24. jún. 2012 - 07:10Ragga Nagli

Djúpar hnébeygjur skila meiru en að hamast í magaæfingatækjum -Guðrún Gróa

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vann nýlega silfur í bekkpressu á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Danmörku. Hún lyfti 112,5 kg í bekknum og 432,5 samtals sem er Íslandsmet unglinga í hennar flokki sem er -72,5 kg.  Kynnumst þessari kjarnakonu nánar.

Hver er Guðrún Gróa? 

Ég er 23ja ára og stunda nám við Háskóla Íslands í íslensku og þjóðfræði, með sumarvinnu í félagsþjónustunni á Seltjarnarnesi. Ég á fjögur systkini og ólst upp í sveit en fluttist til Reykjavíkur þegar ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð.

Ég hef spriklað í íþróttum síðan ég man eftir mér. Þegar litla systir (Helga Margrét Þorsteinsdóttir) var orðin betri en ég í frjálsum íþróttum sá ég það var kominn tími til að skipta um vettvang og fór að æfa körfubolta með KR. Fyrir rúmu ári byrjaði ég að æfa kraftlyftingar. Guð má vita hvað ég prófa næst.


Hvers vegna valdirðu kraftlyftingar fram yfir körfuboltann?

Ég var í styrktarþjálfun í World Class hjá Ingimundi Björgvinssyni og hann plataði mig til að prófa. 
Áður en ég vissi af var ég í komin í allar græjur og mætt á mót sem gekk bara mjög vel. 
Mér fannst þetta strax mjög spennandi en ég lyfti bæði í frjálsum og í körfunni og þótti það skemmtilegt. 

Ég hefði viljað æfa körfu og kraftlyftingar samtímis en það gekk ekki ef ég vildi ná sem bestum árangri. Svo ég valdi kraftlyftingar fram yfir körfuna. Mér fannst þetta tækifæri til að kynnast nýrri íþrótt, æfingaaðferðum og fólki og ég átti góðan möguleika að komast á stórmót. Mér finnst að fólk eigi að nýta hvert tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og öðlast reynslu sem nýtist langt út fyrir íþróttirnar.

Hver er þín sterkasta grein í kraftlyftingum?

Upp á síðkastið hefur mér gengið best í bekkpressu sem mig grunaði aldrei að yrði mín sterkasta grein. Við höfum unnið mikið í tækninni í beygjunni og breytt stílnum til að finna út hvað hentar mér best svo eðlilega hafa bætingar látið á sér standa þar. Svo fékk ég þá frábæru hugmynd að gera léttar fimleikaæfingar heima á stofugólfi en uppskar illa farinn aftanlærisvöðva sem hefur haft áhrif á réttstöðulyftuna. Svo ég trúi og vona að hnébeygjan og réttstaðan eigi eftir að vinna á.

Hvernig eru æfingadagarnir hjá þér? Hvað æfirðu oft í viku? Hvernig er týpísk æfing uppbyggð?

Æfingaálag og uppbygging æfinga er mjög breytilegt og ræðst að mestu hversu langt er í mót. Það eru eiginlegar kraftlyftingaæfingar fjórum sinnum í viku í 2-4 tíma í senn.

Þegar langt er í mót æfi ég 6-9 sinnum í viku með fjölbreyttum æfingum og ýmsu öðru samhliða eins og frjálsíþróttaæfingum, sprengikraftsæfingum, ólympískum lyftingum.

Ég stelst til að spila körfubolta og hlaupa, en mikil hlaup og kraftlyftingar fara ekki vel saman.
Þegar nær dregur móti einblíni ég á kraftlyftingarnar og æfingarnar þyngjast lengjast og búnaður kemur inn og þá skiptir hvíldin miklu máli.

Æfingarnar byggjast í grunninn á keppnisgreinunum: hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu en teknar ýmsasr útfærslur og aukaæfingar. 

Þegar nær dregur móti verða æfingarnar sérhæfðari, aukaæfingum fækkar og síðustu vikur fyrir mót æfi ég nær eingöngu keppnisgreinarnar, með fáum endurtekningum og settum, en þyngdin nálægt toppi. Miklu máli skiptir að hvíla vel fyrir mót þar sem engin þreyta má vera í líkamanum.

Hvernig lítur dæmigerður dagur í mataræði út hjá kraftlyftingakonu?

Ég held að mataræði kraftlyftingakvenna sé eins misjafnt og þær eru margar og ég hef ekki breytt mataræðinu frá því ég hætti í körfu, þó ég þurfi að fylgjast betur með vigtinni svo ég sé í réttum þyngdarflokk.
Almennt legg ég áherslu á að borða góðan og hollan mat.
Ég borða mikið af grænmeti, ávöxtum, lambakjöti, kotasælu, hnetum og eggjum og fisk allavega tvisvar í viku.
Minn Akkílesarhæll er að ég drekk óhóflega mikið kaffi.
Í daglegu mataræði reyni ég að sneiða sem mest hjá hveiti, sykri og mikið unnum matvörum. Ég borða mjög sjaldan sælgæti, köku, og þess háttar og drekk ekki áfengi.
En í mataræðinu eins og mörgu öðru skiptir mestu máli að kunna sér hóf.
Ég væri að ljúga ef ég segði að mér þætti kökur, sætindi, sykrað morgunkorn eða ís vont en ég veit að þess hátar “matur” geriri mér ekki gott og mér líður ekki vel ef ég borða hann í miklu mæli. Einn til tveir súkkulaðimolar stöku sinnum gerir engan skaða en heill konfektkassi gerir það hinsvegar.

Eru fleiri keppnir framundan hjá þér?
Um mánaðamótin ágúst - september er heimsmeistaramót unglinga í Póllandi og stefnan sett þangað. Svo keppi ég eflaust á fleiri mótum hérna heima í haust.


Áttu önnur áhugamál? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ert ekki að æfa?

Ég hef óheyrilega gaman af eldamennsku og flestu sem viðkemur heimili og húsverkum. Mér finnst til dæmis fínt að eyða laugardagskvöldi í tiltekt og dúllerí og skoða matreiðslubækur og búa eitthvað til! Mér finnst það gott mótvægi við allar æfingarnar að dunda mér í rólegheitum heima og er mjög heimakær.
Ég reyni að verja sem mestum tíma með fólkinu mínu og vinum og með Helgu Margréti systur þegar við erum á sama landinu


Hvað geturðu ráðlagt þeim sem vilja byrja í kraftlyftingum?

Að læra tæknina skiptir mestu máli til að byrja með og fá leiðsögn þjálfara með reynslu og þekkingu. Alls ekki byrja of geyst og einblína á þyngdir því það auðvelda í þessu er að styrkjast og það kemur með tímanum en eins og í flestum íþróttum er það eilífðarverkefni að ná tækninni. 
Til að ná sem bestum árangri verður tæknin að vera góð annars kemur fljótt stopp í bætingarnar. Einhverjir gætu sett búnaðinn fyrir sig en það er algjör óþarfi. 
Vissulega er það ekki fyrir alla að nota bekkpressuslopp eða vefja á sér hnén en margir lyfta á “kjötinu” (án búnaðar). 
Það er líka frábært líkamsrækt að stunda kraftlyftingar þó stefnan sé ekki endilega á keppni. Fáar æfingar taka á jafn stórum vöðvahópum og hnébeygja, réttstöðulyfta og bekkpressa og fólk fær margfalt meira út úr að taka djúpar hnébeygjur en að djöflast tímunum saman í magaæfingatækjum eða dæla á upphandleggsvöðvana (þó það lúkki betur í speglinum).
22.jún. 2012 - 08:42 Ragga Nagli

Ferskjugrautarkombó - UPPSKRIFT

Ein sú svakalegasta grautarkombinasjón var uppgötvuð í vikunni og snætt þrjá daga í röð í einskærri gleði sem sprengdi alla hamingjustuðla heimsins. 
19.jún. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Planheldni er lykillinn að árangri

Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað. 
Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni.
14.jún. 2012 - 09:20 Ragga Nagli

Bökunarfrí prótínstykki - UPPSKRIFT

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð "heilsustykki" milli mála. 
12.jún. 2012 - 12:00 Ragga Nagli

Háspenna Lífshætta

Alltof margir mæta á æfingu með egóið uppi á háalofti bísperrtir eins og páfugl í makaleit … “nú skal sko taka á því og refsa stálinu sem aldrei fyrr.”
Svo er hamast og hnoðast á járninu og því böðlað upp hroðvirknislega með hraða sem gæti klofið atóm
10.jún. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Vígvöllur velmegunar

Naglinn júblar samstarfi Steinars Aðalbjörnssonar næringarfræðings og Krónunnar og fleiri verslana að setja upp leiðbeiningar um hvað sé hæfilegt magn af sælgæti. 
02.jún. 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollur Frappó - UPPSKRIFT

Sólin derrir sig heldur betur á Mörbúann þessi dægrin. 
Jón Sigurðsson fær flottan félagsskap á Austurvelli frá hlýrabolum, sandölum og skaðbrenndum bringum.
29.maí 2012 - 13:00 Ragga Nagli

Svart-hvíta hetjan

Annað hvort ertu í hollustunni eða með kokteilsósu út á kinn, það er ekkert grátt svæði, enginn diplómatískur millivegur.
24.maí 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Bragðaukablæti

Naglinn er með blæti, patólógískt og pervertískt blæti fyrir hvers kyns bragðauka sem gerir mat meira djúsí og kósý.  
22.maí 2012 - 10:40 Ragga Nagli

Rútínurask

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
15.maí 2012 - 09:08 Ragga Nagli

Grýttur jarðvegur

Margir klóra sér í skallanum yfir hvers vegna þeir ná ekki árangri þrátt fyrir blóðsúthellingar og tárvota hvarma. Þá er ráð að endurskoða aðferðirnar, leita ráða og læra af feilsporum annarra. 
11.maí 2012 - 16:15 Ragga Nagli

Blæðandi steinar

Það getur verið auðveldara að draga blóð úr grjóthnullungi með ryðgaðri saumnál en að breyta venjum sínum. 
Vani er eitthvað sem við gerum á ómeðvitaðri sjálfsstjórn – líka fæðuval – líka óhollt fæðuval. 
08.maí 2012 - 09:00 Ragga Nagli

Hollar hindberjapönnsur - UPPSKRIFT

Bláber, hindber, rifsber, blæjuber, brómber, jarðarber... og Naglinn bíður með fiðrildi í maganum eftir kirsuberjunum sem eru algjörlega uppáhalds. 
05.maí 2012 - 18:28 Ragga Nagli

Gjemli gjemli

Naglinn hefur sagt það áður og segir það aftur.... aldur er bara númer. 
Þú ræður hvað þú ert gamall/gömul útfrá hvernig þú velur að lifa lífinu.
02.maí 2012 - 09:05 Ragga Nagli

Bleyta bakvið sneplana?

Naglinn gefur nýgræðingum á hollustubrautinni sem og þeim sem eru að byrja aftur eftir langt hlé, góð ráð til að halda sig við efnið og gera þetta að lífsstíl.

27.apr. 2012 - 18:00 Ragga Nagli

Þú ert (ekki) það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?
25.apr. 2012 - 10:00 Ragga Nagli

Aldó frændi

Það er eitt sem Naglanum leiðist alveg stórkostlega og það er þegar sárasaklausum almúganum er talin trú um að aðhyllast þurfi öfgastefnur í ætt við manifestasjón Hamas-liða til að fá "flatan maga" eða "stinnan rass". 
23.apr. 2012 - 15:30 Ragga Nagli

Kúpubrjótur

Allir og amma þeirra vilja stóra og sterka handleggi enda er fátt eins táknrænt um stæltan skrokk.  
20.apr. 2012 - 19:00 Ragga Nagli

Heilsu-vöfflur - UPPSKRIFT

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu?
Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. 
17.apr. 2012 - 10:50 Ragga Nagli

Gemmér í nös

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allan sjúkleikann undir sólinni þegar kemur að skyndilausnum og magískum aðferðum til að tálga smérið þá færðu það óþvegið í smettið með einhverju almesta rugli sem hafa dunið á sjónhimnunni.

Ragga Nagli

Ragnhildur Þórðardóttir er heilsugúrú og lifir og hrærist í öllu sem viðkemur hreyfingu, hollu mataræði og heilsusamlegu líferni.

Námsferill:
Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999
B.A í sálfræði við Háskóla Íslands 2004
ACE einkaþjálfara próf 2004
M.Sc í Health Psychology við University of Surrey 2007
Cand. Psych við Háskólann í Kaupmannahöfn 2013

Hún kallar sig Röggu Nagla, ekki af því hún er heljarmenni að burðum, heldur vegna óbeitar á afsökunum, væli og almennum aumingjaskap þegar kemur að því að stunda heilbrigt líferni.

Hér lætur hún gamminn geysa um dásemdir þess að hreyfa sig og borða hollt og einstaka bölsót fær að fylgja með.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar