18. maí 2010 - 10:01Ólafur Margeirsson

3,5% regla lífeyrissjóðanna kæfir hagkerfið

Íslendingar hafa löngum montað sig af því að eiga stóra og öfluga lífeyrissjóði. Það er rétt að sjóðirnir eru með þeim stærstu í heimi, m.v. stærð hagkerfisins, en tryggingafræðilegt gólf þeirra á ávöxtun eigna sinna heldur aftur af efnahagslegri endurreisn landsins.

Þegar lífeyrissjóðirnir reikna út iðgjöld sjóðsfélaga sinna miða þeir við 3,5% lágmarks raunávöxtun til langs tíma. Með öðrum orðum er reynt að tryggja sjóðsfélögum að lágmarki 3,5% raunávöxtun iðgjalda sinna. Fari ávöxtunin niður fyrir það lágmark þarf viðkomandi lífeyrissjóður að endurskipuleggja (lækka) greiðslur sínar til sjóðsfélaga. Slíkt gerðist nýlega og var skiljanlega talsvert í umræðunni.

Það sem ekki hefur verið í umræðunni er að 3,5% gólfið á raunávöxtun lífeyrissjóðanna er að kæfa hagkerfið, bókstaflega halda því í gíslingu. Þetta gólf er stór ástæða þess hví raunvextir á Íslandi hafa í sögulegu ljósi verið hærri en í nágrannalöndunum.

Áhrif lífeyrissjóða á vexti

Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega stærsti fjárfestingarhópurinn á íslenska verðbréfamarkaðinum og þannig hafa þeir geigvænleg áhrif á vaxtastig á markaði. Sem dæmi er virði skuldaviðurkenninga í íslenskum krónum skráðra í Kauphöll Íslands ríflega 1.400ma.kr., lífeyrissjóðirnir eiga ca. 900ma.kr. af því. Þeir eiga 442ma.kr. af útistandandi skuldabréfum Íbúðalánasjóðs sem hann gefur út til að fjármagna sín útlán til húsnæðiskaupa. Þar af eiga þeir meira en 90% af gömlu húsnæðisbréfunum, 75% allra húsbréfa og ríflega 50% af öllum íbúðabréfunum. Sjóðirnir eru því stærsta einstaka uppspretta fjármagnsins sem Íbúðalánasjóður útvegar sér; meira en helmingur af útistandandi verðbréfum ÍLS er í eigu lífeyrissjóða. Sjálfir lána sjóðirnir einnig til íbúðalánakaupa og þar eiga þeir tæplega 180ma.kr.


Bein áhrif þeirra á íbúðalánamarkaðinn á Íslandi er þannig í formi u.þ.b. 620ma.kr. sem lauslega reiknað er tæpur helmingur af heildarstabba allra íbúðalána í íslenskum krónum – endanlegar tölur eru óþekktar vegna skorts á upplýsingum frá nýju bönkunum. Áhrifa þeirra gegnir einnig óbeint því markaðsmikilvægi lífeyrissjóðanna fyrir Íbúðalánasjóð þýðir að ef þeir kaupa ekki skuldabréf sjóðsins, getur hann ekki fjármagnað útlánastarfsemi sína að fullu. Lífeyrissjóðirnir eru markaðsleiðtogi (e. market leader) á íslenska skuldabréfamarkaðinum.

Þetta þýðir að 3,5% ávöxtunarkrafan sem lífeyrissjóðum er skylt að fylgja veldur því að ávöxtunarkrafa skuldabréfa Íbúðalánasjóðs mun aldrei fara langt niður fyrir 3,5%. Íbúðalánavextir á Íslandi munu því aldrei fara niður fyrir fyrrnefnda kröfu að viðbættu kostnaðarálagi. Það hefur myndast vaxtagólf á íbúðalán. Þetta gólf hefur verið við lýði síðan 1997 (lög nr. 129/1997 og reglugerð 391/1998).

Í flestum hagkerfum væri slíkt gólf algjörlega óhugsandi af þeirri einföldu ástæðu að heimilin ráða ekki við að borga svo háa raunvexti til langs tíma; fyrr en síðar mun önnur neysla þeirra líða fyrir háa ávöxtunarkröfu íbúðalána og hagerfið allt hægir á sér; vextir yrðu þannig að lækka um leið ætti viðkomandi hagkerfi að eiga möguleika á að stíga aftur í lappirnar.

Á Íslandi tryggir verðtryggingin hins vegar að heimili verða ekki fyrir því lausafjáráfalli sem þau annars yrðu ef nafnvaxtakrafa, og þar með greiðslubyrði, íbúðalána myndi fylgja verðbólgu nákvæmar og í samræmi við raunvaxtakröfuna. Og svo lengi sem íbúðaverð hækkar nægilega hratt til að halda nafnverði áhvílandi verðtryggðra lána undir nafnverði viðkomandi íbúðar eru heimilin til í að borga af láninu, ellegar myndu þau missa af eigin fénu sem þau ættu í íbúðinni (og öðrum aðfararhæfum eignum samkvæmt íslenskum lögum). Þetta hefur gengið síðan 1997 þegar gólfið var sett en er hins vegar að bresta verulega í dag; greiðsluvilji, og greiðslugeta, heimila er á þrotum. Og þá er fjandinn laus.

Engin fjárfesting án lækkunar vaxta

Lækkun raunvaxta íbúðalána er eitt af því sem gæti sparkað hagkerfinu aftur í gang. Heimili sæju ljós í myrkrinu, hugsanlega leið út úr skuldafangelsinu og myndu kaupa neysluvörur í auknum mæli þegar þau væru búin að lagfæra efnahagsreikning sinn nægilega til þess að vilja eyða tekjum sínum í annað en að greiða niður lán. Um leið ykist greiðsluflæði verslana og þjónustufyrirtækja sem aftur yki vilja til fjárfestinga; hagkerfið væri aftur komið á lappirnar.


En út af fyrrnefndri 3,5% ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og mikilvægi þeirra á markaði með skuldabréf er vonlaust að slík lækkun á vöxtum íbúðalána ætti sér stað. Einfalt meðaltal ávöxtunakröfu bréfa Íbúðalánasjóðs er nú þegar komið niður undir 3,5% og mikið neðar fer hún einfaldlega ekki; lífeyrissjóðirnir taka ekki þátt í slíkum markaði. Þegar íbúðalánaveislan var að ná hámarki á fyrri hluta ársins 2005 fór krafan niður í fyrrnefnd 3,5% en aldrei neðar en það – lífeyrissjóðirnir vildu ekki sjá við íbúðabréfum bæru þau ekki hærri vexti en 3,5%.

Það sem ætti því að gera er að afnema 3,5% ávöxtunarkröfugólfið. Lífeyrissjóðum er skylt samkvæmt reglugerðum að fylgja því og þannig e.t.v. lítt við þá að sakast. Afneming gólfsins myndi lækka raunvexti til langtíma fjárfestinga og þannig gefa fjárfestum og heimilum möguleika á að endurskipuleggja efnahagsreikning sinn og,vonandi, hvetja til fjárfestinga sem aftur blésu lífi í hagkerfið. Neikvæðu áhrifin væru þau að réttindi sjóðsfélaga yrðu skert. En það verður að átta sig á því að þetta margnefnda ávöxtunarkröfugólf veldur færslu auðar frá framtíð til nútíðar, sem er einmitt það sem stjórnmálamenn vilja alltaf gera til að tryggja sér endurkjör; önnur vel þekkt aðferð er uppsöfnun skulda. Svo hvort er betra, að skerða réttindi sjóðsfélaga í dag eða skilja eftir skuldum hlaðið og dautt hagkerfi sem framtíðarkynslóðir hefðu engan áhuga á að taka við?17.feb. 2013 - 18:15 Ólafur Margeirsson

Verðtrygging og raunveruleikinn

Sú forsenda er að Seðlabankinn sýni enga miskunn í sínum stýrivaxtaákvörðunum og láti lántaka óverðtryggðra lána með breytilegum nafnvöxtum finna tafarlaust fyrir því sjái Seðlabankinn fram á að verðbólga í framtíðinni verði utan þeirra verðbólgamarka sem stuðst er við við stýrivaxtaákvarðanir.
10.feb. 2013 - 09:28 Ólafur Margeirsson

Hvernig á að afnema verðtryggingu?

Nú þegar líður að kosningum er ekki úr vegi að íhuga hvernig eigi að uppfylla eitt af þeim fjölmörgu kosningaloforðum sem á þjóðinni munu dynja næstu mánuði: hvernig á að afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga?
12.des. 2012 - 22:51 Ólafur Margeirsson

Peningar og útlán

Ég set þennan texta hér því eins og ég tek fram í umsögninni tel ég það nauðsynlegt að fólk skilji hvernig útlánastarfsemi bankakerfisins leiðir af sér peningamyndun. Ég hef aldrei beðið fólk um að lesa það sem ég hef skrifað en í þetta skipti geri ég það.
03.des. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Verðbólgan, verðtryggingin og raunvirði skulda

Eftir athyglisvert viðtal við Maríu Elvira Méndes Pinado, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, birti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla í New York, pistil
19.nóv. 2012 - 12:00 Ólafur Margeirsson

Tímasprengjan Íbúðalánasjóður

Í fyrirlestri sínum á fundi Félags Viðskipta- og Hagfræðinga talaði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, fyrst og fremst um aflandskrónur, erlendar skuldir og snjóhengjur.
11.nóv. 2012 - 09:51 Ólafur Margeirsson

Um „Íslandsálagið“

Viðskiptaráð Íslands gaf nýlega út plaggið „Gjaldmiðilsmál: Maastrict viðheldur valfrelsi
27.okt. 2012 - 14:08 Ólafur Margeirsson

Iðgjöld til skuldalækkunar

Mörður Árnason hefur stungið upp á því að í stað þess að fólk byggji upp framtíðarlífeyrisréttindi sín með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða þá hafi fólk það val að iðgjöldin eru notuð til þess að borga inn á höfuðstól húsnæðislána. Margir ruku upp til handa og fóta og fundu ýmislegt hugmyndinni til foráttu. En hugmyndin er líklega ágæt. Ef eitthvað er þá gengur hún ekki nógu langt.
05.okt. 2012 - 09:27 Ólafur Margeirsson

Um atvinnuleysi og hið opinbera

Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hinir atvinnulausu eigi ekki að fá atvinnuleysisbætur en sannast sagna finnst mér lítið efnahags- og samfélagslegt vit í því að nýta ekki vinnuafl þessa hóps meira en hingað til hefur verið gert.
13.sep. 2012 - 11:53 Ólafur Margeirsson

Framtíðarskerðingar lífeyrissjóðanna

Það þarf að vinna hratt ef ekki á að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum árið 2014 þegar bráðabirgðaákvæðið um frestun á 5 ára 5% reglunni rennur út í árslok 2013. Ef það mun ekki gerast eru allar líkur að almennu sjóðirnir sem minnst er á hér að ofan skerði réttindi, mis mikið þó.
03.sep. 2012 - 10:22 Ólafur Margeirsson

Af hverju er Íbúðalánasjóður á hausnum?Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

icelandicecon.blogspot.com

om217@exeter.ac.uk

 

Apotek: Food&Fun feb. 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Fleiri pressupennar