24. feb. 2012 - 09:00Ragga Nagli

Síðasta kvöldmáltíðin

“Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.”
Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina.

Þetta atriði sker í hjarta Naglans en má ítrekað sjá í ráðleggingum til þeirra sem vilja tálga smjörið

Að setja ekki örðu inn fyrir varirnar eftir kvöldmat er morkin bábilja sem á heima á Þjóðminjasafninu við hliðina á lágkolvetna kúrum, bumbubana og Jane Fonda vídjóspólum.

Það þarf að breyta þessu aldagamla bulli um að svelta burt fituna yfir í hugsunina að fóðra vöðvana. Þannig stuðlum við að miklu skilvirkara sýstemi, heilbrigðri grunnbrennslu, fallegri líkama og langtímaárangri.

Nokkrar máltíðir dagsins eru mikilvægari en aðrar og snæðingur rétt fyrir svefn er þar fremstur meðal jafningja.

Meðan Óli Lokbrá sveimar um svefnherbergið er skrokkurinn í lengsta föstuástandi sólarhringsins en samt í bullandi vinnu, meðal annars að gera við niðurtætta vöðvana eftir átök dagsins og að sjálfsögðu þarf næringu til starfans.
Honum er skítsama hvaðan bensínið kemur og sé ekkert í skjóðunni kroppar hann amínósýrur úr fínu vöðvunum okkar til að fá orku.

Markmiðið með síðustu kvöldmáltíðinni er tvíþætt:
Í fyrsta lagi að hindra niðurbrot á vöðvunum sem við eyddum blóði, svita og tárum að byggja upp.

Í öðru lagi að halda líkamanum í uppbyggingarfasa yfir nóttina til að tryggja áframhaldandi vöðvavöxt. Þeir gera jú við sig í hvíldinni.


Við stílum neyslu á orkugjafanum, elskulegu kolvetnunum okkar, inn á þann tíma sem þau nýtast okkur mest: fyrri part dags og í kringum æfingar.
Eftir því sem hægir á okkur yfir daginn skiptum við yfir í prótíngjafa og góðu fituna, því hún fyllir okkur svo vel þegar kolvetnin eru minnkuð.

Og hvað er eiginlega í boði í kvöldkaffinu?
Eitthvað auðmeltanlegt og prótínríkt og svo góða fitu á kantinum.

Með að troða prótíngjafa í trýnið hækkum við amínósýrumagn í blóðrás sem veitir stöðugt flæði þeirra um musterið okkar meðan slefað er á koddann.

En það er ekki sama Jón eða sera Jón þegar kemur að prótíni. Hæglosandi prótín, casein, sem finnst til dæmis í mjólkurvörum og í prótíndufti losast hægar útí blóðrás en hið hraðlosandi mysuprótín og er því betri kandídat í náttfatapartýið.
En sé casein ekki í boði má bæta nokkrum slettum af skyri út í mysuprótínið.

Samhliða prótíngjafa gúllum við góðu fituna því hún seytir út hormóninu cholecystokinin (segðu það 10 sinnum hratt) sem hægir á meltingu.
Þar með tryggjum við að amínókvikindin synda eins og amma með sundhettu í Vesturbæjarlauginni um skrokkinn alla nóttina. Hægt og rólega og vöðvarnir fá næringu hele tiden.

“En ég er bara ekki svangur á þessum tíma.” Troddu í þig smotterí í einu og vendu skrokkinn á snæðing á þessum tíma. Eftir nokkur skipti fer hann að grenja á þessa máltíð með galandi garnagauli eftir tíu-fréttir.
Að sama skapi ferðu að finna fyrir aukinni svengd þegar þú reisir þig úr rekkju í morgunsárið. Það er merki um að grunnbrennslan er í blússandi sambasveiflu.


Nú klóra sér margir í skallanum… hvaða matvæli skal eiginlega smjatta á síðkvöldum?
Möguleikarnir eru mýmargir en hér eru nokkur dæmi:

Prótinsjeik (klaki og xanthan gum gerir sjeikinn hnausþykkan) og hnetusmjör/ kasjúhnetusmjör/ möndlusmjör
• Ommiletta með bræddum osti
Eggjahvítupannsa  með hnetusmjöri og sykurlausri sultu
Hollur súkkulaðiís með hökkuðum jarðhnetum
• Skyr og kotasæla hrært saman, vanilluduft, sykurlaust vanillusíróp og muldar ristaðar möndlur
= Ris a la mande
Hollustusúkkulaðikaka með muldum pekanhnetum eða jarðhnetum
• Prótínsjeik með avocado (gerir sjeikinn kremaðan og jammí) eða kókosolíu eða hörfræjum
• Harðfiskur með möndlusmjöri (eins og marzipan á bragðið)
Prótínbúðingur með hnetusmjöri
• Skyr hrært með sykurlausu karamellu eða kókos sírópi, kanil og hökkuðum cashew hnetum.
Grísk jógúrt (fitusnauð)/skyr, kakó og camembert

 

Xanthan gum, ósykrað Hershey's kakó, möndlusmjör fæst í Kosti.
Sykurlaus síróp fást á www.sykurlaust.is


24.jún. 2012 - 07:10 Ragga Nagli

Djúpar hnébeygjur skila meiru en að hamast í magaæfingatækjum -Guðrún Gróa

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vann nýlega silfur í bekkpressu á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku.
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
19.jún. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Planheldni er lykillinn að árangri

Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað. 
Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni.
14.jún. 2012 - 09:20 Ragga Nagli

Bökunarfrí prótínstykki - UPPSKRIFT

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð "heilsustykki" milli mála. 
12.jún. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.”
Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm
10.jún. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Vígvöllur velmegunar

Naglinn júblar samstarfi Steinars Aðalbjörnssonar næringarfræðings og Krónunnar og fleiri verslana að setja upp leiðbeiningar um hvað sé hæfilegt magn af sælgæti. 
02.jún. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollur Frappó - UPPSKRIFT

Sólin derrir sig heldur betur á Mörbúann þessi dægrin. 
Jón Sigurðsson fær flottan félagsskap á Austurvelli frá hlýrabolum, sandölum og skaðbrenndum bringum.
29.maí 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Svart-hvíta hetjan

Annað hvort ertu í hollustunni eða með kokteilsósu út á kinn, það er ekkert grátt svæði, enginn diplómatískur millivegur.
24.maí 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Bragðaukablæti

Naglinn er með blæti, patólógískt og pervertískt blæti fyrir hvers kyns bragðauka sem gerir mat meira djúsí og kósý.  
22.maí 2012 - 10:40 Ragga Nagli

Rútínurask

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
11.maí 2012 - 16:15 Ragga Nagli

Blæðandi steinar

Það getur verið auðveldara að draga blóð úr grjóthnullungi með ryðgaðri saumnál en að breyta venjum sínum. 
Vani er eitthvað sem við gerum á ómeðvitaðri sjálfsstjórn – líka fæðuval – líka óhollt fæðuval. 
08.maí 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollar hindberjapönnsur - UPPSKRIFT

Bláber, hindber, rifsber, blæjuber, brómber, jarðarber... og Naglinn bíður með fiðrildi í maganum eftir kirsuberjunum sem eru algjörlega uppáhalds. 
05.maí 2012 - 18:28 Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.
02.maí 2012 - 09:05 Ragga Nagli

Bleyta bakvið sneplana?

Naglinn gefur nýgræðingum á hollustubrautinni sem og þeim sem eru að byrja aftur eftir langt hlé, góð ráð til að halda sig við efnið og gera þetta að lífsstíl.

27.apr. 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Þú ert (ekki) það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
23.apr. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Kúpubrjótur

Allir og amma þeirra vilja stóra og sterka handleggi enda er fátt eins táknrænt um stæltan skrokk.  
20.apr. 2012 - 19:00 Ragga Nagli

Heilsu-vöfflur - UPPSKRIFT

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. 
17.apr. 2012 - 10:50 Ragga Nagli

Gemmér í nös

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allan sjúkleikann undir sólinni þegar kemur að skyndilausnum og magískum aðferðum til að tálga smérið þá færðu það óþvegið í smettið með einhverju almesta rugli sem hafa dunið á sjónhimnunni.

Ragga Nagli

Ragnhildur Þórðardóttir er heilsugúrú og lifir og hrærist í öllu sem viðkemur hreyfingu, hollu mataræði og heilsusamlegu líferni.

Námsferill:
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999
B.A í sálfræði við Háskóla Íslands 2004
ACE einkaþjálfara próf 2004
M.Sc í Health Psychology við University of Surrey 2007
Cand. Psych við Háskólann í Kaupmannahöfn 2013

Hún kallar sig Röggu Nagla, ekki af því hún er heljarmenni að burðum, heldur vegna óbeitar á afsökunum, væli og almennum aumingjaskap þegar kemur að því að stunda heilbrigt líferni.

Hér lætur hún gamminn geysa um dásemdir þess að hreyfa sig og borða hollt og einstaka bölsót fær að fylgja með.

Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar