Sigrún Einars
01. des. 2010 - 22:30Sigrún Einars

Kossapróf?

Ímyndaðu þér að vera á skemmtilegu stefnumóti með manni sem er búin að heilla þig svo upp úr skónum að þú sérð hann í hillingum, ert komin langt fram úr þér í einhverjum draumórum um hvað lífið væri fallegt með þennan tiltekna mann við hliðina á þér, nýtur þess að finna hendur hans í hári þínu, finnur straumana frá honum þegar hann hallar sér að þér til að kyssa þig í mjúkri birtunni frá kertaljósum, undir ljúfum tónum rómantískrar tónlistar færast varir hans hægt og rólega nær þínum og þú ert farin að finna hversu mjúklega þær munu umlykja þínar. Mmmmm, unaðsleg upplifunin er byrjuð áður en varir hans snerta þínar...

En svo er eins og ljósin séu kveikt, nálin rifin af fóninum og rómantíkin hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar ókunnug tunga treður sér ofan í kok á þér, þreifar eins og hamstola um allan góm og munnurinn á þér fyllst af munnvatni manns sem þú ert að hitta í fyrsta skipti.  Ég er að segja ykkur það strákar, þetta jaðrar við líkamsárás og í allra verstu tilfellunum þarf maður virkilega á áfallahjálp að halda eftir svona árás!

Kossastílar karlmanna eru nánast eins margir og karlmennirnir sjálfir (hef aldrei kysst konu svo ég er vanhæf í það dómarasæti, og nei, Hildur. Ég tel þig ekki með!). Sumir nota aldrei tunguna. Aðrir nota bara tunguna. Sumir nota varirnar meira á meðan aðrir nota tunguna meira. Sumir eru með beinstífa tungu og aðrir með grútlina. Sumir bíta og aðrir ekki, sumir slefa heilan helvítis helling og aðrir eru skraufþurrir. Varíasjónin þarna á milli eru óendanlega mörg, að ég tali nú ekki um þá sem kyssa bara helst aldrei. Kannski í mesta lagi mömmukoss. Og það er ekki nokkur leið að sjá það utan á karlmönnum hvort þeir kyssa vel eða illa og engin leið að sigta út prinsana bara með því að kanna hvernig menn kyssa. Það eru ekkert mynstur, engar formúlur. It‘s NOT in his kiss (Cher, þú‘rt gordjöss en annaðhvort lýgur þú eða hefur ekki kysst nógu marga!)

En svo velti ég því fyrir mér hvort þetta sé yfirhöfuð spurning um hvort menn kyssi vel eða illa. Kannski er þetta bara spurning um að finna mann með svipaðan kossastíl og manns eigin. Kannski er til kona sem verður óð af girnd þegar hún fær tungu ofan í vélinda og örugglega til nokkrar konur sem vilja alls enga tungu uppí sig og myndu fúlsa við karlmanni sem mér þætti kyssa ótrúlega vel.  Kannski er ekki hægt að leggja mat á hvort menn kyssi vel eða illa. Kannski finnst mönnum sem mér finnst vont að kyssa líka vont að kyssa mig af því ég fíla ekki það sem þeir fíla og kyssi ekki eins og þeir kyssa.  Og þegar ég fer að hugsa um það þá stemmir þetta örugglega því einu mennirnir sem hafa sagt við mig að þeim þyki gott að kyssa mig eru menn sem mér fannst sjálfri gott að kyssa.  Spurning um að gera einhverja lips-on könnun í þessu sambandi, svona til að fá þetta á hreint... Kossapróf, einhver?

En, allavega. Eitt er alveg öruggt, menn breytast seint þegar kemur að kossum. Fólk getur jú aðlagast hvort öðru og fundið sameiginlegt grúv en þá eingöngu að fólk hafi í það minnsta svipaðan stíl fyrir. En almennt kyssa menn eins og þeir kyssa og lítið fær því breytt. Ég hef reynt að „beina“ kossum manna í þann farveg sem kveikir í mér en það hefur ekki virkað nema þegar við erum á svipaðri línu og í allra verstu tilfellunum hefur mér hreinlega þótt nauðsynlegt að benda mönnum á að mér þykja varir nauðsynlegur hluti af kossum eða að ég vilji líka stundum fá tungu (já, ég trúi á opinská samskipti!) en það er bara eins og að tala við vegg.  Og hvað á maður þá að gera við mann sem er frábær að flestu leiti nema um leið og hann byrjar að kyssa mann að þá hverfur öll kynorka eins og vatni hafi verið hellt á eld?  Elskan, þú ert yndislegur en ég verð að finna mér annan því þú kannt ekki að kyssa mig...  Neibb, það gengur ekki upp.  Þú ert ekki mín týpa verður því bara að duga. 

Hér má finna nokkur tips fyrir ykkur sem eruð að vandræðast með kossana:  Að kyssa konu




03.sep. 2011 - 18:00 Sigrún Einars

Takk fyrir mig

Ég hef verið sískrifandi síðan ég lærði að draga til stafs og virðist þetta vera eina leiðin sem ég kann til að vinna úr upplifunum mínum og lífsreynslu hverju sinni. Ég hef samt aldrei skrifað neitt af viti, varla neitt sem hefur verið fyrir aðra til að lesa og ekki hef ég enn gefið út bók, þó það sé vissulega draumurinn. 
24.ágú. 2011 - 22:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Tregafull kveðjustund - 12. þáttur

Gunna þráði ekkert heitar á þessari stundu en að geta umvafið Nonna örmum sínum og fótleggjum og notið ásta með honum sem aldrei fyrr. Snerting hans, kossar og hvísl voru búin að kollvarpa öllum hennar vörnum og hún var reið sjálfri sér fyrir að falla svo auðveldlega fyrir honum aftur. Henni fannst hún eiga það inni hjá honum að hann þyrfti að hafa meira fyrir því að heilla hana, mun meira. 
20.ágú. 2011 - 12:00 Sigrún Einars

Guð blessi blæðingar

Ég er oft á túr (döhh), eins og kom skýrt fram í þessum pistli hér. Ég er alls ekki sátt við þetta fyrirkomulag móður náttúru og myndi gjarnan þiggja æxlunarferli sem ekki fæli í sér blóð í neinu magni. En það er víst ekki í boði. Jafnvel þó mínum æxlunarferli sé lokið, að eigin ósk. Og það breytir víst engu þó ég sé í stöðugri afneitun um gang þessara mála, á túr skal ég, eins oft og því verður mögulega viðkomið án þess að ég drepist úr blóðleysi. Það stendur þó stundum tæpt en ég tóri enn.
16.ágú. 2011 - 22:00 Sigrún Einars

Ó mitt auma hjarta...hættessu helds væli!

Helvítis fíflið hafnaði mér. Ég var búin að hleypa honum heim til mín, uppí rúm til mín, uppá mig, inní mig. Og svo vill hann mig ekki aftur. Er ég ekki nógu sæt? Maginn ekki nógu flatur? Rassinn ekki nógu stinnur?  Brjóstin ekki nógu stór? Var ég svona ljót og andfúl þegar ég vaknaði um morguninn grútmygluð við hliðina á honum? Fékk hann hroll þegar hann sá rykið á náttborðinu mínu í morgunsólinni eða hárbroddana á fótleggjunum á mér? Var ég ekki nógu skemmtileg? Eða kannski var ég of hress. Fannst honum ekkert varið í að ríða mér? Eða kannski tottaði ég hann ekki nógu vel. Kyssti ég hann of mikið? Eða fannst honum bara ekkert gott að kyssa mig? Var ég of kelin? Ekki nógu kelin? 
12.ágú. 2011 - 20:00 Sigrún Einars

Helds djös pot

Fyrr í sumar skrifaði ég pistil um pot. Vinsamleg ábending til herramanns sem ákvað að það væri sniðugt að pota í mig ítrekað án þess að ætla sér neitt meira (BÖGG!). Ég hefði alveg mátt búast við þeim viðbrögðum sem ég fékk í framhaldinu, þó ég hafi ekki alveg hugsað dæmið til enda þegar ég skrifaði pistilinn, en potunum rigndi yfir mig lengi á eftir. Jei, stuð.

09.ágú. 2011 - 15:00 Sigrún Einars

Óður til karlmanna

Karlmenn eiga nánast alltaf undir högg að sækja í umræðunni um samskipti kynjanna (nei, við konur gagnrýnum ekki sjálfar okkur) og finnst mér leiðinlegt að heyra hvað konur geta oft verið grimmar við þessar elskur. Karlmenn eru, allflestir, yndislegir þó á sinn eigin gauralega hátt sé. Ég ætla því að bregða aðeins út af vananum og koma með eitt stykki listapistil, en það skal tekið fram að þessi listi er algjörlega frumsaminn; 10 atriði sem ég elska við karlmenn.
06.ágú. 2011 - 10:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Hjartaþjófurinn 11. þáttur

Svörin við spurningum sínum fékk Gunna nokkuð afdráttarlaust þetta kvöld. Í stað þess að senda henni útskýringu með sms-i hringdi Nonni í hana, fullur neðan úr bæ, búinn að gera enn aðra dauðaleitina að henni og fann hana auðvitað hvergi nokkursstaðar. Hann vildi koma til hennar og kúra. „Kúra?!?!“ Hvað þýðir það?  Gunna spurði hann hvort hann byggi enn hjá konunni og hann játti því, „þá nei“ sagði hún „þú mátt ekki koma“. Aumingja Nonni varð alveg miður sín og sagði henni að hann gæti bara ekki hætt að hugsa um hana, hann langaði svoooooooo að sjá hana og bara kúra með henni, hann bara yrði að tala við hana, hann væri í svo miklum vandræðum með þetta allt saman og gott ef hann var ekki bara farinn að væla líka. Ómæ, þetta skæl í fullorðnum karlmanni snerti einhverja strengi í hjarta hennar og snúðug sagði hún „Allt í lagi, komdu þá“. Hann lifnaði allur við og hrópaði upp yfir sig eins og lítill krakki sem hefur fengið leyfi til að opna alla pakkana á aðfangadagsmorgun „Í alvöru?  Ég er að koma!“
02.ágú. 2011 - 14:30 Sigrún Einars

Háleynilegt stigakerfi kvenna

Ég rakst á skemmtilega bók um daginn sem ég hef verið að dunda mér við að lesa. Hún heitir því frumlega nafni Ástæður þess að karlar ljúga og konur gráta og er eftir Barbara og Alan Pease. Skræðan sú reyndist vera hin fínasta afþreying þó deila meigi um sannleiksgildi hinna ýmsu staðhæfinga sem þar eru settar fram og hló ég oft upphátt við lesturinn.
30.maí 2011 - 22:00 Sigrún Einars

Ekki hætta saman!

Ég skrifaði pistil um daginn, Hættiði saman, þar sem ég lýsti mjög ákveðnum skoðunum mínum á handónýtum samböndum og velti upp nokkrum ástæðum fyrir því að fólk velur að hanga í þeim samt sem áður. Niðurlag þess pistils var að öll erum við ein ábyrg fyrir eigin hamingju og séum við ekki að finna hana með maka okkar erum við ekki að gera neinum greiða með því að treina sambandið í mörg ár eða áratugi.  

27.maí 2011 - 17:00 Sigrún Einars

Kæri ókunnugi maður sem potaðir í mig á Facebook

Ekki veit ég hvað það var sem hvatti þig til að pota í mig.  Kannski finnst þér ég vera sæt og langar bara að segja mér það en þorir samt ekki að segja það beinum orðum, svona í óspurðum fréttum.  Kannski finnst þér ég heit og langar að afklæða mig og eitthvað fleira.  Kannski heldurðu að ég sé draumadísin og langar að giftast mér.  Kannski rakstu þig óvart í pot takkann og bölvar sjálfum þér í hljóði yfir klaufaskapnum.  Kannski hélstu að ég væri einhver önnur og ert nú að leita að afpot takkanum (Hann var ekki til síðast þegar ég gáði).  Kannski varstu á fyllerí á Facebook og sást mig kommenta einhversstaðar (það eru allir svo fallegir þegar maður er fullur) og mannst ekki einu sinni eftir því að hafa potað í mig. 

22.maí 2011 - 10:00 Sigrún Einars

Ellismellurinn ég

Þegar ég var lítil þá var ég alltaf sannfærð um að ég yrði 100 ára, í það minnsta.  Og ég er ennþá sannfærð um að ég verði hundgömul.  Ég er hvorki skyggn né berdreymin og langlífi er ekki sérstaklega algengt í minni fjölskyldu, þó sumir minna ættingja hafi náð háum aldri, og jafnvel komist yfir 100 árin.  Þannig að ég hef nákvæmlega ekkert fyrir mér í þessari sannfæringu minni nema þá kannski helst óskhyggjuna.
19.maí 2011 - 18:00 Sigrún Einars

Taktu mig í Bónus

Ég fór í Bónus um daginn, litlu hverfisverslunina mína sem ég stunda meira en nokkurn annan opinberan stað á landinu.  Sem er auðvitað ekki í frásögur færandi nema að þennan tiltekna dag varð ég fyrir lífsreynslu sem ég hef bara aldrei upplifað áður í Bónus, né nokkuri annari verslun, innanlands sem utan.  Ég sá alveg hrúgu af myndarlegum karlmönnum!  Stundum er kannski einhver einn sætur á vappi um búðina, með konunni sinni nota bene.  En þennan dag sá ég svo marga flotta menn að ég gat vart talið þá.  Þeir voru bara hægri vinstri, komu úr öllum áttum, voru á öllum göngum, inní mjólkurkæli, ávaxtakæli og úti á bílastæði. 

15.maí 2011 - 12:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Nonni, Manni og Gutti - 10. þáttur

Nú tóku við langir mánuðir í lífi Gunnu, í hjarta sínu kvaddi hún Nonna og reyndi að halda áfram með líf sitt.  Hún hætti að reyna að toga hann aftur til sín og gerði engar tilraunir til að hafa samband við hann né heldur heyrði hún meira frá honum.  Hálft ár var liðið og hún var alveg hætt að hugsa um hann nema auðvitað þegar hún sá svartan sendibíl og já, líka þegar hún gékk framhjá uppáhaldsskyndibitastaðnum hans sem vildi svo til að var við sömu götu og vinnustaður hennar.  Og þó hún vissi að væri aldrei þar á þeim tíma sem hún átti leið framhjá þá gat hún ekki annað en horft inn um gluggana, en hún var auðvitað bara að spegla sig í rúðunum.  En þar fyrir utan hugsaði hún ALDREI um hann lengur. Af einhverjum ástæðum var hún samt farin að venja komur sínar á uppáhaldsskemmtistað hans þegar hún fór út að skemmta sér en hún sór og sárt við lagði að það hafði ekkert með hann að gera.  Hún bara fílaði tónlistina þar og fannst dansgólfið hentugt og þægilegt.
13.maí 2011 - 18:00 Sigrún Einars

Játning: Eitt sem ég get ekki gert án karlmanns

Alveg er það ótrúlegt hvað maður getur verið lengi að læra á sjálfan sig. Loks þegar maður heldur að nú sé maður búinn að ná þessu þá lærir maður eitthvað nýtt. Ég hélt að eftir því sem ég yrði eldri þá myndi ég kynnast sjálfri mér betur og finnst ég ætti að vera búin að negla þetta núna, komin hátt á fertugsaldurinn. En nee-ei, eftir því sem ég læri meira um sjálfa mig átta ég mig bara betur og betur á því hvað ég er í rauninni vitlaus. Hvað veit ég um nokkurn skapaðan hlut?  Ekki rassgat í bala! 
10.maí 2011 - 14:00 Sigrún Einars

Folinn í skápnum mínum

Vinkona mín skellti inn status á Facebook um daginn. Eitthvað á þá leið að hún ætti svo fullt í fangi með að sinna öllum sínum skyldum að hana vantaði annaðhvort ráðskonu eða karlmann. Ég kommentaði auðvitað á statusinn hennar og sagðist myndu velja ráðskonuna. Afhverju? Jú, ráðskonan myndi sinna stórum hluta heimilisstarfanna, hún myndi gera það rétt og ég myndi ekki stöðugt þurfa að segja henni hvað hún ætti að gera, hvenær og hvernig. Karlmaðurinn hinsvegar, myndi láta mér finnast sem ég væri komin með enn annað barn á heimilið og aðeins auka á álagið. Auðvitað var þetta sagt í gríni, þið vitið, eins og karlmenn grínast oft um hvernig það fari konum best að vera bara við eldavélina.   
08.maí 2011 - 13:00 Sigrún Einars

Hættiði saman!

Ég áttaði mig á því nýlega að ég er ötull talsmaður þess að fólk hætti saman þegar samböndin eru komin út í rugl. Jón og Gunna eru gott dæmi um samband sem mér finnst að ætti bara að slútta. Jón er að díla við afleiðingar ofbeldis í æsku og fær útrás fyrir gremju á Gunnu sinni. Aumingja Gunna á ekki sjö dagana sæla, að búa með þessum manni. Jújú, auðvitað er hægt að finna til með Jóni og barnæsku hans.  En ég get samt engan vegin stutt það að Gunna fórni hamingju sinni fyrir mann sem ekki er tilbúinn til að leggja neitt á sig til að vinna úr sínum málum og koma skikk á geðheilsu sína. Henni finnst hún þurfa að standa með honum, mér finnst hún ætti bara að fara frá honum og fara að huga að eigin hamingju. Það sama hef ég að segja um samband Jónu og Gunna. Jóna er hreinlega bara leiðinleg við Gunna.  Talar niður til hans, skammar hann stöðugt, setur útá allt sem hann gerir. Og kynlífið? Ha? Hvaða kynlíf? Haldiði að Jóna hafi áhuga á að sofa hjá svona aumingja sem Gunni bersýnilega er? Shit, afhverju fer hún ekki bara frá honum? Eða hann frá henni?  Hvaða sjálfspyntingarhvöt er það sem býr að baki hjá fólki sem ákveður að hanga inní mannskemmandi og hamingjueyðandi samböndum?
06.maí 2011 - 10:00 Sigrún Einars

Skynsama veiðikonan

Ég hef aldrei verið feimin við að sækjast eftir því sem mig langar í, sama hvað það er. Í mínum huga kostar aldrei að spyrja, reyna, kanna málið. Þessi áræðni krefst auðvitað þykks skráps til að takast á við allar misheppnuðu tilraunirnar og hafnanirnar því maður getur ekki fengið ALLT sem maður vill og þar af leiðandi er það óhjákvæmilegt að því oftar sem maður reynir að ná einhverju sem mann langar í, því meiri líkur eru á feilskoti. En þar sem ég átta mig á því að þetta er einföld tölfræði þá er ég löngu búin að læra að taka höfnunum ekki persónulega og arka bara áfram í mínu lífi, þrátt fyrir að það gangi ekki endilega allt upp eins og ég myndi vilja. Það gengur bara betur næst, eða þarnæst. Eða fyrr eða síðar.
03.maí 2011 - 14:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Lokadráttur

Þegar Gunna var búin að senda hvolpinn heim til sín hringdi hún í Nonna og heimtaði skýringar á þessu öllu saman.  Hann hafði víst líka verið á fyllerí í bænum kvöldið áður og farið að leita að henni.  Hafði frétt af henni á djamminu og þræddi alla staðina sem hann vissi að hún sótti en fann hana hvergi nokkursstaðar.  Sem var ekki von, hún hafði farið heim með einhvern annan! 
30.mar. 2011 - 09:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Djöfulsins rugl - 8. þáttur

Þegar menn eru orðnir svo örvaðir að allt blóðið úr höfði þeirra er komið í eitt líffæri fyrir neðan mitti eru þeir ekki í neinu ástandi til að óhlýðnast beinum skipunum sterkara kynsins.  Ójá, í þessum leik er það konan sem hefur valdið og Gunna arkaði heim á leið með hlýðinn lítinn hvolp á eftir sér með dillandi rófu og lafandi tungu.  Og það bráði ekkert af henni þegar heim var komið, nema síður væri.  Á fóninn fór harðasta þungarokksplatan sem hún gat fundið, hækkað í botn og í stofunni dönsuðu þau eins og trylltir villimenn, rífandi spjarirnar af hvoru öðru þartil ekkert var eftir nema Adamsklæðin. 
26.mar. 2011 - 18:00 Sigrún Einars

Fyrirmyndarskilnaður

Þeir eru ófáir skilnaðirnir sem ég hef orðið vitni að í gegnum tíðina og hef sjálf upplifað minn skerf.  Sjaldnast fara þeir fram í góðu, oftast situr allavega annar aðilinn eftir með sárt ennið og brotið hjarta.  Mannskepnan er grimm og verstu mögulegu aðstæður sem fólk finnur sig í eru bestu skilyrðin fyrir svörtu hlið hjartans að dafna.  Ég held ég hafi aldrei heyrt af skilnaði þar sem aðilar skildu sem vinir, náðu samkomulagi um allt sem ná þurfti samkomulagi um og geta umgengist hvort annað með virðingu frá upphafi skilnaðar.  Þartil ég fékk tölvupóst frá Guðmundi Fylkissyni, aðalvarðstjóra hjá Ríkislögreglustjóra, þar sem hann tjáði sig um pistil sem ég hafði skrifað um skilnaðarbörn, Skilnaður – Réttur barna.
24.mar. 2011 - 18:00 Sigrún Einars

Hef enga stjórn á minni kynhvöt

Rauður þráður í gegnum trúarbragðasögu mannkyns er áróður trúarbragða gegn kynlífi og kynhvöt kvenna.  Kynlíf utan hjónabands er synd í mörgum trúarsamfélögum og litið hornauga í öðrum.  Í múslimaríkjum ber konum að hylja sig.  Sumsstaðar má ekki sjást í svo mikið sem augu eða tær, þá eru þær teknar af lífi, annarsstaðar þurfa þær í það minnsta að hylja hár sitt til að verða ekki fyrir aðkasti á götum úti.  Og gleymum ekki hræðsluáróðrinum gegn sjálfsfróun sem lagðist ekki af fyrr en einhvern tíman á síðustu öld.  Allt hefur þetta beinst sérstaklega að konum og enn í dag eimir eftir af þessum hugsunarhætti hér á frjálslynda Íslandi. 
23.mar. 2011 - 11:00 Sigrún Einars

SDA (Serial Daters Anonymous)

Hæ, ég heiti Sigrún og er raðdeitari. 

Ég hef farið á þrjú stefnumót á þremur kvöldum í röð með jafnmörgum mönnum.  Ég hef farið á fimm stefnumót á einni viku, með fimm mismunandi mönnum, á sama kaffihúsinu!  Ég hef farið á tvö stefnumót, með sitthvorum manninum, á sama degi. 

18.mar. 2011 - 20:00 Sigrún Einars

Skammist ykkar stelpur!

Ég fékk póst um daginn frá manni sem hafði ekki góða sögu af ykkur (nei, ekki okkur. Ég haga mér ekki svona!) að segja. Fyrsta umkvörtunarefni hans snéri að konum sem beila á stefnumóti án þess að frá þeim heyrist múkk og svara svo hvorki síma né sms-um þegar gæjinn fer að tjékka á henni og hvort hún ætli ekki að láta sjá sig. Aumingja maðurinn er bara skilinn eftir í lausu lofti og veit ekki neitt. Og hér sit ég, sveitt við lyklaborðið alla daga og alla nætur og hamast við að reyna að skrifa eitthvað sem sýnir karlmönnum hvað svona hegðun fer illa með okkur og reyni að fá þá til að mögulega endurskoða aðeins framkomu sína. Stelpur, work with me here, þetta kemur verulega illa út fyrir mig.  Hvernig á ég að geta talað máli ykkar þegar þið hagið ykkur nákvæmlega eins og mennirnir sem við vogum okkur að kvarta undan!
13.mar. 2011 - 12:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Vígalegar í borg óttans 7. þáttur

Í heila viku beið Gunna eftir að heyra frá Nonna en hann var þögull sem gröfin. Með hverjum deginum sem leið varð hún sárari og sárari þartil hún hreinlega gat ekki haldið aftur af sér og sendi honum langt bréf þar sem hún hellti úr hjarta sínu og tjáði honum hversu illa þessi leikur hans var að fara með hana. Ef hann vildi slíta þessu þá skyldi hann hysja upp um sig brækurnar og slíta þessu eins og maður ellegar sinna henni ekki minna en hann hafði gert fram að þessu. Það væri bara algjört lágmark.  Þá loksins sýndi hann lífsmark og svaraði skilaboðum hennar og útskýrði hegðun sína.
10.mar. 2011 - 08:00 Sigrún Einars

Halló, hvítur hrafn!

Sum samfélög gera þá kröfu að fólk stundi ekki kynlíf fyrr en það er komið í hjónaband og stundum er slíkt „siðleysi“ jafnvel dauðadómur.  Þetta eru yfirleitt samfélög sem við teljum vera langt á eftir okkar í þróun og berum okkur sjaldan saman við, nema þá helst til að sýna fram á hvað við erum á miklu hærra plani, þróunarlega séð.
06.mar. 2011 - 11:00 Sigrún Einars

Ég má vera prímadonna

Nú er ég búin að vera einhleyp í rétt tæp þrjú ár. Karlmenn hafa komið og farið á þessum tíma, sumir staldrað við lengur en aðrir, aðrir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að staldra við. Hafa bara tekið svona hit and run á þetta. Sem er svosem allt í lagi, hef gerst sek um það sjálf „einu sinni eða tvisvar“ um ævina. En, allavega, þá virðist það vera farið að vefjast aðeins fyrir fólki hversvegna ég sé ennþá einhleyp. Afhverju ég sé ekki komin með mann og hvort ég sé ekki örugglega að gera allt rétt. Oft og iðulega fæ ég spurninguna: Hvernig gengur makaleitin? Og það frá fólki sem þekkir mig ekki neitt. Menn ganga bara út frá því að fyrst ég sé einhleyp þá hljóti ég að vera að leita að maka. 
03.mar. 2011 - 18:00 Sigrún Einars

Gillz vs. Frímúrarar

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi um daginn að vera boðið á Systrakvöld hjá Frímúrarareglunni. Einn minn allra besti vinur er frímúrari og hefur mér löngum þótt það mjög dularfullur félagsskapur, eins og eflaust flestum sem ekki eru innvígðir í regluna. Svör hans við forvitnilegum spurningum mínum hafa iðulega vakið upp enn fleiri spurningar, sem er ekkert nema kvöl og pína fyrir svona forvitna manneskju eins og ég er. Því gat ég bara ekki með nokkru móti afþakkað þegar hann bauð mér á árshátið reglunnar. 
02.mar. 2011 - 10:00 Sigrún Einars

Ég hlýt að vera sjálfkynhneigð

Ég er svo frek að ég geri kröfu um það að þurfa að laðast kynferðislega að mönnum til að hafa áhuga á að deita þá. 
27.feb. 2011 - 16:00 Sigrún Einars

Farsi í Reykjavík – Óslökkvanlegur eldur - 6. þáttur

Nonni var sami vinnualkinn og hann hafði verið þegar þau kynntust fyrst og ekki oft sem hann hafði tíma til að sinna Gunnu.  En hún lét sig hafa það, hann var yndislegur við hana þegar þau hittust, kveikti í henni bál og hún naut þess svo að finna nálægð hans, finna lyktina af honum, strjúka mjúkt hörund hans, kreista harða vöðvana og og og og...
24.feb. 2011 - 08:00 Sigrún Einars

Ertu maður eða kettlingur?

Karlmenn eru sagðir veiðimenn. Það er hin almenna skilgreining á stíl hins einhleypa karlmanns þegar kemur að samskiptum við hitt kynið og ekki ætla ég að reyna að afneita þeirri kenningu. Hef margoft upplifað mig eins og litla mús í klónum á kétti sem leikur sér að mér þegar hann er búinn að ná mér og kastar mér svo uppí loft og horfir á mig hlunkast á rassinn. Ef hann er í stuði gerir hann kannski aðra tilraun til að reyna að ná mér áður en ég næ að hlaupa í burtu til þess eins að geta sleppt mér aftur. Svaka stuð. Hjá honum...

Sigrún Einars
Samskiptahugsuður og stefnumótagúrú.

Meistarapróf úr Lífsins skóla.

Eilífðarverkefni:  Þvottur, uppvask og að breyta sjálfri mér áður en ég get farið að breyta heiminum.

Er lúmskt fyndin ef vel er að gáð. Elska landið mitt, fólkið mitt og lífið mitt.

Re-examine all you have been told and dismiss what insults your soul eftir Walt Whitman breytti lífi mínu.

Reynslusögur, þitt álit? Netfangið er: sigruneinars@yahoo.com

Tapasbarinn: happy hour
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar