12. nóv. 2010 - 11:00Ólafur Margeirsson

Lífeyrissjóðakerfið er hrunið!

Pýramídasvindl (stundum kallað Ponzi svindl eða Ponzi píramídi) er gamalt og klassískt bragð fjármálasvindlara. Bragðið gengur út á að lofa miklum fjármunum eða ávöxtun af einhvers konar fjárfestingu og laða þannig að nýja og nýja fjárfesta sem byggja upp „píramída“ af eignum. 

Þeir sem neðstir eru í píramídanum eru fyrstu fjárfestarnir og þeir fá sína himinháu vexti því inngreiðslur nýrra fjárfesta, þeirra sem eru á toppnum, nægja til þess að borga þessa háu vexti sem lofað var. Þegar tíminn líður og inngreiðslur nýrra fjárfesta dragast saman eða markmið um ávöxtun fjármunanna bregðast fellur hins vegar allt kerfið saman og allir sitja eftir í súpunni.

Sameignarkerfi íslenska lífeyrissjóðakerfisins er, líkt og svo mörg önnur lífeyriskerfi annarra landa, dæmi um píramídasvindl.

Sameignarkerfið er tóm blaðra

Með mikilli einföldun má segja að íslenska lífeyrissjóðakerfið byggist upp á tveimur stoðum: séreign og sameign. Séreign er, eins og gefið er til kynna, sjóður þar sem hver og einn sjóðsfélagi borgar inn iðgjöld og safnar eign eyrnamerktri honum einum. Þetta kerfi getur í raun ekki hrunið því eign hvers og eins er einfaldlega háð hans fortíðar iðgjöldum og ávöxtun á markaði. Vonbrigði um ávöxtun geta vissulega átt sér stað en þar sem samtrygging er engin þá er það aðeins eigandinn einn sem ber minna úr býtum og enginn annar.

Hin stoðin er sameignarkerfi, einnig oft kallað samtryggingarkerfi. Hér borga allir í eina stóra hít og réttindasöfnun hvers og eins byggist að mestu leyti á hans eigin iðgjöldum ásamt einhvers konar forsendum um iðgjöld annarra og, það sem er svo mikilvægt, loforða um réttindaávinnslu.
Þetta sameignarkerfi er gjörsamlega hrunið og það til frambúðar.

Af hverju og hversu mikið er kerfið hrunið?

Stór hluti af þessu sameignarkerfi er loforðið sem gefið er þeim sem safna lífeyrisréttindum um 3,5% raunávöxtun sinna iðgjalda. Önnur mikilvæg loforð má m.a. finna í lögum 1/1997 um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Eldri loforð má rekja allt til stofnunar lífeyrissjóðakerfisins á 7. áratugnum og jafnvel fyrr. 

Öll þessi loforð um ávöxtun og lífeyrisréttindi hafa svo þau áhrif, eins og Ásmundur Stefánsson kemst svo réttilega að orði þegar í janúar 1994, að „almennu lífeyrissjóðirnir ÞURFA 3,5% raunvexti“ (bls. 5). 

Því miður gleymdist alveg í öllu loforðaflóðinu að athuga hvort hægt væri að standa við þau öll til frambúðar! Ég er búinn að lýsa því aftur og aftur hvernig hagkerfið getur ekki staðið undir 3,5% raunávöxtunarkröfu sjóðanna til langs tíma; það er gjörsamlega útilokað að lofa 3,5% raunávöxtun á eignir sjóðanna, þ.e. lífeyrisréttindi landsmanna, til frambúðar. Nú er svo komið, m.v. stöðu sjóðanna í lok árs 2009 og mat Fjármálaeftirlitsins (tafla 8.1, bls. 80), að það er 740 ma.kr. halli á stöðu sjóðanna; sjóðirnir, a.t.t. til framtíðar eigna þeirra og loforða um lífeyrisréttindi, eru með 740ma.kr. gat á efnahagsreikningi sínum. Það eru létt 50% af vergri landsframleiðslu og 300 mö.kr. meira en tekjur ríkissjóðs í fyrra. 

Rétt er að geta þess sérstaklega að 400 ma.kr. gat er á efnahagsreikningi lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en ríkisábyrgð er á greiðslum hans. Hvar ætlar ríkissjóður að finna fjármuni til að borga þessi lofuðu lífeyrisréttindi?

Endurskoðun kerfisins hið snarasta er lífsnauðsynleg

Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er það einfaldlega staðreynd að lífeyrissjóðakerfi Íslendinga er ekki sjálfbært og mun ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Þessar skuldbindingar eru að stórum hluta loforð kerfisins að ná 3,5% raunávöxtun á lífeyrisréttindi sinna skjólstæðinga. Óvart var, þegar 3,5% viðmiðið var sett fram, búinn til risavaxinn Ponzi píramídi sem er nú við það að hrynja endanlega. Önnur loforð um ávinnslu lífeyrisréttinda gerðu svo illt verra.

Stór hluti af því að reisa lífeyrissjóðakerfið við, og með því hagkerfið, er að breyta 3,5% viðmiðinu hið snarasta og fara strax í að endurskoða öll lög um lífeyrisréttindi og ávinnslu þeirra. Séreignakerfið má þannig lagað séð sigla sinn sjó sem stendur en ef sameignakerfið er ekki tekið í gegn nú þegar mun Ponzi píramídinn sem það er hrynja endanlega niður á nú þegar gjaldþrota hagkerfi Íslands. Og þá mun enginn, hvorki verkalýðurinn né fyrirtæki, bera nokkurn skapaðan hlut úr býtum.

17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

Dægurflugan: ABBA feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar