12. júl. 2012 - 11:37Ólafur Margeirsson

Afturgöngulífeyriskerfi

Afturgöngubanki (e. zombie bank) er hugtak sem stundum er notað fyrir bankastofnanir sem eru í raun og reynd með neikvætt eigið fé – tæknilega gjaldþrota – en með aðstoð, oftar en ekki hins opinbera í einni eða annarri mynd, eða bókhaldsbrellum ráfa þær samt áfram á mörkuðum og hagkerfum.

Afturgöngubankar eru oftar en ekki til meiri skaða en bóta sökum þess að þeir t.d. veðja stundum á eigin endurreisn (e. gamble for resurrection) með því að taka þátt í fjárfestingum sem eru áhættusamar en gætu, hugsanlega, blásið lífi í eigið féð. Slíkt er jú talið „allt í lagi“ frá þeirra bæjardyrum séð þar sem það helsta neikvæða sem gæti gerst væri að auka þyrfti brögðin eða aðstoðina til að halda bönkunum á floti. Og slíkt er til staðar þá þegar.

Afturgöngubankar geta líka verið til trafala vegna þess að þeir eru beinlínis fyrir nýjum fjárfestingum, fjárfestingum sem væru annars fjármagnaðar með þeim peningum sem annars fara í að halda hinum, í raun, dauðu bönkum gangandi. Þetta er það sem hagfræðingar sem kenna sig við austurríska hagfræðiskólann (e. Austrian economics) kalla „malinvestments“ sem e.t.v. mætti þýða sem „skaðafjárfestingar“.

Þá getur það skeð að afturgöngubönkum er haldið á floti af hinu opinbera vegna þess þeir eru „of stórir til að falla“: bankarnir eru svo kerfislega mikilvægir að gjaldþrot þeirra myndi valda miklum vandræðum á fjármálamörkuðum. Þau vandræði geta verið bæði til skamms sem langs tíma og einmitt vegna þess að það er ekki ljóst hver áhrifin af gjaldþroti slíkra banka yrðu vill enginn taka áhættuna á því, allra síst stjórnmálamenn (sérstaklega eftir ofsahræðsluna sem fylgdi falli Lehman  í september 2008). Þess vegna er bönkunum haldið á floti, jafnvel þótt allir átta sig á því að það geti ekki verið jákvætt, vegna óttans eins við breytingarnar.

Það er betra að losa sig við slíkar fjármálastofnanir heldur en að forðast að horfa framan í sannleikann og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir. En því miður er slík strútahegðun uppháhalds dægradvöl og taktík stjórnmálamanna: „ég ætla ekki að taka á mig skammirnar af þessu, næsti maður verður að gera það!“ Stundum er þetta kallað á ensku „IBGYBG“ (“I’ll be gone, you’ll be gone!”).

Hið tæknilega gjaldþrota íslenska lífeyriskerfi

Skýrsla Fjármálaeftirlitsins sem birt var í síðustu viku um stöðu íslenska lífeyriskerfisins staðfestir það sem margir óttuðust: lífeyriskerfið er, ennþá, með tröllvaxið gat á eigin efnahagsreikningi. Í árslok 2011 var gatið upp á aðeins litlar krónur 668 milljarða. Það ku vera 135% af brúttó tekjum ríkissjóðs árið 2011. Helsta ástæða þess að gatið er ekki að stækka hraðar en það er að gera er sú að almennu sjóðirnir hafa skert lífeyrisréttindi sinna skjólstæðinga um að minnsta kosti 130 milljarða síðustu tvö ár. Mikið er ágæti þeirra sterku sjóða eða hitt þó heldur.

Íslenska lífeyriskerfið, þ.e. samtryggingarhlutinn, er afturgöngulífeyriskerfi: það er tæknilega gjaldþrota – „eigið fé“ þess er neikvætt um 668 milljarða króna – og uppbygging þess er beinlínis hindrun fyrir efnahagslegri uppbyggingu Íslands. Þetta gildir bæði um opinbera (þ.e. ríkistryggða) sem og almenna hluta þess.

Samt sem áður, og mjög svo í anda afturgöngufjármálastofnana yfir höfuð, hafa stjórnmálamenn – og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna sjálfra – forðast að horfa í augu við djöfulinn og frestað því endurtekið, í mörg ár, að taka á vandanum. Það eru jú allar líkur á því að viðkomandi aðilar verði í raun og reynd farnir þegar þakið, sem lekur nú þegar svo heilu baðkörunum skiptir, hrynur endanlega í hausinn á þeim sem, ennþá, búa í húsinu og hafa ekki fært sig um set í næsta hús.

Mörgum stjórnmálamanninum er raunar ekki ólíklega svo að segja slétt sama hvort eð er: þeirra eigin lífeyrisréttindi eru tryggð í bak og fyrir af ríkinu sjálfu og eru þess aukin heldur ríflegri en almennt á vinnumarkaðinum. Það eru ekki bara gleraugu og frí líkamsræktarkort sem stjórnmálamenn skammta sér.

Hvernig er kerfið gjaldþrota?

Geta lífeyriskerfisins til að standa við sínar skuldbindingar er mæld með svokallaðri tryggingafræðilegri stöðu. Tryggingafræðilega staðan skiptist í tvennt:

Áfallin staða lýsir áætluðu jafnvægi milli þeirra eigna sem sjóðirnir hafa nú þegar safnað saman (iðgjöld + ávöxtun) og þeirra skuldbindinga sem þeir hafa nú þegar lofað að borga út.

Framtíðarstaða lýsir áætluðu jafnvægi milli þeirra eigna sem sjóðirnir munu safna saman í framtíðinni (iðgjöld + ávöxtun) þeirra skuldbindinga sem sjóðirnir munu þurfa að standa við í framtíðinni.

Summan af áfallinni stöðu og framtíðarstöðu er tryggingafræðilega staðan. Þessi staða er nú í 668 milljarða mínus: eigi sjóðirnir að uppfylla þær skuldbindingar sem þeim er ætlað að uppfylla í framtíðinni þurfa þeir að finna 668 milljarða króna.

Raunar er það svo að sjóðirnir þurfa að finna 553 milljarða ætli þeir að uppfylla eingöngu þær skuldbindingar sem þeir hafa nú þegar lofað: það er búið að lofa 553 milljörðum nú þegar sem ekki eru til og ekki verða til!

Það er í raun ekki ósvipað því að þjóðin hafi ákveðið að taka 553 milljarða króna yfirdrátt hjá sjálfri sér. Þennan yfirdrátt eiga svo komandi kynslóðir að borga.

Einhver hefði einhvern tímann einhvers staðar velt því fyrir sér hvort þetta væri nú yfirmáta gáfulegt! Það verður að segjast eins og er að það hlýtur að vera afskaplega hentugt fyrir núverandi stjórnmálamenn að kynslóðir framtíðarinnar geti ekki kosið í kosningum í dag.

Að fara ofan í nýjustu skýrslu Fjármálaeftirlitsins um lífeyriskerfið er efni í margar blaðsíður, misjákvæðar. Þær verða birtar í smáskömmtum á næstu dögum og vikum.
17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Fleiri pressupennar