09. jún. 2017 - 09:16Sara Pálsdóttir

Réttur leigutaka gagnvart leigusala

Um réttarsamband leigutaka og leigusala gilda húsaleigulög nr. 36/1994. Samkvæmt lögunum má að jafnaði ekki mæla fyrir um lakari rétt til handa leigjanda en þar er mælt fyrir um. Tryggast er að hafa leigusamning skriflegan og skulu breytingar á samningi einnig vera skriflegar.

Hyggist leigutaki koma skilaboðum varðandi rétt sinn skv. húsaleigulögum áleiðis til leigusala, er rétt að senda slík skilaboð með skriflegum og sannanlegum hætti og gæta að slíkt sé gert innan þeirra fresta sem lögin mæla fyrir um. Vilji leigjandi t.d. neyta réttar síns um að ráða sjálfur bót á tilteknum annmarka á húsnæðinu, og draga frá leigunni þann kostnað sem af því hlýst, verður leigjandinn að tilkynna um annmarkann skriflega og með sannanlegum hætti. Bæti leigusali ekki úr annmarkanum innan fjögurra vikna, öðlast leigjandi þann rétt, sem að ofan greinir. Hann verður þó að gæta að því að halda utan um allar kvittanir og fylgigögn vegna þessa.

Leigusali ber að annast viðhald á leiguhúsnæðinu, bæði innan húss og utan. Þetta er þó umsemjanlegt.

Þegar leigusamningur rennur út skal leigjandinn alla jafna hafa forgangsrétt til áframhaldandi leigu húsnæðisins, ef húsnæðið verður áfram leigt út í a.m.k. eitt ár. Á þessu eru þó undantekningar. Vilji leigjandi nýta sér forgangsrétt sinn verður hann að tilkynna leigusala það skriflega og sannanlega a.m.k. þremur mánuðum áður en leigusamningur hans rennur út við lok uppsagnarfrests.

Sé um ótímabundinn leigusamning að ræða er uppsagnarfrestur sex mánuðir að jafnaði og á þetta bæði við um atvinnu og íbúðarhúsnæði. Uppsögn skal koma á framfæri með skriflegum og sannanlegum hætti.

Þá getur leigjandi rift leigusamningi ef leigusali vanefnir skyldur sínar, t.d. bætir ekki úr annmörkum á húsnæði eða ef réttur leigjanda til húsnæðisins er verulega skertur vegna atvika sem honum verður ekki um kennt, en mun fleiri tilvik falla þarna undir sem nánar er fjallað um í lögunum.

Þröngir tímafrestir til riftunar eru í lögum og þurfa leigjendur því að vera vel vakandi þegar fram kemur tilefni til riftunar, auk þess sem riftun þurfi að koma á framfæri á skriflegan hátt. Mikilvæg réttindi geta glatast ef slíkar tilkynningar eru ekki sendar innan tilskilinna fresta.

 

Höfundur er lögmaður.27.feb. 2018 - 15:49 Sara Pálsdóttir

Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?

Í pistli mínum frá 5. febrúar s.l. benti ég á að Ísland hefur hvorki undirritað né fullgilt fjórðu valkvæðu bókunina við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem mælir fyrir um rétt einstaklinga til að beina kærum vegna brota á sáttmálanum til barnaréttarnefndar SÞ. Skoraði undirrituð á stjórnvöld til að bæta úr þessu. Það er ánægjulegt að málið skuli nú vera til skoðunar hjá stjórnvöldum.
22.feb. 2018 - 10:04 Sara Pálsdóttir

Umskurður drengja

Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum samfélögum. 
05.feb. 2018 - 09:15 Sara Pálsdóttir

Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi

Með lögum nr. 19/2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Er þetta í annað skipti sem alþjóðlegum mannréttindasáttmála hefur verið veitt beint lagalegt gildi hér á landi, hinn sáttmálinn er mannréttindasáttmáli Evrópu sem var lögfestur árið 1994. Af þessu leiðir að barnasáttmálanum verður beitt hér á landi um hagsmuni og mannréttindi barna með sama hætti og t.d. barnalögum eða öðrum íslenskum lögum.

28.júl. 2017 - 14:21 Sara Pálsdóttir

Færð þú skuldir í arf?

Þegar ástvinur fellur frá eru tvær leiðir færar þegar kemur að skiptum úr búi hins látna. Unnt er að fá leyfi hjá sýslumanni til einkaskipta ef allir erfingjar eru sammála um það hvernig eignum og skuldum dánarbúsins verður skipt. Ef ekki næst samkomulag um slíkt þurfa að fara fram opinber skipti á dánarbúinu.
30.mar. 2017 - 10:30 Sara Pálsdóttir

Bætur greiddar fyrir að sæta rannsóknaraðgerðum lögreglu

Í 228. gr. laga um meðferð sakamála er mælt fyrir um rétt manns til að fá greiddar bætur ef hann hefur verið borinn sökum í sakamáli og mál hans var fellt niður eða hann sýknaður með endanlegum dómi.