07. jún. 2011 - 15:00Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að afnema sjómannaafsláttinn?

Fáir eru að fjargviðrast yfir hundruðum milljarða sem farið hafa í ónýt fjármála og tryggingafyrirtæki, ásamt gagnslítið stjórnlagaþing og ESB umsókn sem er í andstöðu við þjóðina.
 
En það fréttist víst, að sjómannaafslátturinn kostaði ríkið einn milljarð og þá urðu hinir ýmsu blýantsnagarar landsins kolvitlausir, ásamt öðrum hópum sem eingöngu hafa notið þess, að sjómenn væru til staðar en ekkert lagt af mörkum til þess að afla gjaldeyristekna.
 
Það er ósköp vinsamlegt af Dönum, Svíum, Færeyingum, Norðmönnum og Bretum að viðhalda sjómannaafslætti í sínum löndum og þar virðist ekkert rifrildi vera um hann. Framangreindum þjóðum finnst hann sjálfsagður vegna þess, að sjómenn eru langdvölum fjarri sínum heimahögum og nota samfélagskerfið minna en aðrar stéttir, heyrst hefur líka að þetta sé nokkurskonar þakklætisvottur sjómönnum til handa.
 
Engin af framangreindum þjóðum á eins mikið undir sjávarútvegi og íslendingar. Þess vegna er það athyglisvert, að svona mikil óánægja ríki um afsláttinn, en þakka ber þeim þingmönnum sem tekið hafa það fyrir, að endurvekja sjómannaafsláttinn, afnám hans er fiskveiðiþjóð til skammar.
 
Án sjómanna væri engin íslensk þjóð, það eru sjómenn sem lengst framan af stóðu einir að því, að afla tekna til þess að aðrar stéttir gætu orðið til hér á landi.
 
Blýantsnagararnir sem hittast íklæddir lopapeysum og skjálfandi af kulda, í ágætis veðri á kaffihúsum bæjarins, myndu ekki hafa getað stundað sitt nám, ef ekki væru sjómenn til þess að sækja gull í greipar Ægis. Og það að sækja gullið hefur kostað dýrar fórnir.
 
Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs, sagði stoltur frá því, að á þessu ári hefði ekki verið neitt banaslys á sjó. Sú frétt gleður alla sjómenn, vegna þess að við fyllumst af djúpri sorg í hjarta ef við fáum fréttir af því, að félagi okkar hafi látist við skyldustörf. Allir sjómenn vita það, að þeir geta orðið næstir, sjómennskan er nefnilega lífshættulegt starf þegar veðrin eru hvað verst. En ekki má gleyma því, að stór hluti skýringarinnar á því, að enginn hafi látist á sjó, er hið frábæra starf Slysavarnaskóla sjómanna, sá skóli hefur gert kraftaverk í öryggisfræðslu sjómönnum til handa.
 
En það mun heldur ekki hafa orðið neitt banaslys á skrifstofum landsins, það þótti ekki fréttnæmt af eðlilegum ástæðum, því slysatíðni á skrifstofum er eins og allir vita, afskaplega lág.
 
Nú skulum við bera saman starfsaðstæður blýantsnagara og sjómanna.
 
Blýantsnagarinn vaknar heima hjá sér með stíflað nef og beinverki, kannski fylgir svimi í kjölfarið og leiðinda höfuðverkur, þetta er svona hefðbundin flensa. Hann teygir sig í símann á náttborðinu og segir yfirmanni sínum nefmæltri og rámri röddu, að hann sé því miður veikur í dag. Yfirmaðurinn segir honum að hann skuli bara ná þessu úr sér og fara vel með sig. Gefum okkur að blýantsnagarinn eigi umhyggjusaman maka, sem skreppur framúr og nær í heitan drykk handa honum og kaupir einhver lyf handa honum, til þess að honum líði betur.
 
Blýjantsnagarinn getur þá legið í rúminu þann daginn og næstu daga, ef flensan verður þrálát, en hvað um sjómanninn?
 
Sjómaðurinn þarf að drullast úr kojunni, bíta á jaxlinn og fara á vaktina. Hann neyðist til að ganga í öll sín skyldustörf, því ef hann gerir það ekki, þá er hann búinn að baka sínum samstarfsmönnum mikla erfiðleika, því það er erfitt að missa einn mann til sjós. Þetta gera sjómenn og hafa gert í gegn um tíðina. Maður getur vitaskuld fengið samúð hjá félögunum, sagt uppi á dekki að maður sé helvíti slappur og þá kinnkar félaginn kolli og segir að þetta lagist nú fljótt. Þá líður manni strax betur, því það er alltaf gott að finna fyrir samkennd hjá félögum sínum.
 
Ef menn eru mjög veiklulegir að sjá, þá þekkist nú, að félagarnir hlaupi undir bagga og hlífi hinum sjúka við erfiðustu verkunum, t.d. ef einhver er mjög slæmur í baki. En það þýðir víst ekkert annað en að djöflast þótt flensa herji á mann, annað er ekki í boði til sjós og þetta þekkja allir sjómenn.
 
Aðstæður sjómanna eru mjög sérstakar og það er ekkert að því, þótt þjóðin sýni einhvern þakklætisvott í verki. Fyrst að þjóðir, sem ekki eru háðar fiskveiðum, eru sammála um sjómannaafsláttinn, hvers vegna geta íslendingar ekki verið það líka?26.apr. 2016 - 15:05 Jón Ríkharðsson

Er markmiðið löglaus þjóð?

Það sem er verst á okkar tímum er að kjörnir þingmenn virðast ekki skilja margt sem flestu hugsandi fólki er augljóst. Heyrst hefur í ræðustól þingsins að stjórnvöldum beri skylda til að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs.
03.apr. 2016 - 14:52 Jón Ríkharðsson

Afsögn ráðamanna - nei takk!

Ekki fer ég dult með þá staðreynd að vera í hópi hörðustu sjálfstæðismanna landsins og með eindæmum flokkshollur maður. Þess vegna er það yfirlýst markmið mitt að efla Sjálfstæðisflokkinn eins og mögulegt er - því ég kæri mig ekki um ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins. 
29.mar. 2016 - 09:29 Jón Ríkharðsson

Píratar taka upplýsta afstöðu

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem frúin á hefur Sigmundur Davíð barist hart fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar - skaðað hagsmuni eiginkonunnar og væntanlega sína um leið amk. hefur enginn hrakið það með trúverðugum hætti.
14.mar. 2016 - 08:21 Jón Ríkharðsson

Í tilefni aldarafmælis ASÍ.


Okkar verkamanna helsta böl er að jafnaðarstefnan tók ástfóstri við okkur fyrir hundrað árum - án þess að gert sé lítið úr góðum hug og miklum framfaramálum sem kratar þó náðu í gegn.
07.mar. 2016 - 15:30 Jón Ríkharðsson

„Góða fólkið“ og ríka réttlætiskenndin

„Góða fólkið“ hikar ekki við að saka nafngreinda stjórnmálamenn um mannvonsku og illar hvatir. Engu virðist skipta þótt vitað sé að saklaus börn, makar, aldraðir foreldrar lesi gífuryrðin á netinu - góða fólkið missir ekki svefn vegna þess.
29.feb. 2016 - 11:33

„Jón Jónsson vill einangra Ísland frá umheiminum“

Fjölmiðlamenn ýmsir ásamt virtustu álitsgjöfum þjóðarinnar hafa sagt frá fólki sem vill einangra landið frá umheiminum. Þar sem ég er svag fyrir kynlegum kvistum hefur maður beðið með öndina í hálsinu eftir viðtali við einstakling sem vill að Ísland hafi engin samskipti við önnur lönd.
02.des. 2013 - 15:41 Jón Ríkharðsson

Áhrifarík auglýsing frá Vlfa.

Verkalýðsfélagið á Akranesi útbjó auglýsingamyndband sem dreift var víða á netinu og hún stuðaði SA, enda var það tilgangurinn.
29.júl. 2013 - 15:50 Jón Ríkharðsson

Óþægilegur sannleikur?

Maður er nefndur Jóhann Hauksson og fékk hann það hlutverk að miðla upplýsingum fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
08.jún. 2013 - 11:25 Jón Ríkharðsson

Er þörf fyrir nýtt Ísland?

Í Ameríku eru allskyns hópar sem halda fram skoðunum þvert á vísindin. Sérviska ýmiskonar litar gráma hversdagsins og gefur lífinu gildi.
13.mar. 2013 - 14:59 Jón Ríkharðsson

Engin pólitík, ég er bara áhorfandi að því sem fyrir augu ber

Fyrirsögnin er höfð eftir Stefáni Ólafssyni þar sem hann svarar athugasemd við pistil sinn, er hann ritaði m.a. um gjöf sem Björn Bjarnason átti að hafa fært Háskóla Íslands, eða lofað í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.
28.nóv. 2012 - 18:19 Jón Ríkharðsson

Hvers vegna að hjóla í Stefán Ólafsson?

Miðað við málflutning sumra vinstri manna, þá telja þeir að allir sem skammist út í þá séu annað hvort hræddir við það sem þeir segja eða hafi eitthvað að fela.
26.nóv. 2012 - 17:54 Jón Ríkharðsson

Hversu góður fræðimaður er Stefán Ólafsson?

Ekki þarf langan tíma til að þekkja sófískar aðferðir vinstri manna, auðvelt er að reikna út svörin frá þeim og til þess að einfalda umræðuna skal í upphafi leitast við að svara því sem líklegast kemur frá Stefáni, ef hann bregst á einhvern hátt við skrifum mínum.
23.nóv. 2012 - 14:57 Jón Ríkharðsson

Fræðimaður og kennari á daginn, besserwisser á kvöldin

Stefán Ólafsson mun kenna félagsfræði við Háskóla Íslands og líklega er hann með doktorsgráðu í þeirri grein. Væntanlega kann hann skil á því sem hann kennir sínum nemendum og ekki skal efast um að hann sinni starfi sínu með sóma.
27.apr. 2012 - 17:00 Jón Ríkharðsson

Það þarf að sigrast á hjarðeðlinu

Hjarðeðlið hefur fylgt mannkyni frá upphafi og það er ekki alslæmt, en varasamt er að láta það stjórna  hugsunum okkar og gjörðum.
20.apr. 2012 - 14:00 Jón Ríkharðsson

Eru allar stjórnmálastefnur fallegar á blaði?

Þeir sem að hafa lesið pistlana mína gera sér grein fyrir því, að mitt höfuðmarkmið er að auka vegsemd sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að engin stefna önnur getur dugað til að stjórna landinu.
18.apr. 2012 - 21:24 Jón Ríkharðsson

Fylgið við Sjálfstæðisflokksins er óásættanlegt

Því miður deili ég ekki gleði margra félaga minna og vina innan Sjálfstæðisflokksins, þótt fygistölur í könnunum skríði upp á við, því þær eru tilkomnar vegna óánægju fólks með ríkisstjórnina. Við eigum að hugsa stórt, því við eigum innistæðu fyrir því, allt undir 50% í skoðnanakönunum er alls ekki gott.
31.mar. 2012 - 16:00 Jón Ríkharðsson

Vilja sjálfstæðismenn ekki að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar?

Ríkisstjórnin og spunameistarar hennar, ásamt dyggum stuðningi Hreyfingarinnar keppast við að skrökva því að þjóðinni, að sjálfstæðismenn vilji ekki að þjóðin eigi fiskinn í sjónum.
29.mar. 2012 - 15:00 Jón Ríkharðsson

Þau geta ekki fundið raunhæfa lausn fyrir sjávarútveginn

Vanhæfni ríkisstjórnarinnar á sér margar birtingarmyndir, tilraunir þeirra til að koma með raunhæfar lausnir fyrir sjávarútveginn eru gjörsamlega misheppnaðar.
28.mar. 2012 - 09:00 Jón Ríkharðsson

Landsfundarræðan stendur enn

Í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári, sté ég í pontu og flutti stutta ræðu.
25.mar. 2012 - 10:00 Jón Ríkharðsson

Hef ég eitthvað nýtt fram að færa?

Eðlilegt er, að fólk spyrji að því hvort ég hafi eitthvað nýtt fram að færa, í ljósi þess að ég tilkynni þá ákvörðum mína að sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Ríkharðsson
Togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum.
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Netfang Jóns er: katrinsj@hotmail.com

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar