05. sep. 2010 - 11:48Skúli Helgason

Gjald fellur niður

Getty Images

Alþingi kom saman að nýju í vikunni til að klára mál sem út af stóðu að loknu vorþingi.  Við í iðnaðarnefndinni afgreiddum þrjú mál út úr nefndinni á nefndardögum í ágúst: lög um iðnaðarmálagjald, stefnumótandi byggðaáætlun fyrir tímabilið 2010 til 2013 og síðast en ekki síst þingsályktunartillögu Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri þingmanna úr öllum flokkum um að gerð verði áætlun um ferðaþjónustu á miðhálendinu.

Iðnaðarmálagjald fellt niður

Nú þegar stoppa þarf í stóra fjárlagagatið eftir bankahrunið þarf því miður að leggja meiri byrðar á landsmenn, skítt sem það nú er.  Þá er gott að geta létt af gjöldum sem ekki er lengur grundvöllur fyrir.  Nú hyllir undir að eitt slíkt heyri sögunni til.  Meirihluti iðnaðarnefndar leggur til að lög um iðnaðarmálagjald verði afnumin frá og með næstu áramótum og gjaldið verði því í síðasta sinn innheimt á yfirstandandi ári.  Þessi niðurstaða byggir á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 27. apríl síðastliðnum, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun gjaldsins til Samtaka iðnaðarins stangist á við félagafrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem felur í sér rétt til að standa utan félaga.   Dómurinn kvað reyndar ekki á um það að gjaldtakan sem slík væri óheimil heldur sú tilhögun að skylda einstaklinga og lögaðila í iðnrekstri til að greiða gjald sem væri látið renna áfram til starfsemi Samtaka iðnaðarins, sem hefði sjálfdæmi um ráðstöfun fjárins.  

Það er rétt að fagna þeirri samstöðu sem náðist í nefndinni um að afnema lögin um iðnaðarmálagjaldið og ég tel að viðbrögð stjórnvalda við dómnum séu rökrétt og markviss þar sem allt bendir til að Alþingi muni afnema lögin einungis rúmum fjórir mánuðum eftir að dómur féll.    Rétt er að geta þess að dómurinn og afgreiðsla Alþingis gæti haft víðtækari afleiðingar með því að kalla á endurskoðun annarrar gjaldtöku á vegum ríkisins sem ráðstafað hefur verið til hagsmunasamtaka.  Þar kemur helst til álita búnaðarmálagjald sem runnið hefur til Bændasamtakanna og svokallað aflagjald sem byggir á lögum um skiptaverðmæti en það hefur runnið til hagsmunasamtaka í sjávarútvegi.  Nú stendur yfir athugun á vegum forsætisráðuneytis og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis á því hvort endurskoða beri þá gjaldtöku sömuleiðis í ljósi dómsins.  Sjálfsagt er að taka alla slíka gjaldtöku til endurmats við þessar aðstæður.

Gott mál frá stjórnarandstöðu

Iðnaðarnefnd afgreiddi sömuleiðis í vikunni þingsályktunartillögu sem Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins flutti síðastliðið haust í félagi við þingmenn úr öllum flokkum.  Þar var lagt til að unnin yrði heildstæð áætlun um ferðaþjónustu á miðhálendinu, til að bæta þjónustu við ferðamenn á þessu eftirsóknarverða svæði landsins en ekki síður til að tryggja góða umgengni um okkar viðkvæmustu náttúruperlur.  Þetta er prýðilegt mál og löngu tímabært sem naut þverpólitísks stuðnings í nefndinni og allt bendir til þess að ályktunin verði samþykkt með þorra atkvæða á Alþingi á mánudaginn.  Fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir landið heim hefur nær tvöfaldast á undanförnum áratug og losar nú 500 þúsund manns árlega.  Þar af heimsækja um 180-190 þúsund manns hálendið.  Handahóf og á stundum agaleysi hefur því miður einkennt uppbyggingu aðstöðu og umgengni ferðamanna um hálendið og því ber að fagna því að nú verði tekið til við að móta markvissa áætlun um ferðaþjónustu á miðhálendinu.  Reyndar er  málið þegar komið á góðan rekspöl því iðnaðarráðuneytið hefur gert samning við Háskóla Íslands um gerð slíkrar áætlunar og mun verja til þess 28 milljónum á næstu þremur árum.  Gott mál hjá Siv og sjálfsagt að styðja það alla leið.


27.nóv. 2011 - 17:30 Skúli Helgason

Vistaskipti

Ég hef ákveðið að flytja mig um set í bloggheimum og kveð nú Pressuna en held á nýjar slóðir.  

16.ágú. 2011 - 19:00 Skúli Helgason

Alvöru lausn

Málefni Kvikmyndaskóla Íslands hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur en skólinn glímir við erfiðan rekstrarvanda. Starfsfólk hefur ekki fengið greidd laun í nokkra mánuði og þungur skuldabaggi hvílir á rekstrinum. Nemendur og aðstandendur hafa því verið í nokkurri óvissu um framtíð skólans.
20.maí 2011 - 18:00 Skúli Helgason

Þjóðtungan og táknmálið

Nú hyllir undir að Alþingi samþykki sögulegt frumvarp menntamálaráðherra þar sem í fyrsta sinn er sett í lög að íslenskan skuli vera þjóðtunga Íslendinga.  Frumvarpið markar líka tímamót því þar er í fyrsta sinn viðurkennd staða íslensks táknmáls sem fyrsta máls heyrnarlausra, heyrnarskertra, daufblindra og annarra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta.  Menntamálanefnd Alþingis afgreiddi málið frá sér í vikunni í fullri sátt þvert á flokka.  

23.apr. 2011 - 14:00 Skúli Helgason

Fjölmiðlalög staðfest

Forseti Íslands hefur staðfest heildarlög um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti með tveimur þriðju hluta atkvæða þann 15. apríl.  Lögin hafa fengið nokkra umfjöllun að undanförnu m.a. í tengslum við undirskriftasöfnun sem nokkrir fjölmiðlar s.s. Útvarp Saga, ÍNN og 365 miðlar stóðu fyrir.  Þar var skorað á forseta Íslands að synja lögunum staðfestingar m.a. með vísan til fyrri ákvörðunar forsetans um að synja lögum staðfestingar sem Alþingi setti í maí 2004 og hafa jafnan verið kölluð fjölmiðlalög.  Forseta var þar freistað með sömu rökum og hann beitti sjálfur til að styðja þá ákvörðun sína að vísa Icesave 3 til þjóðarinnar rétt eins og Icesave 2.  
19.apr. 2011 - 18:00 Skúli Helgason

Þjóðin kjósi um kvótann

Samtök atvinnulífsins hafa tekið kjarabætur almennra launþega í gíslingu með kröfu sinni um að samþykkja ekki kjarasamninga nema sjávarútvegsmál verði leidd til lykta með niðurstöðu sem þjónar hagsmunum útgerðarmanna. 
15.apr. 2011 - 18:10 Skúli Helgason

Fjölmiðlalög samþykkt

Ný heildarlög um fjölmiðla voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á Alþingi í dag.  Það er í fyrsta sinn sem heildarlög um fjölmiðla eru sett á Íslandi og erum við þar með komin á blað með öðrum þjóðum álfunnar sem sett hafa almennan ramma um starfsemi fjölmiðla.
05.apr. 2011 - 12:30 Skúli Helgason

Helst um Icesave

Með því að segja nei á laugardag borgum við skuldir óreiðumanna í formi hærri skatta, meiri niðurskurðar, lægri hagvaxtar, hærri vaxtakostnaðar og minni fjárfestinga á næstu árum. 
16.feb. 2011 - 22:00 Skúli Helgason

Hálfur annar Icesave

Icesave samningurinn var samþykktur á Alþingi í dag með öruggum meirihluta þingmanna. Málið er kýrskýrt í mínum huga, það er ekkert vit í öðru en að samþykkja þennan samning. Hér er á borðinu samningur sem getur kostað þjóðina 47 milljarða króna miðað við núverandi mat á heimtum eigna úr þrotabúi gamla Landsbankans. 

09.feb. 2011 - 13:30 Skúli Helgason

Stærsta atvinnumálið

Allir vita að atvinnuleysi er eitt af helstu vandamálum samfélagsins eftir bankahrun. Harðast kemur það niður á ungu fólki en 15,2% ungmenna á aldrinum 16-24 ára var án atvinnu á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Það skýtur því skökku við að í helstu vaxtargreinum atvinnulífsins, þar með talið hugverkaiðnaðinum er mikil eftirspurn eftir nýju vinnuafli – en framboð lítið sem ekkert. 
31.des. 2010 - 20:00 Skúli Helgason

Ár umhleypinga kveður

Árið 2010 siglir nú inn í fortíðina. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár og það rammast inn af Icesave deilunni, árið hófst á því að forsetinn neitaði að staðfesta lög Alþingis um Icesave samning sem þá voru borin undir þjóðina og felld úr gildi í allsherjar atkvæðagreiðslu. Nú tæpu ári síðar liggur nýr samningur á borðinu, öllu hagstæðari en sá fyrri og von til þess að hann verði lögfestur á Alþingi fljótlega á nýju ári.
15.des. 2010 - 22:15 Skúli Helgason

Þetta er að koma

Ríkisstjórnin er að koma afdrifaríkum málum í höfn þessa dagana eftir langar og strangar fæðingarhríðir. 

14.des. 2010 - 20:35 Skúli Helgason

Menntaskólinn Hraðbraut

Menntamálanefnd Alþingis hefur lokið umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni Menntaskólans Hraðbrautar og er gerð grein fyrir henni í skýrslu nefndarinnar sem aðgengileg er á vef Alþingis.  Hér á eftir fara valdir kaflar úr skýrslunni með áherslu á álit meirihluta nefndarinnar en hann skipuðu fulltrúar Samfylkingarinnar, VG, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks skiluðu séráliti.
01.des. 2010 - 16:20 Skúli Helgason

Skapandi þjóð

Skapandi greinar hefur burði til að verða arftaki stóriðjunnar sem aflstöð íslensks atvinnulífs. Þessa ályktun má draga af fyrstu niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi, sem kynntar voru á opnum fundi í Bíó Paradís í morgun. Þar kom fram að virðisaukaskyld velta í greininni nam heilum 191 milljarði króna árið 2009 og tæp 10 þúsund manns störfuðu í greininni árið 2009. Það eru tæp 6% af heildarfjölda á vinnumarkaði.
02.nóv. 2010 - 11:00 Skúli Helgason

Næst á dagskrá: Framtíðin

Við tölum alltof mikið um fortíðina. Við Íslendingar erum því miður með augun fest í baksýnisspeglinum.  Viðfangsefni dagsins eru skuldavandi heimila og fyrirtækja, almenn niðurfærsla skulda, sökudólgar bankahrunsins o.s.frv. Allt mikilvæg verkefni sem þarf að leysa en þar fyrir utan er nauðsynlegt að varða veginn inn í framtíðina og þar eigum við mikið verk að vinna. 
20.okt. 2010 - 17:00 Skúli Helgason

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samningsbrot

Á fundi menntamálanefndar Alþingis í gær var fjallað um tvær skýrslur Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamninga menntamálaráðuneytis við tvo einkaskóla: Menntaskólann Hraðbraut og Keili á Suðurnesjum. 
13.okt. 2010 - 12:01 Skúli Helgason

Gullkálfur berst í bökkum

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur í fimm daga.  Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn og hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg svo maður beiti nú fyrir sig líkingamáli sem mörlandinn skilur.  Iceland Airwaves er langstærsta tónlistarhátíð landsins og skartar 280 tónleikum, 300 listamönnum og nokkur hundruð hliðarviðburðum að auki.  Yfir 2300 erlendir gestir sækja hátíðina heim, þar af 400 blaðamenn, auk útsendara erlendra tónlistarhátíða, útgefenda og áhugamanna um tónlist frá öllum heimhornum.    Fjallað er um hátíðina, ekki aðeins í löndum engilsaxa og skandinava heldur hefur hróður hátíðarinnar borist til Japan og Brasilíu svo dæmi séu tekin.
07.okt. 2010 - 14:25 Skúli Helgason

Nýjar lausnir á skuldavanda heimila

Mótmælin síðustu daga staðfesta að við erum enn stödd í miðri byltingu, bankahrunið hefur skilið eftir sig langan slóða sem mun taka mörg ár að vinna úr.
28.sep. 2010 - 21:22 Skúli Helgason

Ákærur á hendur ráðherrum

Þingheimur greiddi í dag atkvæði um ákærur á hendur fjórum ráðherrum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem sat frá vormánuðum 2007 fram yfir bankahrun.   Ég greiddi atkvæði með ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde en gegn ákærum á hina ráðherrana þrjá: Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra.  Rökin er að finna hér í útdrætti af ræðu sem ég flutti við síðari umræðu málsins á Alþingi í dag.
21.sep. 2010 - 15:30 Skúli Helgason

Réttlæti eða fyrning?

Við í Samfylkingunni berum sannarlega ákveðna ábyrgð á mistökum og vanrækslusyndum mánuðina fyrir bankahrun.  Minn flokkur sýndi andvaraleysi og hefði átt að bregðast við með kröftugri aðgerðum þegar ljóst var að stefndi í hreint óefni.   Það hefði ekki afstýrt hruninu ef marka má niðurstöðu RNA en það hefði getað dregið úr afleiðingum þess fyrir almenning.  En það er viðsnúningur á staðreyndum og í hrópandi mótsögn við eina meginniðurstöðu skýrslu RNA að skella skuldinni fyrst og fremst á þá ráðherra sem sátu í ríkisstjórn eftir 2006 þegar fjármálakerfið var þegar komið í slíkt öngstræti að því var í reynd ekki við bjargandi. 

Skúli Helgason

Þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hann er formaður menntamálanefndar Alþingis og situr jafnframt í viðskiptanefnd og umhverfisnefnd.

Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá 2006 til 2009.  Útgáfustjóri tónlistardeildar Eddu útgáfu frá 2001-2003, framkvæmdastjóri innlendra viðburða hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og starfaði um árabil í fjölmiðlum, á Ríkisútvarpinu og hjá Bylgjunni.  

Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, með meistaragráðu frá Minnesota háskóla í Bandaríkjunum.  BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2017
Banki í glerhúsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Fleiri pressupennar