07. okt. 2017 - 08:56

Stundarbilun

Stundin er fréttamiðill sem einbeitir sér að rannsóknarblaðamennsku. Metnaður eigenda og starfsmanna er að kafa ofan í álitamál samtímans og færa lesendum bestu fáanlegu upplýsingar. Til þess þurfa blaðamenn Stundarinnar að vera ódeigir og þora að fletta ofan af upplýsingum og staðreyndum sem verið er að leyna til þess að afvegaleiða almenning.

Víst er að blaðamennirnir hafa tekið fyrir mörg málefni og vonandi hafa þeir með störfum sínum veitt almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru. En svo bregður nú við ein greinin er skrifuð til þess eins að bera í bætifláka fyrir Hafrannsóknarstofnun.

Stofnunin var harðlega gagnrýnd hér í leiðara fyrir mánuði fyrir að vera báðum megin borðsins. Annars vegar sem umsvifamikill verktaki hjá ýmsum veiðifélögum um laxveiði í ám og í öðrum  nánum fjárhagslegum tengslum við þau í gegnum Fiskræktarsjóð og hins vegar sem faglegur ráðgjafi stjórnvalda því máli sem þau leggjast hvað harðast gegn, laxeldi í sjó. Bæði forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og einstaka starfsmenn hafa nú og fyrr sem starfsmenn Veiðimálastofnunar gefið út yfirlýsingar gegn laxeldi í sjó og sérstaklega í Ísafjarðardjúpi áður en stofnunin er fengin til þess að hrófla upp svonefndu áhættumati í því skyni að stöðva áform um laxeldi.

Blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, gerir lítið úr fjárhagslegum samskiptum stofnunar og veiðifélaga og segir þau afmarkast við veiðifélag Langadalsár. Þá heldur blaðamaðurinn því fram að Hafrannsóknarstofnunin þiggi mikla styrki frá eldisfyrirtækjunum. Þar er vísað til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis sem hann segir í eigu eldisfyrirtækjanna. Er það meginniðurstaða blaðamanns Stundarinnar að Hafrannsóknarstofnun fái fé frá báðum hagsmunaaðilum og þó sýnu meira frá eldisfyrirtækjunum en frá veiðifélögunum.

Hallað mjög réttu máli
 
Um þessa frásögn rannsóknarblaðamannsins má hafa sömu orð og höfundur Njáls sögu þegar rakin er frásögn Gunnars Lambasonar af Skarphéðni í brennunni:  

Og um allar sagnir hallaði hann mjög til en ló víða frá.

Fyrir það fyrsta hverfur vanhæfnin ekki þótt hún kunni að eiga bæði við samskipti Hafrannsóknarstofnunar við veiðifélögin og eldisfyrirtækin. Þvert á móti þá eykst umfang vanhæfninnar. Í lögum veldur það vanhæfni ef opinber aðili á sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta eða ef samskiptin eru þannig að draga megi með réttu óhlutdrægni hans í efa.   

Þannig er ástatt með samskipti Hafrannsóknarstofnunar við veiðifélögin og Fiskræktarsjóð. Stofnunin vinnur margar rannsóknir fyrir einstök veiðifélög á hverju ári. Á síðustu mánuðum má nefna Veiðifélag Laxár í Dölum og Veiðifélagið Faxa í Tungufljóti til viðbótar við veiðifélag Langadalsár. Hafrannsóknarstofn er háð þessum  veiðifélögum um sértekjum og starfsmenn eiga starf sinn að einhverju leyti a.m.k. undir því að vinna fyrir veiðifélögin. Það gefur auga leið að stofnunin er ekki í góðri stöðu ef hún gefur út álit sem gengur gegn hagsmunum veiðifélaganna. Þá eru samskiptin við Fiskræktarsjóð þannig að stofnunin hefur fengið 43 styrki á 10 ára tímabili samtals að fjárhæð 80 milljónir króna. Fiskræktarsjóður er opinber sjóður en 3 af 5 stjórnarmönnum sem afgreiða erindi um styrkir eru fulltrúar veiðifélaganna. Þar liggur hundurinn grafinn. Veiðifélögin hafa tögl og haldir og Hafrannsóknarstofnun fær ekkert rannsóknarfé nema með þeirra stuðningi. Í þessu ljósi er hollt að líta málverkagjöf forstjóra Hafrannsóknarstofnunar til Landssambands veiðifélaga á 50 ára afmæli þeirra.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis

Staðan í umhverfissjóði sjókvíaeldis er gerólík. Sá sjóður er nýr. Lög um hann voru sett 2014 og sjóðurinn úthlutaði fé fyrst í ár. Stundin upplýsir að Hafrannsóknarstofnun hafi fengið 54 milljónir króna af 86 milljónar króna úthlutun. En sjóðurinn er ekki í eigu eldirfyrirtækjanna eins og staðhæft er. Þvert á móti í lögunum segir að Umhverfissjóður sé sjálfstæður sjóður i eigu ríkisins.  Eldisfyrirtækjunum er gert að greiða árlegt gjald fyrir hvert framleitt tonn sem nota á til þess að lágmarka umhverfisáhrif af sjókvíaeldi. Stjórn sjóðsins úthlutar fénu. Fjórir skipa stjórnina, tveir fulltrúar ráðherra, einn frá eldisfyrirtækjum og einn frá veiðifélögum. Þarna er fulltrúi eldisfyrirtækja í  minnihluta ólíkt því sem er í Fiskræktarsjóði þar sem veiðifélögin hafa meirihluta.

Tilraun blaðamanns Stundarinnar til þess að hvítþvo Hafrannsóknarstofnun af vanhæfninni er vindhögg. Gagnaöflun er verulega áfátt, hún er óvönduð og villandi mynd dregin upp. Þetta er eiginlega sorglegt frávik frá öðrum greinum Stundarinnar, nokkurs konar Stundarbilun. Spyrja má um ástæður. Ekki verður fullyrt um þær en athyglisvert er að á Facebook síðu blaðamannsins er mynd af honum  sigri hrósandi með nýveiddan 93 cm hæng úr Vatnsdalsá.

Kristinn H. Gunnarsson

Birtist fyrst í Vestfirðir.
18.nóv. 2017 - 12:00 Kristinn H. Gunnarsson

Uppreist æra í stað siðbótar

Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum.
04.nóv. 2017 - 09:14 Kristinn H. Gunnarsson

Sundrung á hægri væng stjórnmálanna

Úrslit alþingiskosninganna um síðustu helgi eru um margt athyglisvert. Ekkert lát er á upplausninni á stjórnmálasviðinu sem fylgdi hruninu 2008. Augljóst er að verulega djúp gjá er milli kjósenda og stjórnmálaflokkanna. 
21.okt. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. 
26.jún. 2017 - 20:30 Eyjan/Kristinn H. Gunnarsson

Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur nýverið. Vel viðraði og tókust hefðbundin hátíðahöld með ágætum. Blaðið Vestfirðir sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur og þakkir fyrir framlag þeirra til góðra lífskjara landsmanna. Kvótakerfið er eldurinn sem logar undir sjávarútveginum og  hefur valdið hörðum deilum og átökum í þjóðfélaginu síðustu 30 ár. Forystumenn útgerðarinnar gera sér grein fyrir stöðunni og keppast við að bera lofi á kerfið og vara við öllum hugmyndum um breytingar. 
26.jún. 2017 - 14:55 Kristinn H. Gunnarsson

Gengishækkun krónunnar er kjarabót fyrir almenning

Undanfarnar vikur hafa hellst yfir landsmenn grátstafir forsvarsmanna í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Það er engu líkara en að hækkandi gengi íslensku krónunnar sé stórfellt efnahagslegt vandamál sem sé við það gera út af við afkomu fyrirtækjanna. Þannig hefur til dæmis framkvæmdastjóri LÍÚ sagt berum orðum að til greina komi að flytja fiskvinnslu til útlanda og forystumenn ferðaþjónustunna bera sig enn verr   yfir því óréttlæti stjórnvalda að ætla þeim að greiða sama virðisaukaskatt og almennt gildir í landinu.
15.maí 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Stofnanaofbeldi

Enn er fyrirhuguð vegarlagning í Gufudalssveit komin í uppnám. Enn er það Skipulagsstofnun sem gerir allt sem í valdi stofnunarinnar er til þess að koma í veg fyrir framkvæmdina. Þetta er orðinn langur tími. Allt frá 2004 hefur verið ljóst að Skipulagsstofnun ætlaði sér að ráða því hvaða leið yrði farin þegar kæmi að því að færa vegakerfið í Austur Barðastrandarsýslu til nútímahorfs.
28.apr. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Áfram vestur

Fyrir réttri viku var undiritaður formlegur verksamningur um Dýrafjarðargöng. Þar með er í höfn áratugalangt baráttumál Vestfirðinga fyrir greiðum heilsárssamgöngum milli norður og suðursvæðis Vestfjarða. Jarðgöngin verða að öllu forfallalausu tekin í notkun eftir rúm þrjú ár, líklega síðla árs 2020. Vissulega geta enn brugðist góð áform og fögur fyrirheit og jarðgöngunum gæti verið seinkað, en það verður að teljast mjög ólíklegt og ekki eru fordæmi fyrir því að brugðið hafi verið af ásettu ráði frá tímasettri verkáætlun eftir að samningar hafa verið undirritaðir. Því er hér því slegið föstu að Dýrafjarðargöngin séu í höfn.
13.mar. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Kjósendur blekktir

Nýjustu axarsköft ríkisstjórnarinnar eru þau að kasta samgönguáætluninni út um gluggann.  Áætlunin var samþykkt fáum vikum fyrir Alþingiskosningarnar á síðasta ári og nú að þeim afloknum  er látið eins og yfirlýsing þingisins til kjósenda hafi verið siðlaus skrípaleikur að því er fjármálaráðherrann lét sig hafa að segja í útvarpsþætti í vikunni.
10.feb. 2017 - 17:00 Kristinn H. Gunnarsson

Lög á útgerðarmenn

Árum saman hefur ekki tekist að ná kjarasamningum milli sjómanna og útvegsmanna. Síðasti samningur var gerður í janúar 2009 og rann út tveimur árum síðar. Síðan hefur ekki verið  gerður kjarasamningur. Þetta ástand er einsdæmi og þekkist ekki í neinni annarri atvinnugrein. Það sem næst þessu kemst er kjaradeilda útvegsmanna við smábátasjómenn. Þar voru ekki kjarasamningar í gildi í 3 - 4 ár. Samningar náðust um síðir á forsendum útgerðarinnar.  Sjómenn hafa mátt þola verulegar kjararskerðingar þrátt fyrir hlutaskiptakerfið sem á að tryggja að aflahlutir fylgi afurðaverði.
28.jan. 2017 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Ójöfnuður vex með hnattvæðingunni en sár fátækt minnkar

Hnattvæðingin er umdeild. Alþjóðavæðing kapítalismans hefur á sér ýmsar myndir, sumar hverjar óásættanlegar. Taumlaus græðgi,  vaxandi ójöfnuður í dreifingu eigna og tekna, á köflum yfirgengileg ósvífni og alger firring á samfélagslegri ábyrgð og skyldum hafa valdið óróa og vaxandi vantrú á kapitalismanum sem efnahagskerfi.
19.des. 2016 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Það þarf enga ríkisstjórn

Það er komin upp pattstaða varðandi ríkisstjórnarmyndun.  Þrír flokkar hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar og öllum hefur mistekist. Það er ekki í augsýn nein ríkisstjórn sem hefur meirihluta þingmanna á bak við sig.  Þessi staða er afleiðing af úrslitum kosninganna. Línur voru nokkuð skýrar hvað varðar megindrætti. Annars vegar voru flokkar sem bentu á landlæga spillingu og hins vegar flokkar sem vildu litlu breyta. Fyrrnefndi hópurinn vísaði í kerfislægan vanda þar sem hagsmunaaðilar fá að ráða miklu um sína hagsmuni.

02.des. 2016 - 07:00 Vestfirðir

Landsbyggðarskattur útgerðarmannanna

Í aðdraganda Alþingiskosninganna mátti enn einu sinni sjá og heyra hræðsluáróður útgerðarauðvaldsins í þeim búningi að veiðigjöldin, sem ríkið innheimtir fyrir veittan einkarétt til veiða á Íslandsmiðum, væru landsbyggðaskattur. Áróðurinn gengur út á að deila álögðum veiðigjöldum niður á kjördæmi landsins og halda því fram að íbúar landsbyggðarinnar séu að greiða þessar fárhæðir suður og sér ekki til gagns.
19.nóv. 2016 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Alþingiskosningarnar: Krafa um breytingar en hikandi þó

Úrslit Alþingiskosninganna í síðasta mánuði eru skýr krafa um breytingar á ýmsum sviðum þjóðlífsins. En kjósendur voru samt hikandi þegar kom að því að velja þá sem hrinda ættu breytingunum í framkvæmd. Fyrir vikið er framhaldið óljóst. Næsta ríkisstjórn getur verið borin uppi af fráfarandi ríkisstjórnarflokki og hún getur líka verið  byggð á stjórnarandstöðunni.
28.okt. 2016 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Kosið um spillinguna á Íslandi

Í komandi Alþingiskosningum um næstu helgi verður fyrst og fremst gert upp við landlæga spillingu í íslensku þjóðfélagi. Hrun viðskiptabankana haustið 2008 opnaði augu almennings fyrir því að ekki væri allt með felldu. Fram að því voru landsmenn þeirrar skoðunar að bæði stjórnsýsla og stjórnmálin væru nánast óspillt og bæru af flestum öðrum þjóðum.
16.okt. 2016 - 18:00 Kristinn H. Gunnarsson

Stóra byggðastefnan

Í íslensku hagkerfi verða til mikil verðmæti á hverju ári. Hversu mikil hverju sinni má ráða af því hver hagvöxturinn er.  Almennt má segja að með vaxandi kaupmætti almennings hækka ýmis eftirsótt gæði í verði.  Verð á fiskikvóta á Íslandsmiðum fylgir bættum efnahag í viðskiptalöndum íslensks sjávarútvegs.
04.okt. 2016 - 07:00 Kristinn H. Gunnarsson

Píratar ræna lýðræðinu

Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafa komið sér í þá stöðu að stuðningur við þá er í algeru lágmarki og hefur aldrei verið rýrar að vöxtum síðustu 100 árin. Í síðustu könnunum eru flokkarnir fjórir, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn með samtals innan við 60% af fylginu.  Í síðustu könnun Gallup eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur samtals með aðeins 35% fylgi og hinir tveir Samfylking og Vinstri græn enn minna eða aðeins 24%. Í könnun MMR er mælingin svipuð. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mælast samanlagt með 32% fylgi og Samfylkingin og Vinstri græn eru með 21% fylgi. Í annarri könnunnini eru flokkarnir fjórir samanlagt eða 53% fylgisins og í hinni eilítið meira eða 59%.  Til samanburðar má nefna að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu allt fram til kosninganna 2009 aðeins einu sinni mistekist að fá hreinan meirihluta á Alþingi.

15.sep. 2016 - 13:53 Kristinn H. Gunnarsson

Röng fjölmiðlaumfjöllum bjargar Sjálfstæðisflokknum


04.sep. 2016 - 15:00 Kristinn H. Gunnarsson

Flokkarnir hafna almenningi

Endurbætur á lýðræðinu hefur borið hæst í stjórnmálunum frá bruni viðskiptabankanna. Einkum á þann hátt að auka áhrif almennings á endanlegar ákvarðanir í mikilvægum og umdeildum málum. Hefur verið horft til ákvæðis stjórnarskrárinnar sem heimildar forseta Íslands að neita að skrifa undir lög sem Alþingi hefur samþykkt og kalla þannig fram almenna atkvæðagreiðslu um viðkomandi mál.

25.ágú. 2016 - 15:00 Kristinn H. Gunnarsson

Uppboðsleiðin er framfaraskref

Enn á ný blossar upp umræða um stjórn fiskveiða í aðdraganda alþingiskosninga. Þetta mál hefur allt frá kosningunum 1991 verið eldfimt þjóðfélagsmál. Óréttlætið og ósanngirnin vegna ótímabundinnar úthlutun réttinda til þess nytja fiskistofna við landið til fyrirframvalinna útgerðarfyrirtækja birtist hverjum sem hefur opin augun eftir að framsalið var leyft. Í réttindunum eru mikil verðmæti, raunar miklu meiri en nokkur útgerðarmaður hefur unnið til.