sína, öðrum í samsvarandi aðstöðu til hvatningar og aðstoðar.

1. Nafn, aldur, starf

Dagný Leifsdóttir, 63 ára gömul, starfa við bókhald.

2. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?

Eg hafði þyngst mikið þegar ég átti mitt fyrsta barn aðeins 20 ára gömul og náði aldrei fyrri þyngd eftir það. Eftir að ég svo eignaðist seinni börnin mín tvö fór verulega að síga á ógæfuhliðina og vigtin fór smátt og smátt upp á við. Ég, eins og margir aðrir hef farið í alls kyns megranir og nokkrum sinnum náð einhverjum árangri en aldrei varð sá árangur varanlegur enda er það yfirleitt svo að tímabundnum breytingum fylgir aðeins tímabundinn árangur.

Ég hef gengið í gegnum áföll vegna veikinda og andláts nokkurra fjölskyldumeðlima sem kröfðust mikils tíma og orku frá mér sem varð til þess að ég gaf mér sjaldan tíma til þess að staldra við og hugsa um eigin heilsu. Við þetta bættist svo að ég á við vefjagigt og vandamál að stríða með annan fótinn, sem er bæklaður.

Ég gerði mér grein fyrir því að eg yrði að gera eitthvað róttækt til að takast á við framtíðina og þá ekki síst þau ár sem tækju við eftir starfslok.

Akkúrat á því augnabliki þar sem ég sat og var að hugsa um breytingar á heilsu og rútínu sá eg viðtöl við marga aðila sem höfðu náð frábærum árangri hjá Sverri grenningarráðgjafa ( http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn ) og þar með var teningnum kastað, ég gat svo virkilega vel tengt við það sem fólkið var að segja.

Sverrir leiddi mig inn í prógrammið sitt og lífsstílsbreyting eða lífsstílsleiðrétting eins og hann kallar það var þar með óumflýjanleg svo lengi sem ég fylgdi ráðum hans.

Ég hefði getað borið fyrir mig hreyfihömlun vegna bæklunar sem afsökun fyrir aðgerðarleysi en ég ákvað að nú yrðu engar afsakanir enda kom það í ljós að góð og arðbær rútína er möguleg, sama hvaða höft eða hömlun við lifum með.

3. Hvert var allra fyrsta skrefið?

Eftir að ég sá á netinu samskonar viðtöl og ég sit fyrir núna þá virtist þetta mun einfaldara en maður hafði séð áður, hamrað á öfgaleysi, engin boð eða bönn heldur heilbrigð og staðföst rútína, þetta hljómaði manneskjulega og þetta virtist einfalt í vinnslu svo ég ákvað að svala forvitni minni og senda línu á Sverri. Þetta stemmdi allt og ég ákvað bara að byrja, nú væri minn tími kominn. Ég var leidd skref fyrir skref í gegnum ferlið en um leið gat ég tekið allar mínar ákvarðanir sjálf og treyst eigin innsæi, það tvíefldi mig og gaf mér gott andlegt „boost“.

4. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?

Þessi ákvörðun var ekki erfið að taka og ég var algjörlega klár í þær breytingar sem þessu myndu fylgja. Þetta þýddi að ég fór að skoða betur það sem ég borðaði, passa skammtastærðir, borða fjórum sinnum á dag en ekki að narta og passa svo að hreyfa mig á hverjum degi í samræmi við þá útreikninga sem ég fékk frá Sverri.

Svo þegar aðstæður báru að garði sem voru aðeins úr rútínu eins og veisludagar, hátíðir eða annað þá lærði ég að vinna með þá daga inn í rútínuna, nota dagana í kring til að vega upp á móti og þetta gaf mér það að ég þurfti aldrei aftur að finna til sektarkenndar yfir mínu vali, ég hreinlega átti fyrir öllu.

5. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?

Á hverju kvöldi skilaði ég svo matardagbók þar sem ég tiltók lýsingu á inntöku dagsins, lýsingu á hreyfingu með notkun skrefamælis og skráði niður líðan mína. Svo fékk ég viðbrögð við dagbókinni með útreikningum ásamt ráðleggingum og þá var hægt að bregðast við og velja betur næsta dag þegar við átti í samræmi við það. Það besta þótti mér þó að ekki þurfti að vigta matinn, bara gera greinargóð skil á máltíð og skammtastærð.

6. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum?

Munurinn á þessari aðferð og þeim sem ég hef áður reynt, er sá að þarna sá eg alltaf muninn á innbyrtum kaloríum og svo þeim sem fóru sem brennsla á kaloríum, þetta varð mjög myndrænt og skiljanlegt í huganum mínum.

Ég byrjaði þessa vegferð mína um mánaðamótin júní/júlí 2017 og í byrjun tók þetta svolítið á líkamlega, en alltaf var Sverrir með tillögu til lausnar, slíður fyrir hvert sverð og smám saman var þetta orðin svo mikil rútína í mínu daglega lífi að hvorki utanlandsferðir né jólahátíðin settu ferlið úr skorðum.

7. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja?

Fyrst um sinn er maður alltaf í smá óvissu en um leið og maður sér og finnur að rútínan er orðin svo föst við mann og árangurinn lætur ekki á sér standa þá er engin önnur leið enda orðin heilbrigð sjálfsstýring sem gefur og gefur á meðan gamla rútínan bara tók og tók, ekki erfitt að velja þar um 😊

8. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?

Ég sagði alltaf við sjálfa mig að góðir hlutir gerist hægt og nú hef ég þetta verkfæri í höndunum að vita hvenær er best að borða, hve mikið og hvað ég þarf að hreyfa mig mikið á hverjum degi. Það er líka mikilvægt að muna að hreyfingin er góð fyrir andlega líðan sem er svo lykillinn að góðri líkamlegri líðan. Ef við leyfum þessu að haldast í hendur þá errum við alltaf með lykilinn í réttri skrá.

9. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?

Þegar við eflum hið andlega með því að hlusta á tilfinningar í stað þess að moka yfir þær með mat þá um leið erum við að efla hið líkamlega, svo hvorttveggja er jafnmikilvægt, alltaf.

10. Viskuráð til almennings?

Þið sem eruð að berjast við yfirþyngd, Það er hægt að fá aðstoð við að breyta um lífsstíl og byggingu bættrar heilsu sama hvað fortíð ykkar hefur búið til, ég er með hreyfihömlun vegna bæklunar á fæti og hef á bakinu margskonar sorgir en þegar öllu er á botninn hvolft þá ef við viljum, þá getum við ALLT.

Mjög margar lausnir eru í boði en fyrir mig hentaði sýn og nálgun Sverris mjög vel þar sem ég þurfti virkilega að skerpa á öllum hliðum ferlisins, ekki bara neyslurútínu heldur ná að sjá heildarmyndina og mála mitt eigið listaverk upp á nýtt.

Sjáið lausnina, ekki hraðahindrunina 😊
05.apr. 2018 - 17:00 Sverrir Björn Þráinsson

Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum

Hjónin Laufey Sigurðardóttir og BjarkiSigurðsson ákváðu í sameiningu í desembermánuði síðastliðnum að gera sérkærkomna ferð til heilsulandsins.


28.mar. 2018 - 23:00 Sverrir Björn Þráinsson

Inga Dís losaði sig við 23 kg á jafnmörgum vikum „Engin boð eða bönn og rútínan er varanleg, ég er þakklát!“

Inga Dís Sigurðardóttir, 34 ára gamall grunnskólakennari ákvað á einum sérstökum tímapunkti að nú væri nóg komið, hún vildi endurheimta andlega og líkamlega heilsu sína og lagði upp í ferðalag til heilsulandsins undir handleiðslu Sverris, Grenningar-og lífsráðgjafa og árangurinn á rétttæpu hálfu ári sannarlega glæsilegur. Hún fór úr 92,5 kg niður í 69,5 kg og hafði loks endurheimt heilsu sína og lífsgleði, sagt skilið við gamla vágesti (vana) og byggt upp rútínuna alveg frá grunni. Inga samþykkti að veita okkur viðtal og innsýn inn í ferðalagið sitt og hún lumar á mörgum góðum ráðum.
08.mar. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Erlingur losaði sig við 20 kg á jafnmörgum vikum með öfgalausu rútínunni: „Allur pakkinn í einfaldri dagbók daglega, svínvirkar“

Erlingur H. Guðjónsson, 35 ára , mælaumsjón hjá Rarik Austurlandi.

03.jan. 2018 - 10:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðlaug losaði sig við 21 kg á 21 viku -„Var orðin heilsulaus og alltaf móð“

Guðlaug Friðriksdóttir, 59 ára verkstjóri flugeldhúss IGS áttaði sig á því á sumarmánuðum þessa árs að ef ekki yrði gripið í heilsutaumana myndi hún hreinlega missa heilsu.
21.des. 2017 - 09:00 Sverrir Björn Þráinsson

Arna hefur lést um 22 kg á 14 vikum og segir hér sögu sína –„Fullkomlega öfgalaus lífstíll“

Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.
15.des. 2017 - 11:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“ Viðtal og ráð

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
08.des. 2017 - 07:00 Sverrir Björn Þráinsson

Guðrún hefur losað sig við 20 kg á 20 vikum með réttri rútínu – hún segir hér sína mögnuðu sögu – VIÐTAL!

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, 51 árs framkvæmdastjóri tók ákvörðun um að snúa sínu lífi til betri vegar og lagði upp í ferð sem hún sér svo sannarlega ekki eftir.
04.des. 2017 - 08:51 Sverrir Björn Þráinsson

Þú færð allar þínar óskir uppfylltar án undantekninga - ALLTAF!

Ef þú stendur þig að verki í þessum hugsanagangi þá ertu á valdi sjálfsvorkunnar. Sú tilfinning er á lægstu mögulegu orkutíðni sem til er og ef þú sendir frá þér þessa tíðni muntu alltaf skrapa botninn í öllu því þú hefur ekki trú á neinu.
04.sep. 2017 - 19:00 Sverrir Björn Þráinsson

Sindri tryggði sér framtíðarheilsu með einni ákvörðun. Losaði sig við 30 kg á eingöngu 12 vikum án nokkurra öfga! VIÐTAL!

Sindri Vilmar Þórisson er 25 ára gamall sérhæfður fiskvinnslumaður. Hann fékk á einum mikilvægum tímapunkti í sínu lífi alveg nóg af sífjölgandi aukakílóum og lagði upp í ferð sem hefur núþegar skilað honum varanlegum heilsuávinningi. Hann vó í sumarbyrjun 162,5 kg og var í hættulegri ofþyngd. Skemmst er frá því að segja að nú, eingöngu þremur mánuðum síðar hefur hann losað sig við 30 kg með alfarið öfgalausum hætti, sagði vananum stríð á hendur og tók föstum tökum á sínu lífi. Hann hefur samþykkt að segja frá sinni ferð og sögu okkur til hvatningar.

Sverrir Björn Þráinsson
Grenningarráðgjafi með persónulega reynslu af matarfíkn og offitu.
http://www.facebook.com/sverrirfitness
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar