28. des. 2010 - 11:00Ólafur Margeirsson

„Sjóðsöfnun“ íslenska lífeyriskerfisins

Alloft hefur verið klifað á því að íslenska lífeyriskerfið byggist á svokallaðri sjóðsöfnun þar sem hver og einn iðgjaldagreiðandi safnar upp réttindum – sjóði – sem eru svo nýtt til að borga honum út lífeyri þegar viðkomandi fer á eftirlaun.

M.a.s. segir í fræðslumyndbandi á fræðsluvef Landssamtaka lífeyrissjóða („Er íslenska lífeyriskerfið eitt það besta í heiminum?“ ):

Íslenska lífeyrissjóðakerfið grundvallast á sjóðsöfnun sem merkir að hver kynslóð sparar fyrir sig í stað þess að leggja byrðar á næstu kynslóðir.

Þetta er því miður ekki alls kostar rétt; stór hluti lífeyrissjóða sem eru með bakábyrgð launagreiðenda eru óravegu frá því að geta staðið við þær lífeyrisskuldbindingar sem viðkomandi sjóður hefur lofað. Fari fram sem horfir verða launagreiðendur að stíga fram, líkt og þeir hafa gert hingað til, og borga það sem upp á vantar til að sjóðirnir geti staðið við óraunhæf loforð sín.

Launagreiðendur sem um ræðir eru að mestu ríki og sveitarfélög. Og þegar þessir launagreiðendur neyðast til að peppa upp efnahag lífeyrissjóða, sem hafa lofað of miklu, fýkur staðhæfingin„...að hver kynslóð spari fyrir sig í stað þess að leggja byrðar á næstu kynslóðir“ út um gluggann.

Endurskoðun samtryggingakerfisins er óumflýjanleg

Fjármálaeftirlitið benti á það í þessari frétt að vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu*samtryggingardeilda þeirra lífeyrissjóða sem eru með bakábyrgð launagreiðenda var neikvætt um 57% í árslok 2009. Þessir sjóðir eru fastréttindasjóðir; þeir lofa gefnum réttindum án tillits til ávöxtunar iðgjalda. Takið eftir því að nánast eingöngu er um að ræða lífeyrissjóði með bakábyrgð ríkissjóðs og/eða sveitarfélaga. Og náttúrulega eru þessir sjóðir ekki að ná nægilegri raunávöxtun á eignir sínar að jafnaði (aðeins 2,8% árið 2009) sem gerir það að verkum að vandamálið eykst ár frá ári; snjóboltinn verður að lokum að snjóflóði sem engu þyrmir.

Við þessu gjaldþroti viðkomandi sjóða er fátt hægt að gera annað en a) draga úr þeim loforðum sem hafa verið gefin um lífeyri, b) hækka iðgjöld verulega eða c) kría út framlag frá launagreiðendum svo hægt sé að standa við loforðastaflann. Að treysta á að ná nægilega hárri ávöxtun á iðgjöld er vitanlega fráleitt til langs tíma og ætti engum fullvita manni að detta það í hug.

Gegnumstreymiskerfi að stórum hluta

Oftar en ekki í gegnum tíðina hefur verið treyst á kost c) í þessu vali. Þannig benti ASÍ á það í fréttabréfi sínu 2010 (sjá bls. 2) að:

...frá árslokum 2002 til ársloka 2008 uxu skuldbindingar umfram eignir í lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga, úr 317 milljörðum króna í um 522 milljarða... þrátt fyrir að ríki og sveitarfélög hafi á tímabilinu greitt hvorki meira né minna en 166 milljarða að núvirði aukalega til þessara sjóða. Þetta þýðir að nýjar skuldbindingar þessara sjóða hafi vaxið um 227 miljarða króna umfram verðlagsþróun á tímabilinu eða um 38 milljarða króna á ári að jafnaði.

Þannig að samkvæmt útreikningum ASÍ er beinn kostnaður vegna lífeyrissjóðakerfisins –þessu „sjálfbæra“ sjóðsöfnunarkerfi sem ekki leggur byrðar á næstu kynslóðir – 28ma.kr. á ári fyrir ríki og sveitarfélög (166/6) og enn vantar 10ma.kr. aukalega á ári til að mæta lífeyrisskuldbindingum! Til samanburðar má nefna að ríkissjóður áætlar að skera niður um ca. 30 ma.kr. árið 2011 og þykir fólki nóg um. Rétt er að vekja athygli á því að skuldbindingar þessara sjóða eru rétt um 40% af öllum skuldbindingum lífeyriskerfisins; 40% af lífeyriskerfinu er gegnumstreymiskerfi en ekki sjóðsöfnunarkerfi.

Er þá í alvöru talað hægt að segja að lífeyriskerfið grundvallist á sjóðsöfnun?

*Tryggingafræðileg staða er mat á því hvort viðkomandi lífeyrissjóður geti staðið við sínar skuldbindingar eða ekki. Sé tryggingafræðileg staða neikvæð þýðir það að væntar útgreiðslur í framtíðinni eru of háar m.v. væntar inngreiðslur í framtíðinni a.t.t. eignastöðu dagsins í dag. Þannig verður, sé tryggingafræðileg staða neikvæð, að a) hækka inngreiðslur (iðgjöld og ávöxtun), b) lækka útgreiðslur (lífeyrir og rekstrarkostnaður) eða c) blöndu af a) og b).
17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

Apotek: Food&Fun feb. 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar