22. feb. 2010 - 10:40Sturla Böðvarsson

Við þurfum þjóðarleiðtoga!

Ríkisstjórn Jóhönnu er tvístruð og landið virðist stjórnlaust.

Ríkisstjórn Jóhönnu er tvístruð og landið virðist stjórnlaust.

Landið virðist stjórnlaust. Ríkisstjórnin er tvístruð og henni hefur ekki tekist að vinna í samræmi við samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki í samræmi við eigin áform og ekki samkvæmt hinu mikilvæga samkomulagi sem Stöðugleikasáttmálinn gerir ráð fyrir. Og það er nánast engu komið í verk á vegum fagráðuneytanna sem séð verður. Forsvarmenn atvinnulífsins og almenningur bíður en sér engar lausnir af hálfu stjórnvalda á þeim vanda sem bankahrunið hefur haft í för með sér. Þessi staða er mjög alvarleg ekki síst þegar aðstæður eru eins og þær eru í samfélaginu.

Stjórnarkreppan var fyrir séð

Þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta lögin sem áttu að tryggja ríkisábyrgð á skuldir tryggingasjóðs innlána vegna  Icesave reikninganna hefur hann væntanlega áttað sig á því að ríkisstjórnin hafði ekki vald á framvindunni og hafði samið af sér. Hún hafði látið knésetja sig í samningum við Hollendinga og Breta.

Forsetinn hefði auðvitað átt að sjá þessa stöðu fyrir. Hann stuðlaði að myndun minnihluta stjórnarinnar sem Jóhanna Sigurðardóttir fékk umboð til að mynda. Hún fékk tækifæri til þess að verða þjóðarleiðtogi á örlagastundu um leið og Samfylkingin fékk aðstoð forsetans og velþóknun VG við að snúast gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn höfðu í góðri trú myndaði ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir kosningarnar 2007, en sá stjórnmálaflokkur hefur sýnt að hann er ekki fær um að taka þátt í ríkisstjórn og láta verkin tala.

Rétt er að minnast þess að þegar Samfylkingin hóf að starfa í ríkisstjórn hafði verið staðið þannig að málum að Ísland var meðal þeirra þjóða sem best stóð á flestum sviðum. En það var alið á óánægju með Borgarnessræðum og  Samfylkingin gekk hart fram í að verja forsvarsmenn stórfyrirtækjanna sem mesta áhættu tóku.

Eftir stjórnarmyndun 2007 var það mat Samfylkingarinnar að staða ríkisfjármálanna væri einstaklega traust og ríkisútgjöldin voru aukin um fimmtung í fyrstu fjárlögunum sem Samfylkingin bar ábyrgð á með Sjálfstæðisflokknum. Innan Sjálfstæðisflokksins voru miklar efasemdir um þessi auknu ríkisútgjöld en það var látið eftir Samfylkingunni í þeirri trú að þar á bæ væri að mæta ábyrgum stjórnmálaflokki sem hefði metnað og ætti því að fá tækifæri til þess að beita sér í samstarfi þessara flokka. En annað kom í ljós og Samfylkingin hóf sönginn um aðild að Evrópusambandinu og talaði bæði gegn stjórnarsáttmálanum og gegn hagsmunum okkar með því að tala niður gjaldmiðilinn í sókn sinni til Evrópusambandsins.

Bankarnir hrundu yfir atvinnulífið og heimilin

Þegar hin alþjóðlega bankakreppa skall á okkur og eftir að því er virðist ábyrgðarlausa stjórnun viðskiptabankanna hrundu þeir yfir atvinnulífið og heimilin í landinu þrátt fyrir regluverk Evrópusambandsins. Vert er að minna á að Samfylkingin fór með bankamálin og Fjármálaeftirlitið í þeirri ríkisstjórn sem var við völd þegar bankarnir hrundu.

Í ljósi alls þess sem hefur gerst var mikilvægt að hér tæki við sterk stjórn eftir hrunið. Ég var einn þeirra sem töldu að þjóðstjórn hefði verið besti kosturinn. Forseti Íslands og spunameistarar Samfylkingarinnar voru á öðru máli og töldu að nú væri tækifærið til þess að leggja Sjálfstæðisflokkinn að velli og því var hagsmunum þjóðarinnar fórnað í þeim tilgangi að koma vinstriflokkunum til „varanlegra“ valda á Íslandi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð.  Vinstrihreyfingin grænt framboð  fórnaði öllum sínum grundvallar hugsjónum og samþykkti m.a. í stjórnarsáttmálanum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Og nú ríkir bæði efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa sem var staðfest þegar forsetinn neitaði að staðfesta lögin.

Hver á að taka við af Jóhönnu?

Allar þjóðir sem lenda í alvarlegri stjórnmálalegri og efnahagslegir kreppu þurfa leiðtoga til þess að leiða sig út úr vandanum og skipuleggja sókn og uppbyggingu. Ísland er í þeirri stöðu að við þurfum traustan þjóðarleiðtoga. Jóhanna Sigurðadóttir var valin til þess af Samfylkingunni og forsetanum að leiða þann leiðangur sem fyrr er nefndur og var farinn til þess að tryggja vinstristjórn. Henni hefur mistekist þrátt fyrir að njóta krafta og hollráða utanríkisráðherra sem vílar ekki fyrir sér hlutina og virðist ráða för hjá Samfylkingunni, en verður vart formaður aftur.

Heyrst hefur að arftaki Jóhönnu Sigurðardóttur á formannsstóli  verði félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason. Eftir að hafa hlustað á Borgarnessræðu hans í gær sannfærðist ég um að hann er ekki efni í þann þjóðarleiðtoga sem við þurfum. Þar mætti hann sem talsmaður ríkisstjórnarinnar á fund um svokallaða Sóknaráætlun20/20 sem ríkisstjórnin stendur fyrir og hefur kallað fólk úr öllum kimum samfélagsins til að leita samráðs sem er ágætt og góðra gjalda vert. Tækifærið notaði félagsmálaráðherra vandlega og talaði eins og hann væri á fundi byltingarsinna hjá Fylkingunni. Yfirlætið og hrokinn réðu för. Allt var öðrum að kenna. 

Fundarmenn voru vægast sagt undrandi og margir  vonsviknir, áttu ekki von á þvílíkri ræðu á þessum vettvangi þar sem fólk úr öllum flokkum og utan flokka var saman komið til þess að leggja á ráðin um hvernig við vildum efla byggðina og fjölga atvinnutækifærum á Vesturlandi í þjóðar þágu. Vonir einhverra um að þar færi nýr efnilegur leiðtogi Samfylkingarinnar hafa brugðist.

Nýtt fólk til valda

Sem betur fer hefur tekist vel til með endurnýjun í forystu Framsóknaflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eru vel til forustu fallnir og Bjarni hefur sýnt það eftir að hann tók við formennskunni við einstaklega erfiðar aðstæður að hann er efni í þjóðarleiðtoga komist hann til valda.

Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð þurfa að vera tilbúnir hvenær sem er að taka við og koma þjóðarskútunni  á réttan kjöl. Þeim tókst að koma viðræðum um Icesave í nýjan farveg og þeir þurfa að halda áfram og laða aðra áhrifamenn flokkanna til nauðsynlegra aðgerða og til þess að þjóðin fái aftur sjálfstraustið sem við þurfum til þeirra átaka sem framundan eru.

Við þurfum öfluga leiðtoga til þess að koma okkur út úr vandanum og nýta til viðspyrnu þær góðu aðstæður og innviði sem við vorum búin að byggja upp í samfélaginu fyrir bankahrunið. Það er þjóðarnauðsyn að til valda komist fólk sem getur ráðið við stjórn landsins og komið á þeim breytingum og endurbótum sem þjóðin kallar eftir. Til þess þurfum við að nýta það besta úr hugmyndafræði allra flokka í þágu endurreisnar á  Íslandi við einstakar og fordæmalausar aðstæður.

Til þess þurfum við leiðtoga sem kann, vill og getur laðað fólk til samstarfs.
17.mar. 2017 - 11:14 Sturla Böðvarsson

Í þágu hverra er höfuðborginni okkar stjórnað?

Enn hefur verið birt mynd af borgarstjóranum í Reykjavík undirrita samning sem stríðir gegn hagsmunum okkar sem búum utan borgarinnar.
11.des. 2016 - 09:58 Sturla Böðvarsson

Katrín og Bjarni taki við stjórn landsins

Eftir kosningarnar 2007 átti ég von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Vinstri grænum. Ég varð þess var að formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Vinstri grænna áttu í einhverjum samtölum í aðdraganda kosninganna sem vörðuðu m.a. afgreiðslu Samgönguáætlunar.
09.júl. 2016 - 12:37 Sturla Böðvarsson

Hvernig er Ísland kynnt erlendis í dag?

Það er vissulega ánægulegt hversu margir erlendir ferðamenn koma til landsins. Stykkishólmur er meðal þeirra staða sem taka á móti þessum vaxandi hópi ferðamanna enda hefur bærinn uppá margt að bjóða sem ferðamen leita eftir að kynnast og upplifa. Gestir okkar sækja í söfnin, skoða gömlu uppgerðu húsin, fara í siglingar um eyjasund og með Breiðafjarðarferjunni Baldri, fara í ferðir um þjóðgarðinn Snæfellsjökul, sækja tónleika, njóta þjónustu góðra veitingastaða, hótela, gistiheimila og tjaldsvæðis.  
22.nóv. 2014 - 13:23 Sturla Böðvarsson

Leggjumst á árar og bætum samfélagið

Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein.
09.apr. 2014 - 16:33 Sturla Böðvarsson

Framganga Rússa

Júlía Tímósjenkó fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu skrifar merkilega grein í Morgunblaðið í gær 8.apríl. Hún er nýlega sloppin úr fangelsi. Hún var dæmd til fangelsisvistar eftir að hafa verið forsætisráðherra um tíma.
24.mar. 2014 - 11:07 Sturla Böðvarsson

Komast framkvæmdir við Sundabraut aftur á dagskrá?

Árið 2003 lagði ég fram sem samgönguráðherra  og fékk samþykkta fyrstu samgönguáætlunina þar sem allir þætti framkvæmda við samgöngukerfið voru settir saman í eina áætlun. Þar var um að ræða  hafnarmannvirki, vegagerð og framkvæmdir við flugvelli auk rekstrar og öryggisaðgerða. Þessi áætlunargerð var nýmæli, en hún byggði á  lögum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 2002 og voru liður í breyttu vinnulagi í samgöngumálum.
24.jan. 2014 - 17:55 Sturla Böðvarsson

Miklir möguleikar til framtaks og fjárfestinga á Snæfellsnesi

Íbúar fárra landshluta á Íslandi eru betur í sveit settir en íbúar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli nálægð við gjöful fiskimið, þar eru góðar hafnir og góð tenging samgönguæða við stærsta markaðssvæði landsins.
17.des. 2013 - 21:41 Sturla Böðvarsson

Reitir fasteignafélag gerir atlögu að innanlandsfluginu á Reykjavíkurflugvelli

Morgunblaðið færir þær fréttir í dag að á næsta leyti sé „háhraða lest“ sem er ætlað að taka við þeirri  miklu fjölgun farþega sem flytja þarf til og frá Keflavíkurflugvelli inn á höfuðborgarsvæðið.
02.des. 2013 - 16:02 Sturla Böðvarsson

Bókin Ár drekans er kennslubók í plotti og pólitískum undirmálum

Ég var að ljúka við að lesa „Ár drekans“ sem er pólitísk endurminningabók Össurar Skarphéðinssonar fyrrum ráðherra og fyrsta formanns Samfylkingarinnar.
28.okt. 2013 - 11:11 Sturla Böðvarsson

Sæstrengur og hryðjuverkalögin

Samkvæmt fréttum frá Bretlandi er forseti Íslands væntanlegur þangað til fundar um lagningu raforkustrengs frá Íslandi. Það væri fróðlegt að vita hvaða orkuver eigi að byggja til þess að framleiða orkuna sem á að tryggja almenningi í Bretlandi örugga og umhverfisvæna orku. Og væntanlega á sú orka að vera hagfelldari en sú sem verður í boði þar í framtíðinni.
16.sep. 2013 - 10:10 Sturla Böðvarsson

Endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar lauk árið 2002

Föstudaginn 1. nóvember árið 2002 var opnunarhátíð í tilefni af því að endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar var lokið. Við það tilefni flutti ég eftirfarandi ræðu sem ástæða er til að rifja upp nú þegar enn er deilt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
02.feb. 2013 - 16:58 Sturla Böðvarsson

Er að vænta betri tíma í stjórnmálum á Íslandi?

Það hafa verið hörmulegir tímar í stjórnmálum frá því minnihlutastjórnin tók við 1. febrúar 2009.
16.des. 2012 - 10:16 Sturla Böðvarsson

Svavar Gestsson og Patrick Gervasoni

Sjálfsævisaga Svavars Gestssonar er komin út. Svo sem vænta mátti er bókin læsileg og vel  skrifuð. Ég geri ráð fyrir því að bæði samherjar Svavars sem og andstæðingar hans í stjórnmálum, sem þekkja vel til, telji sig hafa sitthvað að segja um gang mála og dóma Svavars um menn og málefni. Svavar hefur frá mörgu að segja af löngum ferli stjórnmálaafskipta. Hann dregur skemmtilega fram árin á Þjóðviljanum og hann rekur prýðilega raunasögu vinstrihreyfingarinnar á Íslandi. Ég ég hafði lúmskt gaman af að lesa þau skrif, ekki síst vegna þess að ég var nýbúinn að lesa þá stórmerkilegu bók Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland Óskalandið. Þrátt fyrir að bókina skrifi fyrrum ritstjóri Þjóðviljans  er hún ærlega skrifuð, en ekki er við því að búast að sjálfstæðismenn skrifi undir alla hluti sem í bókinni birtast.
18.nóv. 2012 - 16:15 Sturla Böðvarsson

Illugi er hugsuður og pólitískur vígamaður

Illugi Gunnarsson alþingismaður Reykvíkinga hefur af mikilli einlægni sameinað stjórnmálaáhugann, hagfræðimenntun sína  og hina listrænu taug tónlistarinnar, sem hann fékk í vöggugjöf. Það er væntanlega skýringin á því að hann á svo marga stuðningsmenn og vini úr svo ólíkum áttum.
07.nóv. 2012 - 21:13 Sturla Böðvarsson

Bjarni Benediktsson er leiðtoginn sem við þurfum

Skip sem siglir um ólgusjó þarf samhenta áhöfn og traustan mann við stýrið sem lætur ekki hrekjast af leið. Sama gildir um þjóðarskútuna. Stjórnmálamönnum okkar hefur verið trúað fyrir að stýra henni.
27.okt. 2012 - 17:58 Sturla Böðvarsson

Páll Magnússon útvarpsstjóri bregst til varnar vondum málstað

Páll Magnússon útvarpsstjóri er í mikilli vörn þessa dagana. Hann og telur mikla þörf fyrir að verjast vegna skrifa ritsjóra Morgunblaðsins. Hann virðist óttast beittar ritstjórnargreinar og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.
28.sep. 2010 - 08:43 Sturla Böðvarsson

Bréf mitt til þingmannanefndarinnar

Að undanförnu hafa bæði Mbl.is og Fréttablaðið birt glefsur úr svarbréfi mínu til Atla Gíslasonar formanns þingnefndarinnar sem fjallað hefur um skýrslu  Rannsóknarnefndar Alþingis. Bréf mitt er hluti þeirra þingskjala sem nefndin hefur birt. Vegna fyrirspurna til mín og athugasemda í bloggheimum tel ég rétt að birta bréfið í heild sinni hér á Pressunni þar sem ég hef skrifað undanfarin misseri. Bréfið fer hér á eftir eins og það var sent til þingsins.
30.apr. 2010 - 15:55 Sturla Böðvarsson

Hlynur Bæringsson

Körfuknattleikslið Snæfells kom heim í Stykkishólm í nótt með Íslandsmeistara titilinn. Áður hafði liðið  unnið Bikarmeistara titilinn. Það er ástæða til þess að óska Snæfellsliðinu, þjálfara þess Inga Þór Steinþórssyni og forustu Ungmennafélagsins Snæfells  til hamingju með þennan stórkostlega sigur og einstæða árangur.
30.apr. 2010 - 10:35 Sturla Böðvarsson

Ný samgönguáætlun Dags B. Eggertssonar


26.apr. 2010 - 17:00 Sturla Böðvarsson

Útvegsmenn rógsins

Í nútímanum þar sem hagsæld og menntun hefur ráðið  ríkjum, þrátt fyrir allt, hefur komist á  legg stétt manna sem gerir út  á róginn og illt umtal um náungan. Rógur gegn samferðarmönnum og illmælgi er orðinn atvinnuvegur.

Sturla Böðvarsson
Fyrrverandi forseti Alþingis og samgönguráðherra.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar