02. jan. 2017 - 10:24Jón Steinar Gunnlaugsson

Hvað láta Íslendingar bjóða sér?

Fráfarandi forseti Hæstaréttar og samdómarar hans hafa brotið gegn lagaskyldum sínum og misfarið með vald sitt.

    Þá þarf að kalla til ábyrgðar.

Eignir í feluleik

Fráfarandi forsetinn, Markús Sigurbjörnsson, virðist hafa verið sá dómaranna sem langmest hafði umleikis á fjármálamarkaðinum á árunum fyrir hrunið mikla.

    Hann var hluthafi í Glitni banka hf., án þess að vitneskja um það lægi fyrir. Í nóvember 2006 sat hann í þremur samkynja málum gegn bankanum, sem var sýknaður í öllum tilvikum.

    Hann staðhæfir að hafa fengið skriflegt leyfi nefndar um dómarastörf til þess að mega eiga hlutabréf sín. Enn hefur hann ekki framvísað samþykkisbréfinu.

Óásættanleg vinnubrögð

Viðkomandi dómara þarf að kalla til ábyrgðar. Þjóðin þarf ekki að una því að þeir gegni áfram embættum við æðsta dómstól hennar.

    Sem lögmaður og hæstaréttardómari hef ég á undanförnum árum orðið vitni að vinnubrögðum sem ég tel óásættanleg.

Alvarlegt mál

Við lesandann segi ég þetta: Lestu það sem hér fer á eftir og myndaðu þér þína eigin skoðun. Staðreyndirnar tala sínu máli. Íslendingar geta að mínum dómi ekki setið þegjandi hjá þegar fram koma nýjar upplýsingar um tilvik á þann hátt sem nú hefur orðið.

Brot gegn reglum

Fráfarandi forsetinn segist hafa uppfyllt lagaskyldu sína með bréfi til nefndar um dómarastörf. Því var ekki svarað. Þáverandi formaður hennar, vinur Markúsar og náinn samstarfsmaður, hefur síðan upplýst að hjá nefndinni hafi þögn verið sama og samþykki!

    Slík vinnubrögð hafa auðvitað ekkert gildi við meðferð mála í stjórnsýslu, auk þess sem þessi maður gat ekki átt þátt í að afgreiða þetta erindi frá vini sínum. Ekki verður betur séð en frásögn af hinu skriflega svari sé ósönn.

    Auk þess hlýtur umsækjandi leyfisins að hafa gert sér grein fyrir að ekkert gilt svar lá fyrir um heimild hans til að eiga bréfin, jafnvel þó að vinur hans kunni að hafa sagt honum að það væri í lagi. Annað hvort bar honum að inna nefndina eftir gildu svari eða losa sig við þessi bréf. Hann gerði hvorugt og braut því gegn reglunum.

Ofar lögum og rétti

Verið getur að hann telji dómara við Hæstarétt mega brjóta gegn reglum, þó að hann sé sífellt í ýmsum tilvikum að dæma aðra menn fyrir sambærilega háttsemi.

    Vegna annarra dæma sem nefnd hafa verið um ætluð brot á þessum reglum tek ég fram að reglurnar eiga eðli málsins samkvæmt einungis við um eign í félögum sem ætlað er að standa til einhverrar frambúðar. Kaup á bréfum og sala svo gott sem um hæl er auðvitað ekki tilkynningaskyld samkvæmt reglunum.

 

Baugsmál

Í ljós hefur nú verið leitt að fráfarandi forseti Hæstaréttar hafði á árinu 2002 eignast gildan hlut í Glitni banka hf. sem þá hét reyndar Íslandsbanki hf.

    Á sama tíma voru fyrirsvarsmenn verslunarrisans Baugs orðnir stórir hluthafar í bankanum og seildust þar til aukinna áhrifa. Á árunum 2005 til 2007 komu til kasta Hæstaréttar mál sem tengdust ákæru á hendur þessum mönnum fyrir fjármálamisferli við rekstur fyrirtækisins.

Viðskiptafélagi sakborninga

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að vísa skyldi ætluðum sökum hinna ákærðu í þessum málum frá dómi í stórum stíl. Allir sáu að hér voru á ferðinni úrlausnir sem engu vatni héldu. Er gerð grein fyrir þessu á bls. 378 til 384 í bók minni „Í krafti sannfæringar“, sem út kom á árinu 2014.

    Greinilegt var að þessir sakborningar nutu óútskýrðrar velvildar réttarins. Nú hefur verið upplýst að áhrifamesti dómarinn var orðinn viðskiptafélagi hinna ákærðu á þessum tíma með eignaraðild sinni að banka þeirra. Þetta vissi samt enginn þá. Hann lét þetta ekki aftra sér frá að taka þátt í þessum ámælisverðu úrlausnum réttarins.

Hluthafinn dæmir

Í nóvember 2006 sat fyrrverandi forseti réttarins, þá hluthafi í Glitni banka hf., í þremur samkynja málum þar sem kröfur voru gerðar á hendur bankanum sem hann var hluthafi í án þess að vitneskja um það lægi fyrir. Bankinn var sýknaður í öllum tilvikum.

Þátttakendur í fjármálaumsvifum

Eftir hrun íslensku bankanna á árinu 2008 hefur Hæstiréttur dæmt í mörgum málum þar sem fyrirsvarsmenn banka voru sóttir til refsiábyrgðar fyrir athafnir sínar í aðdraganda hrunsins.

    Byggðust þessar ákærur meðal annars á þeirri hugmynd að bankamennirnir bæru með gjörðum sínum ábyrgð á hruni bankanna.

Meðvirkni í réttarkerfinu

Sumir dómaranna höfðu verið þátttakendur í fjármálaumsvifum á vettvangi bankanna fyrir hrunið, mismiklum þó. Þar virðist fráfarandi forseti réttarins hafa verið sýnu stórtækari en aðrir. Þeir urðu svo fyrir umtalsverðu fjártjóni af völdum þess.

    Um þetta vissi enginn.

    Þetta aftraði þeim ekki frá að taka sæti í þessum málum og fella þunga dóma yfir hinum ákærðu. Það hefur vakið athygli að í mörgum þessara mála hafa hinir ákærðu verið sakfelldir fyrir umboðssvik án þess að fyrir hafi legið ásetningur þeirra til auðgunar á kostnað viðkomandi banka og án þess að sérstök hætta hafi einu sinni verið á slíku. 

Ótækar forsendur

Sönnun á auðgunarásetningi er samkvæmt 243. gr. almennra hegningarlaga skilyrði fyrir því að unnt sé að sakfella fyrir umboðssvik. Um þetta hef ég fjallað áður, sbr. til dæmis grein sem birtist í Morgunblaðinu 23. október 2015. Það virðist því svo mikið hafa legið við að sakfella að slakað hafi verið svo um munar á refsiskilyrðum laga.

    Engin heimild var til slíks að réttum lögum.

Glatað traust

Sá sem þetta skrifar hefur tekið þátt í umræðum um þessi alvarlegu mál og hvatt til þess að gripið verði til aðgerða sem til þess verði fallnar að auka tiltrú almennings til dómstólanna.

    Ég hef heyrt því fleygt að varhugavert sé að treysta skoðunum mínum í þessum efnum, þar sem mér sé í nöp við fráfarandi forsetann. Það má vissulega til sanns vegar færa að sá maður sé ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef orðið vitni að vinnubrögðum hans og raunar einnig annarra dómara sem ég hef verið afar ósáttur við.

    Þetta rekur sig allt aftur til þess er ég var skipaður dómari við réttinn á árinu 2004. Nokkur orð skulu höfð um það.

Ótrúleg íhlutun

Á árinu 2004 var auglýst laust til umsóknar embætti dómara við  Hæstarétt. Markús Sigurbjörnsson gegndi þá embætti forseta réttarins.

    Þegar þetta var hafði ég starfað sem málflutningsmaður í meira en 35 ár og þar af í 24 ár við málflutning fyrir Hæstarétti og þá flutt mörg af þýðingarmestu dómsmálum þess tíma.

    Ég hafði kennt við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og raunar gegnt stöðu prófessors við síðarnefnda skólann síðustu árin. Kennslugreinar mínar höfðu meðal annars verið á sviði stjórnskipunarréttar og fjármunaréttar og í prófessorsstarfinu var aðalkennslugrein mín réttarfar, það er að segja sú grein sem fjallar um málsmeðferðarreglur við dómstólana.

    Þá hafði ég skrifað bækur um lögfræði auk fjölmargra greina í fræðirit og dagblöð. Kannski má segja að starf mitt um áratuga skeið hafi verið samfelldur undirbúningur fyrir dómarastarf við Hæstarétt. Ég ákvað því að sækja um. Út spurðist að forsetanum líkaði ekki þessi umsókn, þó að ég væri almennt talinn líklegur til að fá starfið.

Þríþætt aðför

Á þessum tíma var í lögum kveðið svo á að rétturinn skyldi gefa álit á hæfni umsækjenda til að gegna dómaraembætti. Átta af níu dómurum við réttinn gengu þá til eftirtalinna verka:

1. Haft í heitingum

Einn þeirra var látinn tala við umsækjandann og hóta honum því að meirihluti réttarins myndi gefa hlutdræga umsögn og skaða hann ef hann héldi fast við ákvörðun sína um að sækja um embættið. Umsækjandinn lét sér ekki segjast.

2. Leitað að keppinautum

Þá var tekið til við að leita að öðrum umsækjendum sem talið var hugsanlegt að skákað gætu hinum óæskilega umsækjanda. Líklegt er að þeim hafi verið lofað hagstæðri umsögn. 

3. Hlutdræg álitsgerð

Hótunin um misbeitingu umsagnarinnar var svo framkvæmd. Það var reyndar svo klaufalega gert að erindreksturinn blasti við hverjum manni. Þessari atburðarás er lýst í 14. kafla fyrrgreindrar bókar „Í krafti sannfæringar“ sem út kom haustið 2014. Þetta framferði var auðvitað með öllu ósæmilegt og ósamboðið æðstu stofnun ríkisins á sviði laga og réttar. Markús Sigurbjörnsson er eini þátttakandinn í þessu sem enn situr í embætti sínu.

Grundvöllur dómskerfis

Mér hefur alltaf verið annt um að helgasta stofnun okkar, Hæstiréttur, starfi af heiðarleika einungis eftir lögum og sé algerlega hlutlaus gagnvart aðilum dómsmálanna. Slík vinnubrögð eru grundvallaratriði í réttarríki eins og við viljum viðhafa. Meðal annars hafði ég skrifað bókina „Deilt á dómarana“ á árinu 1987, þar sem dómar Hæstaréttar í mannréttindamálum voru gagnrýndir og hvatt til endurbóta á starfsemi réttarins. Eftir það ritaði ég fjölmargar blaðagreinar um sama efni. Svo er að sjá sem þessi viðleitni hafi ekki aflað mér vinsælda í dómarahópnum.

Getur rétturinn starfað óbreyttur?

Framar beindi ég því til lesandans að draga sínar eigin ályktanir af þeim tilvikum sem nefnd hafa verið. Sjálfur dreg ég mínar og þá nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:

    Dómarar við Hæstarétt hafa ekki hikað við að brjóta gegn lagaskyldum sínum og misfara með vald sitt til að koma fram niðurstöðum sem þeim hafa fundist æskilegar hvað sem réttum lagareglum líður. Þeir hafa þá að líkindum treyst því að þeir gætu farið fram í skjóli leyndar um atriði sem skipt hafa meginmáli fyrir dómsýslu þeirra.

Hræðsla og undirokun

Samfélag lögmanna og annarra lögfræðinga hefur að mestu leyti þagað þunnu hljóði um misgjörðir sem menn hafa orðið vitni að. Ástæða þagnarinnar hefur einfaldlega verið ótti við vald dómaranna við réttinn.

    Málflutningsmenn hafa óttast að þeir, eða öllu heldur skjólstæðingar þeirra, yrðu látnir líða fyrir gagnrýni á sýslan réttarins, auk þess sem enginn sem gagnrýnt hefur dómarana, hefur getað vænst frama innan dómskerfisins, svo valdamiklir sem þeir hafa illu heilli einnig verið á því sviði.

    Ætluð vinátta við kunna gagnrýnendur hefur meira að segja staðið framavonum einstakra manna fyrir þrifum, þannig að þeir hafa þurft að binda endi þar á til að hljóta brautargengi.

    Þetta er auðvitað alveg hrikalegt ástand og með öllu óásættanlegt.

Hvað er til ráða?

Alþingi verður að huga að aðgerðum til að endurvekja traust til æðsta dómstóls þjóðarinnar.

    Réttast væri að hefja þær með því að afla upplýsinga um fjármálaumsvif þeirra í öllum bönkunum þremur fyrir hrun. Síðan þarf að skoða í hvaða dómsmálum einstakir dómarar hafa setið til að unnt verði að gera sér grein fyrir vanhæfi þeirra.

    Í grófustu tilvikunum á þjóðin alls ekki að þurfa að una því að viðkomandi dómarar gegni áfram embættum við æðsta dómstól þjóðarinnar. Biðjist þeir ekki sjálfir lausnar ætti innanríkisráðherra að huga alvarlega að því að höfða mál á hendur þeim til embættismissis.

Fordæmi

Eitt dæmi er til um slíka málshöfðun, þar sem er málið á hendur Magnúsi Thoroddsen fyrrverandi forseta Hæstaréttar, sem lyktaði með dómi Hæstaréttar 8. desember 1989 (H. 1989.1627).

    Þar var Magnús dæmdur úr embætti fyrir að hafa keypt meira áfengi á sérkjörum en hóflegt taldist! Meintar sakir hans voru smávægilegar í samanburði við  réttarbrot dómaranna sem hér eru til umræðu.

    Misgjörðir þeirra snúa, ólíkt því sem átti við í tilviki Magnúsar, að meðferð dómaravaldsins, þar sem þeir meðal annars hafa átt þátt í að dæma vanhæfir fjölda manna til langrar fangelsisvistar á forsendum sem engan veginn hafa staðist.

Glataður orðstír

Það er nauðsynlegur þáttur í aðgerðum til að endurvekja traust þjóðarinnar til Hæstaréttar Íslands að dómarar við réttinn verði, þar sem það á við, látnir bera ábyrgð á afar ámælisverðu háttalagi sínu á undanförnum árum.

                            Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., fyrrverandi dómari við Hæstarétt
29.mar. 2017 - 17:17 Jón Steinar Gunnlaugsson

Menn taki sjálfir ábyrgðina

Sómamaðurinn Sigurður Oddsson verkfræðingur og eldri borgari beinir til mín orðsendingu í Morgunblaðinu í gær. Tilefnið er skoðun sem ég tjáði á dögunum um að innleiða ætti verslunarfrelsi með áfengi eins og aðrar almennar neysluvörur.
28.feb. 2017 - 10:03 Jón Steinar Gunnlaugsson

Í þágu almennings

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið s.l. laugardag 25. febrúar  um það sem hann kallar „hina nýju stétt“ á Íslandi. Höfðar hann þar til þekktrar bókar eftir Milovan Djilas sem út kom fyrir mörgum áratugum. Telur Styrmir að elíta nútímans á Vesturlöndum sé í grundvallaratriðum sama fyrirbærið og þar var lýst. Einhvers konar yfirstétt ráði í reynd öllu, skari eld að eigin köku á kostnað almúgans og stjórni í reynd þeim málefnum samfélagsins sem hún vill stjórna.. Almenningur skynji þetta og sé hér að finna eina af skýringunum á framgangi Trumps í Bandaríkjunum og Le Pen í Frakklandi.

21.jan. 2017 - 10:09 Jón Steinar Gunnlaugsson

Gagnsæi og réttlæti í stað leyndar og ranglætis

Raunar sjá flestir að upplýsingar, sem lekið var til fjölmiðla í nýliðnum desembermánuði, en enginn hefur véfengt að efni til, sýna með óyggjandi hætti dæmi um tilvik þar sem dómarar við réttinn dæmdu vanhæfir í málum.
07.jan. 2017 - 10:24 Jón Steinar Gunnlaugsson

Um vanhæfi dómara og endurupptöku mála

Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi.
16.des. 2016 - 08:10 Jón Steinar Gunnlaugsson

Viðskiptafélagar dómarans

Í upplýsingum sem fréttaþátturinn Kastljós birti á dögunum um fjármálaumsvif dómara við Hæstarétt Íslands á árunum fyrir bankahrun kom fram að Markús Sigurbjörnsson fráfarandi forseti Hæstaréttar hefði á árinu 2002 eignast gildan hlut í Glitni banka hf. sem þá hét reyndar Íslandsbanki hf. Verðmæti hlutarins hafi svo farið vaxandi á næstu árum á eftir. Hef ég aflað upplýsinga um að í árslok 2005 hafi markaðsverð þessara hlutabréfa numið um 30 milljónum króna og um 40 milljónum ári síðar.

15.des. 2016 - 10:24 Jón Steinar Gunnlaugsson

Spjöll fortíðar

Það er ánægjulegt að Hæstiréttur skuli hafa ákveðið að birta opinberlega upplýsingar um hagsmunatengsl dómaranna við réttinn. Batnandi mönnum er best að lifa.

12.des. 2016 - 09:30 Jón Steinar Gunnlaugsson

Bregðast verður við

Fara þarf orðum um efni þeirra upplýsinga sem fram komu í síðustu viku um fjármálaumsvif dómara Hæstaréttar fyrir „hrun“ og draga af þeim ályktanir.

07.nóv. 2016 - 09:14 Jón Steinar Gunnlaugsson

Brýnasta verkefnið?

Um nokkra hríð hefur sá sem þetta skrifar reynt að vekja athygli þjóðarinnar og þá ekki síst forráðamanna hennar á óviðunandi ástandi við æðsta dómstól þjóðarinnar, Hæstarétt. Þar er málaálagið svo mikið að öllum ætti að vera ljóst að dómararnir eiga þess ekki nokkurn kost að vinna þau verk sem þeim er ætlað að vinna á þann hátt sem nauðsynlegt er.
06.okt. 2016 - 11:21 Jón Steinar Gunnlaugsson

Í boði bannsins!


20.sep. 2016 - 11:55 Jón Steinar Gunnlaugsson

Hreinn skjöldur

Á fréttavefnum „Vísir.is“ birtist hinn 17. september s.l. frétt þess efnis að nefnd um dómarastörf, sem starfað hefur eftir lögum um dómstóla nr. 15/1998, hafi vorið 2014 skilað tillögum til innanríkisráðherra um að sérstök heimild yrði sett í dómstólalög um að haldin yrði opinber skrá um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum. 
06.sep. 2016 - 09:11 Jón Steinar Gunnlaugsson

Að gæta virðingar sinnar

Halldór Blöndal fyrrverandi forseti Alþingis sendir mér kveðju í Morgunblaðinu 3. september. Segir hann mig ekki hafa gætt virðingar minnar, eins og hann kemst að orði, þegar ég lét uppi þá skoðun nýverið að 40. gr. stjórnarskrár fæli það í sér að heimild á fjárlögum dygði ekki til að ríkið mætti afsala fasteignum sínum. Til þess þyrfti heimild í settum lögum. Vitnaði ég máli mínu til stuðnings til Stjórnskipunarréttar eftir Gunnar G. Schram sem út kom 1999, þar sem sagt er að þetta sé óumdeilt meðal fræðimanna. Ég hefði eins getað vitnað til ritsins Stjórnskipun Íslands eftir Ólaf Jóhannesson frá 1960. Til upprifjunar skal þess getið að umrætt ákvæði í stjórnarskrá kveður m.a. á um að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið, „né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.“

02.sep. 2016 - 12:30 Jón Steinar Gunnlaugsson

„Hrægammar“ frekar en starfsmenn!

Alveg eru almennar umræður í þessu landi stórbrotnar. Nú fer þjóðin af hjörunum vegna þess að þrjú eignarhaldsfélög eftir gömlu bankana hafa ákveðið að greiða svonefndum lykilstarfsmönnum sínum kaupauka ef þeir standi sig við að koma eignum félaganna í verð hratt og örugglega. Í hópi þessara starfsmanna munu bæði vera íslenskir menn og erlendir. Háar fjárhæðir eru nefndar og bæði fjölmiðlar og ráðamenn lýsa hneykslan sinni.

30.ágú. 2016 - 13:32 Jón Steinar Gunnlaugsson

Minnisblað fjármálaráðherra um afsal lands

Í síðustu viku sendi ég til birtingar litla athugasemd um að íslenska ríkið hefði ekki heimild til að afsala fasteignum sínum nema til þess væri heimild í almennum lögum. Tilefnið voru fréttir um að fjármálaráðherra hefði gefið Reykjavíkurborg afsal fyrir suðurhluta hinnar svonefndu „neyðarbrautar“ á Reykjavíkurflugvelli. Þetta var sagt byggt á heimild í fjárlögum 2013. Ábending mín var um að í 40. gr. stjórnarskrárinnar væri kveðið skýrt á um að lagaheimild þyrfti til afsals ríkisins á fasteignum sínum. Væri óumdeilt meðal fræðimanna í lögfræði að fjárlög dygðu ekki til. Heimildin þyrfti að vera í almennum lögum.
27.ágú. 2016 - 17:59 Jón Steinar Gunnlaugsson

Undarlegur undandráttur

Á Alþingi s.l. vor voru samþykkt ný lög um dómstólaskipan, þar sem stofnað var millidómsstig, Landsréttur. Þegar innanríkisráðherra lagði fram frumvarpið að þessum lögum lét hann þess getið að í vinnslu væri í ráðuneytinu sérstakt frumvarp um breytingu á ákvæðum laga um skipan nýrra dómara að dómstólum landsins. Kvaðst ráðherrann hafa sérstakan áhuga á því máli.
24.ágú. 2016 - 09:30 Jón Steinar Gunnlaugsson

Um heimild ríkisins til að selja fasteignir sínar

Síðustu daga hefur í Morgunblaðinu og eftir atvikum öðrum fjölmiðlum verið fjallað um sölu ríkisins til Reykjavíkurborgar á landi við suðvesturenda svonefndrar neyðarbrautar við Skerjafjörð. Hafa þeir sem andvígir eru þessari ráðstöfun talið að lagaheimild hafi skort til sölunnar, þar sem heimild í fjárlögum árið 2013 hafi ekki verið nýtt meðan hún var í gildi.

09.júl. 2016 - 10:05 Jón Steinar Gunnlaugsson

Bara á Íslandi


19.maí 2016 - 07:30 Jón Steinar Gunnlaugsson

Að sýna sjálfum sér virðingu

Ég skora því á eldri sem yngri kjósendur við forsetakjörið að gerast ekki fórnarlömb einhliða áróðurs og illmælgi þegar þeir taka afstöðu, heldur sýna sjálfum sér þá virðingu að kynna sér og rifja upp sannleikann um feril þessa manns áður en þeir taka afstöðu. Annað er mönnum ekki sæmandi.
28.apr. 2016 - 09:46 Jón Steinar Gunnlaugsson

Undanskot eigna?

Sami hópur messaði líka yfir okkur á árunum áður hversu dásamlegir útrásarmenn væru sem bæru orðstí okkar um gervallan heiminn. Núna síðast hafa þeir talið ámælisvert að menn eigi peningaeignir erlendis og virðist þá ekki skipta máli hvort slíku eignarhaldi fylgi brot gegn íslenskum lagareglum eða ekki. Menn sem „tengjast“ slíkum eignum eru bannfærðir og jafnvel hraktir úr trúnaðarstörfum, þó að ekkert fleira komi til og fyrir virðist liggja að þeir hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn íslenskum lagareglum. 
07.apr. 2016 - 10:24 Jón Steinar Gunnlaugsson

Aðför

Og þeir sem þessa dagana tala um lágkúru í umræðum um þjóðfélagsmál, ósannindi og skotgrafahernað ættu kannski að hugleiða hvort svona framferði, eins og þessir fréttamenn viðhöfðu, er ekki kannski fremur en nokkuð annað til þess fallið að auka veg lágkúrunnar.
08.mar. 2016 - 11:00 Jón Steinar Gunnlaugsson

Kunningjagæska

Varadómarar eru þeir lögfræðingar nefndir sem eru kallaðir inn til að taka sæti í Hæstarétti í einstökum málum án þess að hafa hlotið skipun sem hæstaréttardómarar. Um þetta gilda núna lagaákvæði sem sett voru inn í lögin um dómstóla í árslok 2012 (lög nr. 138/2012). Fastur dómari þarf að forfallast til að heimilt sé að kalla inn varadómara fyrir hann. Þetta má gera þó að í sjálfu sér sé unnt að setja fyrir hann annan dómara með fasta skipun við réttinn. Var í athugasemdum með frumvarpi að fyrrgreindri lagabreytingu sagt að þetta væri gert vegna hinna miklu anna sem rétturinn býr nú við.
06.feb. 2016 - 10:06 Jón Steinar Gunnlaugsson

Áfellisdómur yfir samdómara

Sumarið 2014 urðu umræður í blöðum um dómaraverk Benedikts Bogasonar, nú hæstaréttardómara, meðan hann var ennþá „bara“ héraðsdómari. Þá hafði hann látið lögreglunni í té dómsúrskurð sem heimilaði símhlustun hjá manni sem var verið að sleppa úr gæsluvarðhaldi. Það var eins og lögreglan hefði viljað heyra manninn segja eitthvað í símann sem hann hefði ekki viljað skýra henni frá á grundvelli reglunnar um að sökuðum mönnum sé heimilt að neita að svara spurningum lögreglu. Heimildin virðist hafa verið auðfengin hjá Benedikt héraðsdómara.
29.jan. 2016 - 09:22 Jón Steinar Gunnlaugsson

Hnýsni í einkamál annarra

Eina lögbrotið sem unnt er að sjá að hér hafi verið framið er meðferð yfirlögfræðingsins á einkapóstinum sem hún fékk í hendur fyrir mistök. 
05.jan. 2016 - 09:59 Jón Steinar Gunnlaugsson

Réttarríki?


Sá dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem hér hefur verið gerður að umtalsefni er mikið áfall fyrir þá sem vilja reyna að halda uppi réttarríki á Íslandi. Að framan var leitast við að lýsa þeim helgu skyldum sem hvíla á dómara í refsimáli. Það hrópar á hvern þann sem kynnir sér þetta mál að þær skyldur voru ekki hafðar að leiðarljósi þegar þetta mál var til lykta leitt. Erfitt er að segja til um ástæður þess. Ætli ekki sé réttast að hver og einn lesandi geti sér til um þær? 
14.des. 2015 - 11:48 Jón Steinar Gunnlaugsson

Engin svör

Hvað gerir maður, sem situr í valdastöðu og fær á opinberum vettvangi á sig málefnalega gagnrýni sem á ríkan rétt á sér, en hann veit ekki hverju hann á að svara? Hann þegir. Í þögninni felst reyndar efnismikið svar, þó að menn þurfi almennt að hafa svolítið fyrir því að skilja þetta.
08.des. 2015 - 09:44 Jón Steinar Gunnlaugsson

Brettum nú upp ermar!

Mér segir svo hugur að valdahópurinn sem situr í Hæstarétti hafi fengið að hafa allt of mikil áhrif á störf þeirra sem nú vinna að gerð þessa frumvarps. Þar sé viðleitnin að breyta sem minnstu og halda dauðahaldi í vald dómaranna á sviðum sem þeir eiga ekki að koma nærri.
01.des. 2015 - 14:37 Jón Steinar Gunnlaugsson

Guðlegt innsæi?

Kynferðisbrot reynast dómstólum oft erfið í meðförum. Í þeim felst inngrip í líf brotaþola sem árásarmaður hefur engan rétt til. Engin áhöld eru um að fyrir slík brot ber að refsa.
24.nóv. 2015 - 10:56 Jón Steinar Gunnlaugsson

Saga af hetjudáðum

Í síðustu viku sótti okkur Íslendinga heim bandarískur maður, William (Bill) Browder að nafni. Þessi maður hafði að segja afar merkilega sögu úr samtímanum og má kannski segja að atburðarás hennar standi ennþá yfir. Hann hafði verið með fjárfestingastarfsemi í Rússlandi fyrir og fyrst eftir síðustu aldamót, allt þar til honum var meinuð för inn í landið á árinu 2005, og fékk hann ekki að koma þangað aftur. Hann átti þar fé í fjárfestingarsjóðum (Hermitage Management Funds) sem var afrakstur af vel heppnaðri fjárfestingastarfsemi árin á undan. Nú var hann fallinn í ónáð hjá Pútín forseta og því úthýst úr landinu. Browder áttaði sig strax á því hvað væri á seyði og lánaðist að koma fjármunum sínum og nánustu samstarfsmönnum úr landi.
10.nóv. 2015 - 10:43 Jón Steinar Gunnlaugsson

Réttarfar þjónkunar

Ég fór og sá kvikmyndina „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ eftir Ölmu Ómarsdóttur. Hafði reyndar gluggað í ritgerð vinar míns Þórs Whiteheads prófessors í sagnfræði um „ástandið“ sem birt var fyrir nokkrum misserum. Þetta er frásögn af heiftarframkomu okkar litla samfélags við ungar stúlkur, fyrir nokkrum áratugum, sem ofstækisfullir samborgarar töldu spilltar fyrir þá sök að hafa umgengist unga aðkomumenn úr setuliði Breta og síðar Bandaríkjamanna á stríðsárunum. Þær voru fordæmdar í samfélaginu og sumar dæmdar til einangrunardvalar á þessu stúlknaheimili uppi í Borgarfirði, án þess að hafa brotið neitt af sér annað en að aðhafast eitthvað sem siðferðispostulum þess tíma líkaði ekki. Raunar virðast meira að segja meintar „sakir“ sumra þeirra hafa verið með öllu ósannaðar. Núna er nægilega langur tími liðinn frá þessum illvirkjum gagnvart stúlkunum til að um það sé fjallað á eðlilegan hátt, þar sem áherslan liggur á augljósum misgjörðum samfélagsins gagnvart þeim.
23.okt. 2015 - 11:28 Jón Steinar Gunnlaugsson

Meiriháttar áfall fyrir réttarríkið

Hvernig stendur á því að Hæstiréttur Íslands kveður upp svona dóm? Ég kann ekki svarið við þeirri spurningu. Ég trúi því ekki að dómararnir séu að taka þátt í einhvers konar löglausri herferð gegn þeim sem stjórnuðu íslensku bönkunum fyrir „hrunið“ haustið 2008. Er skýringar ef til vill að leita í því írafári sem málaálagið hefur skapað í réttinum og ég hef lýst í fyrri skrifum mínum? 
17.okt. 2015 - 14:09 Jón Steinar Gunnlaugsson

Hin eina rétta niðurstaða

Að undanförnu hafa kviknað umræður í fjölmiðlum um aðferðir við skipun dómara að íslenskum dómstólum. Ég hef tekið þátt og þá meðal annars fjallað um hlutverk dómara, eins og ég tel það vera, því afstaða til þess hlýtur að skipta máli þegar við ákveðum hvernig við veljum fólk til þessara þýðingarmiklu starfa. Meðal annars hef ég sagt að við verðum að leggja til grundvallar í starfi dómarans að ein rétt niðurstaða sé í sérhverju lögfræðilegu álitamáli.
28.sep. 2015 - 11:05 Jón Steinar Gunnlaugsson

Veljum þau hæfustu

„Ef níu hæfustu lögfræðingarnir sem sækjast eftir dómaraembættum í Hæstarétti eru konur skulum við skipa þær allar og engan karl.“
18.sep. 2015 - 10:00 Jón Steinar Gunnlaugsson

Skiptir munnlegur málflutningur ekki máli?

Allir sem fylgjast með rekstri dómsmála fyrir íslenskum dómstólum ættu að hafa gert sér ljóst hversu óviðunandi það ástand er sem ríkir í Hæstarétti Íslands vegna allt of mikils málafjölda. Á undanförnum misserum hef ég fjallað nokkuð um þetta í ræðu og riti og þá einkum í bókum mínum „Veikburða Hæstiréttur“ og „Í krafti sannfæringar“.
07.sep. 2015 - 09:48 Jón Steinar Gunnlaugsson

Sjálfsafgreiðsla?

„Það er vitaskuld þýðingarmikið að þeir sem kunna að hafa brotið af sér með refsiverðum hætti í aðdraganda bankahrunsins verði látnir sæta ábyrgð fyrir. En þegar þeir eru sóttir til þeirrar ábyrgðar er jafnvel ennþá þýðingarmeira að þeir fái að njóta alls þess réttar sem sakaðir menn eiga að njóta samkvæmt lögum.“

22.jún. 2015 - 10:12

Jafnrétti borgara

Í gegnum tíðina hefur mannfólkið haft á því afar misjafnar skoðanir hvernig rétt sé að fást við alls konar atvik og kringumstæður í samfélagi mannanna sem menn telja að færa þurfi til betri vegar. Í hugum sumra verður oftast fyrst uppi tilhneigingin til að beita ríkisvaldi til að knýja fram lagfæringar. Segja má að þetta sé aðferð sósíalismans. Oft áttum við okkur þá ekki nægilega vel á því að valdbeiting felur í sér skerðingu á frelsi.
07.apr. 2015 - 10:19 Jón Steinar Gunnlaugsson

Ómarkvissar dómsúrlausnir

Meðferðin á þessum málaflokki í Hæstarétti sýnir vel hversu rík þörf er á að breyta skipulagi og starfsháttum við þennan æðsta dómstól, þannig að hann geti sinnt því hlutverki að veita skýrar leiðbeiningar um réttarstöðu á málasviðum, þar sem tekist er á um mikla hagsmuni, eins og í þessum flokki mála.
21.mar. 2015 - 09:29 Jón Steinar Gunnlaugsson

Orðaleikur Jóns Sigurðssonar

Sá góði maður Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, víkur í pistli á Pressunni í gær 20. mars að grein minni í Morgunblaðinu sama dag, þar sem ég benti á að óbreytt stjórnarskrá leyfði okkur ekki aðild að Evróðusambandinu. Ástæðan er sú að í aðildinni felst skerðing á fullveldi Íslands sem stjórnarskrá okkar kveður á um skýrum stöfum. Við getum því ekki gerst aðilar nema stjórnarskránni verði breytt að þessu leyti.
20.mar. 2015 - 11:00 Jón Steinar Gunnlaugsson

Stjórnarskráin leyfir ekki aðild

Stjórnmálaumræður á Íslandi taka oft á sig undarlegar myndir svo ekki sé meira sagt. Nú ræða menn ekki annað meira en viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands að því. Enginn virðist telja ástæðu til að nefna, að Ísland getur ekki samið um aðild að þessu sambandi. Stjórnarskrá okkar leyfir það ekki. Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði fyrst breytt og þar sett inn heimild til að stjórnvöld megi framselja ríkisvald í hendur alþjóðlegra ríkjasambanda eins og ESB. Eru þeir menn að gegna skyldum sínum sem trúnaðarmenn almennings í landinu sem standa í viðræðum við aðrar þjóðir um málefni sem þeim er óheimilt að semja um samkvæmt stjórnlögum landsins? Hafa þeir gert viðmælanda sínum grein fyrir stöðu málsins að þessu leyti?
11.mar. 2015 - 10:51 Jón Steinar Gunnlaugsson

Fíkn og frelsi

Kári Stefánsson velur sér það hlutskipti að reyna að gera lítið úr hugsjón frjálshyggjumanna í grein hér í blaðinu á mánudag, þegar hann andmælir frumvarpi um breytingu á reglum um útsölu á áfengi. Þetta gefur tilefni til að fara nokkrum orðum um þá hugsjón, sem reyndar er að mínum dómi lykill að velfarnaði í heimi mannfólksins svo sem vel sést ef borin eru saman lífskjör fólks í ríkjum sem hafa frelsi fyrir meginreglu við lífskjör í ríkjum stjórnlyndis og ofstjórnar.
06.mar. 2015 - 08:31 Jón Steinar Gunnlaugsson

Um skipun dómara að Hæstarétti Íslands

Svo mikið er víst að klíkuaðferðin sem nú gildir er með öllu ótæk. Gildir þá einu þó að eiginkona forseta réttarins komi fram í fjölmiðlum og lýsi skoðun þeirra hjóna á þessu.
05.mar. 2015 - 10:18 Jón Steinar Gunnlaugsson

Doktor Egill

Tekin hefur verið til sýninga í Reykjavík kvikmyndin „Birdman“, sem á dögunum hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins. Í þessari kvikmynd er meðal annars frásögn af því hvernig gagnrýnendur fjölmiðla geta haft örlög út gefinna listaverka í hendi sér. Hér var það leiksýning sem um ræddi
13.feb. 2015 - 10:15 Jón Steinar Gunnlaugsson

Snilldarverk

Síðari árin hef ég verið frekar latur við að lesa bækur, nema þá helst þær sem hafa beinlínis getað gagnast mér við lögfræðistússið. Fyrir nokkrum dögum tók ég samt til við að lesa bók sem tók mig þegar í stað föstum tökum; svo föstum að ég gat ekki hætt að lesa fyrr en lokið var lestrinum. Þetta er bókin „Náðarstund“ eftir unga konu frá Ástralíu, Hannah Kent.
20.jan. 2015 - 09:14 Jón Steinar Gunnlaugsson

Hvatning til dáða

Þá berast fréttir af því að draga eigi úr fjárframlögum til þessa embættis og gera því þar með enn erfiðara fyrir um að ljúka þessum störfum. Þetta gengur ekki. Sjá verður embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárframlögum til þess að hann geti gengið í að klára þau verk sem honum voru ætluð og enn er ólokið.
03.jan. 2015 - 09:29 Jón Steinar Gunnlaugsson

Þagað í hel?

Ef allt væri með felldu bæri íslenska ríkinu að höfða mál gegn forseta Hæstaréttar til embættismissis. En hann er látinn í friði. Hann er ekki einu sinni inntur svara svo almenningur fái fram afstöðu hans til málsins og skýringar ef einhverjar eru. Af hverju ætli það sé?
10.des. 2014 - 10:00 Jón Steinar Gunnlaugsson

Rangar ályktanir dregnar af dómi

Mér hefur verið bent á að opinberlega hafi að undanförnu birst túlkanir á dómi Hæstaréttar 10. nóvember 2014 í máli Kaupþings hf. gegn Aresbank S.A. sem varla fá staðist. Er svo að sjá að stjórnmálamenn og aðrir þátttakendur í skrafi daganna telji að með þessum dómi hafi verið lokað fyrir að unnt væri að krefjast gjaldþrotaskipta á hinum föllnu bönkum (fara gjaldþrotaleiðina).
28.nóv. 2014 - 14:57 Jón Steinar Gunnlaugsson

Með hnífgradda á lofti

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi stjórnmálamaður og ráðherra skrifar í dag grein á Eyjuna og gerir svonefnt lekamál að umtalsefni og ráðgjöf sem sagt var frá í fréttum að ég hefði veitt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra um einhverja þætti málsins. Má skilja Þorstein þannig að ég kunni að eiga sök á því að Hanna Birna gegni nú ekki ráðherraembætti, þar sem ráð mín við hana hafi verið í ætt við spunatækni eins og hann kemst að orði. Ég fer auðvitað ekki að segja Þorsteini frá því í smáatriðum sem okkur Hönnu Birnu fór á milli. Nokkur orð verð ég samt að hafa um framlag hans.
26.nóv. 2014 - 10:18 Jón Steinar Gunnlaugsson

Einfalt líf

Valtýr Sigurðsson lögmaður sendir mér orðsendingu í Mogganum í gær. Hann telur að í einhverjum tilvikum sé heimilt að kalla mann nauðgara á opinberum vettvangi þó að hann hafi aldrei nauðgað.
22.nóv. 2014 - 10:00 Jón Steinar Gunnlaugsson

„Fuck you rapist bastard“

Sl. fimmtudag var kveðinn upp dómur í Hæstarétti með þeirri niðurstöðu að ekki bryti í bága við meiðyrðalöggjöf landsins þegar einn maður segir við annan opinberlega: „Fuck you rapist bastard“. Á íslensku útleggjast þessi orð eitthvað á þessa leið: „Til fjandans með þig nauðgarakvikindi.“ Í þeim felst augljós staðhæfing um að maðurinn sem ummælin beinast að sé nauðgari, þó að hann hafi aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt brot. Tveir dómarar stóðu að þessum dómi gegn atkvæði hins þriðja.
31.okt. 2014 - 09:28 Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki vera heiðarlegur – því þá verður þú rekinn á kostnað okkar hinna

Núna liggur fyrir að yfirmenn Þorsteins Haraldssonar bökuðu ríkissjóði bótaskyldu með því að reka hann. Hann var í reynd rekinn fyrir að vera heiðarlegur. Ríkisskattstjórinn sem ákvað hins vegar með einu pennastriki að sleppa álagningu tekjuskatts sem um munaði situr áfram í embætti og rær í gráðið.
27.sep. 2014 - 10:06 Jón Steinar Gunnlaugsson

Verðandi hæstaréttardómarar?


18.sep. 2014 - 08:33 Jón Steinar Gunnlaugsson

Eins manns kenning

Það er frekar ólíklegt að lesendur Pressunnar hafi mikinn áhuga á deilu okkar Ragnars H. Hall hrl um heimild Hæstaréttar til að leyfa kæru í einkamálum eftir að lögmæltur tveggja vikna kærufrestur er liðinn. Ég verð samt að svara Ragnari stuttlega, en í gær birti hann grein hér á síðunni sem einkennist af miklum misskilningi um þetta efni.

Jón Steinar Gunnlaugsson
Lögmaður. Fyrrverandi dómari við Hæstarétt.
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 18.4.2017
Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.4.2017
Hvert skal stefna í utanríkismálum?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 18.4.2017
Sósíalísk sérstaða?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2017
Þegar kóngur heimtaði Ísland
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 25.4.2017
Einbýlishús eða ekki einbýlishús?
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 25.4.2017
Hvíla ekki hætta
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 26.4.2017
Ég þarf að finna nýjar götur
Fleiri pressupennar