06. jún. 2012 - 08:55Fannar Karvel

Börn kunna ekki að fara í kollhnís

Mikið hefur verið rætt um holdafar barna og unglinga á Íslandi undanfarið og margar misvísandi fréttir skotið upp kollinum. Sumar segja að börn séu að fitna óheyrilega og aðrar að offituvandinn sé á undanhaldi. Mín skoðun er sú að offituvandinn sé að verða mun sýnilegri en áður og einnig sé hann stærra vandamál en rannsóknir gefa til kynna.

Það er einhver hreyfing komin á mál barna og unglinga og loksins að koma aðrir valkostir á þeim vettvangi en keppnisíþróttir innan íþróttafélaga. Meðal annars hafa þekkt æfingakerfi verið að skala niður æfingarnar sínar svo þær henti börnum og ungmennum, ágætis tilraun sem þó hentar alls ekki þessum aldurshópi, engan vegin.
Æfingar sem miðaðar eru að fullorðnum einstaklingum með lokaðar vaxtarlínur, meiri grunnstyrk, fullþróuð orkukerfi o.s.frv. eru sjaldan til þess fallnar að henta börnum og unglingum. Hreyfing þeirra á að miðast að því að læra grunnhreyfingar og hafa gaman að því, um leið og það markmið næst (skemmtunin) er einnig búið að sýna barninu fram á að hreyfing geti verið og eigi að vera skemmtileg fremur en kvöð.

Rannsóknir í sálfræði hafa í áraraðir sýnt að börn og unglingar þurfa aðrar áherslur í öllum málaflokkum heldur en fullorðnir, þau eru ekki „litlir fullorðnir“ einstaklingar sem þurfa lítil jakkaföt o.s.frv. Þau þurfa einfaldlega hreyfingu við hæfi og það sem hentar börnum best og hefur gert í aldanna rás er að leika sér. Börn í dag kunna lítið af leikjum og vilja bara æfa einsog fullorðna fólkið, þau vilja fá að „lyfta“ og „brenna“, þetta hef ég lært af biturri reynslu í gegnum starf mitt með börnum og unglingum. Sú staðreynd að börn segi tæpitungulaust að þau hafi „borðað óhollt í gær en það sé í lagi þar sem þau brenndu svo miklu“ er sorgleg. Börn, sama á hvaða aldri þau eru eiga ekki að kunna þessi hugtök og hvað þá kunna að tengja þau inn í sitt daglega líf, þarna er komið vandamál sem er alfarið okkur að kenna.

Ég hef undanfarið ár einblínt æ meir á hreyfingu barna og unglinga og hef séð að þessar grunnstoðir; leikir, kollhnísar, skríða á maganum, jafnfætis hopp o.frv. eru nær horfnar hjá 12-14 ára börnum. Sem dæmi má nefna að u.þ.b. 90% barna á þessum aldri ekki að fara í kollhnís, eitthvað sem við sem eldri erum teljum grunnhreyfifærni.

Mér blöskrar þessi þróun og finnst hræðilegt að fagfólk leggi ekki meira af mörkum í þessari baráttu sem virðist svo gott sem töpuð ef við rísum ekki upp á afturfæturna og gerum eitthvað í málunum,

12.sep. 2013 - 09:05 Fannar Karvel

EINN, TVEIR, ÞRÍR OG “FORMIД ER KOMIÐ

Það eru allir, alltaf að leita að næsta skrefinu, næsta leyndarmàlinu, næstu öruggu leiðinni að “forminu”.

Ég skal segja þér NÀKVÆMLEGA hvað þarf til að komast í “formið”;

05.sep. 2013 - 00:00 Fannar Karvel

Topp 5 - af hverju hreyfing!


29.okt. 2012 - 10:56 Fannar Karvel

Fitubrennsla - Tölur og Staðreyndir

Eitt kílógram af líkamsfitu er u.þ.b. 7.000Kcal (25 Snickers)

10km hlaup brennir 600-800Kcal (fer eftir einstaklingum)

Þessar tölur gefa okkur að þú þarft að hlaupa u.þ.b. 100km til þess að brenna einu kílói af líkamsfitu.
06.sep. 2012 - 12:23 Fannar Karvel

Nýr Baráttuvöllur Íþróttafræðinga

Framtíðin virðist dimm í heilsufarsmálum Íslendinga og heimsins alls; 20% Íslendingar glíma við offitu, 35% Bandaríkjamanna og tölurnar fara hækkandi. Börn og unglingar hreyfa sig minna og borða meira og óhollar heldur en verið hefur. Fullorðnir sitja langdvölum yfir tölvu- og sjónvarpsskjám.
03.sep. 2012 - 10:46 Fannar Karvel

Vetrarrútínan

Fyrsti alvöru haustdagurinn í dag; rigning, rok og ofsalega erfitt að drattast undan sænginni.
30.ágú. 2012 - 11:00 Fannar Karvel

Baráttan við Fjölbreytni


29.ágú. 2012 - 09:08 Fannar Karvel

Hildur vinkona hennar Jónu fékk prógram..

„Hildur vinkona hennar Jónu fékk prógram frá einkaþjálfara sem þjálfaði stelpu sem keppti í fitness í fyrra og sagði að það svínvirkaði“
27.ágú. 2012 - 11:58 Fannar Karvel

Kennum börnunum okkar

Flestir foreldrar reyna að stjórna sykur og fituneyslu barnanna sinna með því að velja holla valkosti á matmálstímum, ég hef amk. enn ekki hitt þá manneskju sem vill börnunum sínum ekki allt það besta.
17.ágú. 2012 - 11:00 Fannar Karvel

Metabolic-æðið komið í Kópavog

„Ég vona að þetta verði ekki enn eitt æðið heldur sé komið til að vera“ segir Helgi. Ég er ekki mikill erobikk maður og fannst vanta góða alhliða hópatíma með áherslu á styrk, kraft og úthald en skilaði á sama tíma mikilli fitubrennslu. Þetta hefur tekið talsverðan tíma í þróun og lítið verið kynnt en það er strax orðin mikil eftirspurn eftir námskeiðum bæði hér á Suðurnesjunum og eins í Kópavogi og Reykjavík. Greinilegt að það hefur verið vöntun á námskeiði sem þessu, í stórum sal sem býður upp á mikla möguleika og fjölbreytni.
16.ágú. 2012 - 10:00 Fannar Karvel

Ekki gera það sama og allir hinir

Þegar fólk kemur í þjálfun til mín hvort sem það er einkaþjálfun, hópar, fjarþjálfun eða íþróttafélög þá er hugsunin “hvernig ég looka” ALDREI tekin með í reikninginn þegar kemur að æfingaprógramminu. Ég hef fengið þessa setningu en bara einu sinni frá þeim sem spyr hennar, eftir stutta útskýringu sér fólk af hverju hún á ekki við.

Fannar Karvel
Ég er íþróttafræðingur og hefur undanfarinn áratug lifað og hrærst í heilsu- og líkamsræktarheiminum.

Einkaþjálfun, fjarþjálfun, átaksnámskeið, unglinganámskeið og þjálfun íþróttamanna eru meðal þess sem hefur verið á dagskránni og hérna verður fróðleik undangenginna ára miðlað til þeirra sem hann vilja heyra.

Þegar kemur að hreyfingu og æfingum er fátt sem ég hef ekki skoðun á og ófáar stundirnar farið í grúsk og pælingar í þeim efnum, það mætti kannski kalla mig nörd á þessu sviði. Ég er óhræddur við að viðra skoðanir mínar á þessu sviði og hef í gegnum tíðina fengið hornauga frá ýmsum aðilum fyrir að tala íslensku og fela ekki eða fegra hlutina.

Fannar Karvel / Fannar@Karvel.is / www.Karvel.is
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar