26. apr. 2010 - 17:00Sturla Böðvarsson

Útvegsmenn rógsins

Ég var að hugleiða næsta  Pressupistil  að morgni laugardagsins  þegar Mogginn datt inn um bréfalúguna hjá mér og bættist við lestrarefni dagsins. Fréttablaðið var komið, óumbeðið, með margt áhugaverðra greina svo sem pólitískar hugleiðingar Þorsteins Pálssonar, sem jafnan vekja athygli og eru mikilvægt og málefnalegt  innlegg í umræðuna.

En Mogginn stendur fyrir sínu sem fyrr alla daga.  Ef ég leyfi mér að líta á Sunnudags Moggann sem sérstaka og sjálfstæða einingu þá er hann að mínu mati besta blað sem gefið hefur verið út.  Ritstjórar Morgunblaðsins geta verið stoltir af þeirri  útgáfu ekki síst fyrir það hversu fjölbreytt efnið er og vandað.

Biskupinn okkar,herra Karl Sigurbjörnsson skrifar einn af sínum föstu pistlum í blaðið þennan dag. Hann fjallar að þessu sinni  um gullnu regluna undir yfirskriftinni  „Gildi, siðgæði, boð og breytni“ Þar fjallar hann  um hina virku umhyggju andstætt óvirku afskiptaleysi. Lesendur  ættu  að kynna sér þessa merkilegu hugvekju biskupsins þar sem hann hvetur okkur til þess að „yfirvinna þyngdarlögmál sjálfselskunnar“ og hann minnir á að „náungakærleikur er ekki aðeins tilfinningar, heldur líka viljaákvörðun“.  

Því vek ég athygli á þessu að það er kynnt undir  öfgum og heift í samfélaginu.  Bankahrunið og óforsvaranleg framganga innan  fjármálageirans blasir við á síðum skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis. Skýrslan gefur ótrúlega  skýra mynd af því sem gerðist. Mörgum hefur hinsvegar  fundist einfaldast að kenna stjórnmálamönnum og seðlabankastjóra  um allt klabbið Kröfur um afsagnir eru háværar  og því er fylgt eftir einkum af þeim sem gera út á róginn og illt umtal um náungan.  Það er mikilvægt að hinir bestu menn haldi ró sinni  og hvetji til hófstilltrar umræðu  og jákvæðrar breytni í samfélaginu. Það verður að leitast við að tryggja að heift og hatur festi ekki rætur í kjölfar framgöngu  þeirra sem vilja gera út á þær hvatir og horfa stöðugt til fortíðarinnar í leit að því sem fór úrskeiðis í staða þess  að horfa til framtíðar og byggja á reynslunni með endurreisn og uppbyggingu að leiðarljósi.

Í  mínu ungdæmi á Snæfellsnesi voru útvegsmenn sem gerðu út á  auðlindir hafsins virtir vel. Þeir ýttu undir atgervi og hæfileika þeirra sem stunduðu sjóinn og tengdust jákvæðri nýtingu auðlinda til sjós og lands. Flestir nýttu auðlegð sína til þess að skapa  atvinnutækifæri fyrir þá sem  unnu við  verðmætasköpun  og þeir beittu  sér í þágu samfélagsins.  

Í nútímanum þar sem hagsæld og menntun hefur ráðið  ríkjum, þrátt fyrir allt, hefur komist á  legg stétt manna sem gerir út  á róginn og illt umtal um náungan. Rógur gegn samferðarmönnum og illmælgi er orðinn atvinnuvegur.  Lengi var þessi starfsgrein að mestu afmörkuð við eitt dagblað, en hefur breiðst út og magnast  með netinu og Ríkisútvarpið hefur dregist inn í þessa veröld  þrátt fyrir að Ríkisútvarpið virðist reyna að hemja sitt fólk til samgjarnrar og málefnalegrar umfjöllunar. Tjáningarfrelsið er vissulega heilagt og mikilvægur hluti þess að tryggja megi lýðræðislega stjórnarhætti. En tjáningar frelsið eins og annað frelsi einstaklinga  verður að takmarka við eðlileg mörk sem tryggja að ekki sé vegið að æru manna og virðingu.

Árum saman skrifaði einn af ritstjórum síðdegispressunnar sífellt gegn bændum og sveitafólki. Hann gerði sinn rekstur meira og minna  út á að hatast við bændur og sérstaklega bændaforustuna og ákveðna stjórnmálamenn. Hann er enn að og beinir nú spjótum sínum m.a.  gegn formanni Sjálfstæðisflokksins.  Og Ríkisútvarpið dregur hann fram í dagsljósið oft í mánuði til þess að ónotast í morgunútvarpinu í garð náungans og hann telur sig þess umkominn að dæma, jafnvel fordæma og gefa öðrum mönnum  ráð .  Það væri verðugt verkefni fyrir þá sem stunda rannsóknir á vettvangi félagsvísinda háskólanna að greina áhrif þeirra sem stöðugt stunda rógsskrif um náungann. Við þurfum á allt öðru að halda en því að efla „útvegsmenn“ rógsins. Það þarf að efla önnur gildi í samfélaginu og hvetja til þess að menn minnist hinnar gullnu reglu. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“.(26-31) Michelsen: Útskriftir - maí
22.nóv. 2014 - 13:23 Sturla Böðvarsson

Leggjumst á árar og bætum samfélagið

Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein.
09.apr. 2014 - 16:33 Sturla Böðvarsson

Framganga Rússa

Júlía Tímósjenkó fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu skrifar merkilega grein í Morgunblaðið í gær 8.apríl. Hún er nýlega sloppin úr fangelsi. Hún var dæmd til fangelsisvistar eftir að hafa verið forsætisráðherra um tíma.
24.mar. 2014 - 11:07 Sturla Böðvarsson

Komast framkvæmdir við Sundabraut aftur á dagskrá?

Árið 2003 lagði ég fram sem samgönguráðherra  og fékk samþykkta fyrstu samgönguáætlunina þar sem allir þætti framkvæmda við samgöngukerfið voru settir saman í eina áætlun. Þar var um að ræða  hafnarmannvirki, vegagerð og framkvæmdir við flugvelli auk rekstrar og öryggisaðgerða. Þessi áætlunargerð var nýmæli, en hún byggði á  lögum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 2002 og voru liður í breyttu vinnulagi í samgöngumálum.
24.jan. 2014 - 17:55 Sturla Böðvarsson

Miklir möguleikar til framtaks og fjárfestinga á Snæfellsnesi

Íbúar fárra landshluta á Íslandi eru betur í sveit settir en íbúar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli nálægð við gjöful fiskimið, þar eru góðar hafnir og góð tenging samgönguæða við stærsta markaðssvæði landsins.
17.des. 2013 - 21:41 Sturla Böðvarsson

Reitir fasteignafélag gerir atlögu að innanlandsfluginu á Reykjavíkurflugvelli

Morgunblaðið færir þær fréttir í dag að á næsta leyti sé „háhraða lest“ sem er ætlað að taka við þeirri  miklu fjölgun farþega sem flytja þarf til og frá Keflavíkurflugvelli inn á höfuðborgarsvæðið.
02.des. 2013 - 16:02 Sturla Böðvarsson

Bókin Ár drekans er kennslubók í plotti og pólitískum undirmálum

Ég var að ljúka við að lesa „Ár drekans“ sem er pólitísk endurminningabók Össurar Skarphéðinssonar fyrrum ráðherra og fyrsta formanns Samfylkingarinnar.
28.okt. 2013 - 11:11 Sturla Böðvarsson

Sæstrengur og hryðjuverkalögin

Samkvæmt fréttum frá Bretlandi er forseti Íslands væntanlegur þangað til fundar um lagningu raforkustrengs frá Íslandi. Það væri fróðlegt að vita hvaða orkuver eigi að byggja til þess að framleiða orkuna sem á að tryggja almenningi í Bretlandi örugga og umhverfisvæna orku. Og væntanlega á sú orka að vera hagfelldari en sú sem verður í boði þar í framtíðinni.
16.sep. 2013 - 10:10 Sturla Böðvarsson

Endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar lauk árið 2002

Föstudaginn 1. nóvember árið 2002 var opnunarhátíð í tilefni af því að endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar var lokið. Við það tilefni flutti ég eftirfarandi ræðu sem ástæða er til að rifja upp nú þegar enn er deilt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
02.feb. 2013 - 16:58 Sturla Böðvarsson

Er að vænta betri tíma í stjórnmálum á Íslandi?

Það hafa verið hörmulegir tímar í stjórnmálum frá því minnihlutastjórnin tók við 1. febrúar 2009.
16.des. 2012 - 10:16 Sturla Böðvarsson

Svavar Gestsson og Patrick Gervasoni

Sjálfsævisaga Svavars Gestssonar er komin út. Svo sem vænta mátti er bókin læsileg og vel  skrifuð. Ég geri ráð fyrir því að bæði samherjar Svavars sem og andstæðingar hans í stjórnmálum, sem þekkja vel til, telji sig hafa sitthvað að segja um gang mála og dóma Svavars um menn og málefni. Svavar hefur frá mörgu að segja af löngum ferli stjórnmálaafskipta. Hann dregur skemmtilega fram árin á Þjóðviljanum og hann rekur prýðilega raunasögu vinstrihreyfingarinnar á Íslandi. Ég ég hafði lúmskt gaman af að lesa þau skrif, ekki síst vegna þess að ég var nýbúinn að lesa þá stórmerkilegu bók Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland Óskalandið. Þrátt fyrir að bókina skrifi fyrrum ritstjóri Þjóðviljans  er hún ærlega skrifuð, en ekki er við því að búast að sjálfstæðismenn skrifi undir alla hluti sem í bókinni birtast.
18.nóv. 2012 - 16:15 Sturla Böðvarsson

Illugi er hugsuður og pólitískur vígamaður

Illugi Gunnarsson alþingismaður Reykvíkinga hefur af mikilli einlægni sameinað stjórnmálaáhugann, hagfræðimenntun sína  og hina listrænu taug tónlistarinnar, sem hann fékk í vöggugjöf. Það er væntanlega skýringin á því að hann á svo marga stuðningsmenn og vini úr svo ólíkum áttum.
07.nóv. 2012 - 21:13 Sturla Böðvarsson

Bjarni Benediktsson er leiðtoginn sem við þurfum

Skip sem siglir um ólgusjó þarf samhenta áhöfn og traustan mann við stýrið sem lætur ekki hrekjast af leið. Sama gildir um þjóðarskútuna. Stjórnmálamönnum okkar hefur verið trúað fyrir að stýra henni.
27.okt. 2012 - 17:58 Sturla Böðvarsson

Páll Magnússon útvarpsstjóri bregst til varnar vondum málstað

Páll Magnússon útvarpsstjóri er í mikilli vörn þessa dagana. Hann og telur mikla þörf fyrir að verjast vegna skrifa ritsjóra Morgunblaðsins. Hann virðist óttast beittar ritstjórnargreinar og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.
28.sep. 2010 - 08:43 Sturla Böðvarsson

Bréf mitt til þingmannanefndarinnar

Að undanförnu hafa bæði Mbl.is og Fréttablaðið birt glefsur úr svarbréfi mínu til Atla Gíslasonar formanns þingnefndarinnar sem fjallað hefur um skýrslu  Rannsóknarnefndar Alþingis. Bréf mitt er hluti þeirra þingskjala sem nefndin hefur birt. Vegna fyrirspurna til mín og athugasemda í bloggheimum tel ég rétt að birta bréfið í heild sinni hér á Pressunni þar sem ég hef skrifað undanfarin misseri. Bréfið fer hér á eftir eins og það var sent til þingsins.
30.apr. 2010 - 15:55 Sturla Böðvarsson

Hlynur Bæringsson

Körfuknattleikslið Snæfells kom heim í Stykkishólm í nótt með Íslandsmeistara titilinn. Áður hafði liðið  unnið Bikarmeistara titilinn. Það er ástæða til þess að óska Snæfellsliðinu, þjálfara þess Inga Þór Steinþórssyni og forustu Ungmennafélagsins Snæfells  til hamingju með þennan stórkostlega sigur og einstæða árangur.
30.apr. 2010 - 10:35 Sturla Böðvarsson

Ný samgönguáætlun Dags B. Eggertssonar


07.apr. 2010 - 11:49 Sturla Böðvarsson

Undarleg umræða um Rannsóknarnefnd Alþingis

Það er sérkennilegt að fylgjast með því hvernig ýmsir aðilar reyna að koma höggi á Rannsóknarnefnd Alþingis þegar hún er að leggja loka hönd á rannsóknarskýrsluna um bankahrunið.
02.mar. 2010 - 12:12 Sturla Böðvarsson

Leiðtoginn og Kolbrún Bergþórsdóttir

Kolbrún Bergþórsdóttir

Fátt er mikilvægara lýðræðinu en traustir og trúverðugir  fjölmiðlar.

22.feb. 2010 - 10:40 Sturla Böðvarsson

Við þurfum þjóðarleiðtoga!

Ríkisstjórn Jóhönnu er tvístruð og landið virðist stjórnlaust. Landið virðist stjórnlaust. Ríkisstjórnin er tvístruð og henni hefur ekki tekist að vinna í samræmi við samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki í samræmi við eigin áform og ekki samkvæmt hinu mikilvæga samkomulagi sem Stöðugleikasáttmálinn gerir ráð fyrir. Og það er nánast engu komið í verk á vegum fagráðuneytanna sem séð verður. Forsvarmenn atvinnulífsins og almenningur bíður en sér engar lausnir af hálfu stjórnvalda á þeim vanda sem bankahrunið hefur haft í för með sér. Þessi staða er mjög alvarleg ekki síst þegar aðstæður eru eins og þær eru í samfélaginu.

Sturla Böðvarsson
Fyrrverandi forseti Alþingis og samgönguráðherra.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.5.2016
Vanþekking og vanstilling fréttamanns
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 24.5.2016
Ekkert djók heldur lífsins alvara
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2016
Nordau á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.5.2016
Icesave-málið, Jón og menntamennirnir
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 27.5.2016
Vinstra megin við miðju
Aðsend grein
Aðsend grein - 27.5.2016
Aftur heim
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 29.5.2016
Áskorun til alþingismanna
Fleiri pressupennar