07. jún. 2011 - 09:00Róbert Trausti Árnason

Íslenskt réttarfar, hatursglæpir og pólitísk sýndarréttarhöld á sextugsafmæli Geirs Hilmar

Ég vek athygli lesandans á vefsíðunni www.malsvorn.is þar sem lýst er stuðningi við Geir Hilmar Haarde vegna sýndarréttarhaldana væntanlegu eða landsdómsmálsins eins og það kallast. Jafnfram bendi ég lesendum pistilsins á Helsinki samþykktina frá 1975 og einkum þá  ákvæði greinar númer VII í sáttmálanum um mannréttindi og hatursglæpi. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi ekki að hafa um það forgöngu með andspyrnuhreyfingunni og íslenskum andófsmönnum að hér á landi verði loksins stofnuð Helsinki samtök rétt eins að gert var eftir 1975 í öllum ríkjum Evrópu þar sem kommúnistar og sósíalistar voru við völd. Ég auglýsi hér með eftir íslenskum andófsmönnum sem hafa kjark til að leggja andspyrnuhreyfingunni  lið í atlögu hennar gegn haturglæpum íslenskra vinstrisinna og pólitískum sýndarréttarhöldum þeirra yfir Geir Hilmari Haarde.

Rétt væri að fá hingað til lands rússneska blaðamanninn herra Júrí Belov til að fylgjast með fyrstu pólitísku sýndarréttarhöldunum á Íslandi. Herra Júrí Belov sat í sovéska gúlaginu í fimmtán ár og átta mánuði. Hann var sviptu ríkisborgararétti og rekinn frá Sovétríkjunum árið 1980 og vann eftir það sem blaðamaður í Þýskalandi. Ég vona að hann lifi enn. Sé svo væri fengur í því að hann kæmi til að fylgjast með réttarhöldunum. Þetta eru pólitísk réttarhöld að undirlagi íslenskra vinstrisinna sem aldrei hafa haft andlegt þrek til þess að leggja í pólitískt uppgjör vegna þeirrar arfleifðar sem þau enn gæta, kommúnismans og sósíalismans. Í því og í öðru liggur vansæmd þeirra. Þau eru núna orðin fulltrúar kynslóðar sem komst úr sálrænu jafrnvægi og varð fyrir sárum vonbrigðum af umhverfi sínu og samtíð þrátt fyrir aukna menntun og stórbætt lífskjör. Vélaöldinn hefur truflað tilfinningar þeirra og misskipting auðs og lífsgæða hefur gert þau bæði heiftug og grimm. Í þeirri arfleifð felast óteljandi dæmi um hatursglæpi og póltísk sýndarréttarhöld yfir andstæðingum og samherjum. Þau vilja nú ein slík á Íslandi yfir Geir Hilmari Haarde og Sjálfstæðisflokknum enda telja þau slíkt vera sögulega nauðsyn. Tilgangurinn helgar meðalið, undanlátssemi er glæpur og efi er höfuðsynd sem aldrei verður fyrirgefin. Gott og vel. Leggjum til atlögu gegn þeim!

Þann 1. ágúst 1975 undirritaði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra Helsinki samþykktina fyrir hönd íslendingra allra. Ég minnist þess ekki að íslenskir vinstrisinnar haf sett á nokkra einustu fyrirvara um stuðning sinn við Heilsinki samþykktina enda bindur hún íslenska vinstrisinna ekki lagalega þar sem hún hefur ekki gildi alþjóðlegs sáttmála í venjulegum skilningi. Samþykktin bindur sem sagt pólitískt og siðferðislega en ekki lagalega, Þeir sem sæta harðræði heima fyrir geta vísað í Helsinki samþykktina sér og öðrum til varnar. Við  andófsmenn þurfum að hafa þetta í huga. 

Bágt er að segja hvar við stæðum á Íslandi ef Sjálfstæðisflokkurinn eignaðist ekki annað veifið menn einsog þá Davíð Oddsson og Geir Hilmar Haarde. Báðir eru mér hugstæðir, umhugsunarefni, og þá fremur stjórnmálaforingjarnir, en mennirnir. Bak við hæglæti þeirra og dagfar leynist dirfska og harðfylgi sem hefur oft ráðið úrslitum. Um þá báða má með sanni segja að þeir eru gildir í lund, hreinskilnir, hégómalausir og einarðir, óhlutdeilnir við aðra menn, en eru sem betur fer eru báðir ófúsir að láta ganga á hlut sinn eða láta leggja sér lífsreglur. Þeir hafa nefnilega ráðvendni og sannfæringu hinna vammlausu pólitíkusa að vopni.

Davíð og Geir Hilmar reynast því betur sem menn þekkja þá meir. Um það er hylli sú og traust, sem þeir jafna hafa notið hjá samverkamönnum í pólitík, öruggur vottur. Þeir eru menn frjálsra víðerna, umburðarlyndis og pólitísk sannfæring þeirra er stórbrotin og því  hafa þeim færst verk í fang sem enn sér víða staði sem gerir þá að sannkölluðum ármönnum íslenskra stjórnmála. Menn sem blákalt neita því að hér á landi verði alt að vera smátt og finna því ekki til smáleika gagnvart nokkru fólki eða stefnum. 

Við Geir Hilmar Haarde sáumst fyrst á dansskemmtun í Reykjavík fyrir fjörutíu og þremur árum og höfum verið málkunnugir síðan þá. Þó ég viti talsverð deili á honum um mjög langt árabil, valda aðstæður og atviki því, að kynni okkar eru slitrótt. Ég minnist þess að stundum ræddum við um stirðan rétttrúnað skólafélaga okkar sem var þeim svo hughaldin og hjartfólgin. Á þeim fjörutíum og þremur árum sem liðin eru síðan við hittumst fyrst má kalla að Geir Hilmar hafi verið forsprakki umburðarlyndis og borgaralegra gilda og frjálsyndrar pólitískrar starfsemi hér á landi. Um þær mundir sem við hittumst á þessari dansskemmtun reis alda sósíalismans nokkuð hátt í Reykjavík, ekki síst meðal unglinga úr broddborgarstétt sem höfðu vanist því að soga til sín með lífsloftinu í framhaldsskólum borgarinnar höfuðkenningar sósíalismans. Róttæk vinstristefna í þá daga var í formi trúboðsstarfsemi í nokkrum framhaldsskólum borgarinnar. Margur unglingurinn í Menntaskólanum í Reykjavík snérist því fast til kenninga um byltingarsinnaðan sósíalisma sem þá var efst á baugi. Þessir unglingar eru sum hver í dag nafntogaðir kallar og frægar kellingar og slangur af þeim situr á alþingi. Þar sem þau fá að iðka æskuhugsjónir sínar og eru óþreytandi að leysa í sósíaliskum anda brýn verkefni innan þeirra takmarka sem réttarríkið og íslensk réttarfar getur enn sett þeim. 

Og nú á að fremja hatursglæpi og setja þau því á laggirnar pólitísk sýndarréttarhöld. Allar ofstórar ráðgerðir vinstrisinna fara auðvitað ekki yfrum af sjálfu sér. Til þess þarf bæði kröftuga andspyrnu og ágengt andóf.  Ég verð með í því. En þú lesandi góður? 

Mín leið í pólitík var að því leiti sérstök að gestkomandi sósíalistar og kommúnistar á mínu bernskuheimili höfðu leitt mig af sósíalískri þankabraut, sumir viljandi, aðrir óviljandi. Lenín og Stalín voru mér sem klettaþil en lærisveinar þeirra uppi á Íslandi voru ómerkilegt bergmál. Þeirra sósíalismi reyndist ekki traustur og kommúnismi því ótraustari. Ég valdi mér hlutskipti andófsmannsins. Ég stíg nú andófskrefið til fulls og leita stuðnings  andspyrnuhreyfingarinnar við stofnun Helsinki samtaka á Íslandi til að koma í veg fyrir að haturglæpir verði drýgðir og hindra að pólitísk sýndarréttahöld sett á svið.14.jan. 2013 - 18:00 Róbert Trausti Árnason

Framtíð án Jóhönnu

Vegna þrautseigju, æðruleysis og vinnusemi þjóðarinnar stöndum við okkur bara nokkuð vel.  Enda veltur mest á okkur sjálfum hvernig tekist hefur til. En vant er við vondum að sjá. Hvaða óheillaþróun er það innan Samfylkingarinnar sem býr að baki skrifum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í áramótahugleiðingu þann 31.desember 2012? 
10.des. 2012 - 22:06 Róbert Trausti Árnason

Kotríki rís og hnígur

Eftir lestur um Putaland dettur manni þetta í hug.  Ísland byggja tvö þjóðríki.  Stóra-Ísland sem vill nána samvinnu við útlönd.  Og Litla-Ísland sem vill sem minnst samneyti við útlönd.
28.jún. 2012 - 13:34 Róbert Trausti Árnason

Hvers konar skepna er ríkið?

Sá valdsmaður á Íslandi sem vill blekkja kjósendur finnur alltaf skara af mannskap sem vill láta blekkjast.  Því er aldrei skortur á auðtrúa kjósendum sem gína við agni.  Blekkingar valdsmannsins bera alltaf tilætlaðan árangur því hann gjörþekkir þessa hlið mannlífsins.  Ég veit að þeim mönnum farnast jafnan best í skammann tíma í íslenskri pólitík sem fara að dæmi bæði refsins og ljónsins og kunna að breiða yfir flærð sína með leikni í lymskulegri hræsni og djörfu falsi. 
26.jún. 2012 - 11:14 Róbert Trausti Árnason

Rétturinn til að brjóta lögin

Sofandaháttur okkar Íslendinga gagnvart lögbrotum þessara tveggja ráðaherra kann að vera orðlagður en nú er allt á fleygiferð í þessu landi.  Lögbrot verða vonandi ekki látin liggja í þagnargildi.  Jafnvel þó að það liggja í eðli stöku Íslendinga að þybbast gegn þeirri staðreynd að ráðherrar hafa ekki rétt til að brjóta lögin. 
23.jún. 2012 - 16:33 Róbert Trausti Árnason

Nýju fötin en enginn keisari

Eitt af alvarlegustu vandamálum Samfylkingarinnar er að samræma ósveigjanlegan formann flokksins breytilegum kringumstæðum því flokkurinn sálast ef hann lagar sig ekki að breyttum viðhorfum kjósenda. „Þú getur kysst mig á rassinn upp að það“ eins og gestgjafinn á kaffihúsinu Bikarinn orðar það.
08.jún. 2012 - 13:32 Róbert Trausti Árnason

„Uggir mig það arfasáta að úr þér muni rjúka“

Ég deili ekki við menn um sannleiksgildi Íslendingasagna.  En enginn ágreiningur þarf að vera um hve fræðandi þær eru.
19.apr. 2012 - 13:00 Róbert Trausti Árnason

Lindir gremjunnar

Innsýn glöggskyggns manns í íslenska þjóðarsál er vel þeginn því íslensk manngerð og þjóðarsál eru tvær torræðar gátur nú á hnignunartíma 1. lýðveldisins þegar nýjar hræringar  og kvalarteygjur bankahrunsins takast á. 
14.apr. 2012 - 09:00 Róbert Trausti Árnason

Fölnaður draumur um forystu

Sérhverri tillögu um að beina gáfuðu námsfólki frá heldur lítilsgildum hugvísindum til raunvísinda er samstundis andmælt úr hópi þeirra sem halda vilja í íslenska erfðamenningu. Efnahagsstaðreyndir lífsins ná ekki að þagga niður þessi andmæli. 
25.mar. 2012 - 18:00 Róbert Trausti Árnason

Hrun og uppgjör

Eru Íslendingar þjóð í uppnámi? Nýr félagsskapur á Íslandi og oddvitar hans skynja að svo sé  og  bjóða fram evrópufasisma í séríslenskum búningi. Félagskapurinn rétt eins og sannur evrópufasismi er ekki til vinstri, er ekki til hægri og er ekki á miðjuni. Er heldur að sögn oddvita hans ný evrópufasísk hugsun í séríslenskum búningi sem boðar almúganum hugsun sem gengur út á að skilgreina vandmál íslensks samfélags og bjóða altækar lausnir  evrópufasimanns út frá sérstöðu íslensks samfélags og almúgahagsmuna.   
09.feb. 2012 - 09:00 Róbert Trausti Árnason

Kanavaldið og íslensk undirgefni

Þingmannanefnd alþingis mun í álitsgerð um þjóðaröryggi Íslands væntanlega taka ótvíræða afstöðu til þeirrar veigamiklu spurningar hvort varnarsamningurinn frá 1951 þjóni hagsmunum Íslands og Atlantshafsbandalagsins, NATO.

Róbert Trausti Árnason
Stúdentspróf í Reykjavík. BA próf frá Háskóla Íslands í stjórnmálafræði og MA próf frá Queen´s háskólanum í Ontario í Kanada í alþjóðasamskiptum.
Vann með háskólanámi hjá Ríkisútvarpinu. Hóf að loknu námi í Kanada störf hjá NATO í höfuðstöðvum þess í Belgíu. Starfsmaður í íslensku utanrikisþjónustunni um árabil, m.a. sendiherra í Danmörku og ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Forsetaritari 1999-2000. Framkvæmdastjóri Keflavíkurverktaka um skeið, starfsmaður Samtaka atvinnulífsins í Brussel frá árinu 2008.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar