17. nóv. 2011 - 14:00Jón Ríkharðsson

Sjómenn, tjáum okkur!

Eins og allir vita, þá áttu sér stað hryllilegir atburðir um borð í fiskiskipi sumarið 2010. Þar voru kynferðislega brenglaðir sjómenn að veifa getnaðarlim sínum framan í andlit þrettán ára drengs og fleira gerðu þeir til að hrella piltinn.

Margir úr hópi sjómanna urðu slegnir út af þessari frétt og fordæmdu þessa framkomu gagnvart unglingnum, enda eru sjómenn, eins og annað fólk, siðaðir menn og við berum mikla umhyggju fyrir börnum og unglingum, enda erum við sjálfir flestir feður.

Einn af gerendunum sagði þetta vera eðlilega manndómsvígslu til sjós, en það er vitaskuld fjarstæðukennt kjaftæði sem á enga stoð í raunveruleikanum.

Svo koma ýmsir fram og segja frá ýmiskonar vígsluathöfnum sem þeir hafa orðið að ganga í gegn um og það eru misfagrar sögur.

En hver er raunveruleikinn í þessu máli?

Hann kemur í ljós, ef sem flestir úr hópi sjómanna tjá sig um sína reynslu og ég ætla að ríða á vaðið og segja frá mínum fyrstu skrefum í sjómennskunni.

Ég var sextán ára gamall unglingur og vitanlega rennblautur á bak við bæði eyrun. Gömlu síðutogarajaxlarnir voru þá enn til staðar og þeir höfðu ekki hlýlega ásýnd í mínum augum, enda voru þeir sennilega ekki spenntir fyrir að fá svona uppburðarlítinn vinnufélaga, það jók vitanlega álagið á þá.

Kannski getur einhver sálfræðingurinn komist að þeirri niðurstöðu, að ég hafi verið lagður í einelti, en það er ekki mín upplifun.

Þeir yrtu ekki á mig og ég var kallaður drengur eða strákur ef þeir þurftu að koma skilaboðum til mín, svo var það strákandskoti eða drengdjöfull, ef ég skildi ekki hvað þeir voru að meina...

Eitt sinn öskraði bátsmaðurinn á mig úr brúnni og ég skildi ekkert hvað hann var að segja, ég spurði einn hvað bátsmaðurinn ætti við og þá var mér sagt að ég ætti að notast við mín eyru, hann væri ekkert ráðinn til þess að hlusta fyrir mig. Eftir smástund kemur bátsmaðurinn hlaupandi niður á dekk og framkvæmir það sem ég átti að gera, síðan gengur hann til mín og segir; "Djöfull ertu sljór drengur, amma mín er mikið fljótari að hlaupa en þú", ósjálfrátt spurði ég hann, hvort hann ætti ömmu á lífi og þá fæddist lítið bros í hörkulega svipnum og hann svaraði;"Nei, hún er búin að vera dauð blessunin í þrjátíu ár, en hún er samt fljótari en þú".

Ef það kom hlé á vinnunni, þá gáfu þeir sér tíma til að spjalla við mig, en þeir höfðu mikinn áhuga á mínum kvennamálum og voru með það á hreinu, að ég hlyti að rúnka mér á hverri einustu frívakt, annað væri óeðlilegt hjá svona ungum dreng. Svo sögðu þeir mér frá grænlensku stelpunum, en þær höfðu kuntuna víst þversum og það var mikil list, að geta gagnast þeim svo vel sé.

Svo var ég náttúrulega plataður fram og til baka, þeir veinuðu af hlátri þegar ég kom bullsveittur með olíufötu fulla af svarfi, þá átti ég að sækja vakúm niður í vél og vélstjórinn lét mig burðast með fötuna upp á dekk í bullandi veltingi, trollið var rifið og ég var sendur upp í brú eftir flækjubókinni. Þegar ég kom upp í brú og falaðist eftir bókinni, þá fór skipstjórinn að hlæja og sagði mér, að þeir væru bara að stríða mér, svo klappaði hann mér á öxlina og sagðist sjálfur hafa verið plataður þegar hann byrjaði. Jafnframt sagði hann mér það, að þeir sem að væru verstir við nýliða og mest í að plata þá, væru oftast menn sem hefði verið farið illa með þegar þeir voru að byrja, þeir væru svo að hefna sín á mér. Ég svaraði litlu, enda feiminn við sjálfan skipstjórann. Svo sagði hann mér að fara út á dekk að vinna og bað mig í Guðs bænum um að rífa bara kjaft á móti, það væri það eina sem þessir andskotar skildu.

Mér leið örlítið betur eftir samtalið við kafteininn, þetta var í fyrsta skiptið sem einhver hafði sýnt mér vinsemd um borð, en ekki þorði ég að rífa kjaft við kallanna. Þeir voru allir ægilegir ásýndum,  samanreknir andskotar og gríðarlega hraustir. En það kom að því á endanum, að ég sprakk endanlega.

Reiðin hafði safnast saman allan túrinn og við vorum búnir að vera tæpa viku úti á sjó. Ég hafði verið kallaður öllum illum nöfnum, þeir gerðu lítið úr mér í borðsalnum og hæddust að öllu sem ég sagði og gerði, mig langaði til að lemja þá alla, en það var ansi snúið fyrir unglingspilt, að vaða í þessa kalla.

Ég var að taka af borðinu, því ég tók alltaf næturkokkaríið. Það var rólegt oft á nóttinni, þannig að öll vaktin var í borðsalnum. Það hafði verið sardínudós í ísskápnum lengi, hún var alltaf sett á borðið og gengið frá henni aftur, hún var farin að lykta. Ég gerði mig líklegan til að henda henni í ruslið og þá grípur bátsmaðurinn í hendina á mér og segir; "Ætlar þú að henda matnum helvítis hlandhausinn þinn?" Þá snöggfauk í mig, þannig að ég rétti hana upp að andlitinu á honum og spurði hann, hvort hann ætlaði að éta þetta, ég öskraði á hann, svo varð þögn í nokkrar sekúndur. Síðan rak bátsmaðurinn upp mikinn hrossahlátur og hann sagði; "Strákar heyrðuð þið þetta, hann Nonni litli er bara farinn að rífa kjaft, það er kjaftur á keilunni maður", þeir hlógu allir því þeim þótti svo fyndið að sjá mig svona reiðan.

Upp frá þessu breyttist allt, ég var líka farinn að sýna meira frumkvæði og nú var ég kallaður Nonni minn, vinur og elskan mín.

Á landleiðinni kallaði einn í mig og bað mig um að kíkja með sér í klefann hans, sem ég gerði. Þá seildist hann inn í skáp og dró fram pela, fékk sér góðan sjúss og bauð mér. Við skiptumst á að drekka úr pelanum og hann fór að segja mér hversu vænt honum þætti um mig. Mér fannst það skrítið, því hann fór frekar dult með það, en hann sagði mér að þetta væri bara svona á sjónum, nýliðar væru teknir fyrir, en það var ekki illa meint.

Í minningunni finnst mér sem, allir þessir hrikalegu jaxlar með stóru tattóveruðu hendurnar, hafa sýnt mér föðurlega umhyggju á sinn hranalega hátt. Það sló sannarlega blítt hjarta fyrir innan harða skrápinn. Þeir voru allir þrátt fyrir allt ósköp einlægir og saklausir í eðli sínu, þekktu ekkert annað en þetta kalda og harða togaraumhverfi. Það undarlega var, að eftir smátíma, þá voru þeir farnir að bera ógurlega virðingu fyrir mér, sem var þó óverðskuldað.

Ég hef alltaf haft gaman af lestri bóka og sumt situr eftir af því sem maður les, án þess að ég teljist sérstaklega fróður. En þessir karlar lásu lítið og þekktu vart þann heim sem var fyrir utan togarann. Ég skaut inn einu og einu atriði í samræðurnar hjá þeim og vitnaði í hinar ýmsu bækur. Þá var það orðið þannig, að ég þurfti alltaf að leysa úr öllum ágreiningsmálum, það var alltaf beðið eftir því að strákurinn kæmi í borðsalinn til að fá úrskurð hinna ýmsu mála.

Þessir kallar eru ýmis látnir í dag eða orðnir háaldraðir. Ég hugsa til þeirra með þakklæti og hlýju, þeir kenndu mér margt á sinn hrjúfa og einstaka hátt.

Svo fór maður sjálfur að atast í nýliðum og öskra á þá, það fylgir þessu starfi. Þegar maður er með nýliða sér við hlið, þá er maður alltaf dauðhræddur um að hann fari sér að voða. Til að milda hræðsluna, þá beitir maður kaldhæðni, svo verður að öskra hátt svo að þeir vakni, menn eru oft utan við sig í framandi umhverfi.

Sjómennskan gengur út á hörku, eitt vitlaust skref og illa hugsað handtak getur stórslasað mann eða hreinlega drepið, þetta eru engar ýkjur eins og allir sjómenn vita. Þess vegna verður umhverfið oft mjög stressað, við erum í alvöru lífshættu í verstu brælunum og við berum líka ábyrgð á nýliðunum.

En nýliðafræðsla eða nýliðavígsla gengur ekki út á neitt kynferðislegt, svo það sé á hreinu. Við fíflumst oft með kynlíf, en það er ekki bundið við sjómenn. Margar huggulega og penar konur hafa viðurkennt fyrir mér, að þær séu að gera slíkt hið sama í lokuðum kvennahópum. Þær segja að við karlmenn séum einfaldir og lítt hugsandi hellisbúar, eingöngu nýtir sem dráttardýr, kjánar osfrv.

Umræður fagurra kvenna í saumaklúbbum landsins eru sennilega, þrátt fyrir allt, ekki svo ósvipaðar þeim húmor sem tíðkast á sjó. Munurinn er sá, að þær eru í hlýlegra umhverfi og þurfa ekki stöðugt að vera á verði.26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar