20. apr. 2011 - 11:00Jón Steinsson

Þjóðaratkvæði: Mun LÍÚ hafa betur?

Nú virðist stefna í þjóðaratkvæði um kvótann. Það liggur beinast við að kosið verði um hvort staðfesta eigi frumvarp sem hefur verið samþykkt af Alþingi. Þá er í rauninni verið að kjósa um leið Alþingis og leið LÍÚ (óbreytt ástand). Ef þetta verður farvegur þessa máls, skiptir öllu máli hvers eðlis frumvarpið verður sem Alþingi samþykkir.

Lekar úr sjávarútvegsráðuneytinu benda til þess að þær hugmyndir sem þar ráða ríkjum gangi að mestu út á alls kyns potta sem stjórnvöld hverju sinni geta leikið sér með að úthluta úr, eins konar „dótakassi fullur af kvóta sem íslenskir pólitíkusar geta kubbað með.“

Ef frumvarpið sem stjórnvöld leggja fram verður á þessum nótum er líklegt að það verði fellt. Þá geta stjórnvöld engum öðrum en sjálfum sér um kennt.

Til þess að þjóðin geti haft betur gegn LÍÚ er lykilatriði að frumvarpið sem Alþingi samþykkir grafi ekki undan hagkvæmni greinarinnar. Ákvæði sem gera það munu fæla frá stóra hópa kjósenda og gera LÍÚ auðveldara fyrir í áróðursstríðinu.

Nýleg skoðanakönnun MMR sýndi að um 70% þjóðarinnar er fylgjandi því að „þeir sem fá úthlutað kvóta greiði leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsvirði kvótans.“ Stuðningur við þetta sjónarmið er almennur í öllum stjórnmálaflokkum. Um 60% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lýstu sig fylgjandi þessu.

Til þess að þjóðin geti haft betur gegn LÍÚ verður frumvarpið sem Alþingi samþykkir að ganga út á eitt og aðeins eitt: að þjóðin fái sanngjarnan hluta auðlindaarðsins (t.d. helming á móti útgerðarmönnum).

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem eru fylgjandi því að þjóðin njóti arðsins munu snúast í hrönnum ef frumvarpið inniheldur dótakassa fullan af kvóta til handa stjórnvöldum hverju sinni. Og án þessara kjósenda mun frumvarpið falla.

Það eru tvær leiðir til þess að viðhalda hagkvæmni en færa sanngjarnan hluta auðlindaarðsins til þjóðarinnar:

1) Veiðigjald sem miðast við 50% af vergri hlutdeild fjármagns greinarinnar í heild að frádreginni 8% árgreiðslu og skipt er niður á fyrirtæki eftir því hvað þau fá úthlutað stórum hluta þorskígildistonna.  Slíku veiðigjaldi þarf að fylgja ákvæði um að útgerðir selji allan afla á markaði.

2) Leigutilboðsleið sem miðast við að allar veiðiheimildir fyrnist um 8% á ári og séu leigðar á uppboði til eins árs í senn með 92% endurnýjunarrétti. Þessari leið er betur lýst hér:

Leigutilboðsleiðin

Fyrri leiðin er einfaldari. En ef hún er farin er ekki unnt að taka fyrir framsal aflaheimilda án þess að það valdi verulegri óhagkvæmni. Síðari leiðin býður upp á mun meiri möguleika til þess að ná öðrum markmiðum eins og takmörkun á framsali og forleigurétt smábáta og byggðalaga án þess að þessi atriði hafi veruleg áhrif á hagkvæmni greinarinnar. En leigutilboðsleiðin er flóknar. Þar að auki er hún útfærsla af fyrningarleiðinni sem LÍÚ hefur hamast á í mörg ár og með því skapað tortryggni á meðal þjóðarinnar.

(En lesendur góðir, af hverju haldið þið að LÍÚ berjist sérstaklega hatramlega gegn þessari leið? Ætli það sé vegna þess að hún tryggir betur en aðrar leiðir að sanngjarn hluti auðlindaarðsins renni úr vasa útgerðarmanna og til þjóðarinnar?)

Það virðist mikið púður stjórnvalda fara í rifrildi um það hvort LÍÚ eigi að fá samning til 15 ára eða 20 ára eða 30 ára. Útgerðarmenn brosa vísast yfir þessu þar sem þetta atriði skiptir litlu í samanburði við það hvernig leiguverðið er ákvarðað. Þetta atriði er smjörklípa af verstu gerð.

Ef stjórnvöld ætla með kvótadeiluna í þjóðaratkvæði verða þau að vanda sig vel við það að semja frumvarpið sem þjóðin á að kjósa um. Frumvarp uppfullt af skrauti mun verða fellt. Og þetta er eina tækifærið sem þjóðin mun hafa. Stjórnvöld væru því að gera þjóðinni mikinn óleik með því að setja fram slíkt frumvarp.

Þjóðaratkvæði um kvótann er stjórnarinnar að tapa.
03.jún. 2011 - 19:00 Jón Steinsson

Kanadadollar væri góður kostur!

Í morgun birtist áhugaverð frétt á vísi um að áhrifamenn í fjármálaráðuneyti og seðlabanka Kanada hefðu sýnt því mikinn áhuga að Ísland tæki upp kanadadollar sem lögeyri. Ég er í engri aðstöðu til þess að meta áreiðanleika þessarar fréttar (og mér finnst hún satt að segja nokkuð ótrúleg – „too good to be true“ – eins og kaninn myndi segja). En ef hún er rétt þá tel ég að um sé að ræða tækifæri sem við ættum að hreinlega að stökkva á.
26.maí 2011 - 09:00 Jón Steinsson

Boð og bönn í stað markaðslausna

Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir talsverðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það er ýmislegt jákvætt í frumvarpinu en margt annað sem er afskaplega neikvætt. Því miður virðast hugmyndir um boð og bönn hafa átt undirtökin í stað hugmynda um markaðslausnir. Það væri unnt að ná markmiðum stjórnvalda um betri aðgang nýliða og að þjóðin njóti auðlindaarðsins að sanngjörnum hluta án þess að hagkvæmni greinarinnar væri fórnað. Sú leið var því miður ekki valin.

10.maí 2011 - 09:00 Jón Steinsson

Er veiðigjald landsbyggðarskattur?

Ein rök sem oft heyrast gegn því að útgerðarmenn greiði fyrir afnot af auðlindum sjávar er að slíkt gjald sé í raun landsbyggðarskattur. Þessi staðhæfing er í besta falli einstaklega villandi. 
05.maí 2011 - 17:00 Jón Steinsson

Njóta sjómenn auðlindaarðsins?

Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna.
18.apr. 2011 - 12:00 Jón Steinsson

Leysum kvótadeiluna á hálftíma

Friðrik Arngrímsson segir að unnt sé að leysa kvótadeiluna á hálftíma. Ég sammála honum að mikilvægasta atriðið – að arðurinn renni að sanngjörnum hluta til þjóðarinnar – er tiltölulega einfalt að leysa. Hér er tillaga að lausn:
14.apr. 2011 - 20:00 Jón Steinsson

Einhliða upptaka: Illskársti kosturinn?

Allt of margir „málsmetandi menn“ afskrifa einhliða upptök alþjóðlegs gjaldmiðils sem ótækan kost fyrir okkur í gjaldeyrismálum. Fram að þessu hef ég ekki séð rök sem mér hefur fundist sannfærandi hvað þetta varðar. Um þetta fjallaði ég í grein í Fréttablaðinu fyrr í vikunni sem er aðgengileg hér:
06.apr. 2011 - 11:00 Jón Steinsson

Trójuhestur frá SA í sjávarútvegsmálum

Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram „sáttatillögu“ í sjávarútvegi. Eins og allt annað sem kemur frá SA/LÍÚ er um Trójuhest að ræða. Þessi svokallaða „sáttatillaga“ þeirra gengur í rauninni út á það að breyta kerfinu þannig að auðveldara verði fyrir útgerðarmenn að hrifsa til sín enn stærri hluta af auðlindaarðinum. Það er með ólíkindum hvað SA/LÍÚ eru óforskammaðir að setja fram svona tillögu og kalla hana „sáttatillögu“. 

22.mar. 2011 - 09:00 Jón Steinsson

Orðsending til Samfylkingarinnar

Ágreiningurinn innan ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál virðist vera orðinn það alvarlegur að óvíst er um áframhaldandi líf stjórnarinnar. Varðandi flest mál hefur líf þessara ríkisstjórnar enga úrslitaþýðingu. Það verður áfram deilt um ESB, um skattkerfið, um velferðarkerfið, um stóriðju og virkjanir og margt fleira þótt þessi ríkisstjórn fari frá. En eitt grundvallarmál í íslenskum stjórnmálum deyr líklega fyrir fullt og allt ef þessi ríkisstjórn fellur. Það er sú hugmynd að útgerðarmenn eigi að greiða markaðsverð fyrir afnota af auðlindum sjávar. Ekkert annað ríkisstjórnarmynstur mun koma slíku í gegn.
31.jan. 2011 - 15:00 Jón Steinsson

Hræðsluáróður Björns Vals

Þá eru línur loksins farnar að skýrast í kvótamálinu. Samfylkingin stendur fast á því stefnumáli flokksins og ríkisstjórnarinnar að kvótinn verði innkallaður á tuttugu árum og boðinn til endurúthlutunar gegn gjaldi. Útgerðarmenn hafa hins vegar fengið nýjan bandamann, Björn Val Gíslason, sem berst af miklu afli fyrir því að þeir haldi forréttindum sínum í nýjum umbúðum.
28.jan. 2011 - 15:00 Jón Steinsson

Tillaga að sátt í sjávarútvegsmálum

Nú hefur LÍÚ tekið alla kjarasamninga í landinu í gíslingu til þess að knýja á um áframhaldandi forréttindi í formi úthlutunar veiðiheimilda gegn gjaldi sem er langt undir verðmæti þeirra. LÍÚ er þannig að hafa kjarabót upp á 50-100 m.kr. á dag af vinnandi fólki á Íslandi.
26.des. 2010 - 12:25 Jón Steinsson

Vísindamaður ársins á Íslandi

Íþróttafréttamenn á Íslandi hafa búið til afskaplega skemmtilega hefð með því að útnefna í lok hvers árs íþróttamann ársins. Tíu íþróttamenn eru tilnefndir. Oftast eru nokkur landsþekkt nöfn á listanum. En síðan eru alltaf líka nokkrir afreksíþróttamenn sem ekki hafa hlotið nærri jafn mikla athygli. Verðlaunin eru því gott tækifæri fyrir venjulega íþróttaáhugamenn til þess að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast afreksfólki sem þeir myndu kannski annars ekki taka eftir. Verðlaunin eru þar að auki hið besta tæki til þess að vekja athygli barna og unglinga á góðum fyrirmyndum. Og svo eru þau auðvitað góð hvatning fyrir íþróttamennina sjálfa.

21.nóv. 2010 - 11:14 Jón Steinsson

Hverjir eiga erindi á stjórnlagaþing?

Það er margt frábært fólk í framboði til stjórnlagaþings. Raunar er úrvalið svo gott að nokkur hætta er á því að kjósendur fari á mis við sterka frambjóðendur sem ekki eru þjóðþekktir fyrir. Ég vil vekja athygli á þremur frambjóðendum sem ég tel að eigi sérstaklega erindi á þingið:
27.okt. 2010 - 14:45 Jón Steinsson

Sammála Hreyfingunni

Stjórnvöld hafa nýverið kynnt áform um breytingar á gjaldþrotalögum fyrir einstaklinga. Áformin kveða á um að kröfur fyrnist að tveimur árum liðnum. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt sem stjórnvöld hefðu átt að stíga strax haustið 2008. En betra seint en aldrei.
15.okt. 2010 - 09:35 Jón Steinsson

130 milljarða skattahækkun?

Átján prósent niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána myndi kosta Íbúðalánasjóð 130 milljarða króna. Ríkissjóður þyrfti að bæta sjóðnum þessi útgjöld. Niðurfærslan myndi því þýða 130 milljarða ríkisútgjöld. Það er algilt lögmál að aukin ríkisútgjöld kalla á aukna skatta (eða peningaprentun). Skuldaniðurfærslan sem hefur verið í umræðunni síðustu daga jafngildir því 130 milljarða skattahækkun.
12.okt. 2010 - 18:58 Jón Steinsson

Pressan gerir mér grikk

Pressan birti fyrr í dag pistil undir mínu nafni fyrir mistök. Greinin er eftir Jón Ríkharðsson og er aðgengileg hér:
09.sep. 2010 - 10:33 Jón Steinsson

Nýtur þjóðin arðsins nú þegar?


23.ágú. 2010 - 11:26 Jón Steinsson

Af hverju er LÍÚ á móti tilboðsleiðinni?

Forsvarsmenn útgerðarmanna hafa tekið mjög harða afstöðu gegn „tilboðsleiðinni“ í sjávarútvegi. Að þeirra mati er „samningaleiðin“ mun fýsilegri. Ástæðan fyrir þessu er sáraeinföld. Forsvarsmenn LÍÚ gera sér grein fyrir því að það er miklu líklegra að þeim takist að halda auðlindagjaldinu niðri ef samningaleiðin er farin.
03.ágú. 2010 - 11:00 Jón Steinsson

Einkavæðing auðlinda: Rök með og á móti

Er þjóðin dottin í gamaldags forræðishyggju, eða eru kannski einhver „málefnaleg“ rök sem hægt er að færa fyrir því að viðhalda opinberu eignarhaldið á auðlindum þjóðarinnar?
17.júl. 2010 - 15:54 Jón Steinsson

Þurfa dómarar að hafa dómgreind?

Ég hef litlu við þetta að bæta; nema kannski að sum mál snúast ekki um réttlæti heldur um hagsæld, það er, hvaða fordæmi er best með tilliti til þess að fólk hafi í framtíðinni rétta hvaða til verðmætasköpunar. Ég myndir því segja að í sumum málum eigi dómarar að spyrja sig: Hvar liggur hagkvæmnin? En í flestum málum er rétta spurningin: Hvar liggur réttlætið?

Jón Steinsson
Er B.A. í hagfræði frá Princeton og doktor í hagfræði frá Harvard. Hann starfar nú sem lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York.

Heimasíða Jóns hjá Columbia-háskóla.
Dægurflugan: ABBA feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Fleiri pressupennar