21. des. 2017 - 09:00Sverrir Björn Þráinsson
Arna Arngrímsdóttir, 45 ára leikskólakennari á Dalvík hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri í heilsuuppbyggingu og ætlar hér að segja sína sögu öðrum til hvatningar. Með því að tvinna saman neyslurútínu og hreyfirútínu ásamt tilfinningavinnu fann Arna strax að einskis öfga er þörf þegar bæta skal andlega-og líkamlega heilsu heldur þarf vilja, markmið, opinn huga, hvatningu og umfram allt, áætlun og rútínu.

14 vikum síðar er árangurinn hreint út sagt ótrúlegur!
Nafn, aldur, starf?
Arna Arngrímsdóttir,
45 ára leikskólakennari.
1. Hvað varð til þess að ákvörðun var tekin um að snúa lífsstíl og rútínu til betri vegar? Af hverju núna?
Á afmælisdeginum mínum í ágúst sl. sá ég það og fann að ég þyrfti svo sannarlega að fara að gera eitthvað í mínu lífi því heilsan var ekki upp á sitt besta og ekki langaði mig að eyða bestu árum lífs míns án heilsunnar og of feit.
Í gegnum árin þá hef ég verið dugleg að hreyfa mig en ekki náð að stilla mataræðinu og hreyfingunni saman. Ég var búin að flakka upp og niður í þyngd í mörg ár.
Hef margoft farið í átak eða megrun og búin að prófa nánast allt sem hefur komið á markaðinn en þá hefur þetta verið í skorpum, ca 1, 2 eða 3 mánuðir og oft gengið mjög vel að ná af mér kílóunum en eftir að ég hætti eftir þessa mánuði þá komu kílóin oftast jafn fjótt ef ekki fljótari til baka þegar átakinu/megruninni lauk.
Það var svo í september sl að ég sá á Fésbókinni frásagnir og reynslusögur af fólki sem hafði verið hjá grenningarráðgjafanum og höfðu allir náð glæsilegum og eftirtektarveðum árangri. Eftri að hafa lesið þessar frásagnir þá ákvað ég að hafa samband við Sverri Þráinsson
2. Hvert var allra fyrsta skrefið?
Fyrsta skrefið var að hafa samband við Sverri og fá frekari upplýsingar.
Leyst strax vel á þetta og ákvað að slá til og vera með og sé alls ekki eftir því.
Fyrsta skefið okkar var að finna út hver mín markmið væru og hvernig neyslurútína væri best fyrir mig. Allt gekk mjög vel og ég fann fljótlega að þetta var eitthvað sem hentaði mér mjög vel.
Í upphafi fær maður yfirgripsmikla fræðslumöppu ásamt öllum upplýsingum og
leiðbeiningum um það hvernig hægt sé að viðhalda góðri rútínu eftir að prógrammi lýkur og einnig gaman að glugga í á meðan á samstarfi stendur.
3. Var ákvörðunin og byrjunin erfitt skref?
Nei, alls ekki. Ég var alveg ákveðin og tilbúin í þetta.
4. Hvað gerðir þú í þessu ferli? Þ.e hver var daglega rútínan og hverju áttir þú að skila frá þér?
Vikurútínan mín er að ég er hjá einkaþjálfara 3 sinnum í viku sem hentar mér mjög vel, finnst gott að hafa einhvern sem segir mér nákvæmlega hvað ég á að gera, hvað þyngd ég á að nota og gott að hafa einhvern sem hvetur mann áfram. Tvisvar í viku mæti ég í ræktarsalinn og tek brennsluæfingar. Á laugardögum er ég í stöðvaþjálfun og reyni ef ég get að fara í gönguferð seinnipartinn til að ná upp í skrefa fjölda dagins. Sunnudagarnir eru algjörir hvíldardagar hjá mér.
Ég skila inn matardagbók og tilfinningadagbók með skráðum skrefafjölda daglega til Sverris grenningarráðgjafa. Einu sinni í viku sendi ég inn samantekt vikunnar (neysla, skref og brennsla vikunnar) ásamt vigtunartölum. Það er í raun það eina sem ég þarf að gera og að sjálfsögðu að fara eftir rútínunni og ráðleggingum sem Sverrir kemur með og hafa þær alltaf verið mjög góðar.
Matarplanið var sáraeinfalt, 4 máltíðir á dag (misstórar) þar sem hreyfing og neyslumagn tvinnast saman og ekkert umfram það. Ekki er krafist sérfæðis eða eftirfylgni sérstaks matseðils sem gerir þetta enn árangursríkara til lengri tíma litið.
5. Hver var munurinn á þessari nálgun sem þú notaðir og öðrum fyrri tilraunum?
Munurinn er sá að þetta er engin skyndilausn eða eitthvert átak í stuttan tíma, fullkomlega öfgalaus nálgun.
Ég lærði að breyta um lífstíl á einfaldan og góðan hátt með því að innleiða rútínu milli neyslu og hreyfingar. Fyrir mig var mjög auðvelt að fylgja þessari rútínu eftir og smellpassaði inn í mitt lífsmynstur. Árangurinn kom fljótlega í ljós og það hvatti mig til að halda áfram.
Fann mjög fljótlega eftir að ég byrjaði hvað líkaminn var fljótur að komast í gott jafnvægi hvað varðar það sem ég set ofan í mig, sykurpúkinn hvarf en í þessu prógrammi eru engin boð og bönn en að sjálfsögðu valdi ég hvað ég vildi hafa eða taka út úr minni fæðu. Einnig hef ég lært í þessu hve mikið magn ég þarf að borða í hverri máltíð.
6. Kom einhverntíma í hugann sú hugsun um að hætta og snúa til gamalla venja?
Nei nei nei það kom aldrei upp í hugann minn um að hætta. Fann strax mikin mun á bæði andlegri og líkamlegri líðan og þolið jókst frá degi til dags að það var ekki sjens að ég ætalði að snúa til baka í gamla farið, aldrei aftur.
7. Hvað hefur þú lært sem þú vissir ekki áður?
Að maður þarf að eiga fyrir því sem maður setur ofan í sig með því að hreyfa sig.
Ef hreyfingin var lítil einn daginn þá borðaði ég minna og léttari máltíðir. Ef stór dagur var t.d veisla þá hafði ég hreyfinga meiri þann daginn eða daginn eftir og boðaði léttar máltíðir í hinum máltíðunum þann dag.
Stóri parturinn er líka að ég hætti nánast að nota bílinn og labba núna nánast út um allt, skrefasöfnin er gríðarlega hvetjandi og eflir keppnismanneskjuna sem er innra með okkur öllum.
8. Er mikilvægt að taka andlega hlutann jafnalvarlega og samhliða þeim líkamlega?
Andlegi hlutinn er mjög mikilvægur í þessu öllu saman. Gott er að tala um tilfinningar sínar og þá er tilfinningabókin mjög mikilvæg. Gott er að setja sér markmið og að sjálfsögðu að fara síðan eftir þeim. Þegar andlegi parturinn er í góðu jafnvægi þá verður lífið svo miku skemmtilegra og betra. Mér finnst líka í þessu öllu svefninn vera mjög mikilvægur og passaði ég upp á að ná góðum svefni 7-8 klukkutíma á nóttu og lengur um helgar.
9. Viskuráð til almennings?
Að hafa trú á sjálfum sér því það er alveg ótrúlegt hvað við getum gert.
Ég vil, ég get, ég skal, ég ætla.