07. apr. 2010 - 11:49Sturla Böðvarsson

Undarleg umræða um Rannsóknarnefnd Alþingis

Það er sérkennilegt að fylgjast með því hvernig ýmsir aðilar reyna að koma höggi á Rannsóknarnefnd Alþingis þegar hún er að leggja loka hönd á rannsóknarskýrsluna um bankahrunið.

I.

Það kom auðvitað á óvart þegar forsætisráðherra notaði tækifærið þegar hún flutti „kattaræðuna“ yfir flokksráði Samfylkingarinnar og sagði:

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni

Þessi sami forsætisráðherra samþykkti lög sem fela þingnefnd að taka við skýrslunni og vinna úr henni. Leggja fyrir Alþingi tillögur og væntanlega leitast við að skapa sátt um framhaldið á vettvangi þingsins.

Að óreyndu hefði mátt gera ráð fyrir því að hún leyfði þingnefndinni að fá frið til þess að rannsaka skýrsluna og gera tillögur um viðbrögð. Þess í stað boðar hún ein og sér sérstaka rannsókn til hliðar við nefndirnar sem Alþingi hefur falið verkið.

Ekki fer á milli mála að með þessu útspili er forsætisráðherra að skapa óvissu og tortryggni í garð nefndarinnar og vinnuhópsins sem vinnur að rannsókninni. Rétt er að geta þess að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stóð að því fyrirkomulagi sem valið var við rannsóknina og samþykkti lögin um Rannsóknarnefndina og skipun hennar. Það gerðu einnig Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, Geir H Haarde þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson þáverandi formaður Frjálslyndaflokksins  og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi formaður Framsóknarflokksins.

II.

Með sama hætti skrifar ritsjórinn á þeim ágæta vefmiðli AMX það sem hann kallar „Fuglakvísl“ um Rannsóknarnefnd Alþingis. Þar er í gangi viljandi eða óviljandi mikill misskilningur um störf nefndarinnar.

Þar segir:

Á vegum rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið er starfshópur um siðferðileg málefni tengd hruninu. Í honum eru þrír menn, Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir. Smáfuglarnir taka eftir því að tveir þessara aðila eru yfirlýstir félagshyggjumenn og andstæðingar frjálshyggju, þau Vilhjálmur Árnason og Kristín Ástgeirsdóttir.

Vilhjálmur var á sínum tíma forvígismaður Félags frjálslynda jafnaðarmanna (sem má lesa um í Vikublaðinu, blaði Alþýðubandalagsins, haustið 1994) og hefur flutt fyrirlestra hjá Samfylkingunni, m. a. um kenningar Johns Rawls. Kristín er fyrrverandi þingmaður Kvennalistans og kunn fyrir róttækar stjórnmálaskoðanir. Salvör Nordal hefur ekki áður verið kennd við stjórnmál.

En smáfuglarnir lesa á Smugunni að hún eigi grein í bók sem væntanleg er með vorinu, Eilífðarvélin: Uppgjör við nýfrjálshyggjuna. Ritstjóri þeirrar bókar er Kolbeinn Stefánsson, sonur Stefáns Ólafssonar prófessors. Sjálfur birtir Stefán auðvitað grein í þessari væntanlegu bók. Skýrar getur Salvör varla látið í ljós skoðun sína en með því að birta grein í þessari bók.

Hvernig stendur á því, spyrja smáfuglarnir, að rannsóknarnefnd Alþingis velur þrjá yfirlýsta andstæðinga frjálshyggju til að fella siðferðilega dóma um bankahrunið? Hvers vegna gætir nefndin ekki einhvers jafnvægis? Hefur þessi starfshópur ekki þegar dæmt sig úr leik?

Þarna veður AMX penninn reyk í skrifum sínum líkt og forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði í ræðu sinni.

Það var ekki Rannsóknarnefndin sem valdi þetta ágæta fólk til starfa í þessum vinnuhópi. Það var forsætisnefnd Alþingis sem skipaði vinnuhópinn í samræmi við lögin sem samþykkt voru 18.desember 2008.

Það er ekkert launungarmál að ég hafði sem forseti Alþingis forgöngu um að ná sátt um valið á þessu fólki bæði í Rannsóknarnefndina og einnig í þennan vinnuhóp sem fjallar um afmarkað svið. Valið á fólki í nefndina og vinnuhópinn fór fram í nánu samstarfi við fulltrúa í forsætisnefnd og formenn allra flokka á Alþingi.

Ástæða er til þess að taka fram að það var ekki einfalt verkefni að ná sátt innan þess hóps, en það tókst og ég tel mjög ómálefnalegt að gera þessu fólki upp annarleg sjónarmið við þá vandasömu vinnu sem þeim eru falin.

Í 2.grein laganna um Rannsókn bankahrunsins og aðdraganda þess segir um skipan vinnuhópsins:

Forsætisnefnd skipar þriggja manna vinnuhóp einstaklinga með háskólamenntun í heimspeki, sagnfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði eða öðrum hliðstæðum greinum sem fjallar í samráði við rannsóknarnefndina um þann þátt rannsóknarinnar sem getið er í 3. mgr. 1. gr. Rannsóknarnefndin er í störfum sínum óháð fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi. Sama gildir um vinnuhópa skv. 2. og 3. mgr. þessarar greinar.

III.

Það var vitað fyrirfram að starf Rannsóknarnefndar Alþingis væri ekki auðvelt verk. Síðustu vikur hefur öðru hverju verið reynt að gera starf rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins tortryggilegt eins og ég dreg fram hér í þessum pistli.

Alvarlegasta atlagan kom frá sjálfum forsætisráðherranum, Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar hún flutti „kattaræðuna“. Þar hafði hún í hótunum rétt eina ferðina. Hún sagði að ef Rannsóknarnefndin fjallaði ekki þóknanlega um einkavæðingu bankanna myndi hún standa fyrir sérstakri löggjöf þar um.

Hún virtist ekki muna eftir því að málið er í höndum Alþingis. Alþingi setti sérstaka löggjöf um rannsókn bankahrunsins og hefur jafnframt kosið sérstaka nefnd þingmanna undir forustu þess ágæta þingmanns Atla Gíslasonar lögmanns. Þingnefndinni er ætlað að fara yfir skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og bregðast við í samræmi við vilja Alþingis eftir rækilega umfjöllun hinnar sérstöku þingnefndar og leggja fram tillögur á þingi um málið.

Í þessu sem öðru eru vinnubrögð forsætisráðherra óvönduð og löðrandi af ráðaleysi og þörf fyrir að beina athyglinni að öðru en verkum ríkisstjórnarinnar. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Hvað veldur því að forsætisráðherra heggur að þingnefndinni sem á að taka málið til meðferðar? Er nema von að traust almennings gagnvart þinginu hafi dalað!
17.mar. 2017 - 11:14 Sturla Böðvarsson

Í þágu hverra er höfuðborginni okkar stjórnað?

Enn hefur verið birt mynd af borgarstjóranum í Reykjavík undirrita samning sem stríðir gegn hagsmunum okkar sem búum utan borgarinnar.
11.des. 2016 - 09:58 Sturla Böðvarsson

Katrín og Bjarni taki við stjórn landsins

Eftir kosningarnar 2007 átti ég von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Vinstri grænum. Ég varð þess var að formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Vinstri grænna áttu í einhverjum samtölum í aðdraganda kosninganna sem vörðuðu m.a. afgreiðslu Samgönguáætlunar.
09.júl. 2016 - 12:37 Sturla Böðvarsson

Hvernig er Ísland kynnt erlendis í dag?

Það er vissulega ánægulegt hversu margir erlendir ferðamenn koma til landsins. Stykkishólmur er meðal þeirra staða sem taka á móti þessum vaxandi hópi ferðamanna enda hefur bærinn uppá margt að bjóða sem ferðamen leita eftir að kynnast og upplifa. Gestir okkar sækja í söfnin, skoða gömlu uppgerðu húsin, fara í siglingar um eyjasund og með Breiðafjarðarferjunni Baldri, fara í ferðir um þjóðgarðinn Snæfellsjökul, sækja tónleika, njóta þjónustu góðra veitingastaða, hótela, gistiheimila og tjaldsvæðis.  
22.nóv. 2014 - 13:23 Sturla Böðvarsson

Leggjumst á árar og bætum samfélagið

Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein.
09.apr. 2014 - 16:33 Sturla Böðvarsson

Framganga Rússa

Júlía Tímósjenkó fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu skrifar merkilega grein í Morgunblaðið í gær 8.apríl. Hún er nýlega sloppin úr fangelsi. Hún var dæmd til fangelsisvistar eftir að hafa verið forsætisráðherra um tíma.
24.mar. 2014 - 11:07 Sturla Böðvarsson

Komast framkvæmdir við Sundabraut aftur á dagskrá?

Árið 2003 lagði ég fram sem samgönguráðherra  og fékk samþykkta fyrstu samgönguáætlunina þar sem allir þætti framkvæmda við samgöngukerfið voru settir saman í eina áætlun. Þar var um að ræða  hafnarmannvirki, vegagerð og framkvæmdir við flugvelli auk rekstrar og öryggisaðgerða. Þessi áætlunargerð var nýmæli, en hún byggði á  lögum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 2002 og voru liður í breyttu vinnulagi í samgöngumálum.
24.jan. 2014 - 17:55 Sturla Böðvarsson

Miklir möguleikar til framtaks og fjárfestinga á Snæfellsnesi

Íbúar fárra landshluta á Íslandi eru betur í sveit settir en íbúar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli nálægð við gjöful fiskimið, þar eru góðar hafnir og góð tenging samgönguæða við stærsta markaðssvæði landsins.
17.des. 2013 - 21:41 Sturla Böðvarsson

Reitir fasteignafélag gerir atlögu að innanlandsfluginu á Reykjavíkurflugvelli

Morgunblaðið færir þær fréttir í dag að á næsta leyti sé „háhraða lest“ sem er ætlað að taka við þeirri  miklu fjölgun farþega sem flytja þarf til og frá Keflavíkurflugvelli inn á höfuðborgarsvæðið.
02.des. 2013 - 16:02 Sturla Böðvarsson

Bókin Ár drekans er kennslubók í plotti og pólitískum undirmálum

Ég var að ljúka við að lesa „Ár drekans“ sem er pólitísk endurminningabók Össurar Skarphéðinssonar fyrrum ráðherra og fyrsta formanns Samfylkingarinnar.
28.okt. 2013 - 11:11 Sturla Böðvarsson

Sæstrengur og hryðjuverkalögin

Samkvæmt fréttum frá Bretlandi er forseti Íslands væntanlegur þangað til fundar um lagningu raforkustrengs frá Íslandi. Það væri fróðlegt að vita hvaða orkuver eigi að byggja til þess að framleiða orkuna sem á að tryggja almenningi í Bretlandi örugga og umhverfisvæna orku. Og væntanlega á sú orka að vera hagfelldari en sú sem verður í boði þar í framtíðinni.
16.sep. 2013 - 10:10 Sturla Böðvarsson

Endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar lauk árið 2002

Föstudaginn 1. nóvember árið 2002 var opnunarhátíð í tilefni af því að endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar var lokið. Við það tilefni flutti ég eftirfarandi ræðu sem ástæða er til að rifja upp nú þegar enn er deilt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
02.feb. 2013 - 16:58 Sturla Böðvarsson

Er að vænta betri tíma í stjórnmálum á Íslandi?

Það hafa verið hörmulegir tímar í stjórnmálum frá því minnihlutastjórnin tók við 1. febrúar 2009.
16.des. 2012 - 10:16 Sturla Böðvarsson

Svavar Gestsson og Patrick Gervasoni

Sjálfsævisaga Svavars Gestssonar er komin út. Svo sem vænta mátti er bókin læsileg og vel  skrifuð. Ég geri ráð fyrir því að bæði samherjar Svavars sem og andstæðingar hans í stjórnmálum, sem þekkja vel til, telji sig hafa sitthvað að segja um gang mála og dóma Svavars um menn og málefni. Svavar hefur frá mörgu að segja af löngum ferli stjórnmálaafskipta. Hann dregur skemmtilega fram árin á Þjóðviljanum og hann rekur prýðilega raunasögu vinstrihreyfingarinnar á Íslandi. Ég ég hafði lúmskt gaman af að lesa þau skrif, ekki síst vegna þess að ég var nýbúinn að lesa þá stórmerkilegu bók Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland Óskalandið. Þrátt fyrir að bókina skrifi fyrrum ritstjóri Þjóðviljans  er hún ærlega skrifuð, en ekki er við því að búast að sjálfstæðismenn skrifi undir alla hluti sem í bókinni birtast.
18.nóv. 2012 - 16:15 Sturla Böðvarsson

Illugi er hugsuður og pólitískur vígamaður

Illugi Gunnarsson alþingismaður Reykvíkinga hefur af mikilli einlægni sameinað stjórnmálaáhugann, hagfræðimenntun sína  og hina listrænu taug tónlistarinnar, sem hann fékk í vöggugjöf. Það er væntanlega skýringin á því að hann á svo marga stuðningsmenn og vini úr svo ólíkum áttum.
07.nóv. 2012 - 21:13 Sturla Böðvarsson

Bjarni Benediktsson er leiðtoginn sem við þurfum

Skip sem siglir um ólgusjó þarf samhenta áhöfn og traustan mann við stýrið sem lætur ekki hrekjast af leið. Sama gildir um þjóðarskútuna. Stjórnmálamönnum okkar hefur verið trúað fyrir að stýra henni.
27.okt. 2012 - 17:58 Sturla Böðvarsson

Páll Magnússon útvarpsstjóri bregst til varnar vondum málstað

Páll Magnússon útvarpsstjóri er í mikilli vörn þessa dagana. Hann og telur mikla þörf fyrir að verjast vegna skrifa ritsjóra Morgunblaðsins. Hann virðist óttast beittar ritstjórnargreinar og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.
28.sep. 2010 - 08:43 Sturla Böðvarsson

Bréf mitt til þingmannanefndarinnar

Að undanförnu hafa bæði Mbl.is og Fréttablaðið birt glefsur úr svarbréfi mínu til Atla Gíslasonar formanns þingnefndarinnar sem fjallað hefur um skýrslu  Rannsóknarnefndar Alþingis. Bréf mitt er hluti þeirra þingskjala sem nefndin hefur birt. Vegna fyrirspurna til mín og athugasemda í bloggheimum tel ég rétt að birta bréfið í heild sinni hér á Pressunni þar sem ég hef skrifað undanfarin misseri. Bréfið fer hér á eftir eins og það var sent til þingsins.
30.apr. 2010 - 15:55 Sturla Böðvarsson

Hlynur Bæringsson

Körfuknattleikslið Snæfells kom heim í Stykkishólm í nótt með Íslandsmeistara titilinn. Áður hafði liðið  unnið Bikarmeistara titilinn. Það er ástæða til þess að óska Snæfellsliðinu, þjálfara þess Inga Þór Steinþórssyni og forustu Ungmennafélagsins Snæfells  til hamingju með þennan stórkostlega sigur og einstæða árangur.
30.apr. 2010 - 10:35 Sturla Böðvarsson

Ný samgönguáætlun Dags B. Eggertssonar


26.apr. 2010 - 17:00 Sturla Böðvarsson

Útvegsmenn rógsins

Í nútímanum þar sem hagsæld og menntun hefur ráðið  ríkjum, þrátt fyrir allt, hefur komist á  legg stétt manna sem gerir út  á róginn og illt umtal um náungan. Rógur gegn samferðarmönnum og illmælgi er orðinn atvinnuvegur.

Sturla Böðvarsson
Fyrrverandi forseti Alþingis og samgönguráðherra.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar