22. nóv. 2009 - 20:52Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Íslensk hönnun í jólapakkann

Dalvíkursleðinn - www.daguroskarsson.com

Dalvíkursleðinn - www.daguroskarsson.com

Það er gaman að sjá hvað íslensk vöruhönnun er orðin fjölbreytt og skemmtileg og hve mikið hún hefur aukist seinustu árin. Núna er tilvalið að versla heima fyrir jólin og það er sko ekki leiðinlegt að fá fallega, íslenska hönnun í pakkann. Sjálf væri ég alveg til í að renna mér á einu stykki Dalvíkursleða í snjónum og sitja svo á mjúkum Fuzzy kolli og narta í smákökur úr Eyrarós þegar heim er komið.

Íslensk hönnun hefur þróast undir áhrifum frá gömlum aðferðum og gildum og þess vegna eiga Íslendingar auðvelt með að tengja við hana og umkringja sig með henni. Vel geymt handverkið okkar virðist virka vel með nýjum aðferðum og útkoman verður oftast mjög stílhrein og smekkleg með góðu jafnvægi á milli gamals og nýs.

En eins og ég sagði áðan þá er íslensk hönnun mjög fjölbreytt en það eru þó ekki allir að notast við gömlu gildin þó að áhrif þeirra sjáist víða. Hugmyndirnar koma úr öllum áttum og mér finnst alltaf eintaklega spennandi á vorin að fara á útskriftasýningu LHÍ og sjá nýjar og ferskar hugmyndir frá nemendum í hönnun. Íslensk vöruhönnun hefur vakið athygli um allan heim og er svo sannarlega samkeppnishæf, saga hennar fer hins vegar ekki langt aftur og því er spennandi að sjá hvernig hún þróast í framhaldinu.

Þeir sem eru að huga að jólagjafakaupum geta stutt sig við listann hér fyrir neðan, en í þessum búðum er hægt að fá íslenska hönnun.


Birkiland (Vefverslun)
www.birkiland.com/

Epal (Reykjavík)
Skeifan 6, Laugavegur 51 og Leifsstöð
www.epal.is

Hraunhúsið Magmatika (Mosfellsbæ)
Völuteig 6
http://hraunhus.is/

Kisan (Reykjavík)
Laugavegi 7
www.kisan.is

Kokka (Reykjavík)
Laugavegi 47
www.kokka.is

Kraum (Reykjavík)
Aðalstræti 10
www.kraum.is/

Minja (Reykjavík)
Skólavörðustíg 12

Mýrin (Reykjavík)
Fyrstu hæð, Kringlunni

Pottar og Prik (Akureyri)
Glerártorgi
www.pottarogprik.is/

Sirka (Akureyri)
Skipagötu 5
www.sirka.is/

Left Right07.feb. 2010 - 08:00 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Leikföng eða list?

Designer toys eða Hönnuð leikföng eru fyrirbæri sem hefur ekki verið lengi á sjónarsviðinu. Við könnumst flest við leikfangasafnara, með hillur og veggi fulla af Star Wars leikföngum eða súperhetjum. Þó að þau leikföng hafa upprunalega verið ætluð börnum þá hafa þau öðlast aukin verðmæti í gegnum söfnun og eftirspurn. Designer Toys eru hins vegar hönnuð með söfnun í huga og eru því oft aðeins framleidd í fáum eintökum og ætluð unglingum og fullorðnum.

09.jan. 2010 - 07:00 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Draugaborgin Detroit - MYNDIR

Michigan Central Station

Ég gleymi því seint þegar ég fékk að kynnast Detroit borg í fyrsta skipti. Mér leið eins og ég hefði keyrt inní draugaborg. Í sumum hverfum var annað hvert hús yfirgefið eða að hruni komið, í miðborginni sjálfri voru endalausar tómar byggingar: skólar, sjúkrahús, skrifstofubygginar, hótel, lestarstöðvar, leikhús, fjölbýlishús. Allt tómt og yfirgefið. Inní þessum húsum má ennþá finna ótrúlegustu hluti sem skildir hafa verið eftir, en það er líkt og að fólk hafi einfaldlega staðið upp einn daginn og ákveðið að fara.

06.des. 2009 - 10:00 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Litlu hlutirnir skipta máli

Mynd: anthropologie.com

Ég er manneskja sem elskar smáhluti. Mér finnst ég aldrei eiga of mikið af þeim og get fallið fyrir einhverju sérstöku hvort sem það er í stór- eða flóamarkaði. Eftir að ég kynntist manninum mínum sem er mikill minimalisti, þá hef ég uppgötvað hvað það getur líka verið gott að minnka við sig dót og umkringja sig með þeim hlutum sem manni þykir mest vænt um. Það er oft gott að vera ekki með óþarfa áreiti í kringum sig og hafa frekar þá hluti sem maður nýtur þess að sjá.

07.nóv. 2009 - 20:26 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Snillingarnir Eames

Hvað er góð hönnun er spurning sem erfitt er að svara. Það væri kannski betra að byrja með spurningu eins og hvað er hönnun yfirleitt þar sem hugtakið hönnun er í dag notað yfir allt of marga hluti. Þegar ég er spurð að þessari spurningu þá dettur mér alltaf fyrst í hug módernisminn og þá sérstaklega Eames hjónin. Á tímum módernismans fór hönnun að verða stílhreinni og hlutirnir fóru að snúast um notkun og þægindi framar útliti en útkoman varð þrátt fyrir það húsgögn með mjög sterkan og einkennandi stíl.

Hönnun á tímum módernismans var allt, allt önnur en hún er í dag, þetta var spennandi tími með nýjum efnum og aðferðum og gott jafnvægi myndaðist á milli handbragðs og fjöldaframleiðslu.
31.okt. 2009 - 06:00 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Hugsaðu út fyrir rammann

Domestic. Það eru til ótal leiðir til að skreyta veggina heima hjá sér hvort sem það er með málverkum, ljósmyndum, stjökum og styttum eða jafnvel gamla, góða veggfóðrinu. Veggjaskraut kemur og fer í tískubylgjum. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að þekja heilu veggina með stórum myndum af skógum og fjallatindum sem gaf þá tilfinningu að maður væri með aðra veröld heima í stofu. Ljósmyndir og málverk á vegginn er alltaf klassískt og veggfóður getur verið skemmtileg tilbreyting hvort sem það er á einn vegg eða alla.

Málverk geta verið dýr og veggfóður tímafrek en nýjasta lausnin í veggjaskreytingum leysir bæði þessi vandamál.
23.okt. 2009 - 11:17 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Finnsk plaköt og ömmupúðar

Mér finnst alltaf gaman að uppgötva nýja hönnuði og eyði þónokkrum tíma á dag að skoða hönnunarblogg og aðrar síður tengdar hönnun. Það eru svo ótrúlega margir að gera góða hluti og þess vegna finnst mér rosalega gott að taka daglega skoðunarferð um netið til að ná mér í innblástur og sjá hvað er nýmóðins.

Það er hægt að segja að hönnun sé svolítið eins og tónlist: þeir stóru og frægu koma af og til með nýtt efni sem þeir vinna oftast út frá kröfum fyrirtækja með mikið fjármagn á bak við sig. Margir þeirra missa marks og það má segja það að sálin hverfi stundum svolítið úr sköpuninni eða þá að við sjáum það sama aftur og aftur.
16.okt. 2009 - 11:44 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

8 leiðir til að hafa það gott í skammdeginu

Þegar daginn fer að stytta er kjörið  að hafa það notalegt og dekra við sjálfan sig. Þó að íslenska sumarið sé yndislegt þá er alltaf eitthvað svo sjarmerandi við það þegar byrjar að kólna og dimma. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum var það birtan sem ég saknaði mest við Ísland. Ekki bara birtan á sumrin heldur líka þessi sérstaka birta sem kemur á veturna og passar svo ótrúlega vel við snjóinn og kyrrðina. Hér á eftir koma átta leiðir til að auka á notalegheitin í rökkrinu.
21.sep. 2009 - 21:05 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Popplist með barnslegu yfirbragði

Í síðustu viku opnaði sýning í Hafnarhúsinu sem ég hef beðið eftir lengi. Sýningin ber nafnið Innpökkuð herbergi Yoshitomo Nara + YNG og er samstarf japanska listamannsins Yoshitomo Nara og hópsins Graf sem samanstendur af listamönnum og hönnuðum. Sýningin hefur farið víða en er einstök í hvert sinn, með fjölbreyttum verkum og mismunandi uppsetningu. Það sem þær eiga allar sameiginlegt er að smíðuð eru minni rými innan salsins í þeim er komið fyrir bæði málverkum, skissum og skúlptúrum.
15.sep. 2009 - 12:29 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Af japanskri menningu

Flestir hafa orðið fyrir áhrifum frá japanskri menningu á einn eða annan hátt.  Hvort sem það eru manga teiknimyndasögur, stórkostlegur arkitektúr eða hátæknihraðlestar þá tekst Japan að koma með frumlegar og framandi hugmyndir sem þekkjast hvergi annars staðar í heiminum. Japan er einnig þekkt fyrir fágað handbragð í list og hönnun og eru gamlar aðferðir og gildi oft tekin áfram og sett í nútímalegri búning.
Í lok september mun ég halda af stað í mína fyrstu ferð til Japan og því langar mig að tala aðeins um hefðbundinn, japanskan skrautmun, Kokeshi dúkkuna.
08.sep. 2009 - 15:20 Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Skemmtilegir stjakar

Bright times stjakarnir Bright Times eða Bjartir tímar eru skemmtilegir kertastjakar sem hollenski hönnuðurinn Tord Boontje hannaði nýlega fyrir fyrirtækið Artecnica. Kertastjakarnir eru tölvuskornir úr örþunnri stálplötu og koma fjórir mismunandi saman í pakka. Eins og margar aðrar vörur eftir Boontje þá pakkast kertastjakarnir flatt og kaupandinn sér um það að beygja þá í rétt form og eins og honum sýnist.

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
Vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í 3D design frá Cranbrook Academy of Arts. Skrifar um hönnun á ýmsum sviðum fyrir Pressuna. rosp@umemi.com
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar