10. feb. 2012 - 12:00Ólafur Margeirsson

Er ekki komið nóg?

Nú man ég ekki hvort það var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, talandi um ríkisfyrirtæki og hversu illa slík fyrirtæki væru alltaf rekin, sem sagði eitthvað á þá leið að „öllum er sama um það sem allir eiga“ – í skilningi þess að það væri aldrei hægt að finna einstakling sem væri ekki „sama“ um rekstur einhvers sem væri í allra eigu því hann sjálfur tapaði svo litlu á því ef illa færi. Það ætti sérstaklega við ef viðkomandi einstaklingur stjórnaði „því sem allir eiga“ og gæti samhliða því borgað sjálfum sér ýmsar ívilnanir.

Umræðan um lífeyrissjóðina og –kerfið í heild er hálfpartinn svipuð. Þótt rífast megi um hvort sjóðirnir hafi tapað 480 milljörðum eða ekki þá virðist alltaf sama þemað í gangi: stjórnendur sjóðanna, kjörnir eða ekki, virtust hafa litla hugmynd um hvað þeir voru að gera (nema þeir sem stjórnuðu lífeyrissjóði bankamanna, þeir höfðu vit á því að eiga ekkert í bönkunum) og voru þess aukin heldur í boðsferðum –ehemm, afsakið, „vinnuferðum“ – með þeim sem vildu fá þá til að fjármagna eitthvert ævintýrið.

Náttúrulega, ekki bara í tilefni rannsóknarskýrslunnar á lífeyrissjóðunum heldur almennt séð líka, hlýtur eftirfarandi spurning að eiga rétt á sér: til hvers í ósköpunum erum við með lífeyrissjóði á annað borð?

Kosturinn við sjóðsöfnunarkerfi

Ein, og helsta, ástæðan er til að forðast „gamalmennagildruna“ – hækkandi hlutfall eldri borgara af heildarfjölda þjóðarinnar – sem vestrænar þjóðir sem ekki eru með sjóðsöfnunarkerfi þurfa að hafa miklar áhyggjur af. Þótt það vanti 650ma.kr. (rúmlega 40% af landsframleiðslu) í „sjóðsöfnunarkerfið“ á Íslandi (40% af kerfinu er gegnumstreymiskerfi) þá er það alltént skárra en 50 billjóna (e. trillion) gatið á lífeyriskerfi Bandaríkjanna. Gatið þar, m.v. þessa stjarnfræðilegu tölu, er rúmlega 300% af árlegri landsframleiðslu.

„Gamalmennagildran“ á Íslandi: myndin sýnir hlutfall 67 ára og eldri af heildarmannfjölda eftir árum samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar. Spurningin er: hvernig á að tryggja öllum nægilegt lifibrauð í ellinni?

 

En þar með er það nú bara eiginlega komið: helsti og eini kosturinn við „sjóðsöfnunarkerfið“ á Íslandi er að peningurinn er (á að vera) þar þegar fólk fer á ellilífeyri. Sumir vilja halda því fram að „sjóðsöfnunarkerfi“ lækki vexti á fjármagnsmarkaði því það er framboð af lánsfé. En það er bara steypa!

Í fyrsta lagi er gerð sú lagalega krafa – já, hún er bundin í lögum, þið (sérstaklega Gylfi Arnbjörnsson og Guðmundur Gunnarsson) fáið mig ekki til að halda öðru fram! – að „sjóðsöfnunarkerfið“ á Íslandi nái a.m.k. 3-4% raunávöxtun á það fjármagn sem höndlað er með. Þar sem fjármagnið í lífeyrissjóðunum er stór hluti eða jafnvel meirihluti af því fjármagni sem er á íslenskum fjármagnsmarkaði er beinlínis kominn kerfisþáttur, í formi lagalegrar lágmarkskröfu um ávöxtun, sem heldur uppi vaxtastiginu innan íslenska hagkerfisins.

Í öðru lagi er sparnaður alls ekki forsenda þess að til sé fjármagn til fjárfestinga. Fjármagn er búið til af bankakerfinu sem var tilefni þess að Schumpeter kallaði bankastofnanir „framleiðendur kaupmáttar“ (e. producers of purchasing power). Þegar einstaklingur tekur lán hjá banka er innlán hans búið til á sama tíma án þess að bankinn „taki“ innlán af nokkrum öðrum bankareikningi annars aðila sem er með innlán sín hjá viðkomandi banka. Innlánið sem er búið til samhliða því sem búið er til útlán hjá þeim sem tekur lán er svo notað til að fjárfesta, s.s. kaupa hús eða borga laun við lagningu vegar eða byggingu verksmiðju.

Hlutfall af þeim útborguðu launum enda svo sem sparnaður þeirra sem fá launin útborguð. Þannig er það þveröfugt við það sem klassísk hagfræði heldur fram: lánveitingar og fjárfestingar verða ekki til vegna þess að sparnaður á sér stað heldur á sparnaður sér stað vegna þess að fjárfesting á sér stað. Þar með er hægt að gleyma öllum ímynduðum vandamálum um „skort á fjármagni til fjárfestinga“ vegna „skorts á sparnaði“ því fjármagn til fjárfestinga er búið til af bankastofnunum, svo lengi sem þær eru ekki ónýtar, s.s. vegna of hárra vaxta innan hagkerfisins sem gera lántaka gjaldþrota í stórum stíl og bankastofnanir í kjölfarið.

Samsullið milli almannatryggingakerfisins og lífeyriskerfisins

Upprunalegi tilgangurinn með því að koma lífeyriskerfinu á fót á 7. og 8. áratugunum var að kerfið myndi hægt og rólega taka við almannatryggingahlutverkinu af hinu opinbera. Það hefur síður en svo tekist því flækjustigið milli almannatrygginga og lífeyristrygginga er þvílíkt að ekki nokkur maður er fær um að skilja það nema sökkva sér algjörlega í það. Og það á ekki að þurfa: tryggingakerfi eiga að vera einföld og auðskiljanleg svo fólk viti nákvæmlega að hverju það gengur.

Iðgjöld í lífeyrissjóði eru ekkert annað en skattur þótt þau séu kölluð fallegra nafni. Þessi skattur veitir svo rétt á ákveðnum örorku-, maka- og ellilífeyri eftir því sem árin líða hjá. En ef lífeyriskerfið veitir ekki vörnina þegar á henni er þörf er það almannatryggingakerfið sem grípur viðkomandi.

Í alvöru talað: af hverju að hafa tvöfalt kerfi fyrir örorku- og makalífeyri? Nefnið eina góða ástæðu fyrir því!

Af hverju má ekki flytja örorku- og makalífeyrishluta lífeyriskerfisins yfir á almannatryggingakerfið og hækka skatta, t.d. tekjuskatt á einstaklinga, til að mæta þeim aukna kostnaði og á sama tíma lækka iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði? Iðgjaldagreiðslur sem eftir eru, e.t.v. 5-10% af launum, væru svo áfram skyldusparnaður sem endaði í lífeyrissjóði sem þú átt og erfist til þinna nánustu. Þann lífeyrissjóð muntu geta notað þegar þú hættir að vinna.

Líklega einfaldara og betra kerfi

Með þessu væri ýmsu náð fram. Skyldusparnaður fyrir eftirlaunaárin væri áfram til staðar og hvort sem okkur líkar það betur eða verr er betra að slíkt sé til staðar: það er mannleg náttúra að fresta því of lengi að gera það sem er okkur sjálfum fyrir bestu ef það tekur langan tíma fyrir jákvæð áhrif viðkomandi aðgerðar að koma fram („þetta reddast“ hugsanahátturinn). Þar með talið er t.d. sparnaður til eftirlaunaáranna og þess vegna er það jákvætt, almennt séð, að það sé skyldusparnaður.

Þá yrði almannatryggingakerfið og samsullið milli þess og lífeyriskerfisins a.m.k. einfaldað. Minna væri til af fé „sem allir eiga en öllum er sama um“ og því minni hætta á því að það væri beinlínis misnotað eins og raunin virðist hafa verið á „uppgangsárunum“. Minna af lífeyrisfjármagni sem yrði að ná 3-4% ávöxtun væri í umferð svo áhrif lífeyriskerfisins á vaxtastigið myndu minnka (fyrir utan að það er náttúrulega fráleitt að hafa fyrirfram ákveðin ávöxtunarviðmið eða markmið nema auðvitað 0% raunávöxtun að lágmarki).

Gallinn væri að hluti af „gamalmennavandanum“ myndi koma fram eftir því sem tíðni örorku ykist samhliða hærri meðalaldri þjóðarinnar. En sannast sagna er núverandi lífeyriskerfi gjörsamlega vanbúið til að taka á þeim vanda hvort eð er. Svo sá vandi er til staðar nú þegar.

Stórgallað kerfi sem verður að breyta, hvernig sem það væri gert

Hvernig sem breyta ætti kerfinu – ég viðraði tillögu á síðasta ári – er alveg kristaltært að núverandi lífeyriskerfi er verulega gallað. Það er vanfjármagnað; það er tiltölulega dýrt í rekstri (nema sé miðað við hlutfall rekstrarkostnaðar af eignum sem er aðeins einn mælikvarði af mörgum sem verður að horfa á); það er opið fyrir spillingu s.s. í formi „vinnuferða“ og krosstengsla milli stjórnenda sjóðanna, verkalýðsforystunnar og forystu atvinnurekanda; það er vantraust á því m.a. vegna skorts á lýðræði; það er ekki að ná fram markmiðum sínum um að tryggja lágmarkslífeyri til framfærslu; það ýtir vaxtastiginu upp á við sem hefur skelfileg áhrif á fjármálalegan stöðugleika innan hagkerfisins bæði til skamms sem langs tíma; og það er alltof flókið fyrir meðaleinstaklinginn til að skilja það.

Satt best að segja er fátt við íslenska lífeyriskerfið sem renna ætti stoðum undir þá skoðun margra að það sé eða ætti að vera „öfundsvert“ í augum margra þjóða. En svo skal böl bæta að benda á annað verra.

17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

Lottó - ágúst '14
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.8.2014
Maðurinn með hattinn, hann á engan aur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.8.2014
Skylda til tilkynningar um hljóðritun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.8.2014
Blómið í hóffarinu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.8.2014
Þessu óréttlæti verður að linna
Fleiri pressupennar