01. feb. 2010 - 08:02Snæfríður Ingadóttir

Ferðalög já takk!

Minni peningar kalla á meira hugmyndaflug.

Minni peningar kalla á meira hugmyndaflug. Mynd: Getty

Þó veskið sé kannski léttra nú en fyrir tveimur árum síðan er engin ástæða til þess að láta það bitna á ferðagleðinni. Þeim mun mikilvægara er að nota útsjónarsemi og hugmyndaflug og þora að prófa eitthvað nýtt þegar ferðalög eru annars vegar.

Einn stærsti kostnaðarliðurinn við ferðalög er gisting. Til þess að lækka þann útgjaldalið eru húsa- og íbúðaskipti frábær kostur. Ótal erlendir vefir sérhæfa sig í því að leiða saman húseigendur í ferðahug og einnig er til íslenskur vefur sem sérhæfir sig í slíkum skiptum á Íslandi.Sjá hér

Sjálf hef ég prófað svona skipti með góðum árangri. Það er frábært að spara pening á þennan máta en líka ótrúlega þægilegt að dvelja á heimili í stað hótels, sérstaklega þegar ferðast er með börn. Ef skipt er á húsnæði við annað barnafólk má einnig skipta á kerrum og öðru barnadóti og létta þannig á farangrinum.

Ég hef líka náð ferðakostnaðinum niður með því að leigja húsnæði af íslenskum námsmönnum erlendis t.d. í gegnum heimasíðu SÍNE. Eins hef ég leigt út mína eigin íbúð þegar ég hef farið í lengri ferðalög og þannig fengið farareyri. Þá hafa vildarpunktarnir oft komið sér vel og verið nýttir upp í flug eða hótelgistingu. Aðrir möguleikar sem geta gert ferðalagið ódýrara er að leysa út heimboð hjá vinum og kunningjum og nýta sér þannig fría heimagistingu. Skálavarðsla hjá ferðafélögunum er möguleiki sem vert er að skoða og ef  draumurinn er sá að komast erlendis má athuga sjálfboðaliðastörf sem gefa frítt fæði og húsnæði. Sjá hér.

Jakob Veigar Sigurðsson, 34 ára byggingartæknifræðingur, gekk síðastliðið haust vinsælustu pílagrímaleið Evrópu, Jakobsveginn á Spáni. Þar náði hann að draga verulega úr ferðakostnaðinum m.a. með því að nýta sér fríar máltíðir og gistingu í Guðs húsum, auk þess sem hann rambaði á frítt rauðvín. Lesið ferðasöguna hér.

Sjálf er ég farin að leggja drög að sumarfríinu mínu því þó ferðasjóður heimilisins sé ekki digur hef ég ekki hugsað mér að sitja heima. Í vikunni festi ég kaup á notuðum útilegustólum í Góða hirðinum og samningaviðræður um húsnæðismál standa yfir á Netinu. Það borgar sig nefnilega að skipuleggja hlutina nógu snemma því það tekur alltaf tíma að finna einhvern sem vill húsanæðisskipti og ódýrustu flugsætin seljast alltaf fyrst.

Það sem skiptir þó allra mestu máli þegar ferðalag er í bígerð er að skipuleggja það með opnum hug og vera móttækileg fyrir nýjum möguleikum.

Ferðapressan er vakandi hvað þetta varðar og bendir lesendum sínum á ýmsa sniðuga möguleika, skemmtilega áfangastaði og ferðatækifæri.

Það borgar sig því að fylgjast með.
Sjáumst á Ferðapressunni!
 05.jan. 2011 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

Lattelepjandi landsbyggðarlúði

Borgarbarnsins draumur? Einfaldara, ódýrara og innihaldsríkara líf úti á landi með dassi af sveitarómantík. Ég bý í Reykjavík, og hef gert í allmörg ár, en í hvert skipti sem ég bregð mér út fyrir borgarmörkin velti ég því fyrir mér af hverju ég, og reyndar allir aðrir, búi ekki frekar út á landi.
28.okt. 2010 - 14:30 Snæfríður Ingadóttir

Viltu passa barnið mitt?

Pistlahöfundur hefur leitað ýmissa leiða til þess að finna pössun fyrir dóttur sína í miðbænum og beðið ótrúlegasta fólk að passa fyrir sig.   Öll gerum við okkur að fíflum á lífsleiðinni, bara misoft og mismikið. Þegar ég lendi í slíkum aðstæðum reyni ég yfirleitt bara að hlæja að öllu saman og gleymi svo ruglinu. Það er hinsvegar ekki alltaf jafn auðvelt, sérstaklega ekki ef þú ert minntur á hrakfarirnar á hverjum degi af nágrannanum.
27.ágú. 2010 - 11:36 Snæfríður Ingadóttir

Sumarbústaðurinn sem breyttist í fjallaskála

Hvernig fyndist þér ef heimili þitt væri listað upp í bók um gistiheimili á Íslandi? Allri aðstöðu innandyra væri lýst og svo væri gefið upp símanúmerið þitt svo ferðamenn gætu haft samband. Foreldrar mínir voru að fletta nýútkominni bók um fjallaskála á Íslandi þegar þau ráku augun í mynd af sumarbústaðnum sínum. Við myndina er lýsing á öllu innandyra, gps punktar, skondin saga af nafngift hússins og símanúmer pabba. Foreldrar mínir hafa átt bústaðinn í fjöldamörg ár og hafa alla tíð staðið í þeirri meiningu að um sumarbústað væri að ræða en ekki fjallaskála.
16.júl. 2010 - 16:00 Snæfríður Ingadóttir

Ertu að tjalda fyrir hundinn?

Það eru víst bara hundar og erlendir ferðamenn sem sofa  í tjöldum núorðið. Ferðavagnar, hvaða nafni sem þeir kallast, hafa alveg tekið yfir tjaldstæðin og þegar orðið útilega er nefnt kemur mynd af fellihýsi upp í hugann. „Ertu að tjalda fyrir hundinn?“ spurði krakkahópur sem safnast hafði í kringum mig á tjaldstæðinu á Flúðum þar sem ég bagsaði við að þræða súlunum í tjaldið mitt. Það var þá sem ég áttaði mig á því að það eru virkilega til börn á Íslandi sem aldrei hafa séð alvöru tjald, hvað þá sofið í einu slíku.
18.jún. 2010 - 14:00 Snæfríður Ingadóttir

Með rör í rassinum: Sannleikurinn um Detox Jónínu Ben

Detox Jónínu Ben á Reykjanesi er staðsett í húsnæði  sem áður hýsti hótel fyrir þotuflugmenn. Dvölin þar var ekki beint skemmtilegt en ótrúlega árangursrík. Ég hef ekki fengið hausverk síðan ég koma þaðan og er einfaldlega þrusuflott og full af orku. Detox Jóníu Ben hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og sitt sýnist hverjum. Sjálf er ég nýkomin úr detoxdvöl hjá henni þar sem ég „tók allan pakkann“. Dvölin var bæði eftirminnanleg og árangursrík.
10.maí 2010 - 17:00 Snæfríður Ingadóttir

Þvoglumælt au-pair á eplavíni

 Mig hafði jú þyrst í ævintýri en þorstanum var að mestu svalað í þýsku eplavíni. Þetta fljótandi fæði gerði það að verkum að ég kom tágrönn tilbaka eftir au-pair vistina, enda eplavín í sódavatni líklega einn besti megrunarkúr sem til er. Ég var nýlega stödd í matarboði þegar umræða um kosti og galla þess að fá sér au-pair skaut upp kollinum. Ljúfsár hrollur hríslaðist niður bakið á mér þegar vinkonur mínar lofuðu þessa gerð húshjálpar en 19 ár eru síðan ég lét sjálf plata mig erlendis til slíkrar dvalar

17.mar. 2010 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

Hrukkur og straujárn

Kannski eyða ferðalög ekki hrukkum jafn vel og hrukkustraujárn en þau stöðva sannarlega tímann. Það eru sjálfsagt flestir sammála þeirri fullyrðingu að tíminn líður allt of hratt. Mér finnst veturinn varla vera byrjaður þegar vorið er komið, sumarið liðið og aftur komið haust. Ég tala nú ekki um eftir að ég varð móðir, þá er eins og tíminn líði tvöfalt hraðar. Það sést best á börnunum sem breytast svo hratt.
16.feb. 2010 - 09:40 Snæfríður Ingadóttir

I love dicks!

Ef þú ætlar að skreyta heimilisbílinn á konudaginn notaðu þá málingu sem næst auðveldlega af. Konudagurinn er um næstu helgi. Ég get ekki sagt að ég hafi miklar væntingar til dagsins. Eiginlega legg ég meira upp úr því að eiginmaðurinn nái að gleðja mig á afmæli og jólum. Ég verð sem sagt ekki fúl þó ég fái ekki rósabúnt, út að borða eða óvæntan glaðning á konudaginn - en vissulega mun ég þó, eins og allar konur, brosa hringinn ef mér verður komið á óvart þennan dag.

Snæfríður Ingadóttir
Snæfríður er umsjónarmaður Ferðapressunnar á Pressan.is. Hún fæst einnig við leiðsögn og hefur brennandi áhuga á öllu því sem kryddar tilveruna og hið daglega amstur.

Snæfríður er höfundur bókaseríunnar "50 crazy things to do in Iceland" þar sem ferðamönnum eru gefin ýmis "kreisí" ráð varðandi Ísland og Íslendinga.

Sendu Snæfríði tölvupóst á netfangið snaefridur@pressan.is


Ferðapressan
Vinsælast
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar