14. apr. 2012 - 17:00Ragga Nagli

Hjálparhönd

Naglinn átti voða bágt í gær. 

Mígandi rigning úti, pínu illt í mallanum og nennan að fara í ræktina var undir fótunum á keisaramörgæs á Suðurskautinu.

Stundum er maður bara ekki mótiveraður. 

Jú svo bregðast krosstré...og kom svo sannarlega vel á vondan.

En að “nenna ekki” er afsökun á lægstu skör í samfélagi mannanna og Naglinn sór þess eið fyrir mörgum árum að það að fara ekki væri aldrei í boði… hvort sem nennan væri til staðar eður ei.

En til að drattast af stað þurfti að virkja núðluna með handafli  og beita sjálfa sig fortölum og rökræðum sem Morfís menn ættu ekki roð í.

Hvaða máli skiptir þig að ná árangri?
Muntu ná árangri með að sitja inni í eldhúsi og skoða Feisbúkk í sautjánda skiptið á þessum klukkutíma?

Þetta æfir sig ekki sjálft, þú hefur skrifað nokkra pistla þess efnis er það ekki?

Er það mannréttindabrot að þú þurfir að hjóla í rigningu?
Þú átt regngalla og það tekur þig 5 mínútur að hjóla í ræktina. 
Þarf virkilega að blanda Amnesty í málið?


Hvað myndi Sigrún Þöll, hversdagshetjan okkar, gera? 
Þú veist fyrir víst að hún hefur farið út að hlaupa í hagli og snjó. Þú veist líka að hún hefur farið í ræktina með miklu verri líkamleg einkenni en pínu illt í maganum *skömm*

Áttu í alvörunni svona bágt? 
Þú ert jú með báða handleggi og báða fótleggi ekki satt? Eru það því ekki forréttindi að geta hreyft þig?

Og þá skaut upp mynd í kollinn af annarri hetju sem lætur hindranir eða skort á nennu ekki stoppa sig, fitnesskonunni Barbie Guerra en fyrir skömmu birtist mynd af henni á Fésbókarsíðu Heilsupressunnar.

Margir hváðu við og lýstu yfir fótósjoppun, feikun og fúski.
Hví? Jú hún hefur enga handleggi.

Handleggjalaus kona getur ekki keppt í fitness.
Hún getur ekki verið dugleg í rækt og mataræði með allar heimsins hindranir á fótskörinni. Eða hvað?
Leiðinlegt að sprengja blekkingarsápukúluna en konan hefur tekið þátt í fitness keppnum í átta ár, eða síðan 2004.

 

Hvaða röskun væri það líka að fótósjoppa slíka mynd? 
En veraldarvefurinn er svosem gubbandi fullur af sjúkleika.

Þessi kona er ekki sjoppuð á nokkurn hátt og fer líklegast ekki oft inn í sjoppur yfirhöfuð til að kaupa blandípoka. 

 
Hún missti handleggina þegar hún var 2 ára en þá klifraði upp á rafmagnskassa og greip í vírana. Rafmagnið fór í gegnum handleggina og þeir brunnu upp og þurfti að fjarlægja þá við öxl.
Hún á allan sinn árangur skuldlaust og rúmlega það því hún er tveggja barna móðir í fullri vinnu.

En bíddu, bíddu… það er ekki hægt að finna tíma fyrir ræktina þegar maður á börn!!

Ekki það nei? En þegar þú hendir inn annarri smá hindrun eins og að hafa enga handleggi?
Það virðist allavega ekki stoppa þessa fröken sem mætir upp á punkt og prik.


Til að ná árangri þarf líka að borða hollt og gott hreint fæði beint af kúnni sem þarf að elda og plana og skipuleggja og græja og gera og það virðist samt vera hægt þegar engum höndum er til að dreifa í verkefnið.

Og þar með þurrkaði Naglinn horið úr nösinni, strauk af sér aumingjaganginn, girti sig í brók… nánar tiltekið vatnshelda brók, skundaði út í veðrið vott, brunaði á fáknum í ræktina og átti eina af öflugri æfingum síðustu vikna… týpískt.24.jún. 2012 - 07:10 Ragga Nagli

Djúpar hnébeygjur skila meiru en að hamast í magaæfingatækjum -Guðrún Gróa

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vann nýlega silfur í bekkpressu á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku.
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
19.jún. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Planheldni er lykillinn að árangri

Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað. 
Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni.
14.jún. 2012 - 09:20 Ragga Nagli

Bökunarfrí prótínstykki - UPPSKRIFT

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð "heilsustykki" milli mála. 
12.jún. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.”
Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm
10.jún. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Vígvöllur velmegunar

Naglinn júblar samstarfi Steinars Aðalbjörnssonar næringarfræðings og Krónunnar og fleiri verslana að setja upp leiðbeiningar um hvað sé hæfilegt magn af sælgæti. 
02.jún. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollur Frappó - UPPSKRIFT

Sólin derrir sig heldur betur á Mörbúann þessi dægrin. 
Jón Sigurðsson fær flottan félagsskap á Austurvelli frá hlýrabolum, sandölum og skaðbrenndum bringum.
29.maí 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Svart-hvíta hetjan

Annað hvort ertu í hollustunni eða með kokteilsósu út á kinn, það er ekkert grátt svæði, enginn diplómatískur millivegur.
24.maí 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Bragðaukablæti

Naglinn er með blæti, patólógískt og pervertískt blæti fyrir hvers kyns bragðauka sem gerir mat meira djúsí og kósý.  
22.maí 2012 - 10:40 Ragga Nagli

Rútínurask

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
11.maí 2012 - 16:15 Ragga Nagli

Blæðandi steinar

Það getur verið auðveldara að draga blóð úr grjóthnullungi með ryðgaðri saumnál en að breyta venjum sínum. 
Vani er eitthvað sem við gerum á ómeðvitaðri sjálfsstjórn – líka fæðuval – líka óhollt fæðuval. 
08.maí 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollar hindberjapönnsur - UPPSKRIFT

Bláber, hindber, rifsber, blæjuber, brómber, jarðarber... og Naglinn bíður með fiðrildi í maganum eftir kirsuberjunum sem eru algjörlega uppáhalds. 
05.maí 2012 - 18:28 Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.
02.maí 2012 - 09:05 Ragga Nagli

Bleyta bakvið sneplana?

Naglinn gefur nýgræðingum á hollustubrautinni sem og þeim sem eru að byrja aftur eftir langt hlé, góð ráð til að halda sig við efnið og gera þetta að lífsstíl.

27.apr. 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Þú ert (ekki) það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
23.apr. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Kúpubrjótur

Allir og amma þeirra vilja stóra og sterka handleggi enda er fátt eins táknrænt um stæltan skrokk.  
20.apr. 2012 - 19:00 Ragga Nagli

Heilsu-vöfflur - UPPSKRIFT

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. 
17.apr. 2012 - 10:50 Ragga Nagli

Gemmér í nös

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allan sjúkleikann undir sólinni þegar kemur að skyndilausnum og magískum aðferðum til að tálga smérið þá færðu það óþvegið í smettið með einhverju almesta rugli sem hafa dunið á sjónhimnunni.

Ragga Nagli

Ragnhildur Þórðardóttir er heilsugúrú og lifir og hrærist í öllu sem viðkemur hreyfingu, hollu mataræði og heilsusamlegu líferni.

Námsferill:
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999
B.A í sálfræði við Háskóla Íslands 2004
ACE einkaþjálfara próf 2004
M.Sc í Health Psychology við University of Surrey 2007
Cand. Psych við Háskólann í Kaupmannahöfn 2013

Hún kallar sig Röggu Nagla, ekki af því hún er heljarmenni að burðum, heldur vegna óbeitar á afsökunum, væli og almennum aumingjaskap þegar kemur að því að stunda heilbrigt líferni.

Hér lætur hún gamminn geysa um dásemdir þess að hreyfa sig og borða hollt og einstaka bölsót fær að fylgja með.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar