03. jan. 2017 - 21:00Smári Pálmarsson

Það er allt í lagi að grenja í leikhúsi

Þegar ég var ellefu ára opnaði ég jólapakka sem virtist ekkert merkilegri en hinir. Í honum var bók með rauðri kápu. Framan á henni stóð einhver krakki með ör á enninu. Aldrei hefði mér dottið í hug hversu mikil áhrif þessi bók átti eftir að hafa á líf mitt. Ég hafði heldur ekki hugmynd um að þessi heillandi söguheimur, þar sem galdramenn fara huldu höfði meðal okkar mugganna, myndi halda áfram að stækka um ókomna tíð.

Ég las Harry Potter og viskusteininn spjaldanna á milli. Strax að því loknu hófst leit mín að framhaldinu. Önnur bókin var því miður ekki komin út í íslenskri þýðingu svo ég sýndi þolinmæði. Ég las allar bækurnar um leið og þær voru fáanlegar. Þegar fjórða bókin kom út gat ég stytt mér biðina og lesið hana á ensku. Ég sá kvikmyndirnar þegar þær komu á hvíta tjaldið – þó þær hafi alltaf fölnað í samanburði við bækurnar – en því verður ekki neitað að myndirnar færðu söguheiminum ýmsa sjónræna töfra sem munu alltaf vera hluti af honum.

Þegar ég kynntist konunni minni fengum við ákveðna útrás. Við höfðum loksins fundið einhvern til að ræða við um þetta sértæka áhugamál. Fyrsta stefnumótið var í bíó á þriðju kvikmyndina. Við rökkuðum hana niður eftir á enda vissum við bæði að bókin var miklu betri. Við biðum saman í biðröðum fyrir utan bókabúð Máls og menningar þegar sjötta og sjöunda bókin komu út. Við hámuðum þær í okkur og syrgðum tómarúmið þegar við höfðum flett síðustu blaðsíðunum.

Það var skiljanlega mikið fagnaðarerindi þegar ljóst varð að áttunda sagan yrði að veruleika. Hún hefur nú verið gædd lífi í leikhúsi í London og búast má við að hún verði sett upp á Broadway áður en langt um líður. Það reyndist dálítið flóknara að fara í leikhús erlendis en að skella sér í bíó eða út í bókabúð hér heima. Kostnaðurinn umtalsvert meiri. Við vorum þó staðráðin í að tryggja okkur miða og gerðum það.

Við þurftum að bíða í rúmt ár eftir sýningunni en í nóvember 2016 var loksins komið að þessu. Við fengum að upplifa leiksýninguna Harry Potter and the Cursed Child ásamt fullum sal fólks í Palace Theatre í London. Maður ímyndar sér að upplifunin hefði auðveldlega getað valdið vonbrigðum eftir slíka eftirvæntingu. En okkar upplifun var stærri en orð fá lýst. Þess vegna hef ég frestað því í tvo mánuði að skrifa sérstaklega um hana. Þess vegna sé ég mér ekki fært að skrifa hefðbundna leikhúsgagnrýni.

Mín upplifun verður alltaf lituð af fortíðinni. Öllu því sem gengið hefur á frá því að ég opnaði þennan jólapakka fyrir sautján árum síðan og þar til ég gekk út úr leikhúsinu eitt föstudagskvöld í nóvember á síðasta ári. Heillaður af sögu sem mér þótti fléttuð saman af einstakri snilld, leikhústöfrum sem heilluðu mig upp úr skónum, túlkun leikara sem hreyfði við manni þar til tárin brutust fram.

Þegar ég heyrði ekka fólks víða úr salnum varð mér ljóst að það er allt í lagi að grenja í leikhúsi. Sérstaklega þegar maður fær að stíga beint inn í söguheim sem hefur fylgt manni frá barnsaldri. Leyft manni að upplifa töfra sem maður trúði varla að væru til.
09.feb. 2017 - 14:14 Smári Pálmarsson

Hið myrka mannkyn

Umræðan um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum er alltaf skrautleg þegar hún dúkkar upp. Hegðun hinna fáu, sem eiga við áfengisvandamál að stríða, er oft notuð til þess að rökstyðja takmarkað aðgengi allra að áfengi. Óneitanlega hefur misnotkun þess skelfileg áhrif á lýðheilsu. Sjálfsagt skiptir litlu máli hvar áfengið er selt, þegar upp er staðið.
12.des. 2016 - 14:15 Smári Pálmarsson

Alvarleg afglöp jólasveinsins um síðustu nótt

Svitinn rann undan þykkri ullarhúfunni niður rauðþrútið andlitið því þótt fjallgöngur væru daglegt brauð var þessi jólasveinn lítt hrifinn af flatlendinu. Hann var vanur því að hafa báða fætur á jörðinni sem á þessum slóðum lá gleymd og grafin undir tjörunni. Nú þurfti hann að etja kappi við vélknúna vagna á gúmmídekkjum til að komast leiðar sinnar en kunni betur við sig innan um ær og kýr.
29.nóv. 2016 - 15:00 Smári Pálmarsson

Ef lögreglan starfaði eftir sama verklagi og MAST

Lögreglan hefur uppi á innbrotsþjófi sem tekið hafði töluverða fjármuni ófrjálsri hendi. Lögreglan sektar þjófinn en leyfir honum að halda þýfinu. Hann greiðir sektina með hluta af ránsfengnum svo ekki sér högg á vatni. Síðar grípur lögreglan þrjótinn glóðvolgan við stórfellt búðahnupl. Hún tilkynnir honum að þjófnaður sé bannaður með lögum, hann verði að leita viðunandi leiða til að verða sér úti um vörur og þjónustu, auk þess að greiða sektir þar til hann hafi hætt öllum þjófnaði.
17.nóv. 2016 - 15:41 Smári Pálmarsson

Örfá orð um buffið hans Guðna

Hatrammar deilur á samfélagsmiðlum eru um það bil að gera út af við íslensku þjóðina, og ekki í fyrsta sinn, ekki einu sinni í þessum mánuði. Þá er ég ekki að tala um niðurstöður þingkosninga, Trump, stjórnarmyndunarviðræður eða IKEA geitina. Ég er að tala um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, sem gerðist svo djarfur að mæta á viðburð með buff á höfði sér. Þjóðin er klofin að vanda yfir því sem sumir kalla ófyrirgefanlegt tískuslys.
11.okt. 2016 - 11:50 Smári Pálmarsson

Sáðlát er líflát

Holdið rís. Gamanið hefst og spennan magnast. Ævintýrin blasa við og allir möguleikar eru opnir. Sáðrásin opnast og fjölmargir lífsneistar brjótast út úr öruggu fylgsni sínu en þeirra bíður ekkert egg… og skyndilega breytist fjörið í fjöldagröf. Lífsneistinn kæfður í klósettpappír. Ljósin slokkna.
12.sep. 2016 - 10:00 Smári Pálmarsson

Dauðans alvara

Ímyndum okkur að ég finni skyndilega fyrir líkamlegum verkjum. Ég geri ekkert í fyrstu. Bíð og sé hvort þetta skáni. En tíminn líður og ekkert breytist. Síðan versnar þetta.
05.sep. 2016 - 08:00 Smári Pálmarsson

Borðar þú ekki kjúkling?

Það er flókið að vera dýravinur þegar þú sparar þína væntumþykju handa ákveðnum tegundum. Einhverra hluta vegna þarf viðhorf þitt gagnvart einni að bitna á annarri – ertu hundavinur eða kattavinur?
22.ágú. 2016 - 08:00 Smári Pálmarsson

Fórnarlömb góða fólksins

Þjóðernishyggja, útlendingahatur og rasismi hefur annað hvort aukist eða vaknað úr dvala. Ég ólst að minnsta kosti ekki upp í umhverfi sem einkenndist af ótta og hatri í garð annarra. En kannski sá ég Ísland öðruvísi fyrir mér í móðu barnæskunnar.
15.ágú. 2016 - 12:00 Smári Pálmarsson

Hinn ógeðslegi mannslíkami

Á Facebook sá ég mynd af manni sem búið var að afhöfða. Ég tilkynnti hana. Ekki sökum þess að ég sé svo viðkvæm sál. Myndin þjónaði einfaldlega engum tilgangi öðrum en að sjokkera. Færslunni var ætlað að kynda undir hatri og ala á fordómum. Látum ekki ósagt að ég hef engan sérstakan áhuga á því að sjá afskorið mannshöfuð. Það fer ýmislegt betur með morgunkaffinu.
19.júl. 2016 - 16:13 Smári Pálmarsson

Draugabanar, kvenfyrirlitning og kynþáttahatur

Það getur verið vandasamt verk að endurgera sígilda kvikmynd. Maður spyr sig hvers vegna einhver finni sig knúinn til að laga það sem ekki er brotið. Að hjakka í sama farinu. Að segja sömu söguna aftur og aftur og aftur. Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt. Eru skapandi greinar ekki til þess gerðar?
07.jún. 2016 - 14:46 Smári Pálmarsson

Íslenska kvennalandsliðið er bara upp á punt

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er ágætt en saman stendur af amatör leikmönnum sé það borið saman við karlalandsliðið – eða, finnst okkur það ekki annars?
21.jan. 2016 - 21:49 Smári Pálmarsson

Ónytjungar á spena ríkisins

Samfélagið stendur á brauðfótum. Afæturnar narta í þá meðan þjóðin sveltur. Venjulegt fólk gefur blóð, svita og tár í heiðarlega vinnu og kemst svo ekki í hreint vatn til að bæta upp vökvatapið. Á meðan liggja jórturdýrin á spena hins opinbera. Við líðum ekki aðeins skort vegna þeirra. Heimsendir er yfirvofandi.
31.júl. 2015 - 12:37 Smári Pálmarsson

Elliði Vignisson, hvað er óraunverulegt kynferðisbrot?

Á Vísi.is er haft eftir bæjarstjóra Vestmannaeyja, Elliða Vignissyni, að „raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum.“ Hér lýsir viðkomandi yfir gríðarlegri vanþekkingu, enda virðist hann líta svo á að liggi ekki fyrir kæra sé um eins konar „óraunverulegt“ kynferðisbrot að ræða. Mál sem ekki séu kærð til lögreglu og endi fyrir dómstólum teljist ekki brot.
10.jún. 2015 - 11:37 Smári Pálmarsson

Er Hildur Lillendahl holdgerving femínismans?

Það er ekkert leiðinlegra en að byrja pistil á orðabókarskilgreiningu svo ég er að hugsa um að sleppa því.
Femínisminn hefur komið í bylgjum undanfarna áratugi með mismiklum ofsa, misjöfnum árangri, og ólíkum áherslum. Það kvartar enginn yfir kosningarétti kvenna í dag þó einhverjar rauðsokkatussur hafi á sínum tíma látið illum látum og þóst æðri karlkyninu. Nei, ég segi svona. Þetta er ekki svo langt frá því hvernig umræðan er orðin um þessar mundir. Femínisminn hefur nefnilega verið í uppsveiflu.
27.mar. 2015 - 15:53 Smári Pálmarsson

Voru mistök að frelsa geirvörtuna?

Brjóstin kalla eftir frelsi og geirvartan vill vera sýnilegri í hversdagsleikanum óháð kyni. Íslenskar konur birta sjálfviljugar myndir af brjóstunum sínum og taka þátt í byltingu sem margir fagna en aðrir óttast. Engin veit hvort breyting tekur fótfestu eða hvort ríkjandi hugmyndafræði feðraveldisins nær að lokum að halda sínu striki.