20. des. 2011 - 09:00Jón Ríkharðsson

Pabbi, þú ert búinn að græta tíu engla


Fyrir nokkrum árum tjáði sonur minn mér, að nú hefði ég víst komið tíu englum til að gráta. Það þótti mér afskaplega leiðinlegt, en ég ákvað að spyrja hann að því, hvað ég hefði gert sem olli sorginni hjá blessuðu englunum.

Þá sagði hann mér, að ef maður blótaði, þá færu englar guðs að gráta, ekki útskýrði hann töluna tíu fyrir mér, honum fannst hann sennilega ekki þurfa að útskýra allt í smáatriðum. Mér til vorkunnar, eins og allir vita, þá er oft talað um að blóta eins og togarasjómaður, kannski ekki alveg að ástæðulausu og hafandi verið á togurum ansi lengi, þá kemur stundum eitt og eitt blótsyrði fram á varir mínar, en af tillitssemi við eiginkonuna og börnin, þá gæti ég mín oftast þegar ég er í landi.

Þetta var fyrir tíma Besta flokksins og Samfylkingarinnar í borgarstjórn, þannig að börnin máttu gjarna tileinka sér Guðsótta og góða siði, en slíkt mun vera illa séð í borgarstjórn Reykjavíkur.

Mannréttindaráð borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa fengið innan við þrjátíu kvartanir, að nú væri tímabært að koma í veg fyrir það, að börn ættu það á hættu að tileinka sér kristna trú.

Til að fá staðfestingu á réttmæti þessa undarlega álits, var vitanlega leitað til félagsmanns trúleysingjahreyfingar, sem situr í mannréttindaráði og vitanlega var hann innilega sammála því að nauðsynlegt væri að halda trú frá börnum. Mannrétindaráðsmaðurinn gat síðan flutt félögum sínum í Siðmennt þær gleðifréttir, að nú væri von um aukinn hagnað hjá félaginu, því nú færi trúlausum hugsanlega að fjölga, fyrst að prestunum væri úthýst úr skólunum og að nú ættu börnin ekki hættu á því, að fá Nýja testamentið að gjöf.

Annaðhvort er borgarstjórnin illa læs á almenningsálitið eða að henni er mikið í mun að halda meðlimum Vantrúar og Siðmenntar ánægðum, því meðlimir Vantrúar í það minnsta geta orðið ansi reiðir ef á þá er ekki hlustað.

Ef við gefum eftir í umræðunni og viðurkennum að Guð sé ekki til, allar hugmyndir um æðri verur séu blekking, þá er ein staðreynd sem erfitt er að hrekja.

Trúin raunverulega virkar.

Þegar fólk lendir í hryllilegum aðstæðum og öll sund lokast, þá grípur fólk til bænarinnar, jafnvel þó það sé ekkert sérstaklega trúhneigt. Eftir að hafa beðið til Guðs, sem ekki er til að þessu sinni, þá finnur fólk fyrir örlitlum frið í sinni sál.

Nú vil ég biðja þig sem lest þessar línur að gera smá tilraun fyrir mig. Lokaðu augunum, dragðu djúpt andann og segðu; 

Elskaði Drottinn, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að fæðast í friðsælu landi, hér er ekkert stríð og engar hörmungar. Að öllu eðlilegu ættu flestir að finna fyrir vellíðan meðan þeir segja þessi orð með lokuð augun, jafnvel þótt þeir séu trúlausir.

Heilinn, ef menn vilja vera verulega jarðbundnir og trúlausir meðtekur orðið "að elska", það virkar vel á sálina, að þakka fyrir og skynja það að við búum þrátt fyrir allt í friðsælu landi virkar eitt augnablik sem aukin auðmýkt og jafnvel raunverulegt þakklæti, því við veljum okkur ekki heimaland við fæðingu.

Nú koma efasemdarmenn og segja að maður geti alveg eins ávarpað kaffibollann, það getur verið rétt. En það er líka gott að finna til samkenndar með öðrum, þá verður bænin kröftugri og lífið er jú að hluta til huglægt líka, þannig að við finnum strauma frá hvert öðru. Jesús Kristur sameinar okkur kristna menn og það gerir engum illt að trúa á hann.

Ímyndunaraflið er ríkt hjá börnum. oft er það þannig með fólk með fjörugt ímyndunarafl, að ef það er ekki beislað, þá getur kvíði og sorglegar ímyndanir leitað á hugann. Börn sem sjá fyrir sér fallegar myndir af Guði, gömlum kalli með skegg kannski, fallegum ungum manni með skegg sem heitir Jesú, þeim líður vel og það skiptir miklu máli.

Fyrir mig sem trúaðan mann er það óskaplega tómlegt að sjá aðeins það sem augun skynja, heyra aðeins það sem eyrun nema og finna eingöngu holdlega snertingu. Það er unaðslegt að lofa huganum að lyfta sér á flug, skynja nærveru Guðs, þó það sé blekking að þessu sinni, og vita það að ég á alltaf skjól í faðmi frelsarans.

Þessi svokallaða blekking, að mati vantrúarfólksins hefur verið mörgum af mestu listamönnum heimsins innblástur, fegurstu listaverk veraldar hafa verið samin Guði til dýrðar og þau eru fyrir trúaða og trúlausa til að njóta.

Á meðan trúin getur af sér fögur listaverk á sviðum myndlistar og tónlistar, kennir okkur manngæsku og kærleik, veitir okkur unað og frið, þá skiptir það engu máli hvort hún er blekking eður ei. Ef það er bara til þetta eina líf, þá hafa trúaðir náð að lifa því til fulls, að því leiti að þeir hafa fengið að njóta friðarins, kærleikans og þeirrar sannfæringar að hið grámyglulega hversdagslíf og allir erfiðleikarnir hafa ekki verið til einskis. Nú, ef við hverfum við dauðann og verðum að engu, þá hefur okkur allavega liðið vel.

Baráttumenn trúleysis gefa það í skyn, að trúin skekki rökhugsun. Í hópi kristinna eru til allar stéttir, raunvísindamenn, hugvísindamenn,læknar osfrv., og ekkert styður þá kenningu að þeir séu meiri sveimhugar en gengur og gerist. Trúaðir eru oftast ágætir starfskraftar alveg eins og trúlausir og trúaðir leggja jafnmikið til samfélagsins eins og hinir trúlausu.

Ekkert af röksemdum trúleysingja styður þá kenningu, að vara beri börnin við kristinni trú, kirkjunnar þjónar hóta börnum ekki Helvítisvist, það er engu neikvæðu haldið að börnum, aðeins því jákvæða og geta ber þess, að kristnir menn eru engan veginn sammála um Helvíti og það er minna í umræðunni á þessum tímum en oft áður.

Það eina sem gert er með því, að koma í veg fyrir að börnin fái að taka þátt í helgihaldi er, að þau eru svipt hjálpræði sem virkar. Það er oft betra að trúa því að Guð sé til og að hann hjálpi manni, fyrir börnin, heldur en að trúa því að þau séu ein og hafi bara mannlega foreldra til að treysta á, sem jafnvel eru í slæmu andlegu ástandi út af þungum áhyggjum vegna atvinnuskorts osfrv.

Það þarf eiginlega mikið öflugra og meira trúboð í skólum um þessar mundir, að mínu mati og mín skoðun hlýtur að hafa jafnmikið vægi og þeira sem engu trúa.

26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Fleiri pressupennar