22. maí 2012 - 10:40Ragga Nagli

Rútínurask

Ég fór í frí og datt út og átti erfitt með að koma mér aftur í gírinn.

Ef Naglinn ætti tíkall fyrir hverja slíka frásögn af falli af beinu brautinni mætti mæla þykkt bankabókarinnar í hekturum. 

Það er staðreynd að rútínurask er einn stærsti áhættuþáttur í að hendast útaf brautinni og oft þarf dráttarvél til að komast aftur inn á hana. 

Hvernig væri þá að fækka einni afsökuninni í bókinni og halda tempói í æfingum og mataræði þó þú yfirgefir heimahagana?

Regluleg ástundun er töfrapillan að árangri.

Þess vegna er merkilegt að hjá þorra mannkyns nær það út fyrir mörk fáránleikans að rækta líkamann þegar í fríi. Af hverju þá ekki að sleppa annarri líkamlegri hirðu eins og að þvo af sér skítinni eða bregða greiðu í lýjurnar á hausnum?

Hvort sem leiðin liggur útfyrir landsteinana eða bæjarmörkin er fólk með skema í hausnum um að nú eigi að vera góður við sig – ég er í fríi. 

Ég ætla sko EKKI að fara að mæta í ræktina og nú skal aldeilis éta allt gúrmeti undir sólinni.

En er það að vera góður við sig að eina líkamlega áreynslan er þramm á verslunargötum og efri skrokkurinn þjálfaður með burði á H&M pokum?

Er það að vera góður við sig að kýla vömbina dag eftir dag svo augun standa útúr höfðinu og kjötsvitataumar leka niður bakið?

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.

Þú þarft heldur ekki að eyða lunganu úr deginum í að djöflast, tuttugu mínútna hringþjálfun á hárri ákefð blífar súper og eftirbruninn heldur áfram allan daginn meðan þú mundar Canon-inn á markverðar minjar.

Vertu í strigaskónum í vélinni á leiðinni til að spara pláss í veskunni og æfingafatnaður eru þynnildistutlur sem taka ekkert pláss. 

Skokkhringur er “sightseeing” í leiðinni og alls staðar má finna almenningsgarða til ástundunar djöfulgangs í formi hringþjálfunar -  froskahopp, fjallganga, hopp á bekk, armbeygjur má gera án nokkurrs tækjabúnaðar.

Mörg hótel hafa líkamsræktaraðstöðu innan veggja eða það má gúggla næsta musteri líkamans og sjoppa vikupassa. 

Að kynnast ræktarmenningu annarra landa er eitt helsta áhugaefni Naglans á framandi slóðum. 
Til dæmis kom það á daginn nýverið að eldri borgarar Katalóníuhéraðs eru sérdeilis ekki vanir smátúttum með strappa rífandi í stálið. Sápur fengu harða samkeppni við glápið.

Að sama skapi urðu hinir innfæddu í Tyrklandi kindarlegir þegar rymjur og grettur heyrðust úr ljóshærða kvendinu.

Á ferðalögum er það mannlífsstúdía mikil að fylgjast með fóðrun túrhesta. 

Að finna æti sem nálgast að hafa eitthvað hollustugildi og er á sama tíma girnilegt og aðlaðandi á túristaráfi um nýlendur er eins og að leita að títuprjóni í nálapúða.

Sykursnúðar, smjörugar vöfflur, hófakjötsstrimlar, sveittir borgarar, majónessalöt, skjannahvítar næringarlausar brauðsneiðar og dísætt ropvatn er það sem rennur niður vélindað á hverju horni.

Þú þarft ekki að fylla öll vélindu af mettuðum fitusýrum í tólf tíma á dag bara af því þú fórst í flugvél. Veldu eina máltíð dagsins til að hylla sukkguðinn en troddu íturvöxnum ávöxtum og öðru dásamlegu hollmeti í trýnið þess á milli.

En það er hinsvegar nauðsynlegt að kitla pinnann í útlandinu og þú eignast aldeilis inneign fyrir sukkinu með hamagangi á Hóli.

Þetta er ekki lífsstíll ef þú getur eingöngu stundað heilsuna í einu póstnúmeri heimsins.24.jún. 2012 - 07:10 Ragga Nagli

Djúpar hnébeygjur skila meiru en að hamast í magaæfingatækjum -Guðrún Gróa

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vann nýlega silfur í bekkpressu á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku.
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
19.jún. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Planheldni er lykillinn að árangri

Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað. 
Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni.
14.jún. 2012 - 09:20 Ragga Nagli

Bökunarfrí prótínstykki - UPPSKRIFT

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð "heilsustykki" milli mála. 
12.jún. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.”
Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm
10.jún. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Vígvöllur velmegunar

Naglinn júblar samstarfi Steinars Aðalbjörnssonar næringarfræðings og Krónunnar og fleiri verslana að setja upp leiðbeiningar um hvað sé hæfilegt magn af sælgæti. 
02.jún. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollur Frappó - UPPSKRIFT

Sólin derrir sig heldur betur á Mörbúann þessi dægrin. 
Jón Sigurðsson fær flottan félagsskap á Austurvelli frá hlýrabolum, sandölum og skaðbrenndum bringum.
29.maí 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Svart-hvíta hetjan

Annað hvort ertu í hollustunni eða með kokteilsósu út á kinn, það er ekkert grátt svæði, enginn diplómatískur millivegur.
24.maí 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Bragðaukablæti

Naglinn er með blæti, patólógískt og pervertískt blæti fyrir hvers kyns bragðauka sem gerir mat meira djúsí og kósý.  
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
11.maí 2012 - 16:15 Ragga Nagli

Blæðandi steinar

Það getur verið auðveldara að draga blóð úr grjóthnullungi með ryðgaðri saumnál en að breyta venjum sínum. 
Vani er eitthvað sem við gerum á ómeðvitaðri sjálfsstjórn – líka fæðuval – líka óhollt fæðuval. 
08.maí 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollar hindberjapönnsur - UPPSKRIFT

Bláber, hindber, rifsber, blæjuber, brómber, jarðarber... og Naglinn bíður með fiðrildi í maganum eftir kirsuberjunum sem eru algjörlega uppáhalds. 
05.maí 2012 - 18:28 Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.
02.maí 2012 - 09:05 Ragga Nagli

Bleyta bakvið sneplana?

Naglinn gefur nýgræðingum á hollustubrautinni sem og þeim sem eru að byrja aftur eftir langt hlé, góð ráð til að halda sig við efnið og gera þetta að lífsstíl.

27.apr. 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Þú ert (ekki) það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
23.apr. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Kúpubrjótur

Allir og amma þeirra vilja stóra og sterka handleggi enda er fátt eins táknrænt um stæltan skrokk.  
20.apr. 2012 - 19:00 Ragga Nagli

Heilsu-vöfflur - UPPSKRIFT

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. 
17.apr. 2012 - 10:50 Ragga Nagli

Gemmér í nös

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allan sjúkleikann undir sólinni þegar kemur að skyndilausnum og magískum aðferðum til að tálga smérið þá færðu það óþvegið í smettið með einhverju almesta rugli sem hafa dunið á sjónhimnunni.

Ragga Nagli

Ragnhildur Þórðardóttir er heilsugúrú og lifir og hrærist í öllu sem viðkemur hreyfingu, hollu mataræði og heilsusamlegu líferni.

Námsferill:
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999
B.A í sálfræði við Háskóla Íslands 2004
ACE einkaþjálfara próf 2004
M.Sc í Health Psychology við University of Surrey 2007
Cand. Psych við Háskólann í Kaupmannahöfn 2013

Hún kallar sig Röggu Nagla, ekki af því hún er heljarmenni að burðum, heldur vegna óbeitar á afsökunum, væli og almennum aumingjaskap þegar kemur að því að stunda heilbrigt líferni.

Hér lætur hún gamminn geysa um dásemdir þess að hreyfa sig og borða hollt og einstaka bölsót fær að fylgja með.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar