17. sep. 2012 - 11:30Kristjón Kormákur Guðjónsson

Urðu fyrir kynferðislegri áreitni vegna leti og óþekktar

Seint í sumar sagði fimmtán ára dóttir mín mér frá því að yfirmaður hennar í unglingavinnunni hefði beitt stelpurnar í hópnum kynferðislegri áreitni. Hún fólst í því að á vinnutíma en oftast í kaffitímum settist yfirmaðurinn, sem var rúmlega tvítugur, hjá stelpunum og sagði þeim hvað hann og vinir hans hefðu gert við hinar og þessar stelpur. Hann sagði stelpunum líka hvað þeim ætti eftir að finnast gott þegar þær myndu byrja að stunda kynlíf. Það er svosem óþarfi að útlista allt sem piltur lét frá sér fara, frásagnir hans urðu grófari og á endanum verri en í svæsnustu klámmyndum.

Morguninn eftir hringdi ég í yfirmann unglingavinnunnar á Selfossi en yfirmaðurinn hefur þann titil að vera umsjónarmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Árborg. Ég sagði konunni að í hóp dóttur minnar hefði átt sér stað nokkuð gróf kynferðisleg áreitni. Konan greip strax fram í fyrir mér og sagði að stelpurnar væru búnar að vera mjög erfiðar við yfirmann sinn. Ég gerði aðra tilraun til að segja henni hvað hefði átt sér stað en aftur endurtók hún hvað stelpurnar væru óliðlegar. Ég ákvað því að spyrja hvort það væri leyfilegt að útlista kynlífsfantasíur sínar við starfsfólk sem væri til vandræða hjá bænum. Þess má þó geta að dóttir mín var ekki til meiri vandræða en svo að hún fékk verðlaun fyrir dugnað við starfslok.

Þegar samtalinu lauk var ég með óbragð í munninum. Ég játa það að ég athugaði hvort þau væru skyld, yfirmaðurinn og flokkstjórinn, svo ótrúleg fannst mér viðbrögðin við jafn alvarlegri ásökun um afbrot í starfi. Í kjölfarið talaði ég við foreldra annarra barna í hópnum og sex stelpur stigu fram og sögðu sömu sögu. Þá loks var brugðist við og við boðuð á fund með sálfræðingi og umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Ég lagði fram þá kröfu þar sem stutt var eftir af Vinnuskólanum að maðurinn yrði látinn taka pokann sinn eða yrði heima á launum. Ég vildi hann ekki nálægt stelpunni. Yfirmaðurinn og sálfræðingurinn fullvissuðu mig um að það myndi ekki gerast.

Það sem ég var hræddastur við var að hann yrði færður til í starfi. Og það stóðst. Daginn eftir að dóttir mín hafði sagt þessum tveimur konum með tárin í augunum hvað hefði átt sér stað yfir sumarið var maðurinn mættur á sláttuvél og var að vinna í kringum hópinn í heilan klukkutíma. Þegar ég hringdi í konuna og sagði henni frá þessu varð hún hálf pirruð, þetta væri ekki neitt neitt. Maðurinn mætti svo auðvitað á lokahóf Vinnuskólans líka.

Meðan á þessu öllu stóð uppgötvaði ég að ég hafði gengið í gegnum þetta allt saman áður. Fimmtán árum áður hafði konan mín unnið í Sundhöll Reykjavíkur. Yfirmaðurinn þar leitaði á hana með grófum hætti. Það var bæði kært til lögreglu og lögð fram kvörtun hjá ÍTR. Þar kom í ljós að margoft hafði verið kvartað undan manninum en ekkert aðhafst. Eftir kæruna fékk starfsfólkið nóg og allir skrifuðu undir plagg þess efnis að þau vildu ekki vinna með manninum. Hvað varð um manninn? Nú hann var færður til í starfi. Hvert fór konan? Hún gat ekki hugsað sér að vinna þarna lengur og hætti. Líklega er þessi saga ekkert einsdæmi.

Það sem yfirmenn unga mannsins kenndu honum er að ef hann í framtíðinni klæmist, klípur, eða þuklar á kvenfólki á vinnustaðnum mun það líklega ekki hafa neinar afleiðingar. Hann verður alveg örugglega ekki rekinn. Líkast til færður til í starfi. Jafnvel í þá deild sem hann hafði dreymt um að starfa í. Það myndi engu máli skipta þó að fórnarlömbin upplifðu að þau væri í hættu stödd líkt og konan mín á sínum tíma.

Það sem yfirmaðurinn kenndi þessum sex fimmtán ára stelpum er að ef þær eru beittar kynferðislegri áreitni verður fyrst ályktað að það sé þeim að kenna, t.d. vegna þess að þær standa sig ekki í vinnunni líkt og yfirmaður unglingavinnunnar benti á í okkar fyrsta samtali. Og ef þeim er trúað gætu þær allt eins rekist á viðkomandi daginn eftir, því hann hefur verið færður til í aðra deild. Ef þær yrðu svo heppnar að lenda ekki í því, myndu þær eflaust hitta hann á árshátíðinni, svo framarlega ef þær væru ekki löngu hættar í vinnunni.
14.júl. 2017 - 11:45 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ég barði nauðgarann minn

Þann 16. september síðastliðinn hlaut Róbert Árni Hreiðarsson, eða Robert Downey líkt og hann kallar sig, uppreist æru og lögmannsréttindi sín aftur. Hann var dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir barnaníð árið 2007 vegna viðurstyggilegra kynferðisbrota gegn fjórum stúlkum. Að minnsta kosti tvær ungar konur, Nína og Glódís Tara, sem Róbert braut á grétu þegar þær heyrðu af ákvörðun dómsmálaráðuneytisins. Ég talaði við þær báðar. Eftirsamtalið grét ég ekki. Ég var hinsvegar illur. Brjálaður. Reiður. Síðan sorgmæddur.
08.jún. 2017 - 13:10 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ég biðst afsökunar

Í morgun fjallaði dv.is um líkamsárás og manndrápsmál sem átti sér stað í Mosfellsdal í gærkvöldi. Fyrir mistök birti ég nafn konu, Andreu Kristínar Unnarsdóttur, sem var ekki á staðnum. Nafnbirtingin var byggð á heimildum sem ég taldi öruggar en voru það ekki.
28.feb. 2017 - 22:06 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Jæja, kæru hálfvitar sem eru að deila kynlífsmyndbandinu

Undanfarna daga hefur myndskeið af ungu fólki að stunda kynlíf á ónefndum bar gengið manna á milli á Facebook. Það er rétt. Fjölmiðill fyrir norðan hefur gert því skil og lýsir blaðamaður nokkuð nákvæmlega hvað á sér stað. Segir að myndbandið hafi ferðast hratt á samskiptamiðlum. Það er líka rétt. Og eru fleiri en ein útgáfa á ferðinni. Líklega rétt. Ég er með eina útgáfu í tölvunni hjá mér. Í fréttinni segir að dreifingu megi flokka sem svokallað hrelliklám.
24.sep. 2015 - 09:20 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Stelpurnar sem „sváfu“ hjá Justin Bieber

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að kanadíski söngvarinn Justin Bieber dvaldi hér á landi í tvo daga. Fjölmiðlar greindu frá ferðum Bieber og vina hans um landið. Söngvarinn skoðaði meðal annars Gullfoss og Geysi, skellti sér í Bláa lónið og heimsótti Vestmannaeyjar.  Hann hélt svo af landi brott í gærmorgun.
28.maí 2015 - 21:10 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ekki vera fávitar: Leyfið fólkinu hans að syrgja

Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins lést þann 18. maí síðastliðin. Halldór var fæddur 8. september árið 1947. Útför hans var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Halldór hefði orðið sextíu og átta ára gamall í haust.
19.apr. 2015 - 21:37 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Vinir mínir sem þið drápuð

Á meðan amma mín sat hjá mér og las mig í svefn, með silfurgrátt hárið bundið í fléttu, sjal yfir herðarnar og í kjól sem var sprunginn út í blómum og hvíslaði Ævintýraeyjunni með sinni fögru röddu lá pabbi vinkonu minnar uppi í rúmi hjá dóttur sinni og nauðgaði henni.  Hann nauðgaði barninu sínu í mörg ár.
09.mar. 2015 - 10:00 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Hver er skrímslið? Samsæriskenningar lögmanns í LÖKE málinu

Garðar St. Ólafsson héraðsdómslögmaður skrifar opið bréf til Björns Inga Hrafnssonar sem birt var á Kjarnanum og  Vísi.  Bréfið er uppfullt af ósannindum og samsæriskenningum og í raun nokkur vandi á höndum hvar skal byrja að hrekja furðulega þvæluna.
15.feb. 2014 - 11:30 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Ég sá hluti sem ekkert barn á að verða vitni að

Þegar ég var fimm ára var ég tekinn frá mömmu minni vegna þess að hún var ekki fær um að sjá um mig vegna geðveiki og alkóhólisma. Hún var ung og í sambúð með manni sem einnig átti við áfengisvanda að stríða.

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Ritstjóri DV. Netfang kristjon@dv.is
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar