15. maí 2017 - 08:41Kristinn Rúnar Kristinsson

Eru geðsjúkdómar galli í genum fólks eða frávik frá norminu?

Ég hef mikið velt því fyrir mér í gegnum tíðina af hverju fólk er með geðsjúkdóma. Hvað það er sem valdi þeim og einnig hvort það sé rétt að flokka suma þeirra sem sjúkdóma. Er þetta galli í genum fólks eða einfaldlega frávik frá norminu, það er eitthvað sem hefur aldrei fengist afgerandi svör við. Hversu mikið eru erfðir, hversu mikið spila umhverfisþættir inn í og af hverju þetta stafar.

Verkefnið mitt sem ég byrjaði með fyrir rúmu ári síðan heitir: Vitundarvakning um geðsjúkdóma. Mér finnst það nokkuð sterkt og gott nafn en ég hef einnig leitt hugann að því hvort það sé endilega gott að vera að tala um þetta sem sjúkdóma. Ef nefndir eru sjúkdómar þá hugsar fólk strax að eitthvað mikið sé að og lítur jafnvel á það sem dauðadóm fyrir einsktaklinga sem eru með þá. Fyrir mitt leyti eru geðhvörfin sem ég er með bara hluti af mér, svona er ég gerður og er fullkomlega sáttur með það. Ég samþykki það ekkert endilega að ég sé með geðsjúkdóm. Þegar ég er í þunglyndi eða maníu er ég á ákveðnu tímabili eða í ákveðnu ástandi, 90% tímans lifi ég eðlilegu lífi - hvernig svosem það nú er. Að tala um sig sem veikan á geði eða með erfðagalla er aldrei upplífgandi og ekki hollt, ég fer því aðrar leiðir hvort sem fólk er sammála mér með það eða ekki.

Frávik frá norminu hljómar vel, það eru u.þ.b. 60 milljónir 18 ára og eldri í heiminum með geðhvörf - þó á misjöfnum stigum. Þau eru flokkuð sem geðhvörf I og geðhvörf II. Geðhvörf I eru ýktari sveiflur, ég er líklega í hópi fólks með hvað ýktustu geðsveiflurnar - þær hafa kennt mér rosalega margt og gert mér kleift að upplifa hluti sem fáir hafa upplifað. Það er engu að síður ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd með geðhvörfin að margir hafa framið sjálfsvíg eða þurft að kveljast sökum þeirra. Í hina áttina er fullt af fólki sem lifir mjög góðu lífi, hafa áorkað miklu og náð að nýta sér orkuna og sköpunargleðina til góðs. Þeir sem glíma við andlegar áskoranir þurfa yfirleitt að taka meiri ábyrgð á sínu lífi heldur en aðrir. Huga þarf vel að reglusemi, góðum svefni og heilbrigðu líferni.

Ef fólk nær góðu jafnvægi í lífinu eru þeim allir vegir færir, flestir þeirra sem eru greindir með geðhvörf eða geðklofa eru yfir meðalgreind. Fjölmargir af mestu snillingum samtímans hafa verið tæpir á geði ef svo má segja. Ein af mínum uppáhalds tilvitnunum er eftir gríska heimspekinginn Aristóteles, hann sagði:

There is no great genius without a mixture of madness.

Að þessu sögðu er ég engan veginn að gefa það í skyn að ég sé einhver snillingur, ég ætla samt að leyfa mér að hafa trú á því að ég geti gert góða hluti á einhverju sviði þegar ég hef náð mínu besta jafnvægi, líklega eftir tvö til fjögur ár - þegar ég hef náð meiri þroska og lært betur inn á geðhvörfin og þar af leiðandi sjálfan mig.

www.kristinnrunar.is
28.ágú. 2017 - 09:05 Kristinn Rúnar Kristinsson

Lífið á geðdeild á Íslandi árið 2017

Sumarið hefur verið viðburðarríkt hjá mér; ég tek við mér á sumrin. Veðurfars- og birtuskilyrðin á Íslandi henta mér skelfilega verandi með geðhvörf. Þunglyndur á veturna og manískur á sumrin. Ég þyngist andlega þegar það dimmir og frystir í nóvember og desember og tek svo við mér þegar vorar og flýg með reglulegu millibili hátt upp milli júní-ágúst. Ég þarf að búa erlendis í hita og birtu á meðan vetrardekkin eru á bílunum hérna heima, frá október-apríl og venjast veðurfarinu. Mér á að geta liðið eðlilega og vel allan ársins hring í bland við rétt lyf.
10.ágú. 2017 - 09:15 Kristinn Rúnar Kristinsson

Spá mín um lífið á Íslandi næstu mánuðina, enska boltann og Euro jackpot á föstudaginn

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að henda í spá hvernig ég sé lífið á Íslandi næstu mánuðina og einnig enska boltann þvi hann er að byrja um helgina. Að lokum nefni ég aðeins Euro jackpot. Veðurfræðingar hafa vægast sagt verið í sultunni undanfarið að reyna að spá fyrir um og oft á tíðum haft kolrangt fyrir sér, málurum og múrururum aðallega til mikillar gremju.
24.maí 2017 - 12:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Mjög takmörkuð öryggisgæsla á Rammstein tónleikunum

Mér, rétt eins og öllum Íslendingum brá mikið við að heyra af hryðjuverkaárásunum í Manchester á mánudagskvöld. Þetta er svo nálægt okkur og fjölmargir heimsótt borgina, þ.m.t. ég sjálfur nokkrum sinnum. Virkilega óhugnaleg árás sem sýnir illsku í heiminum blákalt. Það sem ég hugsaði strax voru Rammstein tónleikarnir sem ég sótti á laugardaginn, ekki nema u.þ.b. 1600 km frá Manchester-borg.
02.maí 2017 - 09:06 Kristinn Rúnar Kristinsson

Málþing Geðhjálpar 4.maí í HR - Mannamunur í mannréttindum

Ég mun stíga á svið kl. 17:15 og vera með 15 mínútna erindi um upplifun mína á því að hafa verið nauðungarvistaður á geðdeild þrisvar sinnum og hvernig meðferðin inni á spítalanum er. Markmiðið er að fá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, til þess að endurskoða lögin um nauðungarvistun og breyta þeim. Nauðungarvistun er alltof oft beitt á fólk með geðsjúkdóma án þess að tilefni sé til þess.
07.mar. 2017 - 20:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Fólk þarf iðulega að hafa reynt sjálfsvíg eða vera með sýnilegan sjálfsskaða til að fá innlögn á geðdeild

Ég fagna því gríðarlega að síðustu daga hefur fólk stigið fram og deilt upplifun sinni af geðdeildum landsins. Umræða sem er svo nauðsynleg, sérstaklega núna þegar kerfið okkar er eins gallað og það er og geðheilbrigðismál svelt.

09.des. 2016 - 12:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Hemmi Gunn hefði orðið sjötugur í dag- Best of syrpa til minningar um snilling

Hermann Gunnarsson hefði orðið sjötugur í dag, 9. desember. Ég ætla ekki að skrifa minningarpistil um hann því það er óþarfi á þessum tímapunkti að mínu mati, flestir vita að mörgu leyti hvernig ferill og líf hans var.

30.nóv. 2016 - 11:55 Kristinn Rúnar Kristinsson

Raflostmeðferð er mjög vanmetin

Ég hef farið tvisvar sinnum í raflostmeðferð, 2011 og 2015. Þessi meðferð á rætur sínar að rekja til 4. áratugs 20. aldar og var mikið notuð á fólk með geðklofa og aðra geðsjúkdóma. Eftir að geðlyf hösluðu sér völl á 6. áratugnum minnkaði þörfin á raflækningum og er í dag notað í alvarlegum þunglyndistilvikum og þegar lyf eru ekki að svara nægilega vel.

07.nóv. 2016 - 10:30 Kristinn Rúnar Kristinsson

95% nemenda í tíunda bekk vita ekki hvað geðhvörf eru

Frá því að ég hóf verkefnið mitt, „Vitundarvakning um geðsjúkdóma“ þann 15. febrúar sl. hef ég haldið 18 fyrirlestra fyrir nemendur í tíunda bekk og einnig nokkra fyrir fyrirtæki. Þegar ég hélt minn fyrsta fyrirlestur í gamla grunnskólanum mínum, Kópavogsskóla, vissi ég ekki hver þekking nemenda á geðsjúkdómum væri. Hafði orðið einhver breyting síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla árið 2005?

24.okt. 2016 - 20:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Þegar ég var sprautaður niður með valdi á bráðageðdeild Landspítalans

Ég skrifaði pistil um geðdeildirnar og starfsfólkið þar í mars sl. á minni persónulegu fésbókarsíðu sem var síðan líka birt á DV. Það var heldur of mikil reiði í mér þá en samt sem áður gott að koma því frá sér. Mér fannst hallað á mig og fleira fólk sem hefur verið inni á deildunum en það er aldrei gott að skrifa þegar maður er reiður. Ég skynjaði samt sem áður almenna ánægju meðal manna að ég væri að hrista aðeins upp í kerfinu og nokkrir sendu mér persónuleg skilaboð og deildu með mér reynslu sinni.

18.okt. 2016 - 09:18 Kristinn Rúnar Kristinsson

Tilviljanir, örlög og bróðurmissir

Mig langar að skrifa um tilviljanir, örlög og bróður minn heitinn. Það veldur mér alltaf vonbrigðum þegar fólk talar um tilviljanir, en áttar sig ekki á því að um örlög er að ræða. Hér er eitt dæmi sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina.

12.okt. 2016 - 10:59 Kristinn Rúnar Kristinsson

Hress í augum Íslendinga - Alvarlegur í augum Mexíkóa

Ég ætla að rifja upp Mexíkódvöl mína, af því ég hef aldrei tekið þá ferð saman og líka til að gefa fólki betri innsýn hvernig það er að vera öðruvísi einstaklingur í framandi landi að gera eitthvað nýtt og spennandi.

25.júl. 2016 - 19:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Geðhvörfin bundu enda á drauma mína um atvinnumennsku

Ég hef ákveðið að skrifa um minn íþróttaferil því ég finn að það er að verða vitundarvakning um andleg veikindi í landinu og fleiri eru að stíga fram sem mér finnst algjörlega frábært. Ég vona að enn fleiri stígi fram í kjölfarið. Margir hafa eflaust spurt sig af hverju hinir og þessir náðu ekki lengra í íþróttinni sinni. Ég er nokkuð viss um andleg veikindi spili þar oft á tíðum stóra rullu. Það var allavega þannig hjá mér. Það er hægt að gera svo miklu miklu betur innan íþróttahreyfingarinnar að vinna með fólki sem finnur til andlegra veikinda sem byrjar oft þegar það er á unglingsaldri. Það er viðkvæmur aldur og ég upplifði ekki nægilega þekkingu í þessum efnum frá mínum liðum þegar ég var að byrja að veikjast og missa mína getu bæði í fótbolta og körfubolta.


Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson fæddist í Kópavogi árið 1989, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 2013. Á síðustu þremur árum hefur hann verið ötull baráttumaður um vitundarvakningu í landinu um geðsjúkdóma eða síðan hann opnaði sig um veikindi sín árið 2014, en hann greindist með geðhvörf tvítugur að aldri.

Kristinn hóf verkefnið sitt, Vitundarvakning um geðsjúkdóma, hinn 15. febrúar 2016 og er m.a. að fara í 10. bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu að fræða nemendur um geðhvörf með fyrirlestrum.

Netfang: bipolarisland@gmail.com.

Heimasíða: www.kristinnrunar.is

sætaSvínið: pasrtýkaroke
Pressupennar
5 nýjustu