Lára Björg Björnsdóttir
01. feb. 2011 - 10:00Lára Björg Björnsdóttir

Dægradvöl fyrir fátækt fólk

Já hæ. Mig langar til að deila nokkrum ráðum með ykkur sem eigið engan pening og eruð þar af leiðandi fátæk. Litla og ljóta systurþorp Blankheita heitir Leiðindi og því datt mér í hug að kokka upp nokkur ráð til að stytta ykkur stundir. Þó að maður eigi ekki pening er engin ástæða til að sitja heima og stara á veggina. Og engar áhyggjur, ég er ekki að fara að kenna ykkur að búa til heimalagað andlitsskrúbb úr haframjöli og kókóssalti. Þetta eru alvöru ráð krakkar.
 
Hversvegna hef ég tíma í að kokka þetta upp gæti einhver spurt sig? Jú, því ég á engan pening og hef þar af leiðandi ekkert að gera.
 
1. Partítrikk. Ef þú átt afmæli (hæ ég!) og ætlar að halda upp á það þarftu auðvitað að skemmta gestunum en þetta skemmtir sér auðvitað ekki sjálft. Kauptu ávexti mánuði fyrir afmælið (ekki marga auðvitað, það er ekki eins og þetta vaxi á trjánum) og geymdu þá á disk. Um leið og þeir fara að mygla breyta þeir um lögun. Þegar gestirnir mæta í afmælið skaltu stilla þeim (ávöxtunum, ekki gestunum) upp og láta gestina giska á hvaða ávöxtur er hvað.
 
2. Á virkum kvöldum.
Búðu til klaka. Fátt gleður hjartað og fyllir upp í tómarúm sálarinnar eins og fullt kar af ísmolum í frystinum. Þetta er líka algjörlega ókeypis. Er hægt að biðja um meira?
 
3. Straujun. Þetta er eitt af mínum uppáhalds fátæktarráðum. Dragðu fram straubrettið og taktu allt fram úr skápum sem hægt er að strauja. Í fyrsta lagi er mjög tímafrekt að strauja svo það eru líkur á því að þú munir eyða nær öllu kvöldinu í verkið og hverjum leiðist þá? Ekki þér! Og í öðru lagi, hver veit nema þú finnir gamalt pils eða kjól eða skykkju inni í skáp innan um gamlar gardínur og tjöld, sem verða alveg eins og ný eftir smá yfirhalningu með járninu.
 
4. Þrif. Þetta útskýrir sig sjálft. Þú getur alltaf þrifið betur og meira. Tuskur þurfa ekki að vera úr rykfrýju-hnökralausu-þarf-ekki-sápu-galdraefni og kosta 4000 kr stykkið. Klipptu niður lak, settu smá sápu í sjóðandi vatni og þér eru allir rykugir vegir færir. Óhreinindi eru líka óþarfa álag ofan á blankheit. Og það vill enginn slíkt álag. Nóg er volæðið.
 
5. Fréttir. Láttu alla fjölskylduna binda fyrir augun og setjast niður fyrir framan fréttirnar. Síðan fara allir í leikinn “giskað á í hvaða lit blússa/skyrta fréttaþularins er”. Sá sem vinnur fær að ráða því hver býr til klaka það kvöldið.
 
6. Tungumál. Lærðu tungumál. Þú getur valið þér land eftir því hvernig stjórnmálaástandið er í heiminum hverju sinni. Núna væri til dæmis mjög lekkert að geta slegið um sig á egypsku. Farðu á næsta bókasafn og leggstu undir hrúgu af egypskum bókmenntum í viku. Farðu síðan á Kaffitár eða í Bónus og talaðu hátt og snjallt á egypsku og horfðu á fólk tryllast úr aðdáun og ást.
 
7. Gæludýr. Skannaðu dagblöðin þar sem auglýst er eftir týndum gæludýrum. Klipptu út myndirnar af þeim, lærðu nöfnin og tileinkaðu þér  réttu hljóðtíðnina sem höfðar til viðkomandi tegundar gæludýrsins sem er týnt. Ef páfagaukurinn Lóló af kakadúa ættinni er týndur í Rimahverfinu skaltu æfa þig í rétta kallinu. Ekki viltu fæla þetta enn lengra í burtu. Svipurinn á hrelldum gæludýraeiganda, þegar þú kemur sigri hrósandi með kvikindið í fanginu, verður seint metinn til fjár.
 
Það var ekkert.07.júl. 2012 - 19:00 Lára Björg Björnsdóttir

Að tapa reiðinni

Já hæ. Vitiði hvað? Ég er búin að vera að drepast í bakinu síðan ég var 17 ára. Bara algjörlega. Að drepast. Reglulega, kannski þrisvar á ári, festist ég og er alveg frá í kannski fjóra daga. Hina dagana er ég svona aðeins að drepast.  Ég hef því verið meira og minna kvalin í öll þessi ár.  Verkir eru mitt millinafn. Jebb. Ái. Það er ég.
27.maí 2012 - 16:00 Lára Björg Björnsdóttir

Hugsað með hjartanu

Já hæ. Þið munið kannski eftir mér. Ég skrifaði einu sinni nokkra pistla um að við ættum að taka ákveðinn samning um Icesave og troða honum. Samningnum var troðið og mér var létt.
18.jan. 2012 - 19:30 Lára Björg Björnsdóttir

Lífstílsskinka á 9 mánuðum

Hollur matur hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér. Ég hef forðast hann eins og heitan pytt af logandi vítisdjöflum frá því ég man eftir mér. Uppistaðan í fæðu minni er kolvetni og smjör. Lífrænt jukk og grænmeti eru óvinurinn, fita er vinurinn.
19.sep. 2011 - 21:00 Lára Björg Björnsdóttir

Sjúkrakassinn

"Ég hringdi síðan auðvitað á sjúkrabíl Júlía, en enginn annar gerði neitt. Ég hringdi líka í aðstandendur greyið mannsins, á meðan ég mældi hitann og tók púlsinn á honum. Stundum líður mér eins og ég sé eina manneskjan með viti í þessum heimi Júlía. Fyrir utan þig auðvitað. En samt alveg stundum er það bara ég."
15.júl. 2011 - 14:10 Lára Björg Björnsdóttir

Ég hata gæludýr Júlía

Ég þekki rosalega mikið af góðu fólki. Ég þekki líka alveg manneskjur sem eru hreinræktuð illmenni inn að beini. Þessi pistill mun snúast um að nefna þessi illmenni á nafn.
08.apr. 2011 - 20:00 Lára Björg Björnsdóttir

Svona rétt áður en við troðum honum

Já hæ. Eitt hérna. Og ég lofa að vera stuttorð. Djók.

22.mar. 2011 - 14:00 Lára Björg Björnsdóttir

Vitiði hvert þið megið troða honum?

Já hæ. Bara eitt hérna. Ég skrifaði pistil um daginn um að við ættum að taka Icesave samninginn og troða honum. Og maður minn hvað ég uppskar mikla reiði í kjölfarið. Ég fékk símtöl og tölvupósta frá fólki sem sagði að ég ætti ekki að skipta mér af þessu málefni. Ég var flokkuð sem hægri nöttari, eiginkona einhvers (síðast þegar ég gáði var ég ógift og það fráskilin af öllum hlutum) og Evrópuhatari.
26.feb. 2011 - 20:00 Lára Björg Björnsdóttir

Taktu þennan samning og troddu honum

Já hæ. Ég hef sjaldan skipt mér af neinu sem skiptir einhverju máli þannig lagað. Ég hef aldrei staðið froðufellandi í kokteilboði kyrkjandi gestgjafann yfir kvótakerfinu eða „ísbjörn eða ekki ísbjörn í Húsdýragarðinn“ eða hvort Steingrímur J. sé meðidda eða ekki. Þegar ég var yngri þóttist ég halda með Wham ef ég hitti Whammara og lék sama leik ef ég hitti einhvern með Duran Duran tattú á enninu. Flettið upp á „Kamelljóni“ eða „Tækifærissinna“ í orðabókinni og þar er flennistór mynd af mér með sérríglas og lagt hárið.

12.feb. 2011 - 20:00 Lára Björg Björnsdóttir

Ég er glæpamaður

Ég á við stórkostlegt vandamál að stríða. Umrætt vandamál telst að auki til umferðarlagabrota. Og einmitt núna er lögreglan í sérstöku átaki og sektar fólk fyrir þetta tiltekna brot. Þið hljótið því að sjá hvað ég á bágt þessa dagana. Mér líður eins og hráu nautahakki til sýnis sem eitthvað ógeð á matreiðslunámskeiði hjá við-borðum-bara-hrátt-grænmeti.is í Ármúlanum.

Lára Björg Björnsdóttir

Lára Björg Björnsdóttir er móðir, kærasta, systir, dóttir, vinkona, sagnfræðingur, pelsaeigandi og fóbísk á flest allt.

Hún hefur marga fjöruna sopið og kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veseni og harðindum.
Lára skrifar um það sem drífur á daga hennar, daga sem fara flestir í að taka við endalausum símtölum frá föður hennar, slást í Bónus, þrífa eða berjast fyrir réttindum barna með sérþarfir. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Mamma er hér.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar