11. feb. 2017 - 07:00Sigurður Jónsson

Er rétt að sameina Garð og Sandgerði?

Fjöldi sveitarfélaga hefur mikið breyst á síðustu áratugum. Sveitarfélögum hefur fækkað mjög. Hér á árum áður voru sveitarfélög vel yfir tvö hundruð en eru núna rúmlega sjötíu.Öll þessi sameining hefur átt sér með atkvæðagreiðslu íbúanna sjálfra. Það hefur engum lagaþvingunum verið beitt af hálfu Alþingis. Þannig á það auðvitað vera. Íbúarnir sjálfir eiga að ákveða hvort þeir vilji sameiningu eða ekki.

Hér á Suðurnesjum fækkaði sveitarfélögum úr sjö í fimm með sameiningu Keflavíkur,Njarðvíkur og Hafna í Reykjanesbæ. Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hafa fellt sameiningu í kosningum.

Nú hafa bæjaryfirvöld í Garði og Sandgerði samþykkt að skoða sameiningarmál og þá miðað við að þessi tvö sveitarfélög sameinins í eitt sveitarfélag. Að undanförnu hefur íbúum gefist tækifæri á að svara spurningum og segja sitt álit á ýmsum þáttum í restri sveitarfélaganna. Þannig er væntanlega hægt að fá skýrari mynd  til að meta kosti og galla. Framundan er svo íbúafundur um málið. Reynist niðurstaðan sú að það séu kostir við sameiningu verður boðað til kosninga í ár. Samþykki íbúar sameiningu í báðum sveitarfélögum verður til nýtt sveitarfélag og kosið til bæjarstjórnar vorið 2018.

Samvinna þessara sveitarfélaga hefur sukist mjög á síðustu árum. Félagsmálin eru unnin saman,skipulags-og byggingarmál og  Sami yfirmaður er hjá báðum íþróttamiðstöðvunum. Meira samstarf en áður milli íþróttafélaganna Víðis og Reynis.Samstarf er einnig á fleiri sviðum.

Það er því eðlilegt að frekara samstarf með sameiningu sé skoðað í fullri alvöru. Sameining allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum er örugglega ekki raunhæf leið á næstunni.Menn óttast að verða undir í sameiningu við stóra sveitarfélagið Reykjanesbæ.

Það er eðlilegt að menn skoði nú hvort Garður og Sandgerði verði sterkari undir einum hatti. Sífellt er verið að færa aukin verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga.Rúmlega þrjú þúsund manna sveitarfélag er betur i stakk búið að taka við verkefnum,heldur en sitt í hvoru lagi. Sandgerðisbær hefur verið mjög skuldsett sveitarfélag,en bæjarstjórn hefur á síðustu árum tekið mjög fast og ákveðið á málum og náð að laga stöðuna mikið. Framundan er mikil uppbyggin á flugvallarsvæðinu.Tekjurnar munu því aukast mikið.Sveitarfélagið Garður stendur mjög vel eignalega og fjárhagslega,en reksturinn er þungur og þyngist með auknum kröfum. Nýtt  rúmlega þrjú þúsnd manna sveitarfélag ætti örugglega að vera mun betur í stakk búið til að standa undir þjónustunni.Nýtt sveitarfélag væri örugglega sterkara í að  byggja sameiginlega upp sterka ferðamannaþjónustu, en möguleikarnbir eru gífurlega stório á því sviði. Menn hljóta að meta kosti og galla sameiningar í þessu ljósi. Það er svo íbúanna að ákveða framhaldið , áfram tvö sveitarfélög eða að sameinast í eitt.

Framlag eldri borgara vanmetið

Kjör eldri borgara hafa verið heilmikið í umræðunni. Mörgum finnst vera litið á eldri borgara sem einhvern bagga á þjóðfélaginu. Ríkið þurfi að moka út fjármunum til að halda uppi þessum hópi. Sem betur fer hefur umræðan snúist þannig að fleiri og fleiri sjá að þjóðfélagið þarf að gera vel við eldri borgara. Auðvitað er staða eldri borgara mjög misjöfn. Það er samt staðreynd að alltof stór hópur hefur það ekki nálægt því nógu gott.

Nokkur leiðrétting var gerð um síðustu áramót til leiðrétta kjör þeirra sem verst voru settir. En betur þarf að gera. Stjórnvöld hvetja eldri borgara til atvinnuþátttöku en um leið er frítekjumark tekna aðeins 25 þúsund á mánuði. Eftir það eru greiðslur frá Tryggingastonun skertar um 45%. Skatturinn er þar af leiðandi orðin mjög hár og margir telja ekki borga sig að vinna fyrir nokkrum krónum,sem eftir eru þegar skerðingarnar eru svona miklar. Þetta verða stjórnvöld að laga,sem fyrst.

Nú kemur það fram í nýrri könnun að eldri borgarar vinna mikið í sjálfboðavinnu t.d. að gæta barna barna,skutla á alls konar æfingar. Margir dundaog dútla fyrir sína nánustu. Það er því staðreynd að eldri borgarar gera gagn í þjóðfélaginu til að halda því gangandi. Eldri borgara eiga því skilið að búa við góð kjör.

Birtist fyrst í Reykjanes. Smelltu hér til að lesa blaðið.
09.apr. 2017 - 07:32 Sigurður Jónsson

Hvers vegna var ekki hlustað á Vilhjálm Bjarnason?

Merkilegt mál hefur verið á dagskrá að undanförnu. Mál sem mörgum virðist koma nú mjög á ávart enda liðin meira en áratugur frá því gengið var frá sölu Búnaðarbankans. Nú hefur komið í ljós að þýskur banki, sem sagður vera einn af kaupendum bankans var það aldrei. Bankinn var notaður til að blekkja og rugla ríkisvaldið og fleiri í ríminu. S-hópurinn svokallaði með ólaf Ólafsson í fararbroddi náði að blekkja nánast alla.
25.mar. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Hverjir eiga lífeyrissjóðina?

Lífeyrissjóðir í landinu eiga gífurlega miklar eignir. Staðan er sú að sjóðirnir hafa yfir að ráða 3500 milljörðum. Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest mikið í innlendum fyrirtækjum og eiga nú stóran hluta í öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Framundan eru svo fjárfestingar erlendis.
11.mar. 2017 - 18:00 Sigurður Jónsson

Vegatollur, komugjöld eða borga bílaeigendur nóg í skatta?

Það var skynsamlegt hjá ASÍ og SA að samþykkja að kjarasamningur muni gilda ár til viðbótar þrátt fyrir forsendubrest. Það liggur fyrir að samningar margra opinberra stéttar eru lausir á næstunni. Yfirleitt hefur það verið þannig að félagar ASÍ hafa riðið á vaðið og gert sína samninga. Hærra launaðar stéttir hafa svo komið á eftir og krafist mun meiri hækkunar og yfirleitt náð því markmiði. Höfrungahlaupið hefur verið á fullu. Þegar upp er staðið sitja svo hinir lægst launuðu eftir með sárt ennið. Það er því skynsamlegt hjá ASÍ að bíða og sjá hvað margar hærra launaða stéttir ná í sinn hlut. Allt tal um hógværar launahækkunar verða að ná til allra hópa þjóðfélagsins. Að öðrum kosti gengur það aldrei og enginn friður verður á vinnumarkaðnum.
24.feb. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Alþingi verður að afgreiða áfengisfrumvarpið með já eða nei

Það er orðið nokkuð árvisst að áfengisfrumvarp er lagt fram á Alþingi. Þetta frumvarp hefur verið til umræðu í fjölda ára en aldrei borið undir atkvæði þingmanna. Áfengisfrumvarpið gengur út á að afnema einkasölu ríkisins í sérstökum áfengisverslunum.
31.jan. 2017 - 09:30 Sigurður Jónsson

Engin ráðherra úr einu sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins. Er aðalatriðið að hafa ráðherra úr kjördæminu?

Mikil reiði gaus upp meðal margra Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi þegar ljóst varð að engin ráðherra í nýrri ríkisstjórn kemur úr kjördæminu. Páll Magnússon oddviti lista Sjálfstæðismanna talar um lítilsvirðingu við kjördæmið. Tiol hvers að sigra glæsilega í prófkjöri og ná svo ekki ráðherrasæti.Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög góða útkomu í kjördæminu í síðustu kosningum svo margir töldu það næsta víst að Sjálfsrtæðismenn í Suðurkjördæmi væru með ráðherra í nýrri ríkisstjórn.
14.jan. 2017 - 07:00 Sigurður Jónsson

Þjóðin í blóma og á réttri leið

Fræðimenn framtíðarinnar sem koma til með að skoða árið 2016 munu eflaust telja það til merkari ári síðari tíma. Þetta ár náði Ísland að rétta verulega úr kútnum. Efnahagsástandið batnaði mjög. Þjóðinni tókst að grynnka mjög á skuldum. Kaupmáttur launa óx og verðbólgan var mjög lág., Síðari tímar munu örugglega gefa ríkisstjórn Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks góða einkunn.
18.des. 2016 - 07:00 Sigurður Jónsson

Fallegur boðskapur

Jólin nálgast og tilhlökkun meðal barnanna er mikil. Það sama á við um marga fullorðna. Jólin eru svo sérstök í huga okkar flestra.Á þessum tímamótum gefum við gjafir,skreytum húsin bæði utan og innandyra. Við leggjum áherslu á að gera vel við okkur í mat og höldum í siðina.
03.des. 2016 - 07:00 Sigurður Jónsson

Úrbætur í vegakerfinu eitt af forgangsmálunum

Gífurleg aukning ferðamanna til landsins kallar á ýmsar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Eitt af því sem verður að gera er að auka löggæslu á helstu ferðamannastöðum. Efla þarf heilsugæsluna,þar sem fjöldi ferðamanna þarf að nota þjónustuna. Í ár eru að koma nálægt tveimur milljónum ferðamnna, sem nota vegakerfið okkar.
27.okt. 2016 - 13:36 Sigurður Jónsson

Stöðugleiki eða Vinstri stjórn?

Við göngum að kjörborðinu á laugardaginn. Rétt að hvetja alla til að nota sinn dýrmæa kosningarétt og velja fulltrúa á Alþingi. Mun um að hvert aðkvæði skiptir mál. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum.
27.okt. 2016 - 13:19 Sigurður Jónsson

Suðurnesjalína 2

Landsnet hf. hefur um talsverða hríð áformað byggingu nýrrar háspennulínu, s.k. Suðurnesjalínu 2. Fyrir er háspennulínan „Suðurnesjalína 1“, sem er í raun eina flutningsleið raforku til og frá Suðurnesjunum.

Áform Landsnets voru að byggja Suðurnesjalínu 2 samhliða Suðurnesjalínu 1, með því móti væri valinn ódýrasti kosturinn auk þess sem talið var að sú framkvæmd ylli minstu raski. Þessi áform hafa ekki gengið eftir, þar sem hluti þeirra landeigenda sem eiga land undir línustæðið hafa ekki fallist á áformin.

13.okt. 2016 - 14:39 Sigurður Jónsson

Samfylkingin og Píratar bera ábyrgð á búvörusamningnum

Það vakti mikla athygli við afgreiðslu búvörusamningsins á Alþingi að það voru aðeins 19 þingmenn sem samþykktu hann. Eins og allir vita sitja 63 þingmenn á Alþingi. Það voru því 47 þingmenn sem samþykktu ekki samninginn.
30.sep. 2016 - 15:00 Sigurður Jónsson

Ætlum við virkilega að kjósa yfir okkur vinstri vitleysu næsta kjörtímabil

Nú styttist í að kosið verði til Alþingis. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjög líklegt að allt að átta framboð geti náð imm fulltrúum á þing. Miðað við stöðuna núna eru meiri líkur en minni á að næsta ríkisstjórn verði þriggja til fjögurra stjórn vinstri flokka, Það er ótrúlegt miðað við hina slæmu reynslu af síðustu vinstri stjórn að allt bendi nú til þess að ný vinstri stjórn taki við eftir kosningarnar 29.október n.k.

19.sep. 2016 - 17:30 Sigurður Jónsson

Á að refsa fólki fyrir að spara?


01.sep. 2016 - 15:00 Sigurður Jónsson

Fimm mikilvæg forgangsmál

Ákveðið hefur verið að ganga til Alþingiskosninga laugardaginn 29.október í haust.Margt hefur vel tekist hjá núverandi ríkisstjórn en að mínu mati þarf á næsta kjörtímabili að leggja höfuðáherslu á fimm málaflokka.


Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson er ritstjóri Reykjaness, landshlutablaðs Vefpressunnar.
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 18.4.2017
Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.4.2017
Með lögum skal land ...
Austurland
Austurland - 14.4.2017
Samkeppnishæfni trúarinnar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 16.4.2017
Evrópusambandið ekki á dagskrá
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.4.2017
Hvað viltu verða?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 18.4.2017
Sósíalísk sérstaða?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.4.2017
Hvert skal stefna í utanríkismálum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2017
Þegar kóngur heimtaði Ísland
Fleiri pressupennar