07. nóv. 2014 - 09:21Kolbrún Baldursdóttir

Hvar stöndum við í eineltismálunum?

Laugardagurinn 8. nóvember er Eineltisdagurinn á Íslandi. Að helga einum degi baráttunni gegn einelti er gott mál því það minnir okkur á að huga enn frekar að þessum málaflokki.

Flestum okkar er umhugað um að draga úr einelti í allri sinni myndi hvort heldur í skóla, tómstundum eða á vinnustað.  Slíkt gerist þó ekki af sjálfu sér og sannarlega ekki með því að huga að þessum málum einn dag á ári. Umræðan um góða samskiptahætti verður að vera í gangi allt árið um kring og tvinnast með fjölbreyttum hætti inn í starfsemi skóla, tómstundafélaga og vinnustaði. Öðruvísi er varla árangurs að vænta, hvorki til skemmri né lengri tíma. Sé aðeins um tímabundið átak að ræða má ætla að hlutirnir falli fljótt í sama farið enda þótt þeir þokist eitthvað áleiðs.

Jákvæður staðarbragur og uppbyggjandi menning eru grundvöllur þess að fólkinu á vinnustaðnum geti liðið vel. Líði starfsfólkinu vel t.d. í skólum má ætla að það hafi jákvæð áhrif á börnin,  hópmenningu og líðan.

Þegar rætt er um samskipti er vert að byrja ávallt á að líta í eigin barm áður en maður fer að tjá sig mikið um hegðun og framkomu annarra.

Ø Er ég að taka ábyrgð á eigin framkomu/hegðun?

Ø Líður einhverjum illa í návist minni?

Ø Get ég veitt einhverjum stuðning eða rétt hjálparhönd á mínum vinnustað?

Ø Geri ég yfirmanni viðvart, verði ég vitni að einelti?

Munum að það er ekkert grátt svæði þegar kemur að framkomu við aðra. Koma á vel fram við alla hvernig svo sem þeir eru og hvað svo sem manni kann að finnast um þá.

Vissulega skiptir stjórnun og stjórnunarstíll máli þegar kemur að staðarmenningu og líðan starfsfólksins. Góður stjórnandi er ekki bara góð fyrirmynd og myndar jákvæð tengsl við starfsfólkið heldur gefur einnig skýr skilaboð um samskiptareglur. Sannarlega afgreiðir hann ekki kvartanir út af borðinu að óathuguðu máli. Liður í forvörnum á vinnustað og viðhaldi á jákvæðum staðarbrag eru allir eftirfarandi þættir:

Ø Starfsmannaviðtöl árlega

Ø Skýrar starfslýsingar

Ø  Starfsánægjukannanir

Ø Starfsmannafundir 

Ø Saman gaman (gaman saman)

Munum að einelti er lögbrot. Um er að ræða yfirgang/valdníðslu gagnvart öðrum. Einelti er talið vera ein algengasta mynd ofbeldis

Hversu algengt er einelti á vinnustöðum?                                             
Þessari spurningu er nokkuð erfitt að svara þar sem erfitt er að mæla einelti. Ástæðuna má e.t.v. að einhverju leyti rekja til mismunandi skilgreininga á einelti. Erfitt er því að fullyrða nokkuð um hvort dregið hafi úr einelti. Skilgreiningar eru vissulega nauðsynlegar enda auka þær skilning og meðvitund. Ef skilgreining er of niðurnjörvuð eða þröng er hún ekki endilega gagnleg.  Burtséð frá skilgreiningum hlýtur mælikvarðinn á hvar mörkin liggja í samskiptum ávallt að vera huglægt mat og upplifun sérhvers manns eða konu.

Birtingamyndir eineltis eru flestum kunnar. Illt umtal, baktal, neikvæðar eða hæðnislegar, ítrekaðar athugasemdir um manneskjuna sem persónu eða fagmann. Einelti í formi kynbundins ofbeldis eða rafrænt einelti er ekki síður íþyngjandi og oft mikið vandamál þar sem það viðgengst.

Gerendur eineltis eru ekki einsleitur hópur. Sé um fullorðið fólk að ræða þá má iðulega rekja hina neikvæðu framkomu til minnimáttarkenndar og óöryggis gerendans. Vond innri líðan er hvatinn að neikvæðri framkomu við aðra.

Orsakir geta verið af ýmsum toga og eru oft samspil margra þátta. Stundum er þetta fullorðið fólk sem hefur einfaldlega ekki vaxið upp úr sínum hegðunarvanda og sem var aldrei stoppuð af sem börn. Sumir eiga sögu um að hafa verið þolendur sem börn með tilheyrandi skaða. Dæmi eru um að fullorðnir gerendur eineltis séu einstaklingar sem glíma við bresti af einhverju tagi og eru að rekast á veggi í sínu daglega lífi og rekast einnig illa í hóp. Eitthvað af eftirfarandi þáttum einkennir gjarnan persónu gerenda eineltis:

Ø Ótti um að einhver skyggi á hann, ógni stöðu hans

Ø Mislyndi, óútreiknanlegt skapferli

Ø Pirringur, öfundsýki, hroki, talar illa um aðra

Ø Barnaleg hegðun/viðbrögð, sjálflægni

Ø Skortur á innsæi í eigin hegðun

Ø Varpar frá sér ábyrgð/sök, stundum ,,siðblinda”

Ø Dómharka, ósveigjanleiki

Ø Lágt mótlætisþol, hvatvísi, getur átt það til að ,,missa sig”

Ef áfengisvandi er jafnframt til staðar geta ofangreind einkenni orðið enn ýktari.

Yfirmaður sem er gerandi eineltis getur auðveldlega misnotað vald sitt og gert óraunhæfar kröfur um markmið og tímaáætlanir. Hann getur takmarkað upplýsingastreymi til starfsmannsins sem hann er að leggja í einelti. Hann notar e.t.v. vald sitt til að gagnrýna og sýna vandlætingu, ýta undir illt umtal um viðkomandi og reynir einfaldlega að bregða fyrir hann fæti með einhverjum hætti. Yfirmaðurinn sem er gerandi er ekki endilega með fylgjendur á vinnustaðnum.

Allir geta fundið sig í sporum þolanda eineltis, starfsmenn jafnt sem yfirmenn
Einelti er félagslega flókið fyrirbæri. Ótal breytur, bæði persónu- og aðstæðubundnar spila inn í, þ.m.t. staðarmenning, samsetning hópsins og sú „dýnamík“ sem í honum ríkir hverju sinni. Þolandinn er oft bara venjulegur einstaklingur sem sker sig ekki endilega úr hópnum. Hann er þó stundum manngerðin sem er samviskusöm og vinnusöm, vill hafa hlutina á hreinu og er „prinsippmanneskja”, nákvæm, fylgin sér og vill fylgja reglum.

Einelti sem varir í ,,einhvern tíma” skaðar sjálfsmyndina. Afleiðingar eru m.a. að einstaklingurinn missir trú á sjálfum sér og fer að trúa að hann sé vandamálið. Hann hættir að þora að treysta öðrum og það sem verst er, hann ættir að treysta sjálfum sér t.d. að meta og lesa í aðstæður. Þegar svo er komið er mun meiri hætta á að hann oftúlki og misskilji skilaboð og aðstæður.

 


Einelti meðal barna
Hvað börnin varðar þarf að byrja strax í leikskóla að útskýra á orðbundinn, táknrænan og myndrænan hátt hvaða hegðun er ekki liðin, t.d. hegðun sem felur í sér að hóta, meiða: berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Gæta þarf þess að börnin skilji öll hugtök sem eru í fræðslunni. Á það skal minnt að barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax.

Um leið og þroski leyfir skal ræða við börnin um merkingarmuninn á leik og stríðni og muninn að ,,láta vita” v.s. “klaga”. Kenna þeim að ef þau til dæmis horfa á eða hlægja þá finnst þeim sem er að stríða eða meiða hann vera sniðugur. Það þarf að minna þau á ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver er að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita.

Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir iðulega við vanlíðan, ólgu og óöryggi. Orsakir/áhættuþætti geta verið innri eða ytri þættir og/eða samspil þeirra, s.s.:

Ø Sálfræði-, og eða félagslegar raskanir

Ø Erfiðar/óöruggar/óstöðugar heimilisaðstæður

Ø Skortur á leiðbeiningu, aðhaldi og umhyggju, siðferðisuppeldi ef barnið hefur sem dæmi ekki fengið næga fræðslu um hvað er rétt/rangt, leyfilegt/bannað

Börn með ,,raskanir/greiningar” sem sýna öðrum óæskilega hegðun þurfa eins og önnur börn að læra að taka ábyrgð á hegðun sinni.

Barnið sem er þolandi eineltis
Þolandinn: Af hverju ég?  Foreldrar: Af hverju barnið mitt?

Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki til einhver einn ,,þolandaprófíll“. Þetta er t.d. stundum barnið er er duglegt, samviskusamt, nákvæmt, vill gera rétt. Eða barnið sem er opið, treystandi og sem ,,heldur” að allir séu bara góðir. Eða barnið sem hefur ögrandi framkomu og hegðun. Nú eða barnið sem er veikbyggt og óöruggt, kvíðið og varkárt.

Það eru ýmsir áhættuþættir þegar eineltismál eru skoðuð í hópi barna. Athyglisbrestur með eða án ofvirkni (ADHD) og fylgiraskanir eru meðal þeirra. Einkenni ADHD svo sem hvatvísi og erfiðleikar með að virða mörk annarra eru áhættuþættir bæði þegar kemur að því “að stríða/leggja í einelti og einnig að “vera strítt/lagður í einelti”

Börn með ADHD og fylgi-raskanir sýna oft ýktari viðbrögð við áreiti. Þau eiga erfiðara með að lesa í félagslegar aðstæður og er hætt við að mistúlka, misskilja og draga rangar ályktanir.

Vinnsla eineltismála
Viðbragðsáætlun þarf ekki aðeins að vera til heldur einnig að vera aðgengileg. Viðbragðsáætlun mótar viðhorf og kallar á stefnumótun. Hún hvetur til skilnings, þekkingaröflunar og markvissra vinnubragða. Viðbragðsáætlun er rammi/vegvísir sem skapar starfsfólki öryggi. Auk þess er hún upplýsandi t.d. kveður á um hverjir vinna í málum og lýsir ferli kvörtunarmála með einföldum hætti.

Eins mikilvæg og viðbragðsáætlun er, er tilkynningarblað á heimasíðu stofnunar eða fyrirtækis ekki síður mikilvægt. Tilkynningareyðublað er heilmikil forvörn í sjálfu sér en umfram allt gefur slíkt eyðublað til kynna að stofnun/fyrirtæki VILL vita ef einhver telur á sér brotið til að hægt sé að taka á málinu.

Skrifleg kvörtun á þar til gerðu tilkynningareyðublaði inniheldur lýsingu á atviki, atburðarrás, aðstæðum, hver/hverjir, hvar og hvenær. Skrifleg tilkynning er líklegri til að skila markvissari vinnubrögðum en munnleg tilkynning. Tilkynningareyðublað veitir foreldrum og starfsfólki öryggi og það besta við tilkynningareyðublaðið er að ALLIR GETA NOTAÐ ÞAÐ.

Mál af þessu tagi leysast iðulega ef tekið er á þeim strax og ferlið unnið í samvinnu og samráði við tilkynnanda (ef barn þá foreldra þess).  Ræða þarf við meintan geranda og ræða síðan við aðra sem kunna að vita eitthvað um málið eða eru vitni. Þegar heildarmyndin liggur fyrir er mikilvægt að upplýsa aðila um hana og gefa þeim kost á að bregðast við. Gæta þarf þess að hafa allt ferlið skriflegt og skrifa fundargerðir.  Síðan bíður að vinna með aðila málsins. Sé um börn að ræða þarf að vinna með sjálfsmynd og öryggi barnsins sem varð fyrir eineltinu. Hjálpa þarf barninu sem lagði í einelti að slökkva á hinni óæskilegu hegðun og framkomu. Það þarf líka að leita orsaka af hverju barnið er að stríða/leggja í einelti og vinna með það. Vinna þarf með hópinn/bekkjarandann samhliða þar sem iðulega líður fleirum illa en þolanda og geranda.

Ávísun á vandamál bæði í barnahópnum og starfsmannahópnum ef:

Ø Hunsað að ræða um samskiptahætti og reglur með markvissum hætti bæði meðal starfsfólks og í barnahópnum

Ø Sagt að ,,stríðni/einelti” sé tekið alvarlega en það síðan ekki gert

Ø Reynt að bíða af sér vandann, þagga málið

Ø Yfirmenn eru í vörn/afneitun, vilja ekki horfast í augu við kvörtunina

Ø Einhver starfsmaður/yfirmaður er meðvirkur?

Ef óánægja og undirróður er á vinnustaðnum og kvartanir tíðar þarf að kanna hvernig staðarmenningu er háttað og hvort þurfi sérstaklega að bæta hana. Spyrja má hvar vandinn kunni að liggja? Er það í skipulaginu og/eða í stjórnuninni? Þarf kannski að ganga rösklegar fram í að ræða um samskiptareglur? Vantar kannski nauðsynlegan grunn: hugmyndafræði, fræðslu, viðeigandi verkferla og áætlun? Eða vantar að unnið sé að málum með nægjanlega markvissum og kerfisbundnum hætti?

Sjá meira í EKKI MEIR (Útgefandi Skólavefurinn ehf

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur

www.kolbrunbaldurs.is
21.apr. 2013 - 08:27 Kolbrún Baldursdóttir

Ekki meir

Bókin EKKI MEIR kom út í ágúst sl. hjá Skólavefnum og er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Henni hefur verið fylgt eftir með fræðsluerindum sem haldin hafa verið víða um land, í Reykjavík og nágrannasveitafélögum.
22.mar. 2012 - 20:30 Kolbrún Baldursdóttir

Þekkir þú svona yfirmann?

Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um það að fólk sem skortir flest það sem telst prýða góðan stjórnanda rati í yfirmannsstöður.  Dæmi eru um vanhæfan og slakan stjórnanda á vinnustað þar sem hámenntað fólk af báðum kynjum starfar sem og á vinnustað þar sem lítillar menntunar er krafist. 
24.nóv. 2011 - 13:00 Kolbrún Baldursdóttir

Einelti meðal eldri borgara

Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við einhvern ákveðinn aldurshóp eða við vinnustaði ef því er að skipta. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda.
14.nóv. 2011 - 11:30 Kolbrún Baldursdóttir

Viðbrögð við einelti í einkaskólum?

Fjölmargir einkaskólar hafa verið settir á laggirnar á undanförnum árum þar sem nemendur eru á milli 18 og 80 ára. Um er að ræða lánshæft nám og nám sem kostar jafnvel eina milljón krónur á önn. Hvað varðar réttindi og skyldur skólastofnana ná ekki sömu lög og reglugerðir yfir þessa tegund af stofnunum og yfir ríkisskólunum.  Þess vegna er það sérstaklega slæmt ef einelti og kynferðislegt áreiti  þrífst þar. 
25.okt. 2011 - 10:00 Kolbrún Baldursdóttir

Ég er bara að djóka

Ég er bara að „djóka“ eða „grín“ heyrist býsna oft, einkum meðal barna og unglinga en einnig stundum hjá fullorðnum. Þessi setning er gjarnan sögð í kjölfarið á einhverri athugasemd í þeim tilgangi að draga úr mögulega neikvæðum áhrifum sem athugasemdin gæti haft á viðkomandi aðila. Þegar á eftir fylgir „ég er bara að djóka“ eða „ég er bara að grínast“ er stundum eins og eitthvað neikvætt sé undirliggjandi. Það sem sagt er með djók, eða grínívafi er náttúrulega stundum fátt annað en „smá skot“, og getur virkað á hinn aðilan sem móðgandi eða særandi athugasemd(ir).
14.okt. 2011 - 09:00 Kolbrún Baldursdóttir

Hvernig ætlar Alþingi að bregðast við ef kvörtun bærist um kynferðislegt áreiti?

Hvernig myndi vinnustaðurinn Alþingi bregðast við ef formleg kvörtun kæmi um einelti eða kynferðislegt áreiti á Alþingi. Um daginn var í einu af dagblöðum landsins umræða um að einelti þrifist á Alþingi og var í því sambandi rætt við nokkra þingmenn. Þessi sama umræða kom upp fyrir tveimur árum síðan þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður sagist bæði hafa verið lögð í einelti og hafa einnig orðið vitni af eineltishegðun í garð samþingkonu sinnar.
30.sep. 2011 - 16:00 Kolbrún Baldursdóttir

Foreldrar þolenda eineltis

Það er sársaukafullt að vita til þess að barninu manns sé strítt eða það lagt í einelti. Foreldrar barna sem lögð eru í einelti finna til mikils vanmáttar, reiði og sorgar. Ef barn er á grunnskólaaldri á það í hvað mestri hættu með að verða lagt í einelti í skólanum, á skólalóðinni eða á leið í eða frá skólanum. Það kemur því í hlut skólans að vinna með foreldrunum að lausn málsins. Margir foreldrar í þessari stöðu eru óvissir um hvernig bregðast skuli við en þeir vita þó all flestir að þeir verða að gera eitthvað. Einhverjir skólar hafa nú þegar aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu  sinni s.s. viðbragðsáætlun og til hvers (hverra) foreldrar eiga að snúa sér með eineltistilkynningu. Æ fleiri hafa nú einnig tilkynningareyðublað tiltækt á heimasíðu skólans.
18.ágú. 2011 - 11:00 Kolbrún Baldursdóttir

Ekki hægt að banna ömmu að baka súkkulaðiköku?

Göngudeild fyrir börn sem glíma við offituvanda hefur verið opnuð á Barnaspítala Hringsins. Umræðan um ofþyngd á barnsaldri hefur verið að aukast að undanförnu. Samhliða hefur mátt skynja aukna meðvitund um hin neikvæðu áhrif sem þessi vandi getur haft á á sálræna líðan þess barns sem við hana glímir.
02.ágú. 2011 - 09:00 Kolbrún Baldursdóttir

Hvar værum við án grasrótarsamtaka?

Hugleiðing að lokinni Verslunarmannahelgi.

14.júl. 2011 - 18:00 Kolbrún Baldursdóttir

Vitundarvakning á vinnustöðum

Það er upplifun mín að vinnuveitendur/yfirmenn vilji í æ ríkari mæli huga að uppbyggingu jákvæðs andrúmslofts á vinnustaðnum enda er það grunnforsenda fyrir vellíðan starfsfólks. Telja má víst að flestir atvinnurekendur vilji hlúa vel að starfsfólki sínu og leggi ríka áherslu á að samskiptamenning vinnustaðarins einkennist af gagnkvæmri virðingu, umburðarlyndi og hlýlegum samskiptum manna á milli. Ef jákvæð og uppbyggileg samskipti eiga að vera fastur kjarni vinnustaðamenningar þá þarf að nota sem flest tækifæri þegar hópur samstarfsfólks kemur saman til að skerpa á samskiptareglum og minna á að sérhver starfsmaður er ábyrgur fyrir sjálfum sér. Að byggja upp og viðhalda jákvæðum vinnustaðarbrag er hægt að gera með ýmsu móti.
13.jún. 2011 - 15:00 Kolbrún Baldursdóttir

Hvernig er samskiptamenningin í þínum skóla eða á þínum vinnustað?

Sem nýráðinn verkefnisstjóri í aðgerðum gegn einelti á vegum þriggja ráðuneyta, mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis bíður mín það verkefni að skoða með hvaða hætti hægt er að leggja lóð á vogarskálar góðra samskipta meðal barna og fullorðinna (sjá nánar um stöðuna.
10.maí 2011 - 18:00 Kolbrún Baldursdóttir

Offituvanda á barnsaldri getur haft langtíma sálrænar afleiðingar

Enda þótt offituvandinn sé án efa erfiður einstaklingnum á öllum aldursskeiðum má álykta sem svo að neikvæð áhrif og afleiðingar hans séu alvarlegri hafi hann átt við offituvandamál að stríða strax á unga aldri.
Á aldursskeiðinu 5-18 ára er einstaklingurinn að móta sína eigin sjálfsmynd. Hann skoðar sjálfan sig,  ber sig saman við jafnaldrana og speglar sig í umhverfi sínu.  Hann lærir fljótt hvað það er sem þykir flott, er viðurkennt og eftirsóknarvert. Skilaboðin sem einstaklingurinn fær um sjálfan sig frá þeim aðilum sem hann umgengst er stór áhrifaþáttur á mótun sjálfsmyndar hans. 
01.maí 2011 - 10:00 Kolbrún Baldursdóttir

Áhrif skilnaðar og forsjárdeilu á börn

Það er ekki sjálfgefið að skilnaðir hafi endilega neikvæð áhrif á börn/unglinga. Takist foreldrum að fara í gegnum skilnaðarferlið með friðsömum hætti eru börnin oft fljót að aðlagast breyttum aðstæðum og sætta sig við að foreldrar þeirra búi ekki lengur saman.
09.apr. 2011 - 17:30 Kolbrún Baldursdóttir

Er hægt að hrósa of mikið?

Uppeldisblanda sem samanstendur af kærleika, festu, hvatningu, hrósi og fræðslu er líkleg til að skila góðum uppeldislegum árangri. Markmiðið er að barnið vaxi og verði sjálfstæð, gefandi, ábyrg og hugsandi manneskja sem skilur og skynjar með hvaða hætti hún getur stuðlað að betra samfélagi fyrir sjálfa sig og aðra. Ekkert barn er nákvæmlega eins og annað og engir foreldrar eru eins. Engu að síður er ákveðinn kjarni sem skiptir sköpum í uppeldi ef takast á eins vel og kostur er.
07.apr. 2011 - 15:30 Kolbrún Baldursdóttir

Ég er asnaleg, heimsk og á ekkert gott skilið

Þetta  eru því miður hugsanir allt of margra. Flestir sjá auðveldlega hvernig ítrekuð og erfið persónuleg reynsla eða langvarandi óviðunandi aðstæður geta haft skaðleg áhrif á sjálfsmynd og skapað bæði vanmáttarkennd og óöryggi.
03.apr. 2011 - 14:00 Kolbrún Baldursdóttir

Meðgöngustaðgengill frekar en staðgöngumæðrun?

Umræðan um hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun á Íslandi hefur verið áberandi að undanförnu bæði á Alþingi og í  tengslum við mál Jóels litla sem eflaust er flestum enn í fersku minni.
16.mar. 2011 - 19:00 Kolbrún Baldursdóttir

Perri gengur laus

Nú, sem alltaf, er afar mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um með hvaða hætti þau geta varist áreiti einstaklinga sem hafa það að ásetningi að vinna þeim mein? Umræða og fræðsla um þessi mál þarf að vera með þeim hætti að börnin fyllist ekki óþarfa ótta og kvíða þegar þau fara út af heimilum sínum.
01.mar. 2011 - 19:00 Kolbrún Baldursdóttir

Einelti: Geymist en aldrei gleymist

Fátt er eins skemmandi og einelti. Skaðsemi langvinns eineltis getur varað alla ævi. Málið er brýnt og halda þarf uppi þrotlausri vinnu svo umræðan haldist opin. Í starfi mínu hef ég séð skelfilegar afleiðingar langvinns eineltis bæði hjá börnum, unglingum og einnig fullorðnu fólki sem sumt hvert, voru þolendur sem börn og einnig á fullorðinsárum.
25.feb. 2011 - 11:00 Kolbrún Baldursdóttir

Hvað ræður vali fólks á sálfræðingi?

Val á sálfræðingi er án efa  mjög persónulegt og byggist á fjölmörgum atriðum. Það er t.d. ekki sjálfgefið að kona fari frekar til konu og karl til karlsálfræðings. Nokkur atriði geta skipt sköpum varðandi þetta atriði. Mjög algengt er að þeir sem hafa ákveðið að leita til sálfræðings leiti í reynslubanka vina og kunningja.

 

18.feb. 2011 - 10:30 Kolbrún Baldursdóttir

Ert þú í ástarsorg?

Mér datt í hug að skrifa nokkur orð um ástarsorg, ekki af því að ég sé sjálf í ástarsorg  núna heldur frekar vegna þess að mér finnst lítið hafa verið fjallað um þessa sammannlegu reynslu.
14.feb. 2011 - 17:00 Kolbrún Baldursdóttir

Það sem kemur hverju barni best

Það sem kemur hverju barni hvað best í er að búa yfir persónulegum metnaði til að ná árangri í lífinu og vilja og löngun til að verða góð og gild manneskja í þjóðfélaginu. Að leggja grunn að metnaði og sjálfsvirðingu hjá börnum kemur í hlut foreldra/forsjáraðila. 
09.feb. 2011 - 21:00 Kolbrún Baldursdóttir

Segja ekki já þegar meint er nei

Hvernig gengur samviskusömu og hjálpsömu fólki að stilla eigin kröfum og annarra í hóf? Kröfur eru til í mörgum gerðum, sumar koma frá manni sjálfum, aðrar utan frá, sumar eru yfirlýstar, aðrar duldar.
03.feb. 2011 - 21:00 Kolbrún Baldursdóttir

Gildi snertingar í samböndum

Sambönd sem eru rík af snertingu eru oft farsæl. Þau eru líkleg til að standa betur að vígi ef erfiðleikar steðja að og því líklegri til að vara samanborið við sambönd þar sem parinu hefur, af einhverjum ástæðum, ekki tekist að gera snertingu að nauðsynlegum þætti í sambandinu. 
26.jan. 2011 - 09:00 Kolbrún Baldursdóttir

Reynsla eykur víðsýni

Fjölmargir þættir móta viðhorf fólks og afstöðu til ólíkra mála. Reynsla einstaklings og upplifun hans af jákvæðum eða neikvæðum aðstæðum sem hann hefur fundið sig í, viljugur eða óviljugur, hefur áhrif á og mótar skoðun hans á málefninu. Að mínu mati er þetta sammannlegt og geta án efa allir fundið dæmi hjá sjálfum sér.
14.jan. 2011 - 18:00 Kolbrún Baldursdóttir

Er barnið þitt ofdekrað?

Dekur og ofdekur má skilgreina í mörgum orðum. Hér eru nokkur dæmi:
10.jan. 2011 - 10:00 Kolbrún Baldursdóttir

Hefur prúðmennska farið vaxandi á Alþingi?

Alþingi er sérstakur vinnustaður að því leyti að hann er einmitt þess eðlis að þar gengur vinnan út á að sannfæra aðra um réttmæti skoðana sinna. Þingmenn starfa undir ákveðinni pressu bæði frá því stjórnmálaafli sem þeir tilheyra, kjósendum sínum og samflokksþingmönnum. Þeir þurfa að hlusta á eigin sannfæringu og eru án efa stöðugt að máta hana við stefnu flokksins og menningu hverju sinni og gildir þá engu hvort þeir tilheyri ríkisstjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðuflokkunum. 
04.jan. 2011 - 20:00 Kolbrún Baldursdóttir

Kaupa, kaupa, kaupa

Einmitt nú nær kaupgleði margra hámarki því fataútsölur eru byrjaðar.
29.des. 2010 - 20:00 Kolbrún Baldursdóttir

Spádómar stórfréttir hjá fjölmiðlum

Nú hrynja inn spádómar frá hæfustu völvum Íslands eins og ávallt gerist um áramót. Sumir spádómar prýða forsíður stærstu fjölmiðla landsins sem um stórfréttir væri að ræða.
19.des. 2010 - 10:00 Kolbrún Baldursdóttir

Hnuggin um jólahátíðina

Við sem ólumst upp við áfengisneyslu foreldris/foreldra á heimilinu minnumst mörg hver nú í aðdraganda jóla hvernig kvíðahnúturinn fór stækkandi einmitt á þessum tíma. Skyldi mamma/pabbi verða full á aðfangadagskvöld? Tilhugsunin ein gerði það að verkum að maginn herptist saman og varð að einum stórum hnút. Vonandi ekki, bara að þau láti brennivínið vera á aðfangadagskvöld svo það geti orðið gaman þegar við borðum og tökum upp pakkana.  

Kolbrún Baldursdóttir
Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, fædd 1959. Lauk BA prófi frá Háskóla Íslands 1986. Framhaldsnám í sálfræði í Rhode Island í Bandaríkjunum, MA próf 1998 í Námssálarfræði og ráðgjöf.  MA próf í félags- og persónuleikasálfræði einnig í Rhode Island fylki 1991. Próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1994. Löggiltur sálfræðingur frá 1992 og sérfræðileyfi Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði í október 2008.

Hefur sinnt kennslu á grunnskólastigi, kenndi um tíma sálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og var á tíu ára tímabili gestakennari í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Starfaði um tveggja ára skeið hjá Fangelsismálastofnun, var í nokkur ár yfirsálfræðingur á Stuðlum og um sjö ára skeið sálfræðingur barnaverndarmála í Kópavogi.  Hefur rekið sálfræðistofu frá 1992 nú síðast á Suðurlandsbraut 6. Er sjálfstætt starfandi sálfræðingur og sinnir starfi skólasálfræðings í Áslandsskóla, er leiðbeinandi í Ökuskólanum í Mjódd samhliða stofurekstri og öðrum sérverkefnum aðallega fyrir barnaverndarnefndir á landsbyggðinni.

Hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um sjálfsstyrkingu, samskipti foreldra og barna, hvernig sporna megi við sjálfsvígum, þunglyndi og kvíða. Einnig samskiptanámskeið fyrir starfsmenn sundlauga, íþróttamiðstöðva og íþróttaþjálfara.

Umsjónarmaður þáttarins Í nærveru sálar á sjónvarpsstöðinni á ÍNN en hann fjallar aðallega um sálfræðileg og félagsleg málefni. Upptökum lauk 2010.

ford Transit   mars
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar