06. maí 2012 - 13:03Ólafur Margeirsson

Opið bréf til Seðlabanka Íslands

Ágætu forsvarsmenn Seðlabanka Íslands,

Í kjölfar mikils fjármálalegs og peningalegs óstöðugleika er eðlilegt að peninga- og gjaldmiðilsstefna landsmanna sé tekin til gagngerrar skoðunar. Endurskoðunin þarf að byggja á réttri sjúkdómsgreiningu.

Svo mælti Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri Seðlabanka Íslands, í erindi fluttu á fundi Alþýðusambands Íslands 10. janúar síðastliðinn. Blessunarlega stendur þessi vinna, þessi gagngera skoðun, yfir hjá Seðlabankanum og skýrslu um efnið er að vænta á næstu mánuðum.

Hinir klassísku valkostir

Upptalning hinna klassísku valkosta í gjaldmiðlamálum tekur ekki langan tíma. Sumir (gullfótur) koma aldrei til greina þar sem þeir kalla eftir alþjóðlegri samvinnu sem mjög ólíklegt er að eigi sér stað. Aðrir eru öllu líklegri og get ég mér til um að Seðlabanki Íslands sé að skoða sérstaklega eftirfarandi valkosti:
•    Flotgengi á borð við það sem ríkti á Íslandi á árunum 2001 til 2008.
•    Fastgengi við annan gjaldmiðil, væntanlega og einkum við einn eða fleiri af hinum „stóru fimm“ gjaldmiðlum í heiminum sem meira en 95% af öllum heimsviðskiptum eiga sér stað í: bandarískur dollar, evra, breskt pund, japanskt jen og svissneskur franki.
•    Myntráð (e. currency board) á borð við það sem notast var við í Eistlandi með góðum árangri – en öllu lakari í Argentínu.
•    Einhliða upptaka erlends gjaldmiðils á borð við bandarískan dollar, kanadískan dollar, evru eða norska krónu.
•    Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru í samvinnu við Seðlabanka Evrópu, hvort heldur að Maastricht skilyrðunum uppfylltum eða ekki.

Þetta bréf er ritað til að benda forsvarsmönnum Seðlabanka Íslands og öðrum þeim sem láta sér peningamál þjóðarinnar varða á að þessir valkostir eru ekki þeir einu sem í boði eru. Það er mat bréfritara að eftirfarandi valkostur sé raunhæfur og einkar hagstæður valkostur fyrir framtíðarskipan peningamála á Íslandi. En fyrst er örstutt kynning á því hvaðan hann kemur.

Reynsla Tonga

Tonga er lítið ríki í Suður Kyrrahafi. Tonga var ekki með banka þar til árið 1974. Þrátt fyrir það var ríkið með eigin mynt (paanga) sem hið opinbera gaf út. Þegar íbúar Tonga vildu flytja inn vörur frá öðrum hagkerfum skiptu þeir paanga fyrir þá mynt sem þeir þurftu til kaupa á viðkomandi vöru erlendis. Þessi erlendi gjaldeyrir kom beint úr gjaldeyrisvaraforða landsins sem hið opinbera viðhélt til að tryggja innflutningsgetu á nauðsynjavörum.

Hið opinbera sá til þess að aldrei var mynduð, með prentun eða öðrum hætti, paanga nema innistæða væri til þess í gjaldeyrisvaraforðanum: ef gjaldeyrisvaraforðinn jókst um 100 dollara var paanga gefin út sem jafngilti 100 USD. Þannig var gjaldeyrisvaraforði landsins alltaf til staðar.

Þegar banki var stofnaður árið 1974 hóf hann að veita lán í paanga. Með lánveitingunum myndaðist paanga umfram það sem kom inn í gjaldeyrisvaraforðann. Þessi paanga, hvort heldur prentuð eða í formi innlána í nýja bankanum, var gjaldgeng til kaupa á erlendum gjaldeyri til innflutnings eftir sem áður.

Niðurstaðan varð að eftir því sem útlán bankans jukust og peningamyndun samhliða því átti sér stað minnkaði gjaldeyrisvaraforðinn vegna aukins innflutning sem fjármagnaður var með nýmynduðum peningum. Til að viðhalda ásættanlegum gjaldeyrisvaraforða þurfti að leyfa gengi paanga að falla gagnvart öðrum gjaldmiðlum með það í huga að auka útflutning og minnka innflutning.

Annað var einnig gert: hinum nýja banka var gert skylt að viðhalda eigin gjaldeyrisvaraforða í samræmi við nettó útlán hans. Með öðrum orðum gat bankinn ekki aukið útlán sín nema hann ætti til þess gjaldeyri.

Kjörgengiskerfið

Hagfræðingurinn Leigh Harkness var efnahagsráðgjafi Tonga. Það var út frá þessari reynslu sem hann byggði upp kjörgengiskerfið (e. Optimum Exchange Rate System).

Kjörgengiskerfið gengur út á að takmarka getu bankastofnana til þess að veita of mikil útlán og þar með mynda of mikið af peningum innan viss tímabils. Ef bankastofnunum er gert kleift að lána út eins og þær vilja er hættan sú að of mikið af innlendum peningum, krónum í tilviki Íslands, eru búnir til. Afleiðingin er, þar sem þessir peningar eru m.a. notaðir til kaupa á erlendum gjaldeyri til innflutnings, að gjaldeyrisvaraforði landsins minnkar og til að viðhalda greiðslugetu við útlönd er nauðsynlegt að leyfa gengi hins innlenda gjaldmiðils að falla.

Þetta samband, þ.e. útþensla útlána og virðisrýrnun íslensku krónunnar, er augljóst á Íslandi.

Eftirfarandi graf sýnir í raun sambandið svart á hvítu og er auðvelt að sannreyna með hagrannsóknaraðferðum: fyrst þenjast útlán bankakerfisins út og svo fellur krónan. Þannig hefur það alltaf verið allt frá upphafi bankareksturs á Íslandi! Þetta er sjúkdómsgreiningin sem Arnór Sighvatsson talaði um að yrði að vera rétt til að endurskoðun peningamála á Íslandi yrði árangursrík.

 

Útlínur kjörgengiskerfisins í tilviki Íslands

Sé kjörgengiskerfið tekið upp á Íslandi yrði framvæmd þess í ætti við eftirfarandi:

Útlán bankastofnana eru tengd við gjaldeyriseign þeirra sjálfra. Eigi banki t.a.m. 10 dollara, eða andvirði þess í erlendum gjaldeyri, getur hann lánað út, t.d., andvirði 100 dollara í íslenskum krónum m.v. gengi hvers tíma. Peningamargfaldarinn er m.ö.o. „10“ í þessu tilviki og hann er ákveðinn ekki af bankastofnunum sjálfum eins og tilfelli allra annarra valkosta í peninga- og gengismálum heldur af ráðandi peningamálayfirvöldum, þ.e. Seðlabanka Íslands.

Hversu hár peningamargfaldarinn er fer eftir efnahagsskilyrðum og þeim markmiðum sem peningamálayfirvöld vilja ná. Sé lág verðbólga og hátt atvinnustig markmiðin er sambandið svo að ef verðbólga er há skal peningamargfaldarinn lækkaður til að draga úr nettó nýmyndun útlána bankakerfisins. Slíkt leiðir af sér minni nýmyndun peninga í umferð og þar með lægri verðbólgu. Ef atvinnuleysi er hátt er peningamargfaldarinn aukinn til að hvetja til nýmyndun lána og útþenslu peningamagns til örvunar á hagkerfinu. Það er val ráðandi peningamálayfirvalda hversu mikið vægi verðbólga og atvinnuleysi skuli hafa þegar peningamargfaldarinn er ákveðinn en vert er þó að vekja athygli á því að markmiðin um lága verðbólgu og hátt atvinnustig þurfa alls ekki að stangast á: það er hægt að ná og viðhalda báðum á sama tíma. Rétt útfærsla á kjörgengiskerfinu leiðir raunar beinlínis til þess.

Þessum markmiðum, eða hverjum þeim sem peningamálayfirvöld vilja ná, er náð í gegnum viðskipti við útlönd. Gengi gjaldmiðilsins, krónu í tilviki Íslands, er órjúfanlegur hluti af viðskiptum við útlönd. Nafn kerfisins (kjörgengiskerfið) byggir á því að gengi gjaldmiðilsins mun breytast uns þeim markmiðum sem peningamálayfirvöld setja sér nást. Þetta gengi kallast kjörgengi (e. optimum exchange rate).

Vakin er athygli á því að það er bankakerfið sjálft, og ekki aðeins peningamálayfivöld, sem vilja ná þessu kjörgengi og viðhalda því. Ástæðan er að í kjörgengi er peningamargfaldarinn hæstur og hagnaður bankanna mestur að teknu tilliti til kostnaðar þeirra við að viðhalda gjaldeyrisforða. Í kjörgengiskerfinu er hagur bankakerfisins og raunhagkerfisins sá sami; bankarnir vilja ná kjörgengi og viðhalda því til að geta lánað út sem mest og þar með aukið hagnað og á sama tíma er atvinnustig hátt og verðbólga lág.

Kjörgengiskerfið er raunhæft og heillavænlegt kerfi

Stjórnun peningamála og ráðandi hagfræðihugsun á hverjum tíma fyrir sig er að stórum hluta tískufyrirbrigði. Fyrir einni öld þótti það hálfpartinn fráleitt að íhuga þann möguleika að gullfóturinn myndi nokkurn tímann gefa eftir sem ráðandi peningamálafyrirkomulag. Síðan þá hefur gullfóturinn þurrkast út, tvisvar, og þrjár aðrar peningastefnur tekið við með mjög mismunandi árangri: Bretton Woods, fastgengi og flotgengi með verðbólgumarkmiði.

Það var seðlabanki Nýja Sjálands sem var frumkvöðull verðbólgumarkmiðsins á 9. áratugnum. Síðan þá hefur það markmið umbreyst úr lítilli tilraun á vegum lítils hagkerfis sem inniheldur fleiri kindur en manneskjur í ráðandi peningastefnu í heiminum öllum. Verðbólgumarkmiðið hefur hins vegar boðið skipbrot þar sem því hefur mistekist að viðhalda fjármálalegum stöðugleika.

Í ljósi ofansags vill bréfritari hvetja forsvarsmenn Seðlabanka Íslands til að skoða af fullri alvöru valkostinn um að taka upp kjörgengiskerfið upp á Íslandi. Kjörgengiskerfið er vissulega lítið þekkt, líkt og verðbólgumarkmiðið var á 9. áratugnum, en fræðilegur grundvöllur þess er mjög traustur. Þá er það mat bréfritara sem doktorsnema í fjármálalegum stöðugleika að ekkert peningakerfi kemst nærri getu kjörgengiskerfisins til að viðhalda efnahagslegum stöðugleika.

Frekari og ítarlegri fróðleik um kjörgengiskerfið má m.a. finna á heimasíðu Leigh Harkness: www.buoyanteconomies.com  

17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

SætaSvínið: PertýBinbo
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar