19. jún. 2012 - 15:30Ragga Nagli

Planheldni er lykillinn að árangri

Hversu margir tæta hárið ofan í skallablett af örvæntingu og skilja ekkert í af hverju þeir ná ekki árangri með líkamann sinn?
Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað.
Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni og heldur þéttingsfast í höndina á væntingunum.

Hvert stefnirðu? Hvaða orkukerfi líkamans ætlarðu að virkja? 
Ætlarðu að byggja upp vöðva eða missa fitu. Ekki hvoru tveggja á sama tíma, það er ávísun á frústrasjón og svekkelsi. Ekki búast við bullandi bætingum í fitutapi, né gubbandi smjörleka í uppbyggingu.

Planið þarf að passa við markmiðið þitt, markmiðið þarf að passa við planið og væntingarnar þurfa að passa við markmiðið.
Æfingar og mataræði eru ekki "ein stærð hentar öllum." 
Planið þarf að vera einstaklingsmiðað og passa inn í lífsstílinn þinn. Annars ferðu með Hlemmur hraðferð beinustu leið til uppgjafar.

Misræmi í planheldni, markmiðum og væntingum er oftar en ekki ástæðan fyrir að liðið rembist eins og rjúpan ár eftir ár án þess að sjá tangur né tetur af árangri.


Alltof margir hafa ekkert plan, hvorki í mataræði né æfingum.
Þeir ráfa stefnulaust um tækjasalinn eins og ölvaður unglingur á skólaballi.
Af handahófi grýta þeir sér í það tæki sem augað nemur og hamra út klassískar tólf endurtekningar í þrjú sett. 
Að því loknu heldur villuráfið áfram í næsta tæki, yfirleitt næsta við hliðina. 
“Þau hljóta að vera hlið við hlið af ástæðu.” 
 
Í mataræðinu er “borðað hollt” en engin yfirsýn yfir kaloríur, grömm, kolvetni, fitu sem renna ofan í trýnið og klóra sér svo í skallanum yfir að lýsið haggist ekki, styrkurinn stendur í stað og vöðvar eru eitthvað sem finnst í kjötborði Nóatúns.
Enginn strúktúr, engin stefna, engin yfirsýn…. verra en umræður á Alþingi.Svo er það flokkurinn sem er með plan en fylgir því eftir "smag og behag"

Þeir gera meira eða minna en planið segir til um.
Þetta er ekki grunnskólastærðfræði. Hér á ekki að draga frá eða leggja við.
Plan er sett upp í samhengi, það er ekki handahófskennt samansafn af æfingum, settum, endurtekningum og hvíld. Uppsetningin hefur tilgang fyrir það markmið sem lagt er upp með. 

“Mér finnst ég ekki svitna nóg á þessu plani, ég bæti bara við nokkrum hlaupaæfingum á viku, eða milli setta... já eða eftir æfinguna.”

Ef þú bætir við þolæfingum til að flýta fyrir smjörleka, eða hendir inn fleiri járnrífingum “til að kjöta hraðar” ertu ekki lengur að fylgja planinu.
Þú hunsar þar með hvíldina í planinu, sem er tíminn sem þú stækkar og styrkist.
Ef þú ert að plokka smjör ertu væntanlega í neikvæðu orkujafnvægi sem þýðir að líkaminn ræður ekki við of mikið heildarmagn æfinga.
Hann verður miður sín og hefnir sín með að ganga á vöðvaforðann ef þú slummar of miklu aukalega á kantinum ofan á æfingakerfið.


Svo er hin hliðin á tíkallinum.
“Ohhh froskahopp… ég sleppi þeim bara”
“Ég nenni ekki þessu cardíói, miklu skemmtilegra að lyfta. Ég geri það bara”
Ef þú sleppir þolæfingum ertu heldur ekki að fylgja planinu til að búa til þá hitaeiningaþurrð sem þarf í tálgun af skottinu.

Í mataræði sleikirðu þig á rimina og borðar minna en planið segir til um, það hefur jú verið prédikað um þessar ræfilslegu tólfhundruð og það hlýtur að vera lykillinn að eilífri hamingju í horuðum skrokki.
Hvort sem þú vilt byggja upp vöðva eða missa spek er mikilvægt að fylgja plani sem styður við það markmið.

Sömuleiðis er það ávísun á glötun að fylgja plani eins og munkaklerkur mánudag til föstudags, en breytast þá í tvífætta eiturefnamiðstöð fram á sunnudagskvöld. 
Tveir dagar í hvítvínsmarineringu og kokteilsósubaði þurrka auðveldlega út fimm góða.


Svo komum við að lúxusmelunum sem veltast um í þægindakúlunni pakkaðir inn í bómul á æfingu. 
Ekki gretta, stuna eða svitadropi í radíus og hárgreiðslan haggast ekki. 
Hér er fréttabréf fyrir ykkur: Ákefð er ekki inni í planinu nema að ákveðnu leyti. 
Ákefð er eitthvað sem þú kemur með á æfingu og gefur allt í botn. 
Þú þarft að venjast því að líða óþægilega í smástund viljirðu að árangurinn skili sér.


Síðast en ekki síst er kategorían sem gefur planinu ekki nægan tíma.
“Ohhh, búin að rembast og hamast í þrjár vikur og ekkert gerist…enn eitt helv…planið sem virkar ekki.“ Svo er skælt söltum tárum yfir óréttlæti heimsins.

Það tekur líkamann nokkrar vikur að bregaðst við nýju æfingaáreiti og breyttum matarvenjum og í guðanna bænum ekki fara í bullandi mínus strax á viku þrjú. 
Væntingarnar þurfa að vera í takt við veruleikann.
Líkaminn er að taka litlum breytingum dag frá degi og það eru þessar uppsöfnuðu breytingar sem þú sérð eftir tvo til þrjá mánuði.
Það tók þig ekki örfáar vikur að bæta á þig aukakílóunum og því þarf engan Stephen Hawking til að reikna út að þau hverfa ekki á einum ársfjórðungi magískt eins og í þvottaefnisauglýsingu.
24.jún. 2012 - 07:10 Ragga Nagli

Djúpar hnébeygjur skila meiru en að hamast í magaæfingatækjum -Guðrún Gróa

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vann nýlega silfur í bekkpressu á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku.
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
14.jún. 2012 - 09:20 Ragga Nagli

Bökunarfrí prótínstykki - UPPSKRIFT

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð "heilsustykki" milli mála. 
12.jún. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.”
Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm
10.jún. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Vígvöllur velmegunar

Naglinn júblar samstarfi Steinars Aðalbjörnssonar næringarfræðings og Krónunnar og fleiri verslana að setja upp leiðbeiningar um hvað sé hæfilegt magn af sælgæti. 
02.jún. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollur Frappó - UPPSKRIFT

Sólin derrir sig heldur betur á Mörbúann þessi dægrin. 
Jón Sigurðsson fær flottan félagsskap á Austurvelli frá hlýrabolum, sandölum og skaðbrenndum bringum.
29.maí 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Svart-hvíta hetjan

Annað hvort ertu í hollustunni eða með kokteilsósu út á kinn, það er ekkert grátt svæði, enginn diplómatískur millivegur.
24.maí 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Bragðaukablæti

Naglinn er með blæti, patólógískt og pervertískt blæti fyrir hvers kyns bragðauka sem gerir mat meira djúsí og kósý.  
22.maí 2012 - 10:40 Ragga Nagli

Rútínurask

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
11.maí 2012 - 16:15 Ragga Nagli

Blæðandi steinar

Það getur verið auðveldara að draga blóð úr grjóthnullungi með ryðgaðri saumnál en að breyta venjum sínum. 
Vani er eitthvað sem við gerum á ómeðvitaðri sjálfsstjórn – líka fæðuval – líka óhollt fæðuval. 
08.maí 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollar hindberjapönnsur - UPPSKRIFT

Bláber, hindber, rifsber, blæjuber, brómber, jarðarber... og Naglinn bíður með fiðrildi í maganum eftir kirsuberjunum sem eru algjörlega uppáhalds. 
05.maí 2012 - 18:28 Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.
02.maí 2012 - 09:05 Ragga Nagli

Bleyta bakvið sneplana?

Naglinn gefur nýgræðingum á hollustubrautinni sem og þeim sem eru að byrja aftur eftir langt hlé, góð ráð til að halda sig við efnið og gera þetta að lífsstíl.

27.apr. 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Þú ert (ekki) það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
23.apr. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Kúpubrjótur

Allir og amma þeirra vilja stóra og sterka handleggi enda er fátt eins táknrænt um stæltan skrokk.  
20.apr. 2012 - 19:00 Ragga Nagli

Heilsu-vöfflur - UPPSKRIFT

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. 
17.apr. 2012 - 10:50 Ragga Nagli

Gemmér í nös

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allan sjúkleikann undir sólinni þegar kemur að skyndilausnum og magískum aðferðum til að tálga smérið þá færðu það óþvegið í smettið með einhverju almesta rugli sem hafa dunið á sjónhimnunni.

Ragga Nagli

Ragnhildur Þórðardóttir er heilsugúrú og lifir og hrærist í öllu sem viðkemur hreyfingu, hollu mataræði og heilsusamlegu líferni.

Námsferill:
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999
B.A í sálfræði við Háskóla Íslands 2004
ACE einkaþjálfara próf 2004
M.Sc í Health Psychology við University of Surrey 2007
Cand. Psych við Háskólann í Kaupmannahöfn 2013

Hún kallar sig Röggu Nagla, ekki af því hún er heljarmenni að burðum, heldur vegna óbeitar á afsökunum, væli og almennum aumingjaskap þegar kemur að því að stunda heilbrigt líferni.

Hér lætur hún gamminn geysa um dásemdir þess að hreyfa sig og borða hollt og einstaka bölsót fær að fylgja með.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar