06. nóv. 2009 - 10:00Sturla Böðvarsson

Árásin á Alþingi

Í vikunni var brotin rúða í Alþingishúsinu. Árásaraðilarnir voru handteknir.  Ofbeldissinnaðir mótmælendur hafa reyndar látið lítið fyrir sér fara við Austurvöll eftir að minnihlutastjórnin var mynduð í febrúar og Vinstri grænir settust í ríkisstjórn.

Það leiðir hugann að því hvernig málin þróuðust s.l. haust þegar bankarnir hrundu og óvissa og skelfing greip um sig meðal landsmanna. Almenningur mótmælti eins og við var að búast. Við þær aðstæður var tækifærið hins vegar gripið, þjóðin afvegaleidd og fólki ýtt út í aðgerðir og jafnvel ofbeldi sem ekki er séð fyrir endann á.

Þeir atburðir allir, aðdragandi þeirra og eftirköst, valda mörgum áhyggjum. Það er þess vegna nauðsynlegt að fram fari umræða um aðdragandann allann en líka framgöngu sumra við þessar aðstæður, og þá ekki síst stjórnmálamanna sem hreykja sér af því að tengjast svokölluðum aðgerðasinnum.

Á þingfundinum 4. febrúar s.l. flutti ég sem forseti Alþingis, ræðu eftir að tilkynnt hafði verið um myndun minnihlutastjórnarinnar:
 
„Áður en gengið er til dagskrár vil ég bjóða ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur velkomna til starfa og óska ráðherrum velfarnaðar í mikilvægum störfum. Ég vona að þeir eigi gott samstarf við Alþingi. Jafnframt þakka ég ráðherrum í ríkisstjórn Geirs Haarde fyrir samstarfið og óska þeim alls hins besta. Héðan frá Alþingi sendum við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, góðar kveðjur.

Mikil umskipti hafa nú orðið í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórn sem naut stuðnings meira en tveggja þriðju hluta þingmanna hefur sagt af sér og við tekur minnihlutastjórn tveggja flokka. Alþingiskosningar verða í vetrarlok. Ríkisstjórnir koma og fara, það er hluti af lýðræðinu og þeirri stjórnskipan sem við búum við í landinu og kosningar verða eigi síðar en á fjögurra ára fresti, en Alþingi stendur hvað sem á dynur.

Ég verð að viðurkenna fyrir þingheimi héðan úr stól forseta Alþingis, að ég hef verið mjög hugsi yfir atburðum síðustu vikna við Alþingishúsið og er sannarlega ekki einn um það. Veggir þinghússins hafa verið útbíaðir, rúður brotnar í tugatali og ruðst hefur verið inn í það með ofbeldi. Í stjórnarskránni segir að eigi megi raska friði Alþingis né frelsi. Þess vegna hljótum við að harma þessa atburði. Við höfum mótað okkur leikreglur í samfélaginu á löngum tíma. Þeim má vissulega breyta en menn verða að fara með friði, annars er voðinn vís. Ég vona í lengstu lög að atburðirnir við Alþingishúsið að undanförnu boði ekki nýja siði í íslenskum stjórnmálum. Alþingi er hornsteinn íslenskrar stjórnskipunar. Þangað velur íslenska þjóðin sína fulltrúa. Stöndum vörð um Alþingi.“
Svo mörg voru þau orð. Í kjölfar árásanna á Alþingishúsið þar sem starfsmenn Alþingis og einkum lögreglumenn urðu fyrir meiðslum, voru einstaklingar handteknir af lögreglu og færðir til yfirheyrslu í samræmi við landslög. Ekkert hefur heyrst af því hvaða meðferð þau  mál hafa fengið hjá lögreglu, ákæruvaldinu og dómstólum.

Það var öllum  ljóst sem voru starfandi í Alþingishúsinu þegar aðgerðir náðu hámarki að einhverjir þingmenn Vinstri grænna voru virkir gerendur og fylgdust grannt með þeim atburðum sem áttu sér stað við Austurvöll. 

Nú sitja þingmenn flokksins  í ríkisstjórn og hafa mikil völd og áhrif. Þeir eru jafnframt að beita sér fyrir miklum  breytingum á sviði dóms-og lögreglumála. Það eru mjög skiptar skoðanir um hvort þær breytingar styrkja eða veikja lögregluna og dómstólana í landinu.  Er það ekki umhugsunarefni?  Og dómsmálaráðherra hefur ekkert pólitískt bakland og virðist verða undir í þeim ramma slag sem stendur um útgjalda heimildir ráðuneyta.

En er það ekki líka í samræmi við margrædda opna stjórnsýslu  sem sitjandi ríkisstjórn boðar, að hún  hvetji og gefi lögreglunni tækifæri til að upplýsa um afdrif þeirra mála sem varða brot á stjórnarskránni vegna árása á Alþingishúsið?

Það hafa verið haldnir fréttamannafundir af minna tilefni.(26-31) Michelsen: Útskriftir - maí
22.nóv. 2014 - 13:23 Sturla Böðvarsson

Leggjumst á árar og bætum samfélagið

Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein.
09.apr. 2014 - 16:33 Sturla Böðvarsson

Framganga Rússa

Júlía Tímósjenkó fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu skrifar merkilega grein í Morgunblaðið í gær 8.apríl. Hún er nýlega sloppin úr fangelsi. Hún var dæmd til fangelsisvistar eftir að hafa verið forsætisráðherra um tíma.
24.mar. 2014 - 11:07 Sturla Böðvarsson

Komast framkvæmdir við Sundabraut aftur á dagskrá?

Árið 2003 lagði ég fram sem samgönguráðherra  og fékk samþykkta fyrstu samgönguáætlunina þar sem allir þætti framkvæmda við samgöngukerfið voru settir saman í eina áætlun. Þar var um að ræða  hafnarmannvirki, vegagerð og framkvæmdir við flugvelli auk rekstrar og öryggisaðgerða. Þessi áætlunargerð var nýmæli, en hún byggði á  lögum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 2002 og voru liður í breyttu vinnulagi í samgöngumálum.
24.jan. 2014 - 17:55 Sturla Böðvarsson

Miklir möguleikar til framtaks og fjárfestinga á Snæfellsnesi

Íbúar fárra landshluta á Íslandi eru betur í sveit settir en íbúar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli nálægð við gjöful fiskimið, þar eru góðar hafnir og góð tenging samgönguæða við stærsta markaðssvæði landsins.
17.des. 2013 - 21:41 Sturla Böðvarsson

Reitir fasteignafélag gerir atlögu að innanlandsfluginu á Reykjavíkurflugvelli

Morgunblaðið færir þær fréttir í dag að á næsta leyti sé „háhraða lest“ sem er ætlað að taka við þeirri  miklu fjölgun farþega sem flytja þarf til og frá Keflavíkurflugvelli inn á höfuðborgarsvæðið.
02.des. 2013 - 16:02 Sturla Böðvarsson

Bókin Ár drekans er kennslubók í plotti og pólitískum undirmálum

Ég var að ljúka við að lesa „Ár drekans“ sem er pólitísk endurminningabók Össurar Skarphéðinssonar fyrrum ráðherra og fyrsta formanns Samfylkingarinnar.
28.okt. 2013 - 11:11 Sturla Böðvarsson

Sæstrengur og hryðjuverkalögin

Samkvæmt fréttum frá Bretlandi er forseti Íslands væntanlegur þangað til fundar um lagningu raforkustrengs frá Íslandi. Það væri fróðlegt að vita hvaða orkuver eigi að byggja til þess að framleiða orkuna sem á að tryggja almenningi í Bretlandi örugga og umhverfisvæna orku. Og væntanlega á sú orka að vera hagfelldari en sú sem verður í boði þar í framtíðinni.
16.sep. 2013 - 10:10 Sturla Böðvarsson

Endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar lauk árið 2002

Föstudaginn 1. nóvember árið 2002 var opnunarhátíð í tilefni af því að endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar var lokið. Við það tilefni flutti ég eftirfarandi ræðu sem ástæða er til að rifja upp nú þegar enn er deilt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
02.feb. 2013 - 16:58 Sturla Böðvarsson

Er að vænta betri tíma í stjórnmálum á Íslandi?

Það hafa verið hörmulegir tímar í stjórnmálum frá því minnihlutastjórnin tók við 1. febrúar 2009.
16.des. 2012 - 10:16 Sturla Böðvarsson

Svavar Gestsson og Patrick Gervasoni

Sjálfsævisaga Svavars Gestssonar er komin út. Svo sem vænta mátti er bókin læsileg og vel  skrifuð. Ég geri ráð fyrir því að bæði samherjar Svavars sem og andstæðingar hans í stjórnmálum, sem þekkja vel til, telji sig hafa sitthvað að segja um gang mála og dóma Svavars um menn og málefni. Svavar hefur frá mörgu að segja af löngum ferli stjórnmálaafskipta. Hann dregur skemmtilega fram árin á Þjóðviljanum og hann rekur prýðilega raunasögu vinstrihreyfingarinnar á Íslandi. Ég ég hafði lúmskt gaman af að lesa þau skrif, ekki síst vegna þess að ég var nýbúinn að lesa þá stórmerkilegu bók Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland Óskalandið. Þrátt fyrir að bókina skrifi fyrrum ritstjóri Þjóðviljans  er hún ærlega skrifuð, en ekki er við því að búast að sjálfstæðismenn skrifi undir alla hluti sem í bókinni birtast.
18.nóv. 2012 - 16:15 Sturla Böðvarsson

Illugi er hugsuður og pólitískur vígamaður

Illugi Gunnarsson alþingismaður Reykvíkinga hefur af mikilli einlægni sameinað stjórnmálaáhugann, hagfræðimenntun sína  og hina listrænu taug tónlistarinnar, sem hann fékk í vöggugjöf. Það er væntanlega skýringin á því að hann á svo marga stuðningsmenn og vini úr svo ólíkum áttum.
07.nóv. 2012 - 21:13 Sturla Böðvarsson

Bjarni Benediktsson er leiðtoginn sem við þurfum

Skip sem siglir um ólgusjó þarf samhenta áhöfn og traustan mann við stýrið sem lætur ekki hrekjast af leið. Sama gildir um þjóðarskútuna. Stjórnmálamönnum okkar hefur verið trúað fyrir að stýra henni.
27.okt. 2012 - 17:58 Sturla Böðvarsson

Páll Magnússon útvarpsstjóri bregst til varnar vondum málstað

Páll Magnússon útvarpsstjóri er í mikilli vörn þessa dagana. Hann og telur mikla þörf fyrir að verjast vegna skrifa ritsjóra Morgunblaðsins. Hann virðist óttast beittar ritstjórnargreinar og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.
28.sep. 2010 - 08:43 Sturla Böðvarsson

Bréf mitt til þingmannanefndarinnar

Að undanförnu hafa bæði Mbl.is og Fréttablaðið birt glefsur úr svarbréfi mínu til Atla Gíslasonar formanns þingnefndarinnar sem fjallað hefur um skýrslu  Rannsóknarnefndar Alþingis. Bréf mitt er hluti þeirra þingskjala sem nefndin hefur birt. Vegna fyrirspurna til mín og athugasemda í bloggheimum tel ég rétt að birta bréfið í heild sinni hér á Pressunni þar sem ég hef skrifað undanfarin misseri. Bréfið fer hér á eftir eins og það var sent til þingsins.
30.apr. 2010 - 15:55 Sturla Böðvarsson

Hlynur Bæringsson

Körfuknattleikslið Snæfells kom heim í Stykkishólm í nótt með Íslandsmeistara titilinn. Áður hafði liðið  unnið Bikarmeistara titilinn. Það er ástæða til þess að óska Snæfellsliðinu, þjálfara þess Inga Þór Steinþórssyni og forustu Ungmennafélagsins Snæfells  til hamingju með þennan stórkostlega sigur og einstæða árangur.
30.apr. 2010 - 10:35 Sturla Böðvarsson

Ný samgönguáætlun Dags B. Eggertssonar


26.apr. 2010 - 17:00 Sturla Böðvarsson

Útvegsmenn rógsins

Í nútímanum þar sem hagsæld og menntun hefur ráðið  ríkjum, þrátt fyrir allt, hefur komist á  legg stétt manna sem gerir út  á róginn og illt umtal um náungan. Rógur gegn samferðarmönnum og illmælgi er orðinn atvinnuvegur.
07.apr. 2010 - 11:49 Sturla Böðvarsson

Undarleg umræða um Rannsóknarnefnd Alþingis

Það er sérkennilegt að fylgjast með því hvernig ýmsir aðilar reyna að koma höggi á Rannsóknarnefnd Alþingis þegar hún er að leggja loka hönd á rannsóknarskýrsluna um bankahrunið.
02.mar. 2010 - 12:12 Sturla Böðvarsson

Leiðtoginn og Kolbrún Bergþórsdóttir

Kolbrún Bergþórsdóttir

Fátt er mikilvægara lýðræðinu en traustir og trúverðugir  fjölmiðlar.

22.feb. 2010 - 10:40 Sturla Böðvarsson

Við þurfum þjóðarleiðtoga!

Ríkisstjórn Jóhönnu er tvístruð og landið virðist stjórnlaust. Landið virðist stjórnlaust. Ríkisstjórnin er tvístruð og henni hefur ekki tekist að vinna í samræmi við samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki í samræmi við eigin áform og ekki samkvæmt hinu mikilvæga samkomulagi sem Stöðugleikasáttmálinn gerir ráð fyrir. Og það er nánast engu komið í verk á vegum fagráðuneytanna sem séð verður. Forsvarmenn atvinnulífsins og almenningur bíður en sér engar lausnir af hálfu stjórnvalda á þeim vanda sem bankahrunið hefur haft í för með sér. Þessi staða er mjög alvarleg ekki síst þegar aðstæður eru eins og þær eru í samfélaginu.

Sturla Böðvarsson
Fyrrverandi forseti Alþingis og samgönguráðherra.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.5.2016
Aflandsreikningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.5.2016
Vanþekking og vanstilling fréttamanns
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 24.5.2016
Ekkert djók heldur lífsins alvara
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2016
Nordau á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.5.2016
Icesave-málið, Jón og menntamennirnir
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 27.5.2016
Vinstra megin við miðju
Aðsend grein
Aðsend grein - 27.5.2016
Aftur heim
Fleiri pressupennar