12.mar. 2018 - 14:16
Kristinn Karl Brynjarsson
Fyrir nokkrum vikum var haldinn frægur fundur í Höfða. Fundurinn hefði alla jafna ekki komist á spjöld sögunnar nema fyrir þær sakir að á áður en fundurinn hófst var oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vísað á dyr af oddvita Samfylkingar í Reykjavík, sem í hjáverkum gegnir stöðu borgarstjóra í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisfloksins var þó í boði eins þeirra sem skipulagði fundinn.
08.nóv. 2017 - 16:51
Kristinn Karl Brynjarsson
Það slær auðvitað rammskökku við að á toppi hagsveiflu sem staðið hefur yfir nokkur ár að skuldir borgarinnar fari hækkandi í takt við auknar tekjur borgarsjóðs.
01.nóv. 2017 - 11:58
Kristinn Karl Brynjarsson
Líklegra en ekki að þessi mögulega sex flokka stjórn sem kynnt var til sögunnar á Vísi í gær verði stjórn stöðugra og dragtískra málamyndanna, kattasmölun komist aftur í tísku, ríkisstjórn stóraukinna ríkisútgjalda sem að mestu færu í gæluverkefni til að halda friðinn og þá minna eftir til að styrka innviði, velferðar og menntamál, ríkisstjórn hærri skatta og ríkisstjórn lítilla efnda.
24.okt. 2017 - 19:06
Kristinn Karl Brynjarsson
Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á.
Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst.
23.okt. 2017 - 14:17
Kristinn Karl Brynjarsson
Formaður og stofnandi Sósíalstaflokksins, sem reyndar er ekki í framboði í komandi kosningum útaf sotlu, fer nú mikinn á Facebook og boðar þá djúphugsuðu niðurstöðu sína að þrátt fyrir tekjuskattslækkanir frá 2013 þá hafi tekjuskattar á almenning og þá sér í lagi láglaunafólk hækkað.
16.júl. 2017 - 17:36
Kristinn Karl Brynjarsson
Á dögunum skrifaði Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar grein í Fréttablaðið og /eða visir.is. Það er að sjálfsögðu lítið fréttnæmt við það að þingmaður skrifi grein í blöð og netmiðla. Það heyrir hins vegar góðu heilli til undantekninga, að greinarnar séu jafn uppfullar af rangfærslum og rógi í garð þeirra sem greinin um fjallar.
01.júl. 2017 - 14:38
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég er á móti svona fyrirbærum eins og kjararáði. Eiginlega fyrst og fremst vegna þess að ég sé engan tilgang í því að það sé verið með fólk í vinnu við að ákvarða laun embættismanna, með þeirri forskrift að taka eigi tillit til launaþróunnar.
09.jún. 2017 - 09:10
Kristinn Karl Brynjarsson
Undanfarin misseri hefur fátt annað en svokölluð borgarlína komist að í umræðunni um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan sé metnaðarfullt verkefni sem að ráðast verði í vegna þess að annars þurfi að ráðast í svo miklar fjárfestingar í vegna fjölgunar íbúa á höfuðborgarsvæðinu næstu ár og áratugi.
09.maí 2017 - 21:37
Kristinn Karl Brynjarsson
Árið 2012 undirgekkst Ísland EES-tilskipun þess efnis að þurfi sjúklingar að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð, gætu þeir á kostnað skattgreiðenda farið í aðgerð í öðru EES-landi.
28.apr. 2017 - 09:19
Kristinn Karl Brynjarsson
Af því að ég er annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, þá fæ ég stundum orð í eyra, ef ég tjái mig um kjaramál á annan hátt en forseti ASí eða einhver annar verkalýðsleiðtogi gerir.
18.apr. 2017 - 08:54
Kristinn Karl Brynjarsson
Um aldamótin síðustu var Venesúela auðugasta ríki Suður Ameríku og almenn hagsæld þar með ágætum. Þá datt mönnum þar syðra í hug að þetta með sósíalismann væri ekki fullreynt.
Í dag rúmlega einum og hálfum áratug síðar, er Venesúela fátækasta ríki Suður Ameríku og íbúar þess langt frá því að eiga til hnífs og skeiðar. Jafnvel þó þeim takist að skrapa saman fyrir smá mat, er óvíst að jafn sjálfsagður varningur sé þar í boð í búðum landsins.
03.apr. 2017 - 08:38
Kristinn Karl Brynjarsson
Eins og fram hefur komið, keyptu Félagsbústaðir Seljahlíð af velferðarsviði borgarinnar. Í kjölfarið var öllum samningum við íbúa Seljahlíðar sagt upp með árs fyrirvara og þeim boðinn samningur við Félagsbústaði að þeim tíma loknum.
27.mar. 2017 - 20:20
Kristinn Karl Brynjarsson
Í byrjun febrúar sá framkvæmdastjóri á sextugsaldri fram á það að kveljast á verkjalyfjum næstu 12-18 mánuðina á meðan hann biði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á LSH. Framkvæmdastjórinn tók slíkt auðvitað ekki í mál og leitaði lausna. Um miðjan febrúar skakklappaðist hann sárkvalinn inn á Klíníkina og fékk nýjan lið.
20.mar. 2017 - 19:26
Kristinn Karl Brynjarsson
Nú á að mótmæla því að Klíníkin verði gerð að spítala. Það munu vera svokölluð eftirámótmæli. Enda veitti landlæknir fyrir nokkrum vikum Klíníkinni leyfi til reksturs fimm daga legudeildar þar sem Klíníkin uppfyllir öll skilyrði heilbrigðislaga til rekstrurs slíkrar deildar. Klíníkin er nú þegar byrjuð að skipta um liði í fólki.
19.mar. 2017 - 20:35
Kristinn Karl Brynjarsson
Nýjasta trix borgarstjórnarmeirihlutans til að fegra A-hluta borgarsjóðs er að selja Félagsbústöðum sem eru í eigu borgarinnar en tilheyra B-hlutanum, hjúkrunarheimilið Seljahlíð. Sú breyting mun hafa það í för með sér að öllum húsaleigusamningum íbúa Seljahlíðar við velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp með árs fyrirvara og verða íbúarnir að gera nýjan samning við Félagsbústaði.
22.feb. 2017 - 17:38
Kristinn Karl Brynjarsson
Þar til fyrir rúmum tveimur vikum hafði ég reykt nánast á hverjum degi í 36 ár. Lengst af þeim tíma reykti ég pakka eða meira á dag. Ég hef í gegnum árin gert ótal tilraunir til þess að hætta. Límt á mig plástra, tottað einhverja nikótínhólka, japlað á tyggjói o.s.f.v. með núll árangri.
06.feb. 2017 - 13:40
Kristinn Karl Brynjarsson
Fyrir nokkrum dögum, brást forstjóri Landsspítalans, hinn versti við fréttum þess efnis að Klíníkin við Ármúla hafi fengið leyfi landlæknis til reksturs legudeildar og gæti því tekið þátt í átakinu við að vinna á löngum biðlistum vegna liðskiptiaðgerða.
25.jan. 2017 - 17:24
Kristinn Karl Brynjarsson
Eins og mig hafði grunað og reyndar heyrt af, þá klúðraðist samkomulag um formennsku í nefndum þingsins, vegna þess að Píratar gátu ekki unnt Framsókn þess að fá formennsku í einni þeirra þriggja nefnda sem stjórnarandstöðunni stóð til boða. Reyndar fór stjórnarandstaðan fram á formennsku í fjórum nefndum en fallist á þrjár. En bara ef Framsókn fengi ekki þriðju nefndarformennskuna. Þrátt fyrir það að Framsókn sé þriðji stærsti þingflokkurinn í stjórnarandstöðunni.
13.des. 2016 - 14:56
Kristinn Karl Brynjarsson
Um það bil tveimur vikum fyrir kosningarnar í október síðastliðnum, boðuðu Píratar til sérstaks samstarfs þáverandi stjórnarandstöðuflokka. Tilgangur þessa samráðs var að bjóða kjósendum upp á skýrar línur að loknum kosningum varðandi myndun ríkisstjórnar. Næðu þessir flokkar meirihluta á þingi að loknum kosningum.
29.nóv. 2016 - 11:14
Kristinn Karl Brynjarsson
Samþætting íbúasamráðs inn í pólitíska ákvörðunarferla með áherslu á félagslega sjálfbær markmið. Um þetta efni er haldið klukkustundar langt glærusjóv í nefndum borgarinnar og er þá helst fjallað um hvernig „leiða megi samtalið“ í svokölluðu samráði svo þagga megi niður í háværustu íbúunum.
20.nóv. 2016 - 18:58
Kristinn Karl Brynjarsson
"Píratar hafa gert það að algerri og ófrávíkjanlegri kröfu sinni, að ráðherrar í ríkisstjórn sitji ekki jafnframt á Alþingi. Flokkurinn á að hafna aðkomu að ríkisstjórn þar sem þingmenn eru einnig ráðherrar, líka ráðherrar annarra flokka."
18.nóv. 2016 - 12:08
Kristinn Karl Brynjarsson
Í ljósi núverandi stöðu við stjórnarmyndun keppast vinstri menn við að mæra fimm flokka stjórn Steingríms Hermannssonar sem var við völd árin 1988 til 1991.
16.nóv. 2016 - 09:34
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að það hafi margir þeirra sem séð hafa miðvinstri stjórn í hillingum hafi glaðst yfir viðræðuslitum Sjálfstæðsisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Nú sé lag fyrir svokallaða miðvinstri stjórn með eða án þátttöku Pírata sem að myndu þó verja stjórnina falli, stæðu þeir utan hennar.
14.nóv. 2016 - 12:04
Kristinn Karl Brynjarsson
Á tímum Raðstjórnarríkjana var það siður Sovétmanna, ef þeim mislíkaði eitthvað í Kína að gagnrýna það sem þá mislíkaði með því að skamma Albaníu fyrir það sem Kína átti að hafa gert. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna fer hins vegar nýjar leiðir í beitingu „Albaníu“ á fomann sinn.
13.nóv. 2016 - 17:00
Kristinn Karl Brynjarsson
Það er í rauninni grátbroslegt að þeir aðilar sem, reyndar ómeðvitað væntanlega, eiga hvað stærstan hlut í þeirri atburðarás sem nú er í gangi varðandi stjórnarmyndun, séu hvað stóryrtastir gagnvart þeirri atburðarás. Draumurinn um miðvinstri stjórn varð nánast andvana á þeirri stundu þegar Píratar strax á fyrsta fundi með forseta tilkynntu að þeir vildu standa utan slíkrar stjórnar sem yrði þá minnihlutastjórn, en verja hana vantrausti og styðja til allra „góðra mála.“
07.nóv. 2016 - 20:39
Kristinn Karl Brynjarsson
Nú segja margir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekkert erindi í ríkisstjórn þar sem 71% þjóðarinnar höfnuðu flokknum.
05.nóv. 2016 - 19:57
Kristinn Karl Brynjarsson
Það fer merkilega hljótt í hinni pólitísku umræðu að flokkur sem boðaði fyrir kosningar stórfeldar kerfisbreytingar og endurræsingu Íslands, treystir sér ekki til þess að sitja í þeirri ríkisstjórn er koma eigi þessum breytingum á.
04.nóv. 2016 - 15:13
Kristinn Karl Brynjarsson
Miðað við það sem ég hef hlerað í kringum mig er mið-vinstri stjórn með þátttöku Pírata útilokuð þar sem Viðreisn þáði ekki kaffisopann á Lækjarbrekku.
03.nóv. 2016 - 14:54
Kristinn Karl Brynjarsson
Það skal sagt áður en lengra er haldið, að vissulega eru íbúakosningarnar í Reykjavík þar sem íbúum borgarinnar gefst kostur á velja á milli framkvæmda í borgarlandinu jákvætt framtak. Jafnvel þó eflaust megi deila um það hvort að eitthvað af því sem kosið er um, ætti að vera sjálfsagður hlutur og borgin ætti að framkvæma án sérstakrar aðkomu borgarbúa í kosningum.
02.nóv. 2016 - 15:11
Kristinn Karl Brynjarsson
Núna þegar velflestir eru búnir að öskra sig hása og eða nánast mölva lyklaborð sín vegna Kjararáðs, hef ég bara þetta að segja. Hækkunin er mikil og úr takti við samningsbundnar hækkanir á vinnumarkaði. Það er alveg ljóst og þarf ekkert að ræða það frekar.
01.nóv. 2016 - 14:27
Kristinn Karl Brynjarsson
Nú er talað um að eina mögulega starfshæfa stjórnin sé svokölluð mið-vinstri stjórn undir forystu Viðreisnar eða jafnvel Vinstri grænna .Ef við gefum okkur það að Viðreisn myndi, eða taki sæti í stjórn til vinstri með þáttöku eða stuðningi Pírata er einboðið að stjórnarskráin stærsta mál Pírata verði skiptimynt í samningum um þá stjórn.
27.okt. 2016 - 11:14
Kristinn Karl Brynjarsson
Hvað heilbrigðismálin varðar, má alltaf gera betur. Því verkefni lýkur aldrei.
Ég tel það þó nokkuð víst að hver sem er hefði orðið stoltur af þeim árangri sem náðst hefur í heilbirgðismálum á þessu kjörtímabili. Jafnvel Kári Stefánsson hefði barið sér á brjóst, státaði hann af slíkum árangri. Frá upphafi þessa kjörtímabils hefur það verið skýrt markmið að forgangsráða fjármunum í þágu heilbrigðismála. Hafa framlögin á þessu kjörtímabili aukist um tæpa fjörutíu milljarða. Það er upphæð sem stappar nærri rekstrarkostnaði Landspítalans í eitt ár.
26.okt. 2016 - 19:10
Kristinn Karl Brynjarsson
25.okt. 2016 - 10:30
Kristinn Karl Brynjarsson
Á kjörtímabilinu sem að nú er að líða hefur orðið alger viðsnúningur í efnahagslífinu. Skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa verið lækkaðir, tugum milljarða hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðismála og inn í almannatryggingakerfið.
24.okt. 2016 - 10:30
Kristinn Karl Brynjarsson
Það er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar á hverjum tíma með hvaða hætti fjármunum ríkissjóðs er forgangsraðað. Það velkist enginn i vafa um það, nema kannski vinstri menn, að forgangsröðun fjármuna í þágu heilbrigðsmála og annarar grunnþjónustu, er nauðsynleg á hverjum tíma óháð efnahag þjóðarinnar. Ef ekki er forgangsraðað í þrengingum er vart hægt að treysta því að forgangsraðað verði þegar hagur vænkast.
21.okt. 2016 - 09:15
Kristinn Karl Brynjarsson
Einhver lífseigasta lýgi stjórnarandstæðinga á yfirstandandi kjörtímabili er að núverandi stjórnarflokkar hafi afnumið auðlegðarskattinn. Eina sem að núverandi stjórnarflokkar hafa unnið sér til saka varðandi afnámið er að þeir voru við völd þann dag sem lögin um hann féllu úr gildi.
18.okt. 2016 - 14:44
Kristinn Karl Brynjarsson
Í bók sinni Róið á ný mið: Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs, ritaði Steingrímur J. Sigfússon eftirfarandi orð: „Óréttlætanleg aðgerð“ „Auðlindaskattur á sjávarútveginn einan yrði sértæk skattlagning og því óæskileg og í raun óréttlætanleg aðgerð út frá öllum viðurkenndum skattapólitískum viðmiðunum … Rétt er að minna á í þessu sambandi að íslenskur sjávarútvegur keppir án nokkurra ríkisstyrkja eða niðurgreiðslna við þrælstyrktan atvinnuveg í nágrannalöndunum. Er ekki frekar ástæða til þess að hrósa sjávarútveginum fyrir að standast þessa erfiðu samkeppni, sem hann hefur verið og er í, gagnvart t.d. fiskvinnslu Evrópusambandsríkjanna, heldur en skattleggja hann sérstaklega. Þó mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu stór á okkar mælikvarða eru þau agnarsmá úti í hinum stóra heimi.