30. mar. 2012 - 12:00Ólafur Margeirsson

Krónan fellur ekki af sjálfu sér

Nú þegar krónan fellur mest af gjaldmiðlum heimsins gagnvart bandaríska dollarnum og verðbólga er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans hugsa sjálfsagt margir henni þegjandi þörfina. En það það þarf enginn að vera hissa á því að krónan sé að falla. Ástæðan er sú sama og hún hefur alltaf verið: bankakerfið er að búa til peninga samhliða því sem það lánar fólki peninga.

Þessum splúnkunýju peningum er eytt í vörur og þjónustu sem bæði er framleidd innan sem utan landssteinanna. Þegar þeim er eytt utan landssteinanna eða í innflutning er flæði úr nýmynduðum krónum, sem myndast samhliða útlánastarfsemi bankakerfisins, yfir í erlendan gjaldeyri.

Allt frá 1970 hefur orsakasamhengið alltaf verið í þá áttina að fyrst þenjast skuldir út og svo fellur krónan. Ég kom inn á það orsakasamhengi í Verðbólga, skuldir og íslenska krónan.  Þar náðu gögnin hins vegar aðeins yfir tímabilið 1970 – 2007.

Ég hef nú fundið gögn sem nokkurn veginn er hægt að nota fyrir árin 2008 – 2011. Þannig að ef við horfum á allt tímabilið 1970 – 2011 lítur myndin svona út:

 

Orsakasamhengið er sem fyrr þannig að fyrst aukast skuldir Íslendinga (í eigu Íslendinga, ég er ekki að tala um erlendar skuldir!) og það veldur veikingu krónunnar. Granger-keyrslurnar eru:

 

Keyrslan hér að ofan segir í stuttu máli að veiking krónunnar gagnvart USD veldur því að það dregur úr aukningu skulda milli ára, t.d. vegna þess að auknar krónu-útflutningstekjur eru notaðar til að borga skuldir og einnig að veiking krónunnar hefur þau sálfræðilegu áhrif á fólk og fjárfesta að þeir vilja ekki taka jafn mikið af nýjum lánum og áður. Keynes kallaði þau áhrif „animal spirits“. Það er undirstrikað að hér eru heildarskuldir Íslendinga í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja sem eru til skoðunar, ekki aðeins verðtryggðar skuldir.

Keyrslan hér að ofan sýnir að ef heildarskuldir Íslendinga í eigu íslenskra aðila aukast um 10% þá mun krónan falla gagnvart USD um ca. 8% árið eftir. Það er það sem er að gerast í dag.

Fasteignamarkaðurinn hefur áhrif

Ástæðan fyri r því að krónan er að falla gagnvart dollar er einfaldlega sú að það er skuldaútþensla í gangi innan bankakerfisins. Sú skuldaútþensla á sér að öllum líkindum uppruna á fasteignamarkaðinum. Fólk tekur lán til að kaupa hús, lánið er búið til úr engu í bankastofnuninni (ekki er verið að lána sparnað nokkurs manns) og peningarnir sem seljandi fasteignarinnar fær fyrir sinn snúð enda í hagkerfinu og er eytt, eftir því sem tíminn líður, í innflutning.

Þar með enda peningarnir, sem voru myndaðir úr engu vegna þess að einhver vildi kaupa íbúð með láni frá bankastofnun, á gjaldeyrismarkaðinum þar sem nýmynduðu krónunum er skipt út fyrir dollara og dollurunum eytt í innflutning. Krónan veikist því gagnvart dollar.

Í þessu sambandi er t.d. gaman að skoða hvernig heildarupphæð nýrra útlána keyrir hækkunarferlið á fasteignamarkaðinum áfram.

Hækkunin á fasteignamarkaði er keyrð áfram af nýjum útlánum, einkum og sér í lagi frá bankastofnunum í kjölfar þess að þær hófu að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán. Rauða línan sýnir aukningu í nýjum útlánum (á hægri ás) en sú bláa sýnir nafnhækkun fasteignaverðs síðustu 12 mánuði. Tekið af www.icelandicecon.blogspot.com.

 

Og ef við skoðum hvernig útlán til heimila hafa breyst frá Hruni og gengi dollars yfir sama tímabil:

Ársbreyting í gengi krónunnar gagnvart dollar og ársbreyting í útistandandi skuldum heimila. Athugið að um sama skala er að ræða.  

 

Trikkið er að takmarka útlánagetu bankastofnana

Þannig að það er engin stórkostleg ráðgáta hví krónan sé að falla, þrátt fyrir að vera innan gjaldeyrishafta. Að krónan falli í kjölfar þeirrar aukningar nýmyndunar fasteignaskulda sem hefur átt sér stað frá því 2010 er fullkomlega eðlilegt og það kemur höftunum ekkert við.

Ef við viljum draga úr falli krónunnar gagnvart dollar og öðrum gjaldmiðlum er ráðið við því afskaplega einfalt: takmörkum nýmyndun nettó útlána bankastofnana við þær gjaldeyristekjur sem þjóðarbúið skapar sér t.d. við hlutfallið 1:3, þ.e. ef þjóðarbúið vinnur sér inn nettó 1 USD, s.s. með útflutningi eða ferðamannaþjónustu, mega innlánastofnanir nettó nýmynda ígildi 3 USD í útlánum. Það er raunar mörg góð rök fyrir því að þetta hlutfall eigi að vera síbreytilegt og taka t.d. tillit til verðbólgu þannig að ef verðbólga er há skal geta bankastofnana til að nýmynda skuldir skerðast.

Skemmtileg og afskaplega hagstæð afleiðing af þessu kerfi er að vextir á Íslandi yrðu að vera lægri en þeir eru í dag. Og það væri allt í lagi verðbólgunnar vegna. Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti niður í 2-3% og haldið þeim þar til frambúðar án þess að nokkur maður þyrfti að óttast hærri verðbólgu vegna þess.

Að lokum ætla ég að vekja athygli á því að ég spila ekki með einhverju liði í „króna vs. evra vs. norsk króna vs. kanadadollar vs. eitthvað annað“ kappleiknum. Ég vil einfaldlega að fólk fjalli um gjaldmiðla og hagfræði af raunsæi og taki mark á raunveruleikanum.
17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar